Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. T.ATJGARDAGUR 24. JtJLt 1976. Celcíus kemur í fyrsto skipti f ram eftir viku „Þetta er allt aö ganga saman hjá okkur, Birgir Hrafnsson er í Bandaríkjunum til að kaupa söngkerfi og þegar hann kemur fellur allt saman,“ sagöi Helgi Steingrímsson talsmaður hljómsveitarinnar Celcius er hann var spurður að því hvort fólk mætti ekki fara að vænta þess að heyra í hljómsveitinni á næstunni. Celcius kemur fyrst fram að viku liðinni — um verziunar- mannahelgina. Þá leikur hljóm- sveitin fyrst á föstudags- og laugardagskvöld á Laugum í Þingeyjarsýslu. Síðan verður flogið yfir til Húsafells þar sem hljómsveitin skemmtir tvívegis sunnudaginn 1. ágúst. ,,Ég vil taka það fram, úr því að minnzt er á flugferðir, að Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari verður sérlegur flug- maður Celcíuss" sajjði Helgi Steingrímsson. Æfingar hjá hljómsveitinni hafa fallið niður að undanförnu þar eð Birgir er erlendis. Hljómsveitin er samt komin með talsvert prógramm sem aðeins þarf að renna yfir er allir verða saman komnir á ný. Þá á eftir að æfa upp skozkan mann, Duncan að nafni, sem mun koma fram ásamt hljóm- sveitinni í mánuð að minnsta kosti. Nánar er getið um Duncan annars staðar á síðunni. Celcius hefur látið smíða fyrir sig ljósaútbúnaðtil aðhafa á sviðinu „fullkomnasta ljósa- kerfi á landinu" eins og Helgi Steingrímsson komst að orði. Hljómsveitin áformar sem sagt að leggja mikið upp úr því að hafa eitthvað fyrir augað þegar hún kemur fram. Þá er bara næsta skrefið fyrir lesendur að tryggja sér ferð að Laugum eða Húsafelli til að sjá Celcius koma fram í fyrsta skipti. Hljómsveitin er skipuð úrvalsliði íslenzkra hljóðfæraleikara svo búast má við að forvitnilegt verði að sjá hana og heyra. — AT — HLJÓMSVEITIN CELÍUS: Hana skipa Birgir Guðmundsson, Birgir Hrafnsson. Kristján Guð- mundsson, Sigurður Karlsson og Pálmi Gunnarsson. DB—mynd: Björgvin Hvar er Kreppan? An þess að ég þori að fullyrða það, hef ég á tilfinningunni að hugmyndin að hljómplötunni „I kreppu" (Steinar hf. 006) hafi fyrst kviknað út frá ljóði Sigurbjörns Kristinssonar „Gúttó,“ sem fjallar um slaginn mikla við Góðtemplarahúsið í Reykjavík árið 1932. Við ljóðið er lag eftir Hauk Ingibergsson, sem hann syngur prýðilega og það lag er að mínu viti eina „rökrétta" lagið á þessari plötu. Þó gæti lag sem Steinar syngur sjálfur, „Verkamannsins sonur," slagað hátt upp í að flokkast á sama hátt. Ef þau, sem annars taka þátt í þessari plötugerð, hefðu haldið sig við þær línur sem lagðar eru með þessum tveim lögum hefði útkoman orðið eins og maður átti von á þegar Steinar byrjaði að tala um það að verið væri að vinna að plötu um kreppuna. Framlag Þokkabótar, Daggar, Diabolus in Musica, Kaktusar og Ómars Óskars- sonar er gott, hvert út af fyrir sig.en mér finnast lögin þeirra ekki eiga heima á þessari plötu. Þegar við nútímamenn erum farnir að flokka ljóð um Adam og Evu, Ástarkreppu, Melodramamas og Hæ, hæ oh hó, hó, undir lög um kreppuna, þá erum við komnir óralangt frá því sem gerðist árið 1932. Það lýsir þvi kannski bezt hvaða skilning við leggjum í orðið kreppu að til er lag sem heitir Astarkreppa. Menn slógust við Gúttó árið 1932 af því að þeir höfðu ekkert að éta. Enginn þeirra, sem leggja sitt af mörkum á þessari plötu, hefur soltið. Upprunalega hugmyndin er góð. Ég hefði sjálfur kosið að heyra meira af lögum um kreppuna