Dagblaðið - 15.07.1976, Page 24

Dagblaðið - 15.07.1976, Page 24
Önnur stóra lyfton í Bló- f jöllum kom stórskemmd H O W Röng staðsetning undan vetrarsnjonum sss Önnur tveggja skíðalyfta Reykjavíkurborgar í Bláfjöll- um er nú stórlega skemmd eftir fannkyngi vetrarins. Eitt ^af möstrum hennar er fallið af steinsteypustöpli sínum og liggur neðan hans í hliðinni. Strengir það að vonum víra l.vftunnar og liggja þeir á jörðu niðri á kafla. Má ætla að þarna sé nokkur slysahætta, ef vírinn slitnaði. Alltaf mun einhver umferð fólks, bæði unglinga og fullorðinna þarna, jafnvel yfir sumartimann, enda gott til að- keyrslu. Sá sem benti okkur á ásigkomulag lyftunnar, hugðist tilkynna Öryggiseftirliti ríkis- ins um hættuna, sem af þessu stafaði. L.vfta sú. sem nú er skemmd er innst i gilinu. og fjær Ármannsskálanum en hin lyfta ReyRjavíkurborgar. Lyftur þessar myndu í dag kosta 8—10 milljónir króna. Er ljóst að rnikið mun kosta að bæta tjónið, því þó aðeins eitt mastr- anna sé fallið er hugsanlegt að önnur séu eitthvað löskuð eða bogin og boltar í'þeim kunna að vera stórskemmdir. Það sem veldur þessu tjóni á lyftunni er fyrst og fremst röng staðsetning hennar. Lyftan var i vetur lengst af á kafi í snjó en fyrir kom að grafið var í kring- um hana svo nota mætti lyftuna, Slíkt mun vægast sagt ðhollt fvrir endingu samanbolt- aðra mastra. Boltar úr fallna mastrinu liggja uinliverfis'það, sundurslitnir og bognir og ryðg- aðir í sárið. Það mun ekki langur tími liðinn frá því fyrst var tekið eftir því að mastrið var fallið. í vetur var þetta mastur á kafi í 6—8 metra skafli. Verk- fræðingur hefur reiknað út að þegar slíkur skafl blotnar og bráðnar og skríður fram þá liggi að minnsta kosti 30 tonna þungi á mastrinu. Kambstálið, sem notað er til að festa mastrið á steinstöplana mun þola 30 tonn í beinu togi. Þessar fest- ingar eru nú kubbaðar sundur. Festingar annarra mastra kunna einnig að hafa látið á sjá, þó ekki verði það fullyrt hér. Kunnugir fullyrða að snarvit- laus staðsetning lyftunnar sé orsök þess, hvernig komið sé. Það er dýrt spaug að staðsetja margra milljóna króna skíða- lyftu á slíkum stað, geta ekki notað hana þegar nægur er snjórinn vegna þess að hún fer í kaf og horfa svo á hana fallna, þá er snjóa leysir. —ASt. Mastrið fallið af stöplinum. Sjá má hvernig fremri kambstái- festingarnar hafa kubbast sundur. Slitnir og snúnir stál- boltar mastursins liggja i kring. DB-mynd Arni Páll Jóhannsson. Svona aumkunaiieg er skíðalyfta ad sumarlagi. Fallna mastrið liggur í snjóskaflinum í miðri hlíðinni. Hin kunna að hafa bognað og skemmzt. Útilega upp ó krít HEIL FJÖL- SKYLDA í ÁVÍSANA MISFERLI Maður nokkur hefur verið handtekinn á Egilsstöðum, eftir að í ljós kom, að 200 þús- und króna ávísun, sem hann hafði verzlað fyrir í kaupfélag- inu þar, reyndist vera fölsuð. Maðurinn, sem er úr Reykja- vík, var á ferðalagi um Austur- land ásamt eiginkonu sinni og börnum. Komu þau á Egils- staði um helgina og á þriðju- dag hugðist maðurinn verzla í Kaupfélaginu. Kom hann þar inn og keypti m.a. tjald og annan viðlegu- útbúnað, ásamt einhverju af