Dagblaðið - 26.05.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1976.
Jón Arngrímsson, Háteigsvegi
52 skrifar:
„Friðgeir skrifar í Dagblaðió
þann 17. maí þar sem hann
telur það fyrir neðan virðingu
okkar að taka leigu af Könum
fyrir herstöðina á Miðnesheiði.
Hann bendir á máli sínu til
stuðnings að hingað til höfum
við bjargazt á landi okkar og
eins vegna þess að Kanar kosti
lendingarljós á Vellinum og
eins að þeir hafi flogið björg-
unarflug.
Hvílík endemis þvæla!
Hvenær höfum við íslendingar
krafizt greiðslna fyrir björg-
unarstörf? Það er ekkert sjálf-
sagðara en að Kanar borgi
sjálfir lendingarljós á flugvelli
sem þeir nota til hernaðar-
starfa.
Téður Friðgeir felur nafn
sitt nema ef til vill hann hafi
eitthvað fleira að fela? Vita-
skuld er það Kananum I hag að
komast hjá að borga sann-
gjarna leigu og sjálfsagt hafa
þeir einhvern tíma leigt sér
penna þegar 22 milljarðar doll-
ara eru I húfi annars vegar!
Slíkt væri ekki nema eðlilegt.
Ekki er ég að segja að Friðgeir
sé leigupenni en afskaplega á.
ég erfitt með að átta mig á
forsendum skrifa hans.
Allt um það, hann gefur sér
þær forsendur að Kaninn sé til
að verja okkur. Astæðulaust er
að fjölyrða um slíkt, allir vita
að Kaninn er hér vegna sjálfs
sín og einskis annars.
Það skal þó viðurkennt að
þegar samningurinn var gerður
var ekki gert ráð fyrir að
þjóðirnar ættu í skærum inn-
byrðis.
Það breytir því þó ekki,
samningurinn er skýr og af-
dráttarlaus. Þar segir að árás á
eitt ríki (þar með talin skip
þess) sé árás á þau öll.
Því bar Kananum að senda
herskip, NATO-herskip á ís-
lenzku miðin og stöðva
ásiglingar brezku freigátnanna.
En því miður, þetta eru ekki
fyrstu milliríkjasamningar sem
Kanar brjóta! Þrátt fyrir það
tel ég að við eigum að vera í
NATO, hlutleysi er vita gagns-
laust. Við yrðum gleyptir af
austurblokkinni. Því eigum við
að gera kröfur á hendur NATO
fyrir leigugjald. Síðan gætum
við myndað sjóð, sem úr yrði
veitt til ýmissa framkvæmda
hér á landi. Þá yrði gaman að
lifa á íslandi, steyptir vegir,
engar erlendar skuldir og
iðnaður blómstraði. Við
myndum hætta að flytja út af-
urðir okkar sem hráefni.
Nei, því segi ég: Við eigum að
krefjast gjalds fyrir herstöðina
og semja við Breta.”
Til stjórnvalda
Þ.Þ. sendi eftirfarandi:
Stríð að stefna á hrun,
stjórnlaus hríðar villa.
Manni býður margt í grun,
manni líður illa.
Bandaríski fáninn og hinn íslenzki dregnir að húni, hinn íslenzki að
sjálfsögðu á eftir. Látum Nato borga fyrir að draga bandaríska
fánann að húni, segir lesandi.
Á AÐ LOKA SOGAVEGI?
Rannveig Þorsteinsdóttir
hringdi:
„Ég hef átt heima hér á Soga-
vegi í um það bil tuttugu ár.
Þegar við vorum að byggja hér,
íbúar við Sogaveginn, átti- hann
að verða lokuð gata, það var I
skipulaginu og á þeim teikning-
um sem okkur voru sýndar.
Umferðin hér um götuna er
orðin mjög mikil og það breytti
óneitanlega miklu ef gatan
væri lokuð við gatnamótin á
Grensásvegi.