og lög frá þessum tíma eru fjöldamörg, revíulög, kvæði úr Speglinum o.fl. o.fl. Milli laganna hefði ég svo viljað heyra einhverja af hinum gömlu verkamannaleiðtogum segja frá hvernig þetta var. Það hefði verið plata „I kreppu". —HP. HVERJUM FRJÁLST AÐ HAFA SÍNA SKOÐUN Bjöm Jóhannsson, sam segja má aó se upphafsmaöur Völundardailnanna og alls þass oröaskaks sam af þvi hafur laitt, skrífar: Mík lanuar til að svara athyKlisverðu hréfi frá (lunnlauKi Ólafssyni Kððvini mlnum, sem birtist fyrir nokkru. Hann hyrjar á því að se**ja að skrif mln sóu hæði rönu ti« ðmaklej*. Af hverju eru rök Cunnlauus ekki alve« eins rön« o« ðmak- le«? Ilann se«ir sína skoðun of* 6« mina. Mér finnst allt í la«i að hver maður lýsi áliti sinu á hljömsveit án þess að næsti maður seni það ran«t o« út I hött. Hljómsveitin Völundur hcfur aldrei verið I uppnanni, því hún hefur staðið l stað siðan hún hyrjaði. fullyrði að það cr flejrum en Fáskrúðsfirðinj’um sem finnst súkkúlaðiinúslk þeirra ömurlej*. r.unnlaujíur sej*ir að Stefán Völundar- maour semji betri löj> cn éíí- Eu dænu pao ekki, en hann er mun eldri i hettunni en 6k ojí ætti þvi að vera farinn að kunna listina. Siðan talar Gunnlaupur um breik hjá mér. Hann hefur ekki umj>enKÍzt nem- cndur á Eiðum eins mikið oj> éj> oj> veit þar af leiðandi ekki hvort skoðun þeirra flcstra sé sú að hljómsveit okkar hafi verið ömurlej*. E« man enn þann dají í daj* hvað sumir nemendur sönðu um CunnlauK Ólafsson oj> hans öskur, þvi að hann þótti örujít>lej>a ekki með þeim betri í hljómsveitinni. Annars skil éu ekki hvað Cunnlaujíur er að hendla skóla- hljómsveitina frá Eiðum í þetta mál. Hún kemur því ekkert við. Ojí að lokum: Í-'k man líka hver lánaði mér has'sahoxin oj> inapnaraua oj> á hann þakkir skildar. Ep er reyndar húinn að Kcra upp við hann fyrir það lán. Tvœr þrœlgóðar ÁSGEIR TÓMASSON SKRIFAR UM PLÖTUR FRÁ PLÖTUHÚSINU MILLIE JACKSON Nýjasta plata Millie Jackson, Free And In Love, er þriðja og væntanlega síðasta plata hennar i seríu, sem fjallar um líf eigin- konu, sem skilur við mann sinn og tekur að njóta lífsins. Fyrri plöt- urnar um þetta sama efni eru Caugt Up og Still Caugt Up. Ef vel er að gáð þá er viss söguþráður i Free And In Love eins og hinum plötunum. Platan byrjar á laginu House For Sale, þá kemur I’m Free og Tonight I’li Shot The Moon. Þá er söguhetjan orðin ástfangin að nýju eftir að vera búin að skilja við manninn sinn og selja húsið. Sagan heldur síðan áfram til enda þar sem Miliie syngur I’m In Love Again. Eftir því að dæma, sem hún segir sjálf í textanum, er það í sjöunda skiptið svo að eitthvað hefur gerzt á fyrri plötum. Öhætt er að segja að platan nái hámarki sinu er Millie Jackson syngur lagið Feel Likc Making Love, sem tnczka hljómsveitin Bad Company gcrði vinsælt á sin- um tíma. Annars eru öll lögin og heildaruppbyggingin mjög goo. Millie hefur sterka og djúpa rödd — fullkoma soulrödd. Ef hlust- andinn hefur fylgzt með Millie á fyrri plötum og veit hvað er að gerast, er þetta enn einn sigur söngkonunnar Millie Jaekson. MANHATTANS Eitt lag af nýjustu plötu Man- hattans hefur farið sannkallaða iigurförum Bretland og Bandarík- in. Þessa vikuna er lagið, sem heitir Kiss And Say Goodbye í efsta sæti í Bandaríkjunum og í 6. sæti í Bretlandi. Þá hefur lagið gert það geysilega gott á banda- ríska soullistanum, þar sem það sat í fyrsta sæti svo að vikum skipti frá maí og fram í