Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 11
'IÐ. liAlHIAKDACiUK 15. MAÍ 197K. 11 s Híinn l'ór frain á tvefisja mill.jarrta fjárveitinfiú til skipa- smida til handa flotanum, m.a. til smíði nýs flufimóðurskips sem á að vera kjarnorkuknúið, ofi lilkynnti. að hann ætlaði að láta hefja framleiðslu á B-1 sprenfijuflufivélunum. án þess að híða eftir niðurstöðum til- raunaflufiferða. Hann lét strika ..detente” út úr opinberri hugtakanotkun þó að hann héldi uppi vörnum fyrir áframhaldandi samvinnu við Sovétrikin og kveikti á ný bálið milli Kúbu og Bandaríkj- anna með því að kalla Castro alþjóðlegan útlaga. Allt varð þetta að veruleika hjá honum vegna þrýstings frá mótframbjóðanda hans, en þó varð það honum til lítils gagns í forkosningum í Suður- og Mið- vesturríkjum Bandaríkjanna. Ihaldssamari kjósendur Repúblikanaflokksins, auk íhaldsafla innan Demókrata- flokksins. sem skorið hafa á flokkslínur eftir að Wallace missti móðinn. hafa hópazt undir merki Reagans að undan- förnu. Enda þött nokkrar þýðingar- miklar forkosningar séu eftir 8. júni nk., sem orðið gætu til þess að gæfuhjól Fords færi að snúast á ný, er Reagan greini- lega öruggur á því, að með því að halda fast við gagnrýni sína á varnar- og utanríkismál geti hann haldið forskoti sínu. Hefur hann sett samningana við stjórn Panama um yfirráðin yfir Panamaskurðinum veru- lega á oddinn og segir, að samn- ingar Bandarikjastjórnar geti aðeins leitt til þess, að þeir Jú hefur forsetinn ákveðið að eyða ekki tímanum í að svara ásökunum teagans. missi yfirráðin yfir þessari þýð- ingarmiklu samfiönguæð. Reagan heldur því fram að skurðurinn sé jafnmikill hluti af Bandarikjunum eins og Alaska or vill, að hervaldi verði beitt. ef þörf krefur til þess að tryggja áframhaldandi yfirráð yfir skurðinum. Svar Fords við þessu, sem ekki hefur sannfært marga úr röðum íhaldsafla flokksins, er að samkvæmt samningi frá ár- inu 1903 eigi Bandaríkjamenn tilkall til skurðarins, en ekki algjörra yfirráða. Á ferðalagi um Nebraska og Missouri um síðustu helgi ákvað Ford, að hann yrði að hafa yfir sér meiri svip forseta en ekki stjórnmálamanns, ef hann ætti að geta slegið Reagan út og hlotið útnefningu sem for- setaefni á flokksþinginu, sem haldið verður I Kansas City í ágúst. Hann einbeitti sér því að því að útskýra eigin hugmyndir og fyrirætlanir og veitti Reagan og stuðningsmönnum hans ekki tækifæri til að bera hann þeim sökum að hann væri fylgjandi þeirri stefnu að gera Bandarík- in að annars flokks stórveldi. Við hátíðarathöfn nærri gröf demókratiska forsetans Harry heitins Trumans, sem Ford dá- ist oftsinnis að í ræðum sínum, likti hann sér enn einu sinni við Truman, sem kom öllum heiminum á óvart með þvi að vinna sigur i forsetakosningun- um árið 1948. Hann minntist ekki einu orði á Reagan. En það var ekki nokkur vafi á við hvern var átt þegar hann sagði að sem þing- maður og þrátt fyrir stjórn- málalegan ágreining, hefði hann stutt Truman forseta ,,í þýðingarmiklum málum, sem snertu frið og öryggi, sem aldrei ættu að verða fyrir áhrifum fyrir framgirni einstakra manna.” Truman sagði hann hefði alltaf krafizt þess að „stefna Bandaríkjanna ætti ekki að Kvikmvndaleikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, hefur reynt að lvfta sér á kreik með ákafri gagnrýni á stefnu forsetans i varnar- og utanríkismálum. bíða tjón eða verða leiksoppur „Ég var honum sammála þá. illra tungna vegna kosninga- Og nú veit ég hversu mikið baráttu”. hann hafði rétt fyrir sér.” okkar las upp úr ársskýrslu og gerði grein fyrir helztu þáttum í þjóðarbúskapnum og fram- tiðarhorfum. 