Dagblaðið - 25.06.1976, Side 6
*\ /*
6
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JÚNl 1976.
""........
Fyrrum f orstöðumaður Áhaldahússins:
Krefst 8 milljóno
í skaðabœtur vegna
uppsagnarinnar
8 milljóna króna
skaðabótakrafa er gerð í máli
sem Reynir Þórðarson, fyrrver-
andi forstöðumaður Áhalda-
húss Reykjavíkur, hefur höfðað
gegn borgarstjóranum í
Reykjavik, Birgi tsleifi
Gunnarssyni. Mál þetta var
þingfest í bæjarþingi Reykja-
víkur í gær og er þess m.a. getið
í stefnu að ofangreind
skaðabótakrafa sé reist á því að
uppsögn stefnanda úr starfi
hafi verið heimildarlaus og ó-
réttmæt.
Þess er og getið í stefnu að
bóta þessara sé nú krafizt
með málshöfðun vegna
tilefnislausra og allt of
víðtækra rannsóknaraðgerða
starfsmanna borgarsjóðs
Reykjavíkur á meintu misferli
stefnanda í störfum, vegna
rangra og mjög meiðandi upp-
lýsinga starfsmanna Reykja-
víkurborgar til fjölmiðla um
meint misferli og alvarlegt brot
hans í starfi.
Auk íramangreindrar bóta-
kröfu er áskilinn réttur til að
gera síðar kröfu fyrir dómi
vegna stórlega skertra
lífeyrisréttinda.
Stefnandi hóf störf hjá
Áhaldahúsinu 1959 en árið
1964 varð hann yfirverkstjóri
þess og tók nokkru síðar við
störfum forstöðumanns
Áhaldahússins. Því starfi
gegndi hann svo án þess að
sæta áminningum yfirmanna
eða aðfinnslum viðskiptaaðila
fram á árið 1974.
1 byrjun ársins 1974 hófst
umfangsmikil rannsókna að til-
hlutan endurskoðunardeildar
Reykjavkurborgar á meintu
misferli stefnanda í störfum.
Var honum tilkynnt í
maímánuði það ár að
niðurstöður rannsóknarinnar
yrðu sendar borgarráði. Var
honum gefinn kostur á því að
tjá sig um kæruatriði.
Segir í stefnunni að Reyni
hafi ekki tekizt að afsanna
getsakir og ýmsar fullyrðingar,
sem fram voru bornar, meðal
annars vegna þess að gögn
skorti til þess, enda ekki til.
Segir svo í stefnu: ,,Það kom
því í hlut stefnanda að afsanna
óljósar sögusagnir um meintar
gamlar ávirðingar og réttlæta
vinnubrögð og meðferð
verðmæta borgarsjóðs, sem
telja verður aðfinnsluverð í
mörgum greinum, en á þvi
telur stefnandi að hann hafi
ekki átt sök og ekki borið neina
ábyrgð á.“
Síðan er rakin meðferð
borgarráðs á þessu máli sem
lauk með því að óskað var
rannsóknar fyrir Sakadómi
Reykjavíkur. Þar voru yfir
þrjátíu aðilar kvaddir til
skýrslugjafar. Eftir ítarlega
rannsókn Sakadóms var málið
sent ríkissaksóknaranum til
athugunar og aðgerða.
Tilkynnti ríkissaksóknari með
bréfi, dags. 13. jan. 1975, að af
hálfu ákæruvaldsins þætti
í gær var næstsíðasti bæjarþingsdagur í Borgardómi Reykja-
víkur fyrir réttarhlé. í dómarasæti situr Kristjana Jónsdóttir
fulltrúi borgardómara, en við hlið hennar Ólina Agústsdóttir
réttarritari. Fyrir framan dómarann stendur Bergur Bjarnason
hæstaréttarlögmaður.
ekki vera tilefni til að krefjast
frekari aðgerða vegna ætlaðs
refsiverðs atferlis stefnanda.
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu
hinnar opinberu rannsóknar og
saksóknara varð niðurstaða
borgaryfirvalda engu að síður
sú að víkja stefnanda úr starfi
þegar í stað með uppsagnar-
bréfi borgarstjórans. Málið
kom þó ti! frekari umfjöllunar í
borgarstjórn með þeim hætti
sem stefnandi telur
aðfinnsluverða og um sumt
löglausa. Með tilvísun til
ákvæða sveitarstjórnarlaga
telur stefnandi raunar að enn
liggi ekki fyrir formleg
afgreiðsla borgarstjórnar
Reykjavíkur á málinu, sem þó
sé skýrt kveðið á um í lögum.
Bótakrafan er einkum reist á
vinnulaunatapi, margvíslegum
óþægindum, röskun á stöðu og
högum stefnanda, sem og órétt-
mætra rannsóknar- og
uppsagnaraðgerða stefnda,
borgarstjórans í Reykjavik
fyrir hönd borgarsjóðs.
Lögmaður stefnanda er
Tómas Gunnarsson hdl. en við
birtingu stefnunnar tók
borgarlögmaður Páll Líndal.
í málinu var tekinn frestur
til greinargerðar og er því ekki
að vænta frekari meðferðar
fyrir borgardómi fyrr en að
loknu réttarhléi sem hefst í
næstu viku.
-BS..