júlíbyrj- un. Annars er platan nær fullkomin sem soulplata. Eg fann aðeins tvennt að henni. Lögin eru sum of keimlík og eins er aðeins of hrá hljóðblöndun á nokkrum lögum. Slíkt teldist þó vart til tiðinda ef platan væri ekki jafn gallalitil og raun ber vitni. Hljómsveitin Manhattans er alls ekki ný af nálinni. Hún var stofnuð fyrir 12 árum 1 New Jersey af fimm félögum, sem höfðu þá nýlokið herskyldu. Fyrstu árin hélt hljómveitin sig nær eingöngu við austurströnd Bandaríkjanna og flutti Rythm & blues tónlist, sem þá var i mestum hávegum höfð í New York og ná- grenni. Það var ekki fyrr en árið 1972 er hljómsveitin skipti um hljóm- plötufyrirtæki og hóf að vinna hjá CBS að hún fór að vekja athygli víðar. Alls hafa komið út þrjár plötur með Manhattans hjá CBS. Sú nýjasa lyftir þeim á þann stall að teljast með mestu listamönn- um fyrirtækisins sem eru þó engir smákallar. Manhattans VÖLUNDARMÁUÐ Því miður verður skýrsla Ómars Valdimarssonar um reynslu hans með popp- hljómsveitum Austurlands að bíða fram í ágúsl. Ömar er nú staddur fyrir norðan og kannar tónlistarlífið þar. Verzlunarmannohelgin: Skozkur vísno- söngurmeð Celcíus „£g bjó hér um tíma fyrir þrem árum, enda er ég giftur íslenzkri konu,“ sagði Duncan Gilles, skozkur vísnasöngvari, sem nú gistir ísland. „í gegnum kunn-,. ingsskap minn við Tómas Tómas- son — við bjuggum í sömu íbúð i London — kynntist ég strákunum í Change og er ég var hér á ferða- lagi fyrir skömmu varð það úr að ég kæmi fram með hinni nýstofn- uðu hljómsveit Celcius.” I Celcius eru þeir Birgir Guðmundsson, Kristján Guð- mundsson, Sigurður Karlsson, Pálmi Gunnarsson og Birgir Hrafnsson, og hljómsveitin mun koma fram í fyrsta skipti nú um verzlunarmannahelgina að Laugum í Þingeyjarsýslu. „Þeir hafa bara allir haft svo mikið að gera undanfarið aðæfinginærekki orðin nógu góð, en ég vona að svo verði áður en til kastanna kemur,” sagði Duncan enn- fremur. Duncan sagði að hann hefði undanfarin ár unnið fyrir sér með vísnasöng um allt Stóra-Bretland, aðallega í háskólum og í þjóðlaga- klúbbum. „Þjóðlagatónlistin í Bretlandi er mjög íhaldssöm — þeir vilja engar breytingar þar. Ef maður kemur með magnara inn í þjóð- lagaklúbb verður allt vitlaust svo það verður gaman að fá að gera það sem mann langar til hér- iendis,” sagði Duncan að lokum. HP ' DUNCAN GILLES JARLARERU BEZTIR Eskfirðingur hefur sent popp- síðunni eftirfarandi bréf: Mitt í öllum deilunum um hljómsveitirnar Völund og Heródes hefur aldrei verið minnzt nokkru orði á beztu hljómsveitina hérna austan- lands. Hún er frá Eskifirði og heitir Jarlar. Jarlar starfa reyndar ekki eins og er, en þeir spiluðu af fullum krafti í vetur og héldu lifinu i okkur Eskfirðingum og öðrum Austfirðingum. — í Jörlum eru fjórir menn, allt hinir beztu strákar. Þeir heita Þórhallur Þorvaldsson, sem spilar á bassa og syngur, Viðar Ingólfsson spilar á trommur, Karl Lárusson á gitar og siðast Snorri ölversson sem leikur einnig á gítar og syngur. Jarlar leika tónlist fyrir alla, jafnt unga sem aldna. Þótt hljómsveitin hafi ekki starfað það sem af er sumrinu vona ég að hún eigi eftir að taka aftur til starfa og skemmta okkur Austfirðingum. Um daginn var minnzt á hljómsveitirta Amon Ra á poppsíðu Dagblaðsins. Mér finnst hún nú eiginlega ekki flott og hef heyrt marga segja að hún minni helzt á lúðra- sveit. — Þá eru nú Jarlarnir betri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.