Nú spyr ég, er þetta skipulag
enn í gildi og hvers vegna er
götunni ekki lokað eins og gert
var ráð fyrir í upphafi?”
Dagblaðið hafði samband við
skipulagsdeild borgarverk-
fræðings. Sogavegur mun vera
lokuð gata I aðalskipulagi
borgarinnar frá 1965. Þetta
skipulag er sem að líkum lætur
I sífelldri endurskoðun. Lokun
Sogavegar er því í athugun
ásamt fleiri skipulagsatriðum.
— við því f ékkst ekki svar
Hvernig er það Ómar Valdimarsson...?
Gunnlaugur Kristjánsson, 20
ára, hringdi:
„I Dagblaðinu birtust nýlega
greinar um popphljómsveitirn-
ar Laufið og Drift og góðar
verða þær að teljast á sínu
sviði. En til er hljómsveit með
nafninu Kashmir, sem skipuð
er ungum hljómlistarmönnum
á aldrinum 17—20 ára. Þessi
hljómsveit spilaði í Hótel
Hveragerði 15.5. sl. og sam-
komuhúsinu Festi, Grindavík
þann 22.5. Það sem strákarnir
gerðu þarna var vægast sagt
stórkostlegt og mátti heyra frá-
bært samspil trommuleikara og
bassaleikara, að ógleymdum
sóló-gítarista.
Nú langar mig að varpa
þeirri spurningu til Ömars
Valdimarssonar, sem ásamt
fleirum skrifar poppgagnrýni
fyrir Dagblaðið. Eru ekki
möguleikar á því að fá gagnrýni
um hljómsveitir frá ykkur,
nema í þeim séu vinir ykkar
eða kunningjar?”
Svar:
Að sjálfsögðu þurfa hljóð-
færaleikarar ekki endilega að>
vera vinir okkai eða kunmngj-
ar til að við höfum áhuga á að
hlusta á þá og/eða greina frá.
En tvö böll eru ekki langur
ferill. Og satt bezt að segja
hafði ég aldrei heyrt á þessa
hljómsveit minnzt, hvað þá að
hún væri svo „stórkostleg”, —
sem ég skal þó að sjálfsögðu
ekkert segja um að óathuguðu
máli. Staðreyndin er þó sú, að
hér á landi eru áreiðanlega
hundrað hljómsveitir, er spila
sín tvö böll og síðan ekki sög-
una meir. Hvað Kashmir
varðar treysti ég mér þó til að
lofa því, að verði ekki lát á
„stórkostlegum” leik hennar,
jsá munum við gera út Lið á
eitthvert ballið hjá hljómsveit-
inni.
— ÖV.
Meira svar:
Reyndar hafði einn af popp-
skrifurum Dagblaðsins heyrt
minnzt á hljómsveitina Kash-
mir . Fp hítti kunnineia minn,
Sigurð Amundason, annan
gitarleikara hljómsveitarinnar í
strætó í síðustu viku og sagði
hann mér þá frá hljómsveit-
inni. Við höfum hins vegar
enga getu til að vera stöðugt á
varðbergi né að leita uppi nýjar
hljómsveitir. Kashmir hefur
enn sem komið er ekki leikið
opinberlega í Reykjavík. Um
leið og það gerist munum við
gera út mannskap til að hlusta
á hana og skýra frá stórkostleg-
heitum hennar ef þeim er til
að dreifa.
— AT —
Athugasemd:
Ég kannast ekki við hljóm-
sveitina, en þekkti Vefarann
mikla frá þessum stað.
— HP.
> httfum fengið tiP M frá,
ent I Amcrlku e
rt hann hefur
danna eða hvo
:gur að baki
r nri viku t
in I rúmar
gleymdur
betta r
hðfum mu
'y brosir slnu
cgir sannfer-
i mvndi gera
/ McCartney og Wings í KauDmannahöfn-
Beatles koma ek
á ný vegna
V