Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 24
„ERFITT AÐ EINN Á SKÚTUNNI — segir eini ráðherrann í bœnum ,,Það getur verið svolítið erfitt að vera svona einn á skút- unni,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra í viðtali við Dagblaðið. Við gerðum svolitla leit að ríkisstjórn landsins i gær, — bara svona til þess að vita hvar ráðherrarnir væru niður- komnir. Kom þá í ljós að Vilhjálmur var eini ráðherrann sem var við vinnu sína, allir hinir voru ýmist í fríi eða á ferðalögum. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra hafði eitthvað verið við en ekki var vitað hvort hann væri í bænum. Ólafur Jóhann- esson dómsmálaráðherra var í fríi en ekki var vitað hvar hann var niðurkominn. Sömu sögu var að segja um Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra. Einar Ágústsson hafði komið á skrifstofunafyrirhádegi í gær en átti ekki að verða við fyrr en á mánudag. Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra var í sumarbústað á Þingvöllum, Matthías Bjarnason er í frii, einhvers staðar úti á landi og Halldór E. Sigurðsson sam- göngumálaráðherra var farinn úr bænum. „Mér fyndist auðvitað réttast að við fengjum okkur bara frí allir saman þennan mánuð í stað þess að dreifa þessu svona yfir mánuðinn,“ sagði Vil- hjálmur. „Við vinnum svo mörg mál í sameiningu að þegar einn fer i fri verða kannski allir að bíða eftir honum. En það er kannski erfitt að koma því fyrir.“ Sagði Vilhjálmur að honum hefði tekizt að „stinga af“ und- anfarnar sex helgar og á þeim tíma hefði hann sótt leiðarþing, setið fundi sýslunefndar („ég er i sýslunefnd eins og Hanni- bal“), og fundi búnaðarþings. „Auðvitað langar mig í sumarfrí — ég er að hugsa um að taka mér eina viku til þess að dveljast austur í Mjóafirði,“ sagði Vilhjálmur „einvaldur“ aðlokum. '__jjp_ Sumarsýningin skoðuð fyrir opnun: MENN MEÐ INNKAUP FYRIR AUGUM Áður en almenningi er hleypt inn á sumarsýninguna, sem opnuð verður í dag, hefur sýningin verið skoðuð vandlega — af mönnum með peninga og væntanlega með kaup í huga. Það eru stjórnarmenn Lista- safns ríkisins, sem mættu í gærdag í Norræna húsinu og horfðu gagnrýnum og fráum augum á allt í kringum sig. Á sumarsýningunni sýna þau Ragnheiður Jónsdóttir Ream, Hjörleifur Sigurðsson og Snorri Sveinn Friðriksson. Myndin sýnir þrjá hinna mjög svo velkomnu for-gesta sumarsýningarinnar litast um eftir vænlegum kaupum. (Ljósm. ÁP) Fasteignasali ó Mallorka í viðtoli við DB: Minni saki til íslendinga núna — en þeir hafa staðið vel í skilum „Mjög verulega hefur dregið úr íbúða- og fasteignakaupum Is- lendinga hér á Mallorca á undan- förnum 2—3 árum,“ sagði fulltrúi hjá stórri fasteignasölu í Palma í viðtali við fréttamann Dag- blaðsins nú fyrir skömmu. „Hins vegar hafa þeir undantekningar- lítið staðið mjög vel í skilum og yfirleitt staðið vel við alla gerða samninga. Mig rekur aðeins minni til eins tilviks, þar sem verulegur dráttur varð á afborg- un. Skýringin var tímabundið ósamkomulag vegna skilnaðar- máls,“ bætti fulltrúinn við. „Það leiðréttist allt.“ Fulltrúi þessarar fasteignasölu, sem hefur skrifstofur eða er í sambandi við fasteignasölur á fjölmörgum stöðum á Spáni, sagði, að undanfarið rúmt ár hefði mjög dregið úr eftirspurn eftir fasteignum á helztu sólar- ströndum. Hann kvað þessa þróun standa í beinu sambandi við óstöðugan gjaldeyrismarkað og almennt ótrygga stöðu í efna- hagsmálum bagði í Norður-Evrópu og j Bandaríkjum Norður- Ameríku. Hins vegar sagði hann að batinn, sem orðið hefði að und- anförnu, hefði glætt vonir fast- eignasala þar í landi um að fjár- magn leitaði nú aftur i auknum mæli til ferðamannabæja á Spáni, enda hefðu vaxandi fyrirspurnir gefið þeim vonum byr undir vængi. Aðspurður um það hversu margar íbúðir hann teldi að ís- lendingar ættu á Spáni svaraði fulltrúinn því til að um það hefði hann enga hugmynd og vildi ekki láta uppi neinar ágizkanir um það. BS Hreinn komst ekki í úrslitakeppnina - Bjarni náði lélegum árangri í 100 metrunum Okkar skœrasta von brástáOL. í Montreal: Hreinn Halldórsson varpaði aðeins 18.55 metra í forkeppni kúluvarpsins í Montreal í gær — og komst því ekki í úrslit í keppninni. Hann varð níundi i sínum riðli — og varpaði 1.69 m styttra, en' þegar hann setti íslandsmet sitt á Laugardalsvelli degi fyrir brottförina til Montreal. Þetta voru mikil vonbrigði, því Hreinn var talinn hafa hvað bezta möguleika íslenzka íþrótta- fólksins að ná þokkalegum árangri á Olympíuleik- unum. Hann hefur verið slæmur í olnboga hægri hand- leggs siðustu daga og hefur það greinilega haft áhrif til hins verra hjá honum i forkeppninni. Sovézki heimsmethafinn í kúluvarpinu, Alexander Barvshnikov, setti nýtt ólympíu- met þegar í sínu fyrsta kasti í keppninni 21.32 metrar, en eldra metið var 21.18 m sett af Pólverjanum Wladyslaw Komar á leikunum í Munchen 1972. Pólverjinn vann þá mjög óvæntan sigur í kúluvarpinu. George Woods, USA, varð þá annar með 21. 