Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26 MAl. 1976. Olíuskipið Urquioia mun hafa strandað á neðansjávarskerjum. Um 70 þúsund tonn af olíu hafa lekið úr skipinu. Rakst olíuskipið á ókortlögð sker? Rannsókn, sem gerð hefur verið á vegum eigenda olíuskipa á Spáni, hefur leitt í ljós, að ókort- lögð sker hafi valdið strandi risa- olíuskipsins Urquiola. Við það brotnaði skipið og geysileg spjöll urðu af völdum olíulekans. „Samkvæmt rannsóknum okkar mun skipið hafa rekizt tvisvar í neðansjávarsker, eða eitthvað því um líkt, sem hverg' kemur fram á sjókortum," segir i skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þá segir í skýrslunni: „Því hefur áður verið haldið fram við hafnaryfirvöld, að innsiglingin þarna hafi verið of þröng og hættuleg, og að nauðsynlegt væri að sprengja burtu kletta sem skaga upp úr botninum. Skipið, sem er tæp 60 þúsund tonn að stærð, strandaði skammt frá hafnarborginni La Coruna 12. maí, með meira en 110 þúsund tonn af olíu innanborðs. Vinna var hafin á ný við að- dæla olíu úr skipinu en það verk hefur legið niðri að undanförnu, vegna veðurs og ótta við áhrif bráðeldfimra lofttegunda, sem nú umlykja skipið. Björgunarsérfræðingar álíta, að um 9000 tonn af hráolíu sé enn í skipinu, en um 6000 tonnum hefur verið skipað upp. Strendur umhverfis La Coruna eru nú allar ataðar oliu og stór- skemmdar, auk þess, sem auðug kræklingamið hafa eyðilagzt. Þá er talið, að olían muni berast allt að baðströndum Norður- Portúgals. Japan: Miki boðar til kosninga — en ekki fyrr en Lockheed- hneykslið h efur verið upplýst. Þá hyggst hann segja af sér Takeo Miki, forsætisráðherra Japans, sagði í morgun að hann hefði í hyggju að leysa upp neðri deild þingsins (Diet) og efna til nýrra kosninga um leið og Lockheed-mútuhneykslið væri endanlega upplýst. Forsætisráðherrann sagði þetta á blaðamannafundi, sem sjónvarpað var beint í morgun. Stjórnmálalíf í Japan að und- anförnu hefur mjög mótazt af þeim upplýsingum, er fram hafa komið í þessu máli þar að undanförnu. Meðal annars hefur orðið uppvíst, að banda- ríska flugvélafyrirtækið, Lock- heed Aircraft Corporation hefur greitt milljónir dollara til háttsettra embættismanna til að greiða fyrir sölu á flugvélum slnum í Japan. Miki forsætisráðherra ítrek- aði þá ákvörðun sína að láta ekki af embætti fyrr en kosn- ingar væru um garð gengnar og Lockheed-málið endanlega upp- lýst. Ýmsir félagar Mikis I Frjálslynda lýðræðisflokknum — þeirra á meðal Etsusaburo Shiina, varaformaður flokksins — hafa lagt hart að Miki að segja af sér áður en til kosninga kemur. Þær verða að fara fram fyrir miðjan desember á þessu ári. Miki, forsætisráðhera Japan bíður nú uppljóstrunar Lockheed-hneykslisins og nýrra kosninga. Rœndu dóttur belgíska sendiherrans í Mexíkó — vilja fá 73 milljónir í lausnargjald Mannræningjar hafa enn í haldi 16 ára gamla dóttur belgíska sendiherrans í Mexico og heyrzt hefur, að þeir fari fram á meira en 72 milljón króna lausnargjald fyrir hana. Að sögn talsmanns sendiráðsins var Nadine Chaval rænt í gær, eftir að hún hafði lagt af stað I franskan sérskóla I höfuðborginni í einkabíl. Að sögn nokkurra dagblaóa i borginni eiga ræningjarnir að hafa skilið eftir skilaboð í bílnum, þar sem þeir segjast vera félagar í vinstri sinnuðum skæruliðasamtökum, og krefjast meira en 72 milljón króna lausnargjalds. Lögreglan og faðir stúlkunnar hafa staðfastlega neitað að gefa upplýsingar um hverjir hafi getað verið hér að verki eða hvort