Dagblaðið - 26.05.1976, Page 9

Dagblaðið - 26.05.1976, Page 9
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1976. / BRÚÐURNAR KENNA BÖRN- UNUM UMFERDARREGLURNAR — nýtt leikrit Ármanns Kr. Einarssonar — Ómar Ragnarsson leikur öll Hlutverkin „Það hefur orðið mikil fækkun á barnaslysum i um- ferðinni á undanförnu ári,” sagði Guðrún Björgvinsdóttir Guðrún Björgvinsdóttir fóstra, sem annast umferðarfræðsluna í samráði við Iögregluna, og höfundur brúðuleikritsins, Ármann Kr Einarsson rithöf- undur. fóstra, sem sér um umferðar- fræðslu 5 og 6 ára barna á veg- um umferðarráðs, umferðar- nefndar Reykjavíkur og lög- reglunnar, er við hittum hana að máli í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi í gær. Verið var að sýna börnunum brúðuleikhús og kenna þeim undirstöðu-umferðarreglur. „Þetta er áttunda árið sem þessi kennsla fer fram,” sagði Guðrún, „og geri ég ráð fyrir að nú fyrst sé fullur árangur af kennslunni að sjást. Þetta er önnur starfsemi en umferðar- skólinn Ungir vegfarendur, sem er bréfaskóli og fyrir yngri börn. Þessi umferðarkennsia er ætluð fimm og sex ára börnum, og njóti þau hennar áður en þau hefja skólagöngu sjálf•“ — Hvert er fyrirkomuiag kennslunnar? „Fyrri daginn er börnunum sagt frá umferðarreglunum og þau fá verkefni sem þau eiga að lita heima hjá sér. Síðan er sýnt brúðuleikhús. Leikritið sem við sýnum núna heitir Þegar af- mælisgjöfin hljóp fyrir bíl, og er höfundur þess Ármann Kr. Einarsson rithöfundur. Hann hefur áður skrifað leikrit, sem sýnd hafa verið hjá okkur í brúðuleikhúsi, en þau eru: Nýja reiðhjólið og Blaðran mln dýra. Hafa þau leikrit veið sýnd til skiptis mörg undanfarin ár. Nýja reiðhjólið hefur verið þýtt á færeysku og leikið í Færeyj- um. Þá hefur Gyða Ragnars- dóttir fóstra einnig samið um- ferðarleikrit sem sýnt hefur verið á okkar vegum. Seinni daginn er börnunum sýnd um- ferðarkvikmynd.” Blaðamaður Dagblaðsins fylgdist með umferðarleikrit- inu sem var hið skemmtileg- asta. Hinn frábærlega snjalli Ómar Ragnarsson „lék” öll hlutverkin, meira að segja kis- una líka! En leikhljóð eru öll tekin upp á segulband og leikin með. Áhorfendurnir eru spurðir nokkurra spurninga í leikritinu og það stóð svo sannarlega ekki á svari frá þeim og áhuginn lýsti sér í hverju andliti. I ráði er að umferðarfræðsla þessi fari fram í öllum skólum I höfuðborginni og hefst sú starf- semi 8. júní og stendur út mán- uðinn. Umferðarfræðslan hefur þegar farið fram á Sel- fossi og í Hveragerði. I gær var einnig fyrri dagur fræðslunnar í Varmárskóla í Mosfellssveit. Síðari dagur umferðarfræðsl- unnar verður í báðum skólunum í dag, var í morgun kl. 10 í Mosfellssveit og kl. 14.00 í Mýrarhúsaskóla. 1. og 2. júní verða Öldutúnsskóli (kl. 9.30 og 11.00) og Lækjarskóli (kl. 14.00 og 16.00) I Hafnar- firði hemsóttir og 3. og 4. júní Viðistaðaskóli (kl. 9.30 og 11.00) og Barnaskóli Garðabæj- ar (kl. 14.00 og 16.00). Þá er I ráði að umferðar- fræðslan fari einnig fram I öll- um bæjar- og sveitarfélögunum á Suðurnesjum og á Akranesi. Guðrún Björgvinsdóttir vill eindregið hvetja foreldra til þess að ieyfa börnum sínum að koma til fræðslunnar og gat hún þess að hingað til hefði aðsókn verið mjög góð, allt að 90% bæði á Selfossi og í Hvera- gerði. — Á.Bj. Aldarafmœli Mýrarhúsaskóla: VEGLEG AFMÆLISSÝNING NEMENDA 0PIN Á * M0RGUN Undanfarna daga hefur verið mikið um að vera hjá nemendum og kennurum I Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar- nesi en á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár síðan kennsla hófst I skólanum. Unnið hefur verið að undirbúningi á sýningu sem opin verður I skólanum á morgun, uppstigningardag. Þessi skólahátíð hefst kl. 10 I fyrramálið með sýningu I íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, þar