Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JULl 1976. Olíuleit: Tilboð Geoteom- computos er othyglisverðast — sagði f orsœtisráðherra, en „afstaða hef ur ekki verið tekin til þess f remur en annarra tilboða" Erfitt hefur reynzL ao na sambandi við ráðherra um það, hvað líði afgreiðslu fyrirspurna fjölmargra erlendra fyrirtækja um leyfi til rannsðkna og jafn- vel oliuleitar á hafinu undan Norðausturlandi, ef frá er talin stutt yfirlýsing Gunnars Thor- oddsen iðnaðarráðherra í Dag- blaðinu í gær. En til þess að skýra gang mála og reyna að gefa ein- hverja innsýn í afstöðu ríkis- tjórnarinnar til þessa máls, er ægt að vitna í svar Geirs Hall- rímssonar forsætisráðherra, ið fyrirspurn Benedikts Gröndal (A) um þessi mál á Alþingi, sem ráðherra svaraði 4. febrúar 1974. Ráðherra rekur í svari sínu forsögu málsins og segir m.a.: „Á undanförnum árum hafa 25 erlendir aðilar lagt fram fyrir- spurnir til íslenzkra stjórn- valda um leyfi til rannsókna og leitar að olíu og gasi á land- grunni íslands. Segja má að tvö atvik hafi einkum ýtt á eftir erlendum aðilum í þessu efni. í fyrsta lagi umræður um að reisa hér á landi olíuhreins- unarstöð og í öðru lagi frétt frá rússneskum vísindaleiðangri haustið 1973, um að setlög, er kynnu að geyma olíu, væru 160 sjómílur norðaustur af land- inu.“ Segir ráðherra ennfremur, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir Rannsóknarráðs til þess að afla sér frétta af niðurstöðum rannsóknanna, hafi það ekki tekizt. Hnn segir einnig í svari sínu, að fyrsta fyrirspurnin hafi borizt árið 1970 og hin siðasta árið 1973. „t des. 1970 lagði Shell Inter- national í Haag fram umsókn um vísindalega leit að olíu og gasi á hafsbotninum umhverfis Island,“ segir ráðherra. Segir síðan, að fyrirtækinu hafi verið heimiluð sú leit og hafi einn íslenzkur fuUtrúi verið um borð. Rannsóknir Shell báru engan árangur “og Kom sú niður- staða ekki á óvart.“ Fjallar ráðherra um tilboð norska fyrirtækisins Geoteam- Computas, sem er ráðgefandi félag og stundar aðeins mælingar og rannsóknir. Segir hann tilboðið eitt það athyglis- verðasta, sem fram hefur komið, en segir, „afstaða hefur ekki verið tekin til þess, fremur en annarra tilboða." „Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson hefur látið í ljós þá skoðun, að á fyrsta stigi teldi hann réttast að islenzk stjórnvöld semdu við öflugt en óháð fyrirtæki, sér- hæft í jarðeðlisfræðilegum botnrannsóknum, til að gera frumkönnun á þeim svæðum sem helzt þættu líkleg til þess að geyma setlög, og könnuð yrði útbreiðsla þeirra, dýpt og eigin- leikar í stórum dráttum." Undir lok svars síns við fyrir- spurn Benedikts Gröndal segir ráðherra: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að heildar- rannsókn fari fram á land- grunni Islands, svo að gengið sé úr skugga um það, með þeirri tækni, sem menn nú ráða yfir, hvaða auðlindir kunna þar að finnast og hvort þar er að finna olíu eða gas.“ Meðal annarra, sem tóku til máls eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu fyrir tveim árum, var Sighvatur Björgvinsson (A). Segir hann þá sögu, að einum af þeim vís- indamönnum, sem tengdir eru rannsóknum þessum;hafi vdrið sagt, er hann spurðist fyrir um það, hvort íslendingar gaétu fejjgið eitthvað af þeim upp- lýsingum, sem skip Shell- fyrirtækisins, Glomar Challenger, aflaði hér við land: „Ef þið hafið efni á að kaupa vitneskjuna af okkur, annars ekki.