Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1976.
DB-myndir: Björgvin Pálsson
Pétur Hjaltested syngur sífellt fleiri iög með hljómsveitinni, einkum
þau sem hárrar raddar er þörf í.
Það þarf sterkbyggðan mann til að knýja svona risastóran bassa.
Gunnar Hermannsson stendur vel undir hljóðfærinu.
t starfsiiði Paradísar eru 11 manns, þó að hljóðfæraleikararnir séu
ekki nema sex. Þeirra á meðai eru hljóðstjórinn Gústi og ljósa-
meistarinn Jói.
Sprengjan sem
herlögreglan
gerði óvirka
með Paradís á Keflavíkurflugvelli
A þessu á þó að ráða bót um leið
og hljómsveitin kemur heim frá
plötuupptöku í Bretlandi. Þá
verða ný lög æfð upp af nýjum
krafti og með nýjum píanó-
leikara.
Þórður rótari og vélhjólakappi
átti sér fáar hvíidarstundir uppi á
Velii. Hér fær hann þó tækifæri
til að hvíla lúin bein örskamma
stund.
„Við skulum lofa ykkur því að
annað eins stuð hafið þið ekki séð
á íslandi," sögðu meðlimir Para-
dísar í flutningabíl þeirra á
leiðinni út á Keflavíkurflugvöll
fyrir nokkru. Erindið var að sjá
hljómsveitina trylla Kanana í
þeim velþekkta og margumtalaða
klúbbi Midnight Sun.
Fullir tilhlökkunar fylgdust
Dagblaðsmenn með Paradis
kynda undir fínustu taugum
Bandaríkjamannanna unz
klukkan varð orðin eitt um
nóttina. Þá átti sprengjan að falla
með kröftugri Bítlasyrpu, sem
lætur jafnvel ekki hinn fúlasta
antipoppista ósnortinn. En ekkert
skeði. Og þó — herlögreglan
ruddist I salinn á mínútunni eitt
og skipaði hljómsveitinni að
hætta. Nú átti ekki að koma fyrir
atvikið sem hafði hent áður þegar
Paradís Iék á sömu slóðum. Þá
hafði fólkið tryllzt svo hressilega,
að lögrglan réð ekki við neitt.
Þ6 var þessi vallarferð með
Paradís ekki til einskis farin.
Aheyrendur urðu þess aðnjótandi
að heyra Paradís leika af fingrum
fram í um 20 mínútur af þvi
öryggi sem hún hefur sjaldan
sýnt áður. Þá var öll framkoma
hljómsveitarinnar sérlega fag-
mannsleg. Slík framkoma, sem
félagarnir sýndu þarna, er þeim
sjaídan möguleg. Ástæðan fyrir
þvf er sú að sviðið í Midnight Sun
er um þrisvar sinnum stærra en á
íslenzkum skemmtistöðum, svo að
strákarnir höfðu gott svigrúm til
að láta eins og þá lysti.
Fyrir þá, sem oft skemmta sér
með Paradís, er lagavalið orðið
nokkuð útjaskað. Hljómsveitin
hefur boðið upp á sama gamla
prógrammið i allt of langan tíma.
Þetta var f næstsíðasta skiptið
sem fólki gafst færi á að sjá Pétur
kaptein með sinni gömlu
hljómsveit. Nú er nýr maður
kominn í sæti hans — Nikki
Róberts.
Lœrum að meta það fítla sem gert er...
Svala Ólafsdóttir sendi poppsíð-
unni eftirfarandi bréf:
„Kæru poppþáttarstjórn-
endur. '
Hvað er að gerast í popp-
heimi okkar? Það er kvartað
yfir öllu en ekkert er gert til að
Íífga upp á tónlistarlifið. Mig
skal ekki undra þó að þeir fáu,
sem eitthvað hafa reynt til
þess, gefist einfaldlega upp.
Það er sama hvað gert er,
annaðhvort er allt svo lélegt
eða fólk hreinlega leggur ekki
eyrun við neinu nema um
þekkt nöfn í bransanum sé að
ræða.
Sem dæmi má nefna það
framlag veitingastaðarins
íjesars að halda svokölluð
djammkvöld — það er vel. Fólk
hefur mætt nokkuð vel á þau.
ef vel hefur þá verið tilkynnt
hverjir djammi í það og það
skiptið.
Ætla ■' mætti að sumt fólk
kæmi ekki til annars en að sjá
framan í stór nöfn, svo sem
Magga Kjartans eða Kobba
Magg. En einhvern tíma var
kjörorðið: Gefið ungum upp-
rennandi tónlistarmönnum
tækifæri til að koma fram með
músík sína, styðjið við bak
þeirra og hvetjið. — Allir vita
að það getur ekki verið gaman
að koma fram í fyrsta skipti
fyrir tómu húsi, vitandi að þær
fáu hræður, sem innan dyra
eru, hafa ekki minnsta áhuga á
öðru en barnum.
Fyrir skömmu auglýsti
veitingahúsið Sesar þjóðlaga-
kvöld í einu dagblaðanna. Ekki
var tekið fram hvaða listamenn
kæmu þar fram með músík sína
en við skruppum þarna nokkur
saman og hugsuðum nú gott til
glóðarinnar að geta eytt kvöld-
inu í rólegheitum við þjóðlaga-
tónlist. I Sesari var næstum
tómt hús og ég er viss um að
fæstir höfðu hugmynd um hvað
væri að gerast þarna. Að vísu
hafði undirbúningur kvöldsins
farið eitthvað úrskeiðis og fram
kom aðeins eitt tríó. Við þrjú
held ég að það hafi heitið. Því
miður heyrðist litið sem ekkert
í þvi.
Grúppa af krökkum þurfti að
nota þarna tækifærið til að
koma boðskap sínum á fram-
færi og söng herstöðvaand-
stæðingasönginn allt kvöldið,
hinuni til mikils ama, enda
Keflavíkurgöngunni löngu
lokið. Þau hafa líklega misst af
henni, þessi grey, enda ekki
útlit fyrir að þar væru miklir
göngugarpar á ferð.
Þarna var komið gott tæki-
færi til að lífga upp á tónlistar-
lífið en hvar voru nú eyrun
fyrir ofan munnana sem alltaf
standa opnir til að kvarta yfir
tillitsleysinu við tónlistarunn-
endur?
Varla er hægt að opna blað
þessa dagana án þsss að rekast
á kvörtun frá hinum og þessum
um brezku hljómsveitina Red
Sky at Night. Sjálf hef ég
hlustað á hana og ætla svo
sannarlega ekki að gefa henni
hrós fyrir frammistöðuna.
Valið hefði mátt vera betra hjá
Tommunum tveim, en þar sem
mér gafst tækifæri til að
fylgjast með þeim í ieit sinni að
réttri grúppu veit ég að þeir
reyndu að gera sitt bezta. Munu
bæði reynsluleysi og tímatak-
markanir hafa ráðið því
hvernig fór.
En það má alltaf reyna
aftur. Ég vona að Tommi í
Festi láti ekki hugfallast þótt
móti blási. Víst er um það að
við höfum næga íslenzka tón-
listarmenn til að hlusta á en
það er alltaf bæði gaman og
áhugavert að fylgjast með
öðrum þjóðum líka.
Vandinn er bara sá að hlusta og
læra að meta þó það litla.sem
gert er, í stað þess að gefa sér
ekki tíma til annars en að
kvarta yfir öllu sent á borð er
lagt. Það er slæmur ósiður.“