17 metra — og hlaut einnig silfurverðlaun á ieikunum í Mexíkó 1968. 1 gær átti þessi garpur í miklum erfiðleikum í forkeppninni. Hann náði ekki lágmarksafrekinu 19.40 metrum, en varpaði 19.35 m í þriðju tilraun sinni. Með þeim árangri, varð hann í 12 sæti í kúluvarpinu í gær — og tólf fyrstu keppendurnir komust í úrslita- keppnina, sem vcrður háð í dag. Þar slapp Woods sannarlega fyrir horn — en hann hefur varpað lengst 21.63 metra í ár. Árangur keppenda í kúiuvarpinu var yfirieitt slakur í gær — nema hjá þeim sovézka. Hans-Peter Gies, Austur- Þýzkalandi, var næstbeztur með 20.52 m. En allir kunnustu kúluvarpararnir komust þó í úr- slit nema Ralf Reichenbech, V- Þýzkalandi, sem varpaði 19.31 m. Svíinn Hans Almström komst heldur ekki í úrslit — varpaði 18.76 m. Keppendur í kúlu- varpinu voru aðeins 23 og var Hreinn í 17 sæti. Mohammad Alzinkawi, Kuwait, og Saad A1 Bisby, Saudi-Arabíu, vörpuðu stytzt, 13.17 m og 11. 68 m. Undanrásir 100 m hlaupinu fóru fram í gær á Olympíu- leikunum í Montreal. Bjarni Stefánsson var meðal þátttakenda og hijóp í 1. riðli, — en þetta er aukagrein hjá honum. Stefnir fyrst og fremst að árangri í 400 m hlaupinu. Tímar í 100 m hlaupinu voru yfirleitt lélegir og kom á óvart hve brautin reyndist þung. Bjarni var langt frá sínu bezta — varð sjötti og síðastúr í 1. riðlinum á 11.28 sekúndum. Haseley Crawford, Trinidad, sigraði á 10,42 sek. Keppt var í 9 riðlum og beztum tíma náðu Harway Glance, USA. og Dieter Kurrat, A-Þýzkalandi, 10,37 sek. Alls voru keppendur 63 og höfðu tveir þeirra lakari tíma en Bjarni Stefánsson. frfálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 24. JULÍ 1976. Betra að lœsa kommóðu- skúffum — fingralangir fara inn í íbúðir til að stela Hann gerðist helzt til fingra- langur, náunginn sem tók 176 þús. kr. og 358$ úr ólæstri kommóðuskúffu á Hverfisgöt- unni í fyrradag. EiVUtverja nasasjón mun hann hafa haft um hvar pen- ingarnir voru geymdir, en hann tók þá frá fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hún hafði farið til vinnu sinnar kl. þrjú í gærdag, en peningana ætlaði hún að nota til utanlands- ferðar. Hún tilkynnti lögregl- unni um þjófnaðinn kl. 7 og; stuttu síðar fannst maðurinn ofurölvi hefma hjá sér. 30 þús. kr. og 358$ var hann með á s’ér, en 102 þús. kr. voru í öðru húsi, þar sem hann hafði komið við. Þar voru þeir pen- ingar teknir af honum. Hann fékk að gista fangageymsluna og lítið var hægt að yfirheyra hann vegna ölvunar. Þó kom I ljós að hann hafði borgað 20 þús. kr. símareikning, keypt tvær vínflöskur og tvisvar fengið sér leigubíl. EVI Viðskiptin við útlönd: Skárri enekki gáð Enn verður halli í ár á vöru- skiptum við útlönd, þótt vöru- skiptajöfnuðurinn hafi nú. verið hagstæður síðustu tvo mánuði. Það er einkum fjörkippur í útflutningi á áli og minni inn- flutningur tíl álverksmiðj- unnar sem veldur mestu um batann. Auk þess hefur verð á sjávarafurð- um, sem við flytjum út, farið hækkandi. Innflutningur hefur í ár verið minni en í, fyrra, þegar á heildina er litið og samanburðurinn gerður á sama gengi. Skipakaup eru miklu minni en voru í fyrra,1 Utflutningstnagn okkar hefur vaxið nokkuð. Útkoman er sú, að vöru- skiptajöfnuðurinn varð óhag- stæður um tæplega fjóra millj- arða fyrstu sex mánuði þessa árs, en hann var óhagstæður um 13,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuðurinn varð í júní hagstæður um fimmtán milljónir en í júni i fyrra varð. hann óhagstæður um heila 5,2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hagstæðu þróun spá sérfræðingarnir því, að vöruskiptajöfnuðurinn verði enn mjög óhagstaéður á þessu ári, þótt hann verði stórum skárri en í fyrra. — HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.