Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JULÍ 1976. 23 Svala Nielsen söngkona iverzluninni.Þar finnur maður hinn eina sanna hreina tón, segir hún. DB-mynd Arni Páii. Útvarp kl. 16,00 á morgun: íslenzk einsöngslög Söngkonan spilar stundum lagslúf á skáktrnar sínar „Ég væri meira en lítið van- þakklát ef ég segði ekki bara þökk fyrir við hina gömlu, látnu meistara fyrir að hafa fengið tækifæri til að glima við þessi stórbrotnu verk þeirra og finna að mér hefur tekizt það,“ sagði söngkonan Svala Nielsen er við ræddum við hana í tilefni af því að hún syngur einsöng í útvarpinu kl. 16.00 á morgun I þættinum islenzk einsöngslög. Svala syngur lög eftir Pál Isólfsson, Þórarin Jónsson Skúla Halldórsson óg Sigfús Einarsson. Undirleik annast Guðrún Kristinsdóttir. — Hvað er efst á blaði hjá þér af því sem þú hefur sungið? „Það er tvímælalaust nfunda sinfónían. Það var alveg viðburður út af fyrir sig. Ég söng með Söngsveitinni Fíl- harmóníu og stjórnandi var dr. Róbert Abraham Ottósson. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til þess að syngja undir hans stjórn. Verkefnin urðu svo lifandi og hugstæð. Eg hef einnig fengið að glíma við mörg óperuhlutverk. Mér finnst gaman að syngja allt sem mér finnst fallegt, ég verð bara að finna að ég valdi þvi. Milt fyrsta stóra hlutverk var þegar ég fékk að syngja hlut- verk móðurinnar I, Amal og næturgestirnir eftir Menotti. Verkefnið var frumflutt 1 sjónvarpinu 1 desember 1962 og var ákaflega stórt stökk fyrir mig, sem kom beint úr kórsöng. Þetta var unnið við ákaflega frumstæð skilyrði með stórum kór og hóp af hljóðfæra- leikurum undir stjórn Magnúsar Blöndal." Svala hefur unnið í verzlun föður síns sem selur kristals- og postulínsvörur. — Er nauðsynlegt fyrir söng- konur að vinna með söngnum? „Jú, það er nauðsynlegt, því ekki er hægt að lifa á söngnum einum saman." Við spurðum hvort hún gæti nokkuð æft sig i búðinni, hvort kristallinn spryngi ekki ef hún næði hinu eina sanna háa c-i. Svala hló og sagðist nú aldrei hafa lent í þvl „Eg hef aftur á móti stundum sett saman smálög með kristalskálunum. Eg tók einu sinni fram 40 skálar og spilaði á þær lagstúf. Stundum, þegar ég er að hlusta á útvarpið og heyri einhvern sérstaklega athyglisverðan tón flýti ég mér fram í búð og finn skálina sem hefur þann sama tón,“ sagði Svala Nielsen söngkona. -A,Bj. Útvorp kl. 21,40 á sunnudag: Æviskeið í útlöndum íslenzkur ríkisborgari alla tíð Útvarp Laugardagur 24. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir )cl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustgr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbsn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Hallfreður örn Eiríksson les þýðingu sína á tékknesk- um ævintýrum (2). Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ólympíuloikunum í Montreal: Jón Asgeirsson segir frá. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Út og suður. Ásta R. Jóhannesdótt- ir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um síðdegisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 „Fótgangandi um ffjöll og byggfi" Brynja Benediktsdóttir les ferða- þætti eftir Þorbjörgu Árnadóttur. Síðari lestur. 18 .00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fjaörafok. Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Óperutónlist: Þœttir úr „La Boheme" efftir Puccini. Renata Tebaldi, Carlo Bergonzi. Ettóro Batianini, Cesare Siepe og fleiri syngja með kór og hljómsveit Tónlistarskólans í Róm; Tullio Serafin stjórnar. 20.45 Framhaldsleikritiö: „Búmanns- raunir" efftir Sigurfl Róbertsson. Fjórói og síðasti þáttur: „Hve gott og fagurt". Leikstjóri: Klemens Jónsson. Persónur og leikendur: Geirmundur- Rúrik Haraldsson, Jósefína-Sigríður Hagalín. Sísí-Sigríður Þorvaldsdóttir, Alli-1 Bessi Bjarnason, Baddi- Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þið- randi-Arni Tryggvason. Albína- Guðrún Stephensen, Þyrlumaður-. Klemens Jónsson. 