1 sjónvarpi sama kvöld var þáttur um landhelgis- og sjávarútvegsmál. þar sem einn helzti sérfræðingur okkar kom fram og ræddi sín sjónar- mið, sem eru flestum lands- mönnum kunn, var hann þar ásamt með ráðherra. sem fer með sjávarútvegsmál og kom hann auðvitað fram með sitt álit, og sem einnig er þekkt. Ekki skal farið út i þá sálma hér að leggja mat á, hvort álit eða spár þeirra sérfræðinga, sem hér eru teknir sem dæmi, eru þær sem landsmenn eru dæmdir til að hlíta í fram- tíðinni, en hitt ætti fáum einum að blandast hugur um, að ef við getum ekki stuðzt við álit og spár sérfræðinga okkar, þeirra sem hafa lagt æfi sína að veði fyrir það að reyna að afla sér sem mestrar þekkingar og reynslu á einu ákveðnu sér- hæfðu sviði þjóðarbúskapar, svo margslunginn sem hann er orðinn í menningar- og vel- ferðarriki, þá getum við enn síður treyst ákvörðunum misviturra stjórnmálamanna, hverra æfistarf byggist á því, hvernig kaupingerast á eyrinni um atkvæðamagn á óarðbærum stöðum einhvers staðar úti á landsb.vggðinni. í fréttamynd sjónvarpsins frá aðalfundi Seðlabankans var athyfilisvert að fylgjast með svipbrigðum ráðamanna þjóðarinnar og annarra þeirra stjórnmálamanna. sem fundinn sátu. moðan sérfræðingurinn flutti mál sitt. Myndavélin brunaði frá einu andlitinu til annars. Andlitssvipur kemur einkar vel út í sjónvarps- m.vndum. Þarna voru allir þungbúnir á svip, sátu sem dæmdir menn. Hvað voru þessir menn að hugsa — svona þungtv Var það um árs- skýrsluna. eða var það mynda- vélin. sem enn gerir suma jafn- stifa i framan og í eina tíð, þegar þeim var sagt að vera „eðlilegir” þegar þeir fóru sem litlir drengir til ljós- mvndaransV Vortt þessir þungbúnu menn ef til v11! aó hiigsa um eftirfar- andi setningar úr ræðu sér- fræðingsins: „Alþingi og ríkis- stjórn hafa ekki markað ákveðna stefnu varðandi hugsanlegar veiðitak- markanir...” eða „Engin ástæða er til að ætla, að aukinn sjávarafli létti róðurinn í efna- hagsmálum á næstu árum." „Breyta verður stefnunni í fjár- festingar- og atvinnumálum og beina hinu takmarkaða fjár- magni sem er til ráðstöfunar til Kjallarinn Geir R. Andersen þeirra greina. sem bezt skilyrði hafa til arðbærrar framleiðslu- aukningar og útflutnings." Eða voru þessir þungbúnu menn. ef til vill að hugsa um það. hvort ekki væri nú kominn lími til að bre.vta myntkerfinu i landinu með þvi að skera núllin niður og gera hverja mynt- einingu verðmeiri. jafnvel með því að skipta algerlega um m.vnt, svo að fólkið fai trú á gjaldmiðlinum og Iækna þar með stóran hluta þess efna- hagsvanda, sem að öðrum kosti sér ekki fvrir endann á? — Eða voru þessir þungbúnú menn að hugsa um að fara að ráðum sérfræöinga smna, svona til til- breytingar? Ef traust er borið til sér- fræðinga þeirra, sem ráðnireru til þess að meðhöndla við- kviemustu mál þjóðarinnar, hvers vegna þá að sitja eins og dæmdir inenn? ENDURÁLAGNING OPINBERRA GJ ALDA í desember 1971 gerði rannsóknardeild ríkisskatt- stjóra athugun á bókhaldi og framtölum sælgætisgerðar nokkurrar í