Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JULI 1976. 7 Skátarnir voru að leggja af stað frá Sundahöfn út i Viðey í gærdag, er Bjarnleifur ljósmyndari smellti þessari mynd af. Landnemamót við bœjardyr Reykvíkinga Mót skátafélagsins Landnema hófst í gærdag í Viðey. Þetta er í fimmta skiptið, sem Landnemarnir standa fyrir opnu móti á þessum stað,við bæjardyr Reykvíkinga. Það sem er mest spennandi við mótið frá bæjardyrum hins almenna borgara séð og jafnvel skátanna líka, er kvöldvaka, sem haldin verður i kvöld. Þá verður varðeldur kyntur og væntanlega sungnir nokkrir skátasöngvar. Undanfarin ár hafa verið starf- ræktar fjölskyldubúðir á Landnemamótunum í Viðey. Svo er ekki að þessu sinni, þar eð dagskráin verður að mestu miðuð við skátastarf. Þó eru allir velkomnir á laugardagskvöldið. — Mótinu lýkur á sunnudag. —AT— Guðmundur J. Guðmundsson: , JCJARABÆIURNARIR AD HNNA í BREYTTRISKATTALÖGGJÖF" „Það er náttúrlega ljóst, að skattakerfið er allt kolsprung- ið,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. „Og það er ekki nokkur mögu- leiki á því, að fólk sætti sig við slíkan ójöfnuð, sem þar ríkir.“ Sagði Guðmundur, að vissu- lega hefði dýrtíðin magnazt, en hið óréttláta skattakerfi, sem byggt væri á alröngum og úr sér gengnum sósíaldemókrat- ískum kenningum, gerði þó út- slagið. „Verkalýðshreyfingin hefur alls ekki beitt sér nægilega fyrir því að knýja fram breyt- ingar á skattalöggjöfinni, því þar eru hinar raunverulegu kjarabætur að finna,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Skattalöggjöfin hefur að vísu verið til endurskoðunar í ein- hverjum nefndum, frá því að ég man eftir mér, en ég óttast, að þegar niðurstöður þeirrar endurskoðunar birtast, verði sett önnur nefnd í málið til þess að kanna þær niðurstöður.“ HP. „Stöndum ver að vígi en fyrir samninga — segir Aðalheiður Bjarnf reðsdóttir „Ég verð að segja að mér finnst ástandið aldrei hafa verið eins slæmt og nú,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, fulltrúi láglaunakvenna i við- tali við Dagblaðið. „Samning- arnir voru ekki einu sinni komnir til framkvæmda, þegar yfir okkur var dembt almennri verðhækkun og svo kemur skattahækkunin nú. Ég held að ég megi fullyrða að við stöndum verraðvígi nú, heldur en fyrir kjarasamninga." Aðalheiður sagði að svo væri það nú staðreynd, sem allir vissu um, að skattarnir legðust ekki jafnt yfir alla, ýmsir eigna- menn slyppu mun betur en aðrir og þá þeir sem minnst mættu sín, „og það hlýtur að vera einhver samábyrgð, þvi að okkar samfélag er ekki það stórt, að menn viti ekki, hverjir það eru sem eiga eignir.“ „Það þarf auðvitað að breyta skattalöggjöfinni og til þess að svo megi verða, verður almenn- ingsálitið gagnvart sköttum að breytast," sagði Aðalheiður ennfremur. „Fólki verður að skiljast, að það er hreinn þjófn- áður að svikja undan skatti og slíkt lendir aðeins á þeim, sem ekki geta varið sig.