Dagblaðið - 30.07.1976, Side 5

Dagblaðið - 30.07.1976, Side 5
DAC.BLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976 Borað ó nyium stað við Krðflu Framkvæmdum við Kröflu- virkjun hefur verið seinkað um þrjá mánuði og á þeim nú að ljúka 1. febrúar. Borað hefur verið um 2 km niður i jörðina með bornum Jötni frá Orkustofnun, en borun er hætt i bili og er óvíst hvert fram- haldið verður. Starfsmenn virkj- unarinnar munu frekar svartsýn- ir á árangur. Gufubor Reykjavík- ur og ríkisins verður fluttur norður til Kröflu og á hann að hefja borun á hæð ofan við Leir- botna, í nágrenni holunnar sem sprakk á dögunum og nefnd hefur verið SjálfskaparvítL. Með til- komu nýja borsins verða starfs- menn við virkjunarframkvæmd- irnar orðnir 290 talsins. Seinni túrbínan í virkjunina er væntanleg með sérstöku flutn- ingaskipi til Húsavíkur um helg- ina. BF/jb 19. júníkemurút: Pabbinn meira heima með barnið en mamma Viðtal við fjóra verkfræðinga, allt konur, er að finna í ,,19. júní" nýútkomnu ársriti Kvenréttinda- fél. tslands. Meðal annars efnis er hringborðsumræður, sem fram fóru á Hellu undir stjórn Bjargar Einarsdóttur. Þar bar á góma hvernig kvenréttindabaráttan hefur breytzt i jafnréttisbaráttu. Barnaréttindi er mál málanna í dag og það er ekki allt fengið með því að til séu nóg barnaheimili. Annál kvennaársins eftir Önnu Sig.urðardóttur og helztu viðburði í máli og myndum er að finna í ritinu. Blaðinu fylgir stórt póst- kort af útifundinum á Lækjar- torgi. Viðtal er við popplistakon- una Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (Diddú, Spilverk þjóðanna) og myndaopna ásamt viðtali við föður sem er meira heima með barn sitt en móðirin. — EVI Minigolf áSkaga Mini-golfviillur hel'ur nú verið opnaður á Akranesi og geta bæjarbúar stytl sér stundir við þí'ssa skemmtilegu iþrött i fram- tíðinni. Völiurinn er i lúninu fyrir néðan prestssetrið Kirkju- hvol. Völlurinn verður opinn frá kl. 19.00 á virkum diigum og frá kl. 13.00 um helgar G.II. Maria Filatova hefur verið kölluð „metrinn-i-hárborðinn,“ en hún er aðeins 1,35 m á hæð. Hún hefur stundað fimleika frá 5 ára aldri, og hefur einna helzt verið líkt við Olgu Korbut. Nelli Kim á verðlaunapalii sem gullverðlaunahafi í gólfæfingunum á olympíuleikunum í Montreal. Hún er til vinstri á myndinni, hin stúikan er rúmenska telpan Nadia Comeneci, sem vann bronsið í þessari grein. á ólympíuleikum og tvennra silfurverðlauna. Þá er i liðinu 14 ára gömul stúlka, Maria Filatova. Hún vann til verðlauna á Sovét- meistaramótinu 1976. Alekcander Tkachev er 18 ára unglingameistari Sovét- rikjanna 1976. Hann er einn af ólymþíuförunum og fastur lajidsliðsmaður Sovétríkjanna. Ekki verður síður athyglis- vert að fylgjast með loftfimleikamönnunum. Tveir slíkir koma með fimleika- hópnum og það ekki af verri endanum. Þeir heita Vladimir Korchin og Anatoli Lavrenkov og urðu Sovétmeistarar 1976. Hópurinn. kemur hingað næsta sunnudag og æfing verður strax næsta dag. A þriðjudag 3. ágúst verður fyrsta sýningin. Tvær sýningar verða í viðbót, 4. ágúst og 6. ágúst. —BA FIMLEIKAMEISTARAR SOVÉTRÍKJANNA K0MA Á SUNNUDAG íslenzku fimleikafólki hlýtur að vera akkur í því heimsókn ólympíuliðs Sovétríkjunum. Þetta ætti einnig að vekja áhuga þeirra sem hingað til hafa ekki lagt stund á þessa glæsilegu íþrótt. Heimsþekkt fólk er í fimleikahópnum. Má nefna Nelli Kim, sem er 18 ára gömul. Hún er bikarhafi Sovét- ríkjanna 1976. Neili er ólympíumeistari og hefur unnið til þrennra gullverðlauna Pundið — umfangsmikil rannsókn: ÁSAKAÐIR UM ÓLÖGMÆTA VIÐSKIPTAHÆTTI í Pundsmálinu svonefnda hefur umfangsmikil rannsókn farið