matvælum. Fyrir þennan varn- ing, sem kostaði nálægt 50 þús- undum, greiddi hann með ávís- un upp á 200 þúsund krónur og fékk afganginn tii baka. Síðan hélt hann með fjöl- skylduna út fyrir 'kaupstaðinn og tjaldaði. Er innleysa átti ávísunina kom í Ijós, að hún var fiilsuð. Var liigreglan látin vita og fór hún að svipast um eltir manninum. Fannst fjiilskyldan og yar maðurinn handtekinn. V yfirhe.vrslur kom i Ijós, að (nitlir hans, 14 ára, hal'ði lalsað ávisunina. Málið er i rannsókn. — OV — IIP. SUMARLEYFIÐ HÓFST MEÐ SLYSI Hjón lentu í umferðarslysi í gærdag er þau óku um Kjósina. Slasaðist konan nokkuð og hlaut meóai annars handleggsbrot, maðurinn meiddist hins vegar ekki neitt að ráði. Áreksturinn varð með þeim hætti að fólksbílnum var ekið inn undir vörubílspall. Vörubíllinn var að beygja inn á afleggjara er fólksbílinn bar að. Sumarleyfi hjónanna er úr sög- unni. en þau voru á leið norður i land til að evða fríinu þar. Bíllinn er gerónýtur og hafði kaskótrygg- ingu verið sagt upp fyrir stuttu. —B.\ frfálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1976. Götusala ó seðlum fró 1928 í gærmorgun var ungur maður handtekinn á Lækjar- torgi. Hafði lögreglan fengið af því spurnir, að hann byði mönnum til kaups íslenzka peningaseðla frá árinu 1928. Við yfirheyrslur í gær sagði ungi maðurinn, sem var undir áhrifum víns, að hann hafi nýlega verið staddur í tjaldi við Húnaver. Þar hafi einn tjaldbúa gefið slíka seðla á báðar hendur. Sagan þykir heldur ótrúleg, því þó Húnvetningar séu gest- risnir er talið heldur ólíklegt að þeir strái seðlum frá 1928 i kringum sig. Slíkir seðlar eru nú í margföldu verði. Málió verður því rannsakað betur. —ASt. Fjórum löxum stolið úr Elliðaónum — mennirnir staðnir að verki Þeir voru fljótir að taka til fótanna veiðiþjófarnir, sem lögreglumenn á eftirliti í Breiðholti komu að við Elliða- árnar í gærkvöldi um kl. 10. Veiðiþjófarnir, ungir menn, voru við Skáfoss neðan við félagsheimili Rafveitunnar. Lögreglumennirnir komu að ánni hinum megin og var eyjan og árnar á milli þeirra og veiðiþjófanna. Þess vegna komust þjófarnir undan, en slíku felmtri voru þeir slegnir, að veiðina skildu þeir eftir. Það voru fjórir ágætir laxar. sem þeir höfðu náð meðsting. Nokkuð ef um það að börn og unglingar reyni veiði- þjófnað í Elliðaánum. en nú hefur eftirlit með ánum verið stóraukið. —ASt. SKIPA- RÆNINGJAR HANDTEKNIR Ætluðu líka að steki brfreið undir þýfið Mikið vill oft meira. segir gamalt orðtak. Það sannaðist i nótt er lögreglan handtók tvo menn i nánd við Landakots- spítala. Hafði hún fengið ábendingu um. að þeir virtust vera að reyna að stela bifreið. í ljós kom að þarna voru skiparamingjar á ferð. í fórum þeirra fannst ótrúl.ega f.jöl- breyttur varningur. m.a. hagla- skot. skipaskrár og lyf úr lyfja- kössum skipa. voru þeír að konta úr ránsferð frá höfninni. Menii þessir. sem eru 23 ára og 43 ára. gistu fangageymslur það sem eftir var n;etur. 1 morgun átti að taka mál þeirra íyrir hjá rannsóknarlögregl- unni. —ASt. DB-niynil: Sxeimi Þorinóðssoii.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.