SKEMMTILEGRA AÐ RÓTA í
MOLD EN GANGA UM GÖTURNAR
— segir kona sem hef ur „grœna f ingur" og svarta túlipana í garðinum sínum
„Þrestirnir eru svo spakir að
ég get klappað þeim á bring-
una þegar þeir koma til þess að
baða sig. En ef einhver annar
kemur í garðinn eru þeir óðara
flognir á braut, svo ég held
helzt að þeir þekki mig,“ sagði
Lilja Árnadóttir er Dagblaðs-
menn heimsóttu hana til þess
að fá að sjá garðinn hennar,
sem er einstaklega fallegur og
snyrtilegur.
„Þetta hefur svona smá-
þróazt hjá mér. Eg hef alltaf
haft mikið dálæti á grjóti og
jurtum,“ sagði Lilja. Svo fórum
við út i garðinn, sem er í góðu
skjóli á bak við húsið að Skarp-
héðinsgötu 14. Blaðamaður
Dagblaðsins átti erindi í hús við
Karlagötu í fyrradag og komst
ekki hjá að sjá túlípanana
hennar Lilju gægjast upp fyrir
steinvegginn og knúði því dyra
hjá henni.
„Það er'bara verst hve sólar-
leysið háir gróðrinum I þessum
garði. En ég hef jafnan reynt að
velja í hann plöntur sem geta
þrifizt í skugga.“ I garðinum
éru há reynitré sem skyggja á
sölina þegar henni þóknast að
skina.
í garðinum getur að líta fjöl-
margar tegundir steinbrjðta,
marglita túlípana, bæði fjöl-
blóma og ofkrýnda. Einnig var
þarna ein tegund sem ekki var
enn sprungin út, en virtist vera
eins og „tennt."
„I rokinu um daginn fauk
heilmikið af túlipönum og allar
páskaliljurnar, auk nokkurra
annarra tegunda. Þetta tekur
við hvað af öðru hérna hjá mér
og má raunar segja að það sé
alltaf eitthvað sem stendur í
fullum skrúða."
Við rákum augun í svarta
túlípana sem þarna trönuðu
hjá íslenzkum burkna.
— Hvar hefurðu fengið
svarta túlípana? Við héldum að
þeir væru bara til í sjónvarps-
kvikmyndum?
Lilja hló. ,,Eg fékk þessa í
haust hjá Garðyrkjufélaginu og
raunar alla hina túlípanana
líka. Þeir eru ekki fjölærir
þessir en mér þykja þeir bæði
fallegir og einnig sérkenni-
legir.
Mér þykir einnig ákaflega
gaman að íslenzkum jurtum og
hef lagt mig fram um að reyna
að ná i sem flestar tegundir af
steinbrjót."
Lilja gekk með okkur um,
garðinn og sýndi okkur hinar
ýmsu tegundir. Þarna var bæði
ísl. burkni og fífa. Við rákum
augun í eina sérlega grósku-
mikla jurt sem virtist þó ekki
vera almennilega útsprungin.
„Þetta heitir fagursmæra,
laukjurt sem ég fékk fyrir
Þrútt fyrir rýrnandi kaupmútt:
Enn söluaukning hjá
Áfengisverzluninni
llvað setn líður kaupmætti
launa og hækkunum á áfengi
virðisl hvorugt draga úr álengis-
sölunni og hefur söluaukningin
sí/.i orðið tninni undanfarið en
gcngur og gérist.
Skv upplýsingum Jóns
Kjartanssonar, forstjóra Áfengis-
og tóbaksverzlunarinnar, var selt
áfengi i Kcykjavík fyrir tæpar 170
milljónir króna fyrstu 15 daga
júnímánaðar i fyrra og fyrir
röskar 247 tnilljónir á sama tima
nú. Er það uin 501ÍG aukning i
krónutölu en á timabilinu hafa
orðið 45% verðhækkanir. þannig
að neyzlan f.vrstu 15 dagana í júni
nú er meiri en á stima tima i
lyrra.
mörgum árum. Hún ber falleg,
Ijósblá blóm, en ekki nema
þegar sólin skín."
Ofan á steinveggnum, sem
skilur lóð Lilju og næstu lóð,
hefur hún komið fyrir hraun-
grjóti og mörgum tegundum af
steinbrjót. Þar á meðal er mjög
falleg jurt sem heitir vestfirzk
klettafrú og stendur hún með
blómum langt fram á vetur.
Á miðri lóðinni var lítið
blómabeð, sem í voru begóníur,
sem að sjálfsögðu voru ekki
sprungnar út. Lilja sagði að
þær væru margra ára gamlar.
hún tekur þær inn á haustin og
geymir þær yfir veturinn á
þurrum stað. Þær fara svo í
pott snemma á vorin og út í
beðið þegar nægilega vel viðrar
til þess.
Við tókum eftir að ekki var
einn einasti fífill í grasflötinni ,
Sleinbeðið er alveg sérstaklega smekklega útbúið hjá Lilju og
þarna sést aðeins i fuglabaðið.
Þarna sjáið þið hvernig er hægt
að nota gamia og „ónýta" hluti.
Þetta er gamli skorsteinninn af
húsinu. Lilja útbjó hann sem
blómaker með burkna og stein-
brjót.
Ljósm.DB-Björgvin.
og spurðum hvernig hún færi
að því að halda blettinum fifla-
lausum.
„Það er afar einfalt mál,"
sagöi Lilja. „Um leið og ég sé að
eitthvað slíkt er að myndast rif
ég illgresið upp með rótum."
— Er garðræktin hugsjón hjá
þér?
„Nei. það held ég ekki. Mér
finnst bara miklu meira gaman
að róta i moldinni en að ganga
unt göturnar." sagði Lilja Árna-
dóttir. —A.Bj.
— G.S.