Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — LAUGARDAGUR 15. MAÍ 197« — 106. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Geirf innsmálið: Erla játaði á sunnudegi sett í gœzlu á þriðjudegi Tveir dagar liðu frá því að Erla Bolladóttir skýrði frá því við yfirheyrslur að hún hefði sjálf banað Geirfinni Einars- syni og þangað til hún var hneppt í gæzluvarðhald. Sunnudaginn 2. maí var Erla kvödd til yfirheyrslu hjá Saka- dómi Reykjavíkur. Stóð hún eitthvað fram eftir degi en síð- degis fór Örn Höskuldsson sakadómari heim, enda var ekki búizt við að neitt nýtt kæmi fram í málinu. En það fór á annan veg. Örn var varla fyrr kominn heim en hringt var í hann og honum sagt að nýjar og óvæntar upplýsingar lægju fyrir. Þegar hann kom á staðinn var Erla þar fyrir grátandi og endurtók að hún hefði sjálf skotið Geir- finn á athafnasvæði Dráttar- brautar Keflavíkur. ÓV. — Ciesielski hafði dregið allt til baka þegar blaðamannaf undurinn var haldinn 26. marz! — BAKSÍÐA Dýraspítalinn, hin rausnarlega gjöf Marks Watsons, auður og yfirgefinn og fer að grotna niður. Lykillinn fannst fyrir utan útidyrnar (DB-myndir R. Th. og BP). Innlendar fréttir ó bls. 5,6,7 og baksíðu — það er mikið við að vera um helgina! Dýraspítalinn er að grotna niður — útidyralykillinn fannst kolryðgaður utandyra ,,Það er ekki að vita hvað hefði skeð ef einhverjir óvitar hefðu fundið þennan lykil,” sagði Gunnar Pétursson, for- maður Dýraverndunarfélags Reykjavíkur, en hann fór á dögunum og ætlaði að skoða dýraspítalann sem Mark Watson gaf fyrir nokkrum árum og fann þá r.vðgaðanlykil, sem gekk að útihurðinni á spítalanum, liggjandi í mölinni framan við dyrnar. ,,Það er þjóðarskömm að ekki er enn farið að starfrækja dýra- spítalann, hélt Gunnar áfram, ,,það þarf ekki að kosta neitt miklu til rekstrarins. Ég tel það þyrfti bara einn starfskraft til að taka á móti dýrum og hugsa um þau og svo kæmi dýra- læknir tvisvar í viku og liti á þau dýr sem væru eitthvað veik. Svo væri hægt að hafa þarna aðstöðu til að geyma dýr ef eigendurnir þyrftu að skreppa eitthvað frá, gegn greiðslu auðvitað. En eins og málin standa í dag grotnar húsnæðið þarna niður og er engum til gagns. Við hjá Dýra- verndunarfélaginu viljum beina þeim eindregnu tilmælum til nefndarinnar, sem skipuð var til að skipuleggja reksturinn á dýraspítalanum, að taka nú til hendinni og fara að gera eitfhvað í málunum. ”KL Landhelgisgœzlan: Verður að taka flug- vélar á leigu þegar ekki er til fyrir vara- hlutum í SÝR I þessari viku þurfti Land- helgisgæzlan að taka flugvél á leigu hjá Flugfélagi Islands fyrir um 100 þúsund krónur á klukkustundina til gæzluflugs vegna þess að’ekki gekk nægi- lega greiðlega að leysa út vara- hluti i flugvél Landhelgisgæil- unnar, þeir voru búnir að vera ótollafgreiddir i landinu um nokkurn tíma. Pétur Sigurðsson, forstjóri Gæzlunnar. sagði i viðtali við DB að þetta væri rétt og að svipað hefði nokkrum sinnurn komið fyrir áður. Er þá gripið til þess að taka Flugfélagsvélar á leigu en þær eru ekki eins vel búnar tækjum og gæzluflugvélin stóra. Sagði Pétur að peningar til Gæzlunnar færu í gegnum opin- ber kerfi, sem gæti valdið því sem að ofan er sagt frá. Hann tók fram að þetta kæmi síður við útgerð skipanna, þar væri lengur hægt að bjarga hlutunum en í flugvélinni sem gæti stöðvazt jafnvel vegna smástykkis. Að lokum var Pétur að því spurður hvort ekki væri eðli- legra að Landhelgisgæzlan fengi tafarlausa fyrirgreiðslu í tilvikum sem þessum þar sem hún ætti í rauninni í stríði. Pétur taldi að svo væri, spurningin væri hins vegar hvort það væri nægilega viður- kennt. —G.S

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.