fram í Sakadómi Reykjavíkur undanfarna mánuði, og hafa nærri '80 menn verið kvaddir til skýrslugjafar og yfirheytslu í málinu. Hefur rann- sókn málsins staðið yfir allt frá því í nóvember sl. Svo sem Dagblaðið skýrði frá hinn 27. nóvember sl. voru tveir menn handteknir vegna kæru við- skiptamanns Sparisjóðsins Pundsins út af meintum ólög- legum viðskiptaháttum þessarar bankastofnunai. v'ar annar þeirra forstöðumaður spari- sjóðsins. Taldi kærandinn, að hann hefði orðið að greiða gífur- lega háa og ólögmæta vexti ti! þess að njóta víxilkaupa hjá sparisjóðnum. Taldi hann, að sér hefði verið gért að greiða óbæri- legar fjárhæðir, meðal annars til milligöngumanns, sem átti inni- stæður í Pundinu. Taldi hann, að þessar greiöslur hefðu numið um 42% á ári af keyptum víxlum, og að þessi viðskipakjör hefðu, þegar til lengdar lét, orðið sér óvið- ráðanleg. Kvað hann þessi við- skiptakjör hafa verið ófrávikjan- legt skilyrði fyrir víxlakaupum sparisjóðsins, og að engra breytinga hefði verið kostur þrátt f.vrir ítrekaðar umleitanir. Rannsókn málsins hefur meðal annars beinzt að því, hvort sparisjóðurinn eða forstöðumaður hans hafi beint eða óbeint verið aðili að þessum ólögmætu við- skiptaháttum. Sem fyrr segir hefur fjöldi manna verið yfirheyrður i rann- sókn málsins, og er þess að vænta að henni ljúki áður en langt um líður. BS Nú verður líka ein- stefna á hðfum úti Nýjar alþjóðasiglingareglur — sem samþykktar voru á alþjóða- ráðstefnu, sem haldin var á veg- um Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar, IMCO, í London árið 1972 — munu taka gildi á næsta ári. Er þar um að ræða einstefnu- siglingaleiðir þar sem skipaum- ferð er mest. Verða þessar ein- stefnuleiðir gerðar að sk.vldu líkt óg akreina-akstur á umferðar- æðunt á landi. ilinar hýju reglur taka einnig tillit til þeirrar stað- re.vndar, að ratsjá er orðið al- mennt og mikiö notað siglinga- Itoki, og ennfremur eru ráðstafan- ir gerðar til þess að sigling mjiig störrti skipa. sem við ýmis skilyrði haf.a takmarkaöa möguleika á að breyta slefnu vegna stiorðar, verði ekki lorvelduö af iiðrum skipum á þröngum siglingaleið- um. Alþ.jóðasamþykktin tekur gildi tölf mánuðum eftir þann dag, þegar minnst 15 lönd — sem sam- tals eiga minna en 65% af skipa- fjölda, eða brúttórúmlestatölu af öllum skipum heimsins, sem eru 100 brúttörúmlestir eða stærri, — hafa staðfest hana. Vestur- Þýzkaland staðfesti alþjóðasam- þ.vkktina 14. júlí sl. og þar með hafa lönd sent eiga alls 66% af skipastól heimsins miðað við rúm- lestatölu staðfest samþ.vkktina. Hún tekur því gildi 15. júlí árið 1977. Þossar nýju alþjóðasiglinga- reglur hafa þegar verið þýddar á íslenzku og staðfestar af íslands hálfu. Þær nuinu fljötlega verða gel'nar út. Gegn samábyrgð fl#*l#l#anna I ■■ hm Úrvals ferðabflar tilbúnir fyrir verzlunar mannahelgina Eftirtaldir bílar eru til sýnis og sölu á Markaðstorginu í dag: 1. Mercur.v Comet 1974, 4ra dyra, sjálfskiptur og á nýjum dekkjum. Brúnn með vin.vltopp. Ekinn 40 þús. km. 2. Ford Galaxie 1971. 2ja dyra, sjálfskiptur með 8 cyl. 351 cub. vél. Góð dekk og litað gler. Ljósgrænn með hvítan topp. Ekinn 50 þús. mílur. Innfluttur í ágúst 1975. Skipti möguleg á Volkswagen 1974. 3. Mercedes Benz 220 1970. Beinskiptur í gólfi. Vél og gírkassi nýupptekið. Góð dekk, þaklúga. Gulur með brúnum vin.vltopp. Skipti möguleg. 4. Mercedes Benz 280S 1968. Beinskiptur með vökva stýri. Vél upptekin. Blár með þaklúgu. Einnig er fjöldi annarra bifreiða á söluskrá. Hjá okkur er miðstöð Benzviðskiptanna. Markaðstorgið, Einholti 8 simi 28590

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.