Dagblaðið - 30.07.1976, Page 10
10
DA(iBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976 •
BIAÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Utuofandi Da«bladið hf.
Framkvæmdastjóri: Svcinn K. Eyjólfsson. Kitstjóri: Jónas Kristjánsson.
Frcttastjóri: Jón Birj>ir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Ilauk.ur Hclj>ason. Aóstoðarfrótta-
stjöri: Atli Stcinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannos Kcykdal. Handrit
1 AsKriinjur Pálsson.
Blartamcnn: Anna Bjarnason. Ás«cir Tómasson. BciMlind As^cirsdóttir. Braj*i Sinurðsson,
Erna V. Inm'dfsdóttir. (iissur Sinurðsson. Hallur Hallsson. Hcl«i Pctursson. Jóhanna Bir«is-
dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lýðsdóttir. Ólafur Jönsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir:
Arni Páll Jóhannsson. Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björgvin Pálsson, Ka«nar Th. Sijjurðsson
Tijaldkcrí: bráinn Þorlcifsson. DrcifinKarstjóri: MárÉ.M. Halldórsson.
Áskriftarnjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322. aujdýsinfjar, áskriftir o« afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022.
Sctninj* oj» umbrot: Dajjblaðið hf. oj» Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-qK p|ö(uj>crð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skcifunni 19.
Vmdurmn ór
Mestur vindur er úr hinum
sjálfskipuðu siðgæðispostulum í
varnarmálunum. Þeir, sem börðu
sér á brjóst og hrópuðu um land-
sölu, hafa hægar um sig. Meðan
beðið er einhverrar niðurstöðu í
ríkisstjórn, sem er klofin í tvo
nærri jafnstóra hluta, halda um-
ræður áfram á vinnustöðum og í heimahúsum.
Kenningar siðgæðispostulanna hafa verið
vegnar og léttvægar fundnar. Lítið fer nú fyrir
þjóðarstoltskenningunni. Hún hefur ekki
fengið hljómgrunn. Almenningi finnst fátt um
þá skoðun, að það sé fyrir neðan virðingu
okkar að taka gjald af hinum erlendu mönnum
fyrir þjónustu, sem við veitum þeim. Það var
rothöggið á þjóðarstoltskenninguna, þegar sýnt
var fram á svart á hvítu, að Norðmenn, upp-
rennandi olíuveldi, hafa talið eðlilegt og sjálf-
sagt að láta Bandaríkin og NATO taka þátt í
kostnaði við uppbyggingu samgöngukerfisins
hjá sér.
Lítið varð úr siðleysiskenningunni. Almenn-
ingi er ljóst, að orð postulanna í þeim efnum
eru ómerk. Þetta eru sömu mennirnir, sem alla
tíð hafa sætt sig vel við, að við tækjum við
bandarísku gjafafé. Þeir fúlsuðu ekki við Mars-
hallaðstoðinni. Þeir undu vel, að fimmtungur
viðskiptatekna okkarí erlendum gjaldeyri kom
um tíma vegna varnarliðsins. Það sem postul-
arnir vilja brennimerkja sem siðleysi, hefur í
aldarfjórðung verið viðurkennt í samningum
um framlög varnarliðsins vegna afnota á veg-
um utan Keflavíkurflugvallar.
Þetta hefur verið stefna stjórnmálamanna
hér. Þessir menn geta ekki ætlazt til, að al-
menningur telji trúverðugar fullyrðingar
þeirra um, að það væri siðleysi að krefjast
verulegra framlaga af Bandaríkjamönnum til
uppbyggingar samgöngukerfisins. Þessi kenn-
ing er sjálfdauð.
Siðgæðispostulunum hefur ekki reynzt stætt
á þeim fullyrðingum, að varnarliðið sé hér fyrst
og fremst eða eingöngu til að verja ísland.
Fólki er orðið ljóst, að megintilgangur
varnarliðsins er að fylgjast með förum
sovézkra skipa og flugvéla og halda með því
uppi aðvörunarkerfi fyrir Bandaríkin. Liðið
hér er ekki til þess gert að mæta óvinum í
bardögum og bægja innrásarliði frá íslandi.
Hið mikilfenglega hlustunarkerfi Bandaríkja-
manna hefur þann tilgang einan að vera þáttur
í varnarkerfi Bandaríkjanna sjálfra.
Ekki stendur steinn yfir steini af þeirri
fáránlegu kenningu, að málið snúist um, hvort
við eigum að vinna okkur út úr vandanum eða
þiggja fé af Bandaríkjamönnum. Hér er ein-
faldlega ekki um að ræða slíka fjármuni, að
íslendingar eigi þess kost að leggjast í leti.
Þvert á móti er það aðalatriði efnahagsmála ,
að innspýting fjármagns leiðir af sér vaxandi
atvinnu og innlenda fjárfestingu.
Að þessu athuguðu er ekki að búast við, að
mikill vindur sé í andstæðingum þeirrar
stefnu, að Bandaríkjamenn verði fengnir til að
leggja fram verulegar fjárhæðir til að bæta
okkar mjög svo lélega samgöngukerfi.
Röksemdir þeirra hafa verið hraktar lið fyrir
lið, og væri þeim sæmsl aó taka afleiðingunum
af því.
Þoð er hœttulegt starf að vera sendiherra
ÞEIR EIGA ST0DUGT
Ofbeldismenn og öfgasinnar
eiga sér sjaldnast von um góða
meðhöndlun séu þeir staðnir að
verki við rán eða morð á sendi-
ráðsstarfsmönnum. Það gerist
reyndar sjaldnar en hitt að þeir
náist við iðju sína, en þeir eru
réttdræpir sjái einhver sér fært
að koma skoti í þá.
Nýjasta dæmið um tilræði
við sendiráðsstarfsmann er það
þegar brezki sendiherrann á ír-
landi, Christopher Ewart-Biggs,
var myrtur í síðustu viku. Jarð-
sprengju hafði verið komið
fyrir þar sem víst þótti að
Ewart-Biggs æki yfir. I bílnum
var einnig Judith Cook einka-
ritari sendiherrans. Hún lét
lífið.
Óbreyttir sendiráðs-
starfsmenn einnig
í lífshœttu
Það eru engin ný tfðindi að
óbreyttir borgarar verði fórnar-
lömb öfgamanna er þeir reyna
að myrða sendiherra. Þessir
óbreyttu borgarar hafa þó eigi
til slíks unnið en þeir eru bara
svo óheppnir að „flækjast
fyrir“ þegar morðið er framið.
Og öfgamennirnir eru ekkert
að sýta það, þó að einn bilstjóri
eða einkaritari fljóti með, er
þeir vinna verk sín.
Verzlunarfulltrúi bandaríska
sendiráðsins í Beirút var álíka
óheppinn og ungfrú Cook.
Hann var gegnumgataður af
vélbyssukúlum ásamt einkabíl-
stjóra er sendiherra Bandaríkj-
anna, Francis E. Meloy, var
myrtur. Palestínskur skæru-
Á vetri sem var og inn i þetta
sumar hefur nokkur orðræða átt
sér stað um blöð og blaða-
mennsku, frjálsa, óháða, sjálf-
stæða, hressilega og vandaða eftir
atvikum. Það var svo sem ekki
seinna vænna að þessi umræða
hæfist og enn fremur að einhverj-
ar