“ Hvetur alþingismaðurinn menn síðan að fara sér hægt i að veita erlendum fyrirtækjum leyfi til rannsókna. — ilp. undanfarin ár. Alls erum við með um 20 rétti á boðstólum í þessu formi. Maturinn er allur búinn til í stóreldhúsi stöðvarinnar og síðan hraðfrystur og seldur í 6-10 skammta öskjum. Fram að þessu höfum við aðeins selt þessa framleiðslu í mötuneyti ýmissa fyrirtækja, en hver veit nema að hægt verði að framleiða fyrir al- mennan markað í framtíðinni. —Þau tæki sem eru nauðsynleg til þess að hægt sé að notfæra sér þetta, eru blásturs- eða örbylgju- ofn, frystiskápur og skömmtunar- áhöld, engir pottar og pönnur eða svoleiðis áhöld. Þessir blásturs- ofnar eru þannig útbúnir að heitur blástur berst í hringrás í ofninum og hitar jafnvel á allar hliðar. Sé maturinn settur inn gaddfreðinn, tekur um 70 mínútur að fá hann tilbúinn, en sé hann þíddur áður, tekur það aðeins 40 mínútur. Þetta er mikil bylting í starfsemi mötuneyta og matsölustaða, því þetta sparar bæði starfskraft og tækjakost, auk þess sem matseðillinn ætti að verða fjölbreyttari fyrir vikið,“ sagði Jóhann að lokum. Kjötiðnaðarstöðin hefur ennfremurhafið framleiðslu ásvo- nefndum Goða-hraðréttum, sem eru eins manns skammtar og Verða potlar og pðnnur úrelt? Samvinnubankinn var fyrstur til að nýta sér þessa nýjung. Hér eru þær Lára og Þórstína, sem starfa í mötuneyti bankans, að skammta úr pökkunum á diskana. ætlaðir fyrir söluskála og sumar- veitingastaði. Sú framleiðsla er þó enn á byrjunarstigi, en vonast er til að hægt verði að afgreiða hraðréttina til söluskála og lftilla mötuneyta á næstunni. JB Þoð nýjasta í matvœlaframleiðslu eru tilbúnir hraðréttir Sífellt eru nýjungar að skjóta upp kollinum á öllum sviðum mannlífsins til að létta okkur til- veruna og virðast menn aldrei þrjóta hugmyndaflug til slíkra uppfinninga. Það nýjasta í matvæla- framleiðslu hér á landi eru svonefndir „tilbúnir réttir,“ sem Kjötiðnaðarstöð Sambandsins hefur hafið framleiðslu á. Er hér um að ræða tilbúinn mat, sem seldur er hraðfrystur í pappírs- öskjum en síðan hitaður upp í blástursofni eða örbylgjuofni. „Þetta er sniðið að sænskri fyrirmynd.“ sagði Jóhann Steinsson hjá Kjötiðnaðarstöðinni er við litum þar inn til að kynna okkur nýjungarnar. „Þar hefur þetta verið mjög vinsælt Þaiinig lfta pakkarnir með til- búnu réttunum út og þarna gefur einnig að líta blástursofn eins og nota þarf fyrir tilbúnu réttina BIÐ 0G MILLILEIKIR í BRIDGE t dag höldum við áfram að leysa hin ýmsu vandamál, sem upp koma við bridgeborðið. Spil nr. 17. Austur gefur. Allir utan hættu. Norður * DG64 V 1097 O DG10 *K105 Austur *Á93 í?6 0 ÁK9753 + DG9 SUÐUR *K7 ÁKDG85 Oenginn ♦ Á7643 Sagmr gengur: Austur Suður Vestur Norður 1 tígull 2 tíglar pass 2 sþaðar pass 4hjörtu pass Shjörtu pass 6 hjöru pass pass pass Suður spnar sex hjörtu. Vestur spilar út tígultvisti. Spurningin er: Hvort viltu vera suður og spila sex hjörtu eða austur og vera í vörninni? Þegar spilið var spilað drap austur tígultíu norðurs