Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 22
Þátturinn Út og suður verður að þessu sinni helgaður Vest- fjörðum. Jón Böðvarsson menntaskólakennari, sem er einnig kunnur leiðsögumaður, kemur í heimsókn til Ástu og Hjalta Jóns. Hann er nýbúinn að fara með hóp frá Ferðaskrif- stofunni um Vestfirði. Lýsir hann leiðum og segir frá því markverðasta sem ber fyrir augu ferðamannsins á Vest- fjarðaferðalagi. Þá koma þau í heimsókn Jón Böðvarsson menntaskoia- kennari er þekktur leiðsögu- maður. 1 þættinum í dag verður sagt frá hinum ýmsu skemmtunum, sem haldnar verða um verzl- unarmannahelgina. A (Jlfljóts- va|ni verður RAUÐHETTA ’76, unglingahátíð sem skátar gang- ast fyrir. leikin barnalög. Ymiss konar fróðleikur verður í þættinum um umferð og umferðarmál og ættu bíl- stjórar að leggja eyrun svolítið betur að þvi. Að vanda verða leikin fjörug lög milli atriða. Um verzlunarmannahelgina er ætlunin að hafa beint útvarp frá umferðadeildinni og verður Jón Múli til aðstoðar í þeim þætti en frá því skýrum við nánar næsta laugardag. —A.Bj. rektorshjónin frá Isafirði, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson og segja frá Vest- fjarðadvöl sinni. Verzlunarmannahelgin er um næstu helgi og þá jafnan eitt og annað að gerast. Ásta og Hjalti ætla að kynna það helzta sem verður á boðstólum víðs- vegar um landið. Barnaefni verður einnig eins og vanaíega, lesin barnasaga og" Skólameistarahjónin frá tsafirði, Jón Baldvin H.annibaisson og Bryndis Schram. Ljósm.: Jim. „Víkingaskipið’* sem stendur við hliðina á Hótel Vatnsfirði. Þar er mjög fullkomið hótel og þaðan er áttir á Vestfjörðum. Ljósm. A.Bj. Flókalundi i „stutt“ í allar Útvarp kl. 17,30: Fótgangandi um fjöll og byggð Fótgangandi um bernskustöðvar „Ég vel kafla úr seinni hluta bókarinnar Pilagrímsför og ferðaþættir,“ sagði Brynja iienediktsdóttir leikkona. Hún verður með seinni lestur sinn á ferðaþáttum eftir Þorbjörgu vrnadóttur rithöfund í útvarp- inu i dag. „Þátturinn er nefndur eftir kaflanum, sem ég les, en hann heitir Fótgangandi um fjöll og byggð. Þar segir Þorbjörg frá ferðum sínum, er hún heim- sækir bernskustöðvar sínar í Mývatnssveitinni eftir að hafa dvalið lengi erlendis. Hún lýsir því er hún fór fótgangandi yfir Mývatnsheiði og Bárðardal. Mér þykja þessar ferðalýs- ingar fallegar og ljóðrænar," sagði Brynja, „en skrýtið finnst mér og spennandi að lesa upp ferðalýsingu úr Þingeyjarsýslu með minum skaftfellska fram- burði." porbjorg hefur skrifað margar bækur og rilað í bl.iið og timaril, auk þess hefur hún samið ieikrit. —KL Upplesarinn og hiilundurinn,ltryn.ja Kenediktsdótlir leikkona og Þorbjiirg Arnadóltir rithöfundur. Útvarp kl. 20,45 í kvöld: Búmannsraunir Nú er komið hrímkalt haust — lokaþúttur framhaldsleikritsins Hve gott og fagurt, heitir fjórði og síðasti þáttur fram- haldsleikritsins Búmannsrauna eftir Sigurð Róbertsson, sem er á dagskránni kl. 20.45 í kvöld. Leikstjóri er Klemens Jóns- son. Við ræddum við höfundinn og spurðum um efnisþráðinn í þessum þætti. „Það er áframhald af því sem gerðist í síðasta þætti,” sagði Sigurður. „Þessi þáttur gerist seinna um sumarið og koma sömu persónur við sögu. Einnig koma Þiðrandi bóndi og kona hans Albína í heimsókn. í lok þáttarins er komið fram á haust og skammdegið skollið á. Þá er farið að syrta heldur betur í álinn. Geirmundur hugsaði mjög hátt til að bvrja með og lengi framan af. en nú la'kkar á honum risið,” sagði Sigurður. Auðvitað er ekkert púður í því að segja frá öllum sögu- þra'ðinum í smáatriðum. fólk verður bara að hlusta á leikritið í kvöld. —A.Bj. DAGBLAHIÐ. LAUGARDAGUR 24. JULl 197ft Útvarp í dag fró 13,30 -17,30: Út og suður Vestfirðirnir kynntir í dag

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.