21.40 Nýsjólenzka tríóiö „The Sabre' leikur létt lög.. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrúrlok. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). Frá tónlistarhátlðinni í Schwetzingen. Flytjendur : Kammer- sveitin í Kurpfalz, André Lardrot óbó- leikari, söngfólkið Rosmarie Hof- mann, Sonja Sutter, Adalbert Kraus, Wolfgang Schöne, Gáchingarkórinn og Bachhljómveitin í Stuttgart. Stjórnendur: Wolfgang Hofmann og Helmuth Rilling. a. Sinfónía í D-dúr eftir Franz Anton Rössler. b. Óbó- konsert 1 F-dúr eftir Peter von Winter. c. Kyrie f d-moll eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. d. Lftanía eftir Mozart. 11.00 Massa í Hallgrímskirkju. Prestur: Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Organ- leika'ri: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.20 Mér datt þaö í hug. Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri talar. 13.40 Miödagistónlaikar. 15.00 Hvemig var vikan? Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Islanzk einsöngslög. Svala Nielsen syngur lög eftir Pál ísólfsson, Þórarin Jónsson, Skúla Halldórsson og Sigfús Einarsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf ó sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Bamatími: Ólaffur H. Jóhannsson stjómar. Fluttir verða þættir úr ferða- bókum þriggja ferðalanga er gistu Island á öldinni sem leið. Flytjandi auk stjórnanda: Haukur Sigurðsson. 18.00 Stundarkom maö enska óbóleikaran- um Leon Goossens. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Þistlar. Þáttur með ýmsu efni. Umsjón: Einar Már Guðmundsson, Halldór. Guðmundsson og örnólfur Thorsson. 20.00 „Pour le piano", svita efftir Ciaude Debussy. Samson Francois leikur. 20.15 Vökumaöur é nýrri öld. Þáttur um Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöð- um. Gunnar Stefánsson tekur saman þáttinn. Flytjandi ásamt honum: Sveinn Skorri Höskuldsson. Einnig rætt við Snorra Sigfússon fyrrum námstjóra. 21.25 Hautukonsert í C-dúr efftir Jean- Marie Leclair. Claude Monteux og St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leika; Neville Marriner stjórnar. Sunnudagur 25. iúlí 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Páls- son vfgslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Utdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 21.40 Æviskeiö í útlöndum. Jóhann Pétursson Svarfdælingur segir frá f viðræðu við Gísla Kristjánsson. Þriðji og sfðasti þáttur: Á eigin vegum vest- an hafs. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ast- valdsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir, þ.á m. íþróttafréttir frá Montreal. Dagskrárlok. „Slðustu tíu árin ferðaðist Jóhann og sýndi vestan hafs á eigin vegum'og hafði fátt fólk sér til aðstoðar," sagði Gísli Kristjánsson. Hann mun ræða við Jóhann Pétursson Svarf- dæling í útvarpinu annað kvöld. Þetta verður þriðji og síðasti þáttur. „Þetta var erfitt verk, kann- ski það erfiðasta sem Jóhann hafði með höndum. Hann ferðaðist I eigin vagni og sýndi sjálfan sig og hafði einnig méð sér ýmsa hluti sem hann sýndi. Alltaf hafði hann eitthvað með- ferðis frá tslandi. Ekki var fjöl- breytnin samt eins mikil eins og þegar hann sýndi með stórum leikflokkum. Jóhann segir frá samskiptum sinum við fólk I þessum ferðum sinum. Eins og nærri má geta komst hann I kynni við alls konar manngerðir." Jóhann hefur dvalið hér á Islandi undanfarin ár, fyrst á Landspitalanum sem sjúkling- ur. Nú dvelst hann á Reykja- lundi sér til hressingar. Hann hefur alla tíð verið is- lenzkur ríkisborgari, en nú er hann rúmlega 60 ára að aldri. — KL Jóhan Pétursson Svarfdælingur dvelur sér til hress- ingar að Reykja- lundi. Þarna er hann með einni af hjúkr- unarkonum staðar- ins, stórri og stæði- legri konu. DB-myndÁrni Páll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.