verður litið inn í kennslu- stund I leikfimi. Leikur Lúðra- sveit Tónlistarskólans á milli atriða. Þá verður gengið út í skólann fylktu liði og sýningin opnuð kl. 11 og verður opin til kl. 7 annað kvöld. Geysilega mikil vinna liggur að baki slíkri sýningu og mjög fróðlegt að sjá haglega gerð ilkön af margvíslegum fyrirbærum, svo sem fjörunni, bæði mengaðri og ómengaðri, einnig er þarna barnaleik- Myndarlegt líkan af Nesstofu fullgerðri. Mýrarhúsaskóli var fyrsl til húsa í gamalli verbúð sem stóð í landi Mýrarhúsa og voru nem- endur tuttugu og sex talsins. I)B-mvndir Bjarnleifur. vallarllkan, eins og börnin vilja hafa á leikvöllum. Þessi líkön eru gerð af 6, 7, 8 og 9 ára börnum. Þá hafa 10, 11 og 12 ára nem- endur gert líkön meðal annars af því húsnæði sem skólinn hefur verið í frá upphafi. Yfirkennari skólans, Marteinn Jóhannsson, gekk með blaðamanni Dagblaðsins um sýninguna. Sagði hann að börnin hefðu unnið þetta verk- efni sitt mjög sjálfstætt. T.d. hefðu þau tekið mál af næst síðasta húsnæði skólans, þar sem lögreglustöðin er nú til húsa, og teiknað' húsið eftir því. Teikningin var síðan stækkuð upp 1 réttum hlutföll- um. Þar með hefðu börnin fengið tækifæri til þess að not- færa sér nokkuð af þvl sem þeim var kennt í vetur s.s. að nota mælistikur og út- reikninga. Þá gat að líta mjög skemmti- lega unnið líkan af Seltjarnar- nesinu sjálfu eins og það er í dag og allri byggð sem þar er að finna. Virtist það mjög nákvæmt. Það var unnið á þann hátt að hvert barn fékk það verkefni að teikna „sína eigin götu“ og mæla hátt og lágt. Síðan komu nemendur Nemendur í þrem efstu bekkjum Mýrarhúsaskóla gerðu þetta veglega líkan af fyrrverandi húsnæði skólans, þar sem lögreglustöð- in er nú til húsa. Nemendurnir mældu allt húsið hátt og lágt á eigin spýtur þar sem ekki voru til neinar mælingar af húsinu. Líkanið var síðan gert samkvæmt útreikningum barnanna. Hjá því stendur Halla Þórisdóttir, sem er nemandi í efsta bekk skólans. Líkan þetta ásamt fjölmörgum öðrum er á sýningu Mýrarhúsaskólans sem sett er upp i tilcfni af hundrað ára afmæli skólans og er opin á morgun, uppstigningardag. saman og verkefnið var samræmt. Loks rákum við augun í líkan af þeim hluta Seltjarnarness, sem Nesstofa stendur á, og var þar sýnt þegar stofan var í byggingu og hvernig aðdrættir voru með byggingarefni, en grjótið í stofuna var höggvið I Fossvogi og flutt á bátum I Bakkavörina. Þaðan var síðan ruddur vegur fyrir hestvagna með grjótið á þann stað sem stofan var reist. Nesstofa var byggð á árunum 1761—63 og er elzta steinhús á landinu sem enn er búið I. Þær Unnur Ágústsdóttir og Guðný Helga- dóttir, báðar bekkjarkennarar við skólann, voru þarna að vinnu sinni. Sögðu þeir að stuðzt hefði verið við heimildir við gerð þessa líkans. Þarna var einnig stórt líkan af Nesstofu. Nemendur í Mýrarhúsaskóla eru nú 373. Á fyrsta starfsári skólans voru þeir 26. Fyrsti skólastjórinn var Sigurður Sigurðsson og var hann við það starf í 30 ár. Skólinn var fyrst til húsa I gamalli verbúð I landi Mýrarhúsa, en flutti þá í reisu- legt skólahús, sem síðar var flutt á Ránargötu og stendur þar enn. Árið 1906 flutti skól- inn .1 húsnæði það er lögreglan hefur nú til umráða og árið 1960 í núverandi húsnæði. Skólastjóri Mýrarhúsaskóla er Páll Guðmundsson og hefur hann verið það síðan 1959. —A.Bj. Þarna eru þeir Gunnar Hafsteinsson og Kristján Jónasson að leggja síðustu hönd á iíkanið af byggingu Nesstofu. Það er óneitanlega mikill munur á því hvort fjaran er hrein óhrein. Börnin í yngstu bekkjunum hafa sannarlega ekki skafið utan af því þegar þau komu „óhreinindunum" fyrir í fjörunni og þeim tókst lika mjög vel þegar þau útbjuggu „hreinu“fjöruna.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.