lausnargjald hafi verið greitt. Bílstjórinn mun vera 1 gæziuvarðhaldi til yfirheyrslu, en að öðru leyti hafa nánari upplýsingar ekki fengizt staðfestar. Að sögn lögreglunnar mun þó ekki verða tekið til óspilltra málanna við að leita ræningjanna, þar sem at- burðurinn hefur enn ekki verið kærður til lögreglunnar. Ekki vildi hún heldur segja hvort aðgerðum væri frestað að beiðni foreldra stúlkunnar af ótta við að stúlkan yrði myrt. Skæruliðasamtökin eru sögð vera samtök þau er nefna sig Kommúnistasamtök 23. septem- ber, að sögn lögreglunnar sögð stjórna flestum meiriháttar skæruliðasamtökum í Mexico og með 500 vopnaða félaga. Fyrir skömmu rændi félagskapurinn de la Torre, for- seta mexikanska knattspyrnu- sambandsins, en lét hann lausan, eftir að 73 milljón króna lausnargjald hafði verið greitt. Flugvöllurinn [Tel Aviv: SKJÓT VIÐBRÖGÐ K0MU í VEG FYRIR BLÓDBAÐ Skjót viðbrögð ungrar stúlku, öryggisvarðar á flugvellinum I Tel Aviv, komu I veg fyrir blóð- bað þar í gær, þegar sprengja sprakk í ferðatösku. Stúlkan, Miriam Ben-Ishai, beið sam- stundis bana og einnig maðurinn, sem átti ferðatöskuna. Miriam var við tollskoðun á flugvellinum þegar hún tók eftir ungum, síðhærðum manni, sem kom út úr farangursklefanum, en þá var nýlega lent austurrlsk flugvél frá Vlnarborg. Hún bað unga manninn að koma með sér inn I lítið tollskoðunarherbergi og opna þar rauða ferðatösku, sem hann hélt á. Um leið og hann gerði það sprakk taskan og þau létust bæði samstundis. Níu manns særðust I sprenging- unni, þar af einn alvarlega. Skoðunarklefinn tættist I sundur og fólk I flugstöðinni átti fótum fjör að launa undan glerbrotum, sem þeyttust I allar áttir. Ástalífshneyksli bandaríska þingmannsins: Hays staðfestir sögu „einkaritarans" — en þó ekki alveg Hinn valdamikli þingmaður demokrata, Wayne Hays, viður- kenndi I gær að hafa staðið í ástarsambandi við 33 ára verð- andi leikkonu, sem hann hafði á launaskrá. „Ég er aðeins mannleg vera, sem getur syndgað, og það hef ég gert,” sagði þingmaðurinn í áhrifamikilli ræðu á þinginu í gær. Þingmaðurinn, sem nú er 64 ára, neitaði þvl hins vegar að hann hefð: raðið E!:sabct Ray til starfa sem einkaritara gegn blíðu, en því hélt ungfrúin fram í viðtali við dagblaðið Washington Post sl. sunnudag. Hann sagði ennfremur að syndir hans væru fyrst og fremst að hafa neitað að viður- kenna ástarsambandið. Aðrir þingmenn fulltrúadeildarinnar voru kallaðir á sérstakan fund til þess að hlýða á játningar þingmannsins. v. „Fyrstu viðbrogð mtn voru auðvitað þau að reyna að vernda hjónaband mitt og brúði mína,” sagði hann. „Um leið og ég reyndi það sé ég einnig að ég braut verulega af mér, er ég skýrði ekki rétt frá öllum staðreyndum málsins strax.” Og hann sagði þingmönnun- um: „En ég held fast við þann framburð minn, að ég réð stúlk- una ekki til þess að verða ást- kona mín." Hann viðurkenndi einnig að hafa í langan tíma áður en hann gekk I hjónaband „verið með” ungfrú Ray. „Ég var þá löglega fráskilinn og einhleypur,” sagði hann. „Við gerðum það bæði af frjálsum og fúsum vilja.” Hays sagði að stúlkan „væri mjög trufluð ung kona” og væri hún aðeins á höttunum eftir að eyðileggja hjónaband hans og stjórnmálalega framtið, eftir að henni varð Ijöst að hann ætiaðz að giftast annarri. Hafi hún m.a. hótað að fremja sjálfs- morð. „Þetta er erfiðasta ræðan sem ég hef haldið á 28 ára þing- mennskuferli mínum,” sagði þingmaðurinn I lok máls síns.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.