Reykjavík og beindist athugunin að árunum 1965-’67. Niðurstaða rannsóknar- deildarinnar var sú, að bókhald sælgætisgerðarinnar sem skattframtöl umræddra ára voru byggð á, hefði verið miklum annmörkum háð og ekki fært jafnóðum og viðskiptin fóru fram. Engin sjóðbók var færð eða gerð önnur regluleg skráning á fjármagnshreyfingum fyrir- tækisins. A grundvelli þessara annmarka, sem sælgætisgerðin gat ekki bætt úr með full- nægjandi upplýsingum, var endurlagt á fyrirtækið vegna áranna ’66-’68 og ákvað rannsóknardeildin skatt- stofninn samtals fyrir öll árin 1.200.000 krónur, en hann var áður 445.000 krónur. Sælgætisgerðin kærði þessa niðurstöðu til rikisskatta- nefndar 3. júní 1972. Taldi hún úrskurð ríkisskattanefndar óréttlætanlegan og órök- studdan. Taldi sælgætisgerðin, að i skýrslu rannsóknardeildar kæmi ekki fram neitt það atriði, sem sannaði óréttmæti ársuppgjöra. Tekjuhækkunin var talin úr lausu lofti gripin. Þar að auki töldu forsvarsmenn Sælgætisgerðarinnar aðal- áslæðu fijaldstofnahækkana. vera viintun á færslu sjóðbókar. en bentu á að fyrir 1968 hefðu gilt önnur Iagáakvæði um bókhald og ekki gerðar eins strangar kröfur um færslu sjóðbókar og skv. lögum 51/1968, um bókhald. Þann 14. apríl 1972 kvað ríkisskattanefnd upp úrskurð um, að tekjuskattur fyrir nefnd ár hækkaði um kr. 174.974., en tekjuútsvar um kr. 229.246, eða samtals 404.220 krónur. Stjórnsýsla/ dómssýsla Þann 12. c^sember 1972 kvað fógetaréttur Reykjavikur upp úrskurð vegna kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavík um að fram færi lögtaksgerð sem tr.vggði hinu opinbera greiðslur gjaldanna. Taldi rétturinn, að skattyfirvöld hefðu gætt réttra aðferða við meðferð málsins. Segír, að sjálf tekjuskatts- áætlunin hafi verið innan starfsmarka skattyfirvaldanna og virðst ekki svo óhóflegt að fært þ.vki að s.vnja lögtaks af þeirri ástæðu. Urskurðurinn var kærður lil Hæstaréttar og í dómi uppkveðnum 10. desember 1975 taldi meirihluti dómenda, að bókhald sælgætis- gerðarinnar hefði ekki fullnægt lagareglum og ekki hefðu verið gefnar viðhlítandi skýringar á þeim. Taldi meirihlutinn, að ríkisskatta- nefnd hefði verið rétt að taka gjöldin til endurákvörðunar á framangreindu árabili að frum- kvæði ríkisskattstjóra. Þá taldi meirihlutinn að gætt hefði verið réttra aðferða við endurákvörðun gjaldanna og ekki sýnt fram á efnislega ágalla á áætlun ríkisskatta- nefndar á tekjum sælgætis- -gerðarinnar þau ár, er endur- álagning náði til og áætlunin eigi úr hófi. Féllst Hæstiréttur á lögtak fyrii fejöldunum að öðru leyti en því, að frestur til endur- álagningar gjalda vegna skatt- ársins 1965 var talin útrunninn er ríkisskattanefnd kvað upp úrskurð sinn 14. apríl 1972 og s.vnjaði rétturinn fyrir lögtak vegna gjalda þess árs. Þá ályktun má af niðurstöðu máls þessa draga. að finni skatt- yfirvöld veilu í gögnum skatt- borgara og takist honum ekki að veita fullnægjandi upp- lýsingar vegna annmarkanna. en skatt.vfirvöld meta hvað telst fullnægjandi í þessu efni. þá verði skattborgarinn að sæta því. að tekjur lians til skatts verði áætlaðar hærri en framtal segir til um. Skattyfirvöld virðast ekki þurfa að gera ýtarle,\a grein fyrir viðmiðunarþáttum þeim. sem byggt er á við endurá- lagninguna. Björn Baldursson. J V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.