Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 3. JULl 1976. Hin heilaga þrenning „Hin heilaga þrenning" ne£nist nýtízkulegt hjúskapar- form, sem þeir í Bandaríkjun- um eiga heiðurinn af að hafa fundið upp. Þar er talið, að í það minnsta 60 þúsund ein- staklingar lifi saman á þann hátt. Ann Lafollette er einn þeirra. Hún er 31 árs gömul, vinnur á bókasafni, býr í út- hverfi Los Angeles og á 16 mánaða gamlan son. Hún er svo sem ekkert frábrugðin öðrum húsmæðrum, ef ekki væri fyrir þá staðreynd, að Ann á tvo eiginmenn og sonur hennar tvo feður. Hún og eiginmennirnir tveir, Pat og Joe, sonurinn og þrir kettir búa saman í hamingju- samri „heilagri þrenningu." — Það er frábært að eiga tvo menn, sérstaklega þegar þeir eru eins ólikir og Pat og Joe, sagði Ann nýlega í viðtali við bandariska blaðakonu, sem var að kynna sér þetta nýja sambýlisform. — Pat er fremur alvarlega þenkjandi. Þegar hann gerir sér dagamun, fer hann f úti- legur eða fjallgöngur eða þá hann sezt niður og les bækur um náttúrufræði. Joe er meira fyrir skemmt- anir. Hann sækir leikhús og kvikmyndahús. Ef ég vil fara í leikhús, fer ég út með honum en ef ég vil í fjallgöngu fer ég með Pat. Hvorugur þarf því að breyta gegn vilja sínum til að þóknast mér, segir Ann. — Og enginn er ánægðari en sonur okkar Bryden’. Það er alltaf einhver tilbúinn að leika sér við hann. Ann og Pat kynntust í háskóla, þar sem hann var að stúdera sjávarlíffræði og hún bókasafnsfræði. Þau bjuggu saman . tvö ár og giftu sig síðan 1968. Þau fóru ekkert í felur með hliðarsporin sín og voru sammála um, að framhjáhöldin lífguðu upp á andrúmsloftið í hjónabandinu., Svo var það fyrir fjórum árum, að Ann kynntist Joe. Hann hrökk illa við einn daginn, þegar Ann tjáði honum, að eiginmaður hennar vissi allt um ástarsamband þeirra og hlakkaði meira að segja til að hitta hann. Fyrir þrem árum flutti svo Joe, atvinnulaus leikari, sem vinnur fyrir sér með því að lesa af rafmagnsmælum, inn til þeirra Ann og Pat. Þau þrjú keyptu sér nýtt hús, sofa öll i sama rúminu, hafa sameigin- legan bankareikning og komu sér jafnvel saman um, hver skyldi feðra fyrsta afkvæmi „heilögu þrenningarinnar.“ Joe féllst á, að Pat hefði for- réttindi á að telja sig föður fyrsta barnsins. Nú er ákveðið að Joe verði raunverulegur faðir þess næsta. Báðir feðurnir fóru vitanlega á bleiunámskeið fyrir fæðingu fyrsta barnsins. — Kennarinn var mjög undrandi í fyrstu en sagoi síðan: „Jú jæja, ég býst við að krakkinn þarfnist eins margra foreldra og hann getur orðið sér úti um,“ segir Joe. Boðendur þessa nýstárlega sambýlisforms halda því fram, að þrír sé rétti fjöldinn í litlum hópum, sem fást við erfið vandamál, eins og hjónabandið vissulega er. Bandaríska geimvísinda- stofnunin er greinilega á sama máli. I geimíerðum og tungl- ferðum eru nú ætíð þriggja manna áhafnir. Þegar ágreiningsefni koma upp milli tveggja, er sá þriðji tilbúinn að sætta. Blaðakonan, sem kannaði fjöldann allan af „heilögum þrenningum,“ segir að jafn algengt sé að tveir karlmenn búi með einni konu og að tvær konur búi með einum karl- manni. Gagnstætt því sem ýmsir halda, segir hún að flestir meðlimir „heilögu þrenninganna“ taki sambúðina háalvarlega. Flestar þeirra endast þó mun skemur en hefðbundin hjónabönd. Þótt elzta þrenningin, sem er fyrirmynd allra hinna, hafi að vísu enzt í 30 ár. Þrenningarmeðlimirnir benda á til