Dagblaðið - 10.06.1976, Síða 13

Dagblaðið - 10.06.1976, Síða 13
DAliBLAÐll) — FIMMTUDACJUR 10. JUNÍ 1976 ■13 — en Ólafsvík á við húsnœðisvandrœði að etja eins og fleiri bœir einbýlishús skal það vera segja allir landsmenn nema þeir sem á Reykjavíkursvæðinu búa, þeir feta sig upp í loftið meó íbúðir sínar. Nú er verið að • selja þessi einbýlishús, eininga- hús keypt úr Reykjavík, fyrir 7 millj. króna stykkið í fokheldu ástandi. Og nógir voru kaupendur að þessum húsum. Alexander Stefánsson segir okkur undan og ofan af því sem verið er að framkvæma á vegum byggðarlagsins. Hafnar- gerðin hefur staðið óslitið frá 1964 og stendur enn. Verið er að rannsaka gömlu bryggjuna og hvernig hún megi koma að betri notum. 1 gatnagerð stendur flest upp á bæjar- félagið en Olafsvíkingar hafa margir hverjir verið ólatir við að snyrta í kringum hús sín, mála þau og snurfusa á alla lund. Aðalgata Ólafsvíkur, Ólafs- orautin, 1.5 km að lengd, er oreiðgata eins og bezt verður á kosið. Sú gata var steypt en ætl- unin er að bera olíumöl á íbúðarhúsagötur. Verður þá væntanlega mikil og góð breyting á bæjarbragnum, því fiskibæir geta verið vinalegir og fallegir eins og þeir víta sem skoðað hafa slíka bæi í Noregi og víðar. Þá er ný framkvæmd i uppsiglingu. Sérfræðingar hafa komizt að raun um að börn landsins, þau sem dveljast á dagheimilum og öðrum slikum stofnunum, þurfi 6 fermeta at- hafnasvæði hvert barn til að athafna sig. Gamla barna- heimilið dugir því ekki lengur og nú á að byggja nýtt og stærra fyrir 34 milljónir. — „Við reynum að lækka þessa upphæð verulega," sagði oddvitinn greinilega einbeittur á svip. í fyrsta áfanga verður rými fyrir 40 til 50 tápmikil Ólafsvíkur- börn. Að sjálfsögðu hefur slík stofnun meginþýðingu fyrir aðalatvinnuveginn, — fiskinn. Mæðurnar geta skroppið hálfu eða heilu dagana til fiskvinnu í frystihúsunum. Hún Agústa Óskarsdóttir er ein þeirra ungu Ólafsvíkurmeyja, sem setur svip sinn á staðinn. Hún hefur stundað nám i Bandaríkjunum í ljósmyndun, en siðustu mánuðina hefur hún unnið við myndar- legt hótel þeirra Ólafsvíkinga, Hótel Sjóbúðir. Ágústa hefur líka aukastarf eins og flestir íslendingar, — hún tekur myndir fyrir Dagblaðið af fréttnæmum atburðum á Snæfellsnesi. Ljósmyndarinn á staðnum: HÚN MYNDAR FYRIR DB Maður með „karakter" Hann heitir Vilhjálmur Kristjánsson, maður kominn hátt á áttræðisaldur. Samt stendur Vilhjálmur sína plikt í fiskmóttökunni í Hróa hf. hjá Víglundi útgerðarmanni og fisk verkanda Jónssyni, en Víg- lundur er einmitt skattakóngur Islands um þessar mundir, greiðir' á 13. milljón króna í skatta sína og skyldur. Leiðir þeirra Vilhjálms og Víglundar hafa legið saman allt frá 1943, þegar þeir voru í skipsrúmi saman, og líklega hafa báðir haft gagn og gaman af samver- unni, forstjórinn og verkamað- urinn. HÚS MEÐ „KARAKTER" Líklega er þetta gamla hús ekki neitt sérstakt i augum Ólafsvíkinga. En hitt er annað mai ao utanbæjarmenn sjá þegar að þarna er svipfallegt, gamalt hús, sem plássið mætti ekki vera án. Húsið mun vera byggt seint á síðustu öld, — en eigi að síður er það elzta hús staðarins. Byggingar í Ólafsvík bera með sér mikla velsæld íbúanna, sem eru reyndar duglegir í bezta lagi, húsin nýleg flest hver og yfirleitt vel hirt og máluð og DB-menn sáu í nokkur skipti flutningabíla með mold og túnþökur. Þeir hafa áhuga Ólafsvíkingar á að hafa vistlegt í kringum sig. Rauðsokkur í djöfuls púli „Jú, við erum rauðsokkar, — en samt finnst okkur þetta djöfuls púl og algjört karl- mannsverk,“ var samróma álit þessara kjarnakvenna. Þær voru að vinna við að vaska stíufjalirnar úr Halidóri Jóns- syni að lokinni vertiðinni. Heppnar eru þær engu að sfður að hafa eitthvað fyrir stafni, það sama geta stöllur þeirra i Reykjavík ekki atiar sagt.Sú á vinstri myndinni er annars úr höfuðborginni, en nöfn hinna frómu kvenna vitum við því miður ekki. J

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.