með kóng og suður trompaði með hjartagosa og spilaði blindum inn á hjarta og spilaði litlum spaða frá norðri, sem austur gaf. Nú tók suður trompin og var inni í blindum og spilaði ligli, sem austur varð að leggja ásinn á og eftir það varð eftir- leikurinn auðveldur. Suður trompaði tígulásinn og spilaði blindum inn á laufakóng og gaf spaðann sinn í tíguldrottningu og var þá eftir með aðeins einn gjafaslag á lauf. En hvað gerði austur rangt? Ef austur leggur ekki á tígultíu í fyrsta slag, heldur gefur, þá vinnst spilið aldrei því suður má ekki kasta spaða niður í fyrsta slag, því þá drepur austur strax á spaðaás þegar spaða er spilað frá norðri og þó suður kasti laufi þá er hann alltaf með spaða og lauf tapslagi. Austur veit að suður á engan tígul eftir sagnir, svo með því að gefa fyrsta slag, þá er það nokkurs konar bið- leikur eins og við þekkjum í skákinni. Spil nr. 18. Suður gefur. Allir á hættu. Nohíur 4 KDG109 V 64 ð 974 + 643 SUDUR + 72 ÁKDG109 O ÁK5 - + ÁK Sagnir gengu: Suður Norður 2 lauf 2 tíglar 3 hjörtu 4 spaðar 6 hjörtu pass Vestiir + 10954 <9 432 O 8642 + 82 Suður spilar sex hjörtu. Vestur spilar út laufadrottn- ingu. Er möguleiki að vinna spilið, þó að spaðaás sé ekki einspil? Þegar spilið var spilað, þá tók suður fjórum sinnum tromp og spilaði spaða, sem var gefinn og síðan gafst hann upp og fór einn niður. Hefðir þú gert betur? Svona var spilið: Norður * KDG109 <?64 0 974 + 643 Austur * Á864 W 8732 0 G8 + 852 SUÐUR ♦ 72 <2 ÁKDG109 O ÁK5 + ÁK Suður gat unnið spilið, en ekki með þessari spila- mennsku. Það vantaði hug- myndaflugið, eða millileik, sem ekkert kostar. Eftir að suður er búinn að spila trompi fjórum sinnum, tekur hann laufaás og spilar spaða og austur gefur. Þá kemur miilileikurinn. Suður trompar lauf og tekur ás og kóng í tígli og spilar spaða. Og staðan er orðin sú að austur á ekkert nema spaða og spilið er unnið. Spil nr. 19. Suðurgefur. Allir utan hættu. Norður + K5 v 9643 O Á8532 * K7 SufcUR 4 082 ÁK O K6 + ÁG6432 Sagnir gengu: Suður Norður 1 lauf 1 tígull 2 grönd 3 grönd Suður spilar þrjú grönd. Vestur spilar út spaðasexi. Suður lét spaðakóng frá norðri, sem átti slaginn. Hver er besta spilamennskan? Þegar spilið var spilað, hugsaði suður aðeins um það að austur mætti ekki komast inn og spilaði því lau/akóng. Svona var spilið allt: Norður « Kb S? 9643 O Á8532 + K7 Austur * G94 <9 D107 <>D109 + 10985 SllDltR + D82 <9 ÁK 0 K6 * AG6432 Vestur + 53 V 5 0 D10632 + DG1097 Vesxim ♦ Á10763 V G852 0 G74 + D Eftir að suður spilaði út laufakóng frá norðri var spilið Xapað, því austur kemst inn á lauf og spilar spaða í gegn ög vestur fær sína fjóra spaða- slagi. Nú, hvað gerði suður rangt? Það vantaði- millileikinn. Suður á að spila sig heim á hjartakóng og spila litlu laufi á kóng, en þegaii laufadrottning kemur, þá er hún gefin og suður vinnur alltaf spilið. Það er alltaf sama sagan, það vantar vandvirknina. Ef laufadrottn- ing hefði ekki komið var ekkert annað að gera en taka á kóng. Svona millileikir og vandvirkni gera gæfumuninn í bridge. Og að lokuin vona ég að allir muni eftir að geyma spilin, því það er alltaf gott að rifja upp svona hluti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.