skýringar, að þótt þjóðfélagið mæli með*hefð- bundnum hjónaböndum, fari þvl þó fjarri, að þau vari öll til langframa. Hjón hafi líka til fjölda sér- fræðinga að leita með vanda- mál sín, en þegar „heilögu þrenningarnar“ leiti hjálpar, sé eina svarið: — Ja, við hverju öðru er að búast af jafn fárán- legu uppátæki. Atvinnueiginkonur Ur því við erum byrjuð að fjalla um sambýlishætti I Bandaríkjunum er kannski ekki úr vegi að segja frá fyrir- bæri sem er jafnvel enn nýrra af nálinni en „heilaga þrenningin.*' Þetta fyrirkomulag kalla þeir „Rentawife" fyrir vestan, sem við útleggjum sem „atvinnu- eiginkona". Það var Ed Van Deusen, bisnessmaður á Laguna Beach í Kaliforníu, sem fann upp þetta sambýlisform, enda ber það sterkan keim af viðskiptaviti. Ed var nýskilinn eftir 26 ára hjónaband, sem leitt hafði af sér 5 börn og 3 barnabörn. Hann ákvað að auglýsa eftir nýjum félaga og úr miklum fjolda umsækjanaa valdi hann Elaine. Hún var aðeins 33 ára gömul en hafði þó að baki sér tvö misheppnuð hjónabönd. Hún vildi halda í frelsi sitt en engu að síður verða sér úti um fjárhagslegt öryggi. Hjúin gerðu því samning. Hún átti að hugsa um húsið og íá á móti herbergi, 80 þúsund krónur á mánuði og fullt fæði. Hún gat sagt upp hvenær sem húnvildien Kd varð að hafa fjögurra vikna fyrirvara á. Hún átti frí alla daga frá 9—5 og eina nótt í viku, en hinar næturnar átti hún að \>eita Ed af hlýju sinni. Samningurinn skýrði greini- lega frá hver væri stjórnandinn á heimilinu og um jafnrétti kynjanna var ekki að ræða. Ed var svo ánægður með þessa atvinnueiginkonu sína, að fyrir stuttu bætti hann annari við, Tínu, sem er 23 ára. Og hún ekki síður en -Elaine er ákaflega ánægð með fyrirkomulagið. — Mér fannst ég of ung til að gifta mig og ég hafði áhuga á að nema hjúkrun. En ég hafði bara hvorki tíma né peninga, þar til núna. Þetta er það lang bezta sem ég hef gert hingað til, sagði Tina um sambýlisformið í nýlegu viðtali. Og Elaine hafði þetta að segja: — Auðvitað ríkir ekki jafnrétti í okkar sambúð. Ég fæ það þó bætt upp með borgun og það er meira en aðrar eigin- konur, sem mæta jafnmiklu misrétti kynjanna, geta sagt. Eg hef átt samskipti við hitt kynið í gegnum allar hugsanlegar gerðir af sambúð. Eg var alltaf ástfangin upp fyrir haus, en hamingjusöm? nei það var ég ekki, segir Elaine. — Sambúð okkar núna byggist ekki á ást, en fyrst nú hef ég fengið tækifæri til að lifa mínu eigin lífi inn á milli og ég er hamingjusamari en nokkru sinni áður, segir Elaine um „atvinnueiginkonu" samninginn. Samningar af þessu tagi hafa breiðzt út að undanförnu og þeir sem rætt hafa við hlutað- eigendur segja, að engin kvenn- anna kvarti undan hlutskipti sínu. Þvert á móti kunni þær því vel, að loks séu störf þeirra ekki talin sjálfsögó fórn heldur launa virði. Vitanlega eru þeir ófáir, sem ráðast á Ed Van Deusen og aðra I hans sporum og ásaka þá um að vera gamla afturhaldssama karlseggi, sem misnoti sér hitt kynið. — Því fer fjarri, segir Ed. — Ég er sjálfur að hugsa um að bjóða mig fram sem atvinnu- eiginmann. Ég vildi gjarnan hafa meiri tíma til að sinna áhugamáli mínu, höggmynda- listinni, án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af peningum. Og „atvinnueiginkonan" hans, Elaine, pr jafnákveðin 1 að halda þessi’m sambýlisformi áfram. — En næst ætla ég að vera sá aðilinn, sem t rgar, segir hún. Konungur slúðurdálkanna Þegar