“ — HP. „Hœkkaninwr hefðu orðið hvort eð var" L. Sveinssorí „Staðreyndin er sú, að þó ekki hefði verið samið um neinar hækkanir á kaupi við síðustu kjarasamninga, hefðu bæði verð- og skattahækkanir orðið," sagði Magnús L. Sveins- son í viðali við Dagblaðið. „Það lá ljóst fyrir, er við unnum að samningum, að hækkanir yrðu og því var eina ráðið fyrir okkur að gera algjöra varnar- samninga, eins og við gerðum, til þess að reyna að tryggja svipaðan kaupmátt launa og verið hafði árið 1975.“ Sagði Magnús, að ef ekki hefði verið samið um þær hækkanir, sem þó var gert, mætti gera því skóna, að kaupmáttur launa hefði rýrn- að um sem svarar 20%. „Varðandi skattamálin voru þau auðvitað rædd, þegar geng- ið var til samninga, en þeir sögðu okkur þar, að þeir hefðu reynt að lækka skatta, eins og hægt væri,“ sagði Magnús enn- fremur. „Þar stóð járn í járn og engu varð um þokað. Auðvitað þarf að lækka skattana, og þá er sama, hvar sú lækkun kemur, aðalatriðið er, að skattabyrðin verði lækkuð í heild.“ — HP. EKKI DUGIR AÐ GLEYMA NEINU, ÞVÍ HÉR ER EKKIHÆGT AÐ SKJÓTAST ÚT í BÚÐ \ segir hótelstýran ó Hótel Flókalundi „Mér finnst þetta ákaflega lifandi starf, mér þykir ákaf- lega gaman að taka á móti gestum og svo vel vill til að þeir gestir, sem til okkar hafa komið, eru eingöngu „gott fólk,“ sagði Heba Ólafsson, hótelstjóri á Hótel Flókalundi í Vatnsdal. Þar er rekið eitt af vistlegustu hótelum sem a.m.k. undirritaður blm. DB hefur rekizt á úti á landsbyggðinni. Þegar ferðalangur er búinn að aka um sjö klukkutíma á rykugum þjóðvegum um ótal firði og víkur — þar sem sums staðar er engin byggð eða víða svo strjál að með ólíkindum er — og ekur síðan fyrir „horn- ið“ hjá Flókalundi verður hann ólýsanlega feginn. Viðmót húsráðenda, Hebu og manns hennar, Páls Ágústssonar kennara, er svo gott að maður vildi helzt ekki þurfa að fara frá þeim aftur. Ég ræddi við Hebu um starf hennar sem hótelstjóra og ýmsilegt fleira. „Fljótlega eftir að hótelið var opnað fyrir fimm árum fór að bera á því að heilu skipshafn- irnar af fjörðunum lögðu leið sína til okkar og hugðust taka herbergi á leigu til þess að setjast þar að sumbli.Við vorum fljót að stemma stigu við slík- um heimsóknum. Þetta er ástæðan fyrir því að við höfum ekki áhuga á að fá opnaðan bar hér í hótelinu eins og var þó ætlunin. Það yrði fljótt að sjá á öllu hér. Aftur á móti vildi ég gjarnan hafa á boðstólum borðvín til þess að fólk geti fengið vin með matn- um. Hótel Flókalundur er nokk- urs konar „Þingvöllur“ okkar hérna á Vestfjörðum," sagði Heba. „Hingað skreppur fólk gjarnan og fær sér gott að borða um helgar. Þótt yfir erfiða fjallvegi sé að fara eru allir fyrir löngu orðnir vanir þeim.“ — Eru ekki einhverjir erfið- leikar samfara því að reka hótel á afskekktum stað eins og hér? „Það þýðir að minnsta kosti ekki að gleyma einhverju nauð- synlegu, því hér-er ekki hægt að skjótast út í búð. Annars eru samgöngur við Reykjavík ágætar, þaðan kaupum við flest af því sem við þurfum á að halda. Flutninga- bílarnir fara hér um 3—4 sinn- um í viku. Stundum fáum við vörur frá Stykkishólmi með flóabátnum Baldri sem kemur að Brjánslæk 3—4 sinnum í viku yfir sumartímann. Það er heilmikið í kringum svona starf og mikið um að hugsa. Ég er vön að taka bók- haldið á kvöldin þegar ró er komin á og getur það starf stundum dregizt fram á nótt- ina.