Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 4
4 DACBLAÐIÐ — KIMMTUDACUR 15. JULÍ 1976. 'Yfirvinnubannið:1 Sparar útvarpinu tœpar 2 milljónir króna ó mónuði Nú hefur yfirvinnubannið hjá Starfsmannafélagi ríkisút- varpsins staðið í rúmlega fimm vikur en það hófst 4. júní. Hlustendur eru orðnir dauð- leiðir á setningunni „vegna yfirvinnubanns Starfsmanna- félagsins". Til þess að komast að hve mikið fé yfirvinnu- bannið hefði sparað útvarpinu ræddi DB við Gunnar Vagns- son fjármálastjóra Ríkisút- varpsins. „Við lítum ekki á þetta yfir- vinnubann þeim augum. Það sem okkur er efst í huga er að við veitum hlustendum ekki þá þjónustu sem við töldum okkur gera áður,“ sagði Gunnar. „Það er eitt og annað sem við höfum ekki getað sinnt, t.d. efni sem fellur til utan dag- vinnutíma. Þegar maður hittir fólk á götu segist það vera býsna ánægt með þetta fyrir- komulag. Það er bara ekkert að marka hvað fólk segir. Það meinar þetta ekki nema rétt í augnablikinu. Þegar frá líður fer fólk að sakna þessara þátta sem fallið hafa niður. Annars eru stórir hópar Sól t Engi VI-— 5 innan stofnunarinnar sem aldrei hafa neina yfirvinnu og aðrir með sáralitla eða óveru- lega. Svo eru euinig vissir starfshópar innan stofnunar- innar sem lýstu því yfir að þetta yfirvinriubann næði ekki til þeirra, eins og þulir og vissir dagskrárgerðarmenn." — Hvað hefur þetta sparað i beinum útgjöldum? „A árinu 1975 voru greiðslur fyrir hreina yfirvinnu rúmlega 1,7 milljónir á mánuði og þetta er líklega svipuð tala núna eftir rúmlega mánaðar yfirvinnu- bann. Þótt kaupið hafi hækkað síðan 1975, þá eru þarna meðtaldar hækkanir sem komnar voru í árslok 1975,“ sagði Gunnar Vagnsson. Því næst gaf hann okkur tölur yfir kaupgreiðslur bæði hjá sjónvarpi og útvarpi og hver hundraðshluti yfirvinnu var árið 1975. Hjá sjónvarpinu voru greidd- ar kr. 108.5 millj. fyrir dag- vinnu kr. 7,9 millj. fyrir álags- vinnu þ.e. dagvinna utan ve.nju- legs vinnutíma og kr. 32,1 millj. fyrir yfirvinnu. Ef dagvinna og álagsvinna eru lagðar saman og hundraðshluti yfirvinnunnar reiknaður út frá því verður hún 27,6% hjá sjónvarpinu árið 1975. Hjá hljóðvarpinu voru greiddar í dagvinnukaup 103,3 millj. kr„ álagsvinnu (dagvinna unnin utan venjulegs vinnu- tíma) 3,1 millj. og 21,7 millj. í yfirvinnu. Hundraðshluti yfir- vinnunnar verður þá (reikn- aður út á sama hátt og hjá sjónv.) 20,4%, eða ívið minni en hjá sjónvarpinu. Yfirvinna útvarpsins dreifist nokkuð jafnt á alla mánuði ársins en getur verið mjög mismunandi hjá sjónvarpinu. Á fyrstu 5 mánuðum ársins 1976 hafa verið greiddar fyrir dagvinnu hjá sjónvarpinu kr. 55,2 millj., álagsvinnu kr. 3,1 millj. og yfirvinnu er 11,5 millj. — Þar er yfirvinnuhundraðs- hlutinn 19,7%. Hefur yfir- vinnutalan lækkað og taldi Gunnar Vagnsson að starfs- menn sjónvarpsins hlytu að hafa skipulagt vinnu sína betur en áður. Hjá hljóðvarpinu hafa verið greiddar 48,5 millj. fyrir dag- vinnu, fyrir álagsvinnu hafa verið greiddar 1,2 millj. og yfir- vinnu 9,3 millj. Þá verður hundraðshluti yfirvinnunnar 18,7%, — minnkar mun minna en hjá sjónvarpinu. —A.Bj. Svæðiö opnað kl. 14.00 Kl. 16.00: III. deild Grindavíkurvöllur UMFG — Hveragerði. Kl. 20.00—02.00: Galdrakarlar og Khasmír Sunnudagur: Kl. 15.00 Skemmtiatriði: Baldur og Gísli. Khasmír „Grímur Grínisti1' „Fats og félagar" Kl. 20.00: Galdrakarlar og Khasmír Hljómplöturnar hata Komio i gooar partir i eftirvinnubanninu. Hér setur Ævar Kjartansson útvarpsþulur eina slika á eftir að hafa farið með hina klassísku „þulu" um að enginn verði fréttaaukinn að þessu sinni. HER KEMUR SKJ0L GEGN NÆÐINGNUM A þessu svæði sem sést á myndinni, nánar tiltekið milli Gleraugnaverzlunarinnar Optik og biðskýlisins, hefur verið ákveðið að reisa skýli til varnar næðingnum sem vill leita inn á Lækjartorg. Skýlið mun samanstanda af trévegg með skyggni yfir og verða bekkir báðum megin við hann. Ætti þetta að tryggja mönnum skjól hvort sem er í norðan- eða suðaustanátt, en veggurinn mun loka sundinu að mestu. Að sögn Hafiiða Jónssonar, garð- yrkjustjóra borgarinnar, mun ekki ráðgert að gróðursetja neitt þarna i kringum, þar sem reynslan sýni að slíkt fái ekki að standa í friði. Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og er vonazt til að skýlið verði komið upp fyrir veturinn. DB-mynd Árni Páll/JB Öll meóferð áfengis bönnuð. Sætajærðir frá Keflavík og BSI U.M.F.B. -

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.