talið berst að slúður- dálkum, hvort heldur er í góðu eða illu, er ótrúlegt annað en Nigel Dempster heyrist nefndur á nafn. Nigel skrifar daglegan dálk I brezka blaðið Daily Mail um hjónabönd, hjónaskilnaði, framhjáhöld og aðra tilhurði hinna frægu og er fyrirmynd allra þeirra sem fást við skrif af svipuðu tagi, hvort heldur er austanhafs eðavestan. Hér er sígiit dæmi úr dálki Nigel Dempsters: ,,tlin lævisa Caroline Cushing, 34 ára, hefur nú tekið fyrsta skrefið á braut, sem gæti gert hana að frú David Frost fyrir lok ársins 1976. Allir vinir hennur fagna þessari nýju frétt. Carolme er i New York lil a>> ræða um lögskilnað frá eigin- manni sinum, Koward Cushing, sem hún hefur ekki buiö með síðan í októberl974 er húnstakk af iTit’ð David Frost til Zaire til að fylgjast með Ali-P’oreman hncfaleikunum. Ilún kom til New York í síð- ustu viku ásamt David Frost. Sama kvöld og Frost hélt flug- leiðis áfram til Kaliforníu sást Caroline á Doubles, dýrum klúbb á Manhattan, ásamt manni sinum og lögfræðingi þeirra hjóna. Fór vel á með þeim. Skilnaður þeirra hjóna yrði ekki f.vrsti skilnaður Caroline. Ilún var áður gift þýzka banka- manninum Veriand Windisch- Graetz prins og eignaöisl með honum Ivo syni. Caroline segir að skilnaður aftur núna muni „hreinsa andrúmsloftið". Á sama tíma er Karen Craham stúlkan sem Frost var síðast trúlofaður, einnig að þreifa fyrir sér um skilnað frá sínum manni. Fastir lesendur dálksins muna vel eftir, að hún var að því komin að giftast Frost I marz 1974, er hún hljópst á brott með fyrri ástmanni sínum, Del Coleman margmilljónara. Coleman, 51 árs hóteleigandi i Las Vegas hafði þekkt Karen 26 ára. er hefur 33 milljónir. á ári sem módel hjá Este Lauder, i þrjú ár er David komst inn í líf hennar. Coleman tókst aö vinna hjarta hennar á ný með því að drcil'a yfir hana skart- giipum. sem sagðir eru hafa kostað á annað hundrað milljónir króna. Karen sem býr nú hjá for- eldrum sínum í Mississippi, reyndi fyrir stuttu síðan að bræða hjarta David Frost á ný, en hann stóðst ásóknina, Carolínu sinni í vil.“ Það ætti að vera ljóst hvers vegna Nigel Dempster er gjarnan nefndur „konungur slúðurdálkanna". Þótt skrif hans komi vafa- laust illa við kaunin á sumum, verður að segja honum til nokkurra málsbóta. að i skrif- um um sitt einkalíf er hann engu vægari en þegar hann skrifar um einkalíf annarra. Eftirfarandi klausa var til dæmis á síðunni hans um daginn: — Þær sögur hafa borizt mér til e.vrna, að fyrr- verandi unnusta min, fyrir- sætan Erica Creer, sé nú i slag- togi með leikaranum Albert Finney. Eg gleðst mjög fyrir hennar hönd. Ungfrú Creer, 29 ára, og é~ slitum sambandi okkar I Lyi. leikhúsinu í desember síðast- liðnum yfir flösku af kampa- víni í leikhléi leikritsins „Mávurinn" eftir Chekhov. Ég kom inn i líf Ericu á eftir laga- höfundinum John Barry sem hún sleit samvistum við í april á síðasta ári. Af eldri ástmönnum hennar má nefna ljósmyndarann John Cowan og hinn ágæta vin minn Sir William Pigott-Brown. Ég minnist þess ekki, að Erica hafi nokkurn tíma farið nema fögrum orðum um Albert Finne.v. Henni sárnaði það mjög er ég skýrði henni og lesendum frá því fyrir ári síðan, að eiginkona mín hefði sagt skilið við hann eftir fimm ára sambúð og flutzt til Rvan O'Neal í Kaliforníu. Eg meina það sko. . Skyldu þau hafa verki með þessu?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.