“ — Hvað vinna margir hérna hjá þér? „Með okkur hjónunum erum við átta. Við höfum veriö alveg sérlega heppin með starfsfólk, allir mjög samvinnuþýðir og vinna störf sín ötullega." Hótelið í Flókalundi hefur einnig opna „sölubúð" þar sem vegfarendur, hótelgestir og tjaldbúar í nágrenninu geta keypt ýmislegt sem þá vanhag- ar um. Það er mikið um að fólk tjaldi í hinu undurfagra um-' hverfi hótelsins. Koma þeir þá gjarnan á hótelið og fá sér máls- verð. Á hótelinu er einnig hægt að fá keypt veiðileyfi bæði í Vatnsdalsá og VatnsdaLsvatni. Hótelið í Flókalundi er opið fram á haustið, fer það dálítið eftir tíðarfarinu hve lengi er opið. 1 fyrrahaust var tíð mjög góð og var opið fram í nóvem- ber. Seinni hluta sumars og á haustin koma margir til berja- tínslu í Flókalund. Þar er gnægð af berjum, mest aðal- bláberjum. Ekki fannst mér sennilegt að Heba sæti og héldi að sér höndum heima hjá sér á Patró (sem re.vndar heitir Vatneyri) allan veturinn, þegar hótelhaldið liggur niðri. — Hvað gerir maður á Patró á veturna? „Það er ýmislegt sem hægt er að taka sér fyrir hendur annað en að kjafta um náungann. En sumir virðast halda að það sé aðal dægrastytting þeirra sem búa á smáum stöðum. Mér leiðist að sitja auðum höndum og sl. þrjá vetur hef ég gengizt- fyrir keramíknámskeiðum. Nú þegar hafa verið haldin mörg námskeið og eru um 7-8 konur á hverju. Þær sömu koma aftur og aftur. Hlutina sem þær búa til nota þær bæði til þess að skreyta með heima hjá sér og svo einnig til smágjafa ekki sízt jólagjafa. Undanfarið höfum við aðeins unnið með fljótandi leir og ýmsir gripir verið steyptir í mót. Konurnar hafa síðan pússað hlutina og málað Þá. Nú ætla ég að taka upp frjálsa leirmótun. Það hefur verið fært í tal við mig að koma til ísafjarðar í vetur til þess að halda námskeið þar, en það er enn ekki fastmælum bundið. Við leggjum einnig stund á inniíþróttir eins og badminton. Einnig eru ágætis skíðabrekkur hérna rétt uppi á Kleifaheiði. Þangað förum við oft.“ Blm DB hálf sundlaði við til- hugsunina um skíðaferðalag upp á Kleifaheiði. Vegurinn var nógu ógnvekjandi í sumar- færðinni og góða veðrinu. Annars eru fjallvegirnir á Vestfjörðum alveg kafli út af fyrir sig og mér er til efs að vegavinnumenn annars staðar í heiminum hafi unnið annað eins afrek og þeir sem lögðu þessa vegi. Upp og niður þver- hníptar fjallshlíðarnar yfir stórgrýti og sums staðar er leik- manni ómögulegt að koma auga á hvernig nokkrum gat dottið í hug að leggja veginn þar sem hann er. Hvílíkt afrek!. Við kvöddum þennan fagra stað, Vatnsfjörð, fullviss þess að Hrafna-Flóki hefði ekki verið með réttu ráði þegar hann gaf landinu nafnið ísland til að fæla aðra frá því. En hann settist einmitt að á þessum fagra stað, Vatnsfirðinum. A.Bj. Hjónin Heba Ölafsson og Páll Agústsson standa í sólinni fyrir framan hótelið „sitt“. A framhlið hóteisins eru merki allra sýslna á Vestf jörðum, sem sett voru upp í tiiefni ellefu hundruð ára afmælis íslandsbyggéar. Páll sagði að gestir hefðu haft svo gaman af þessum merkjum að hann hefði ákveðið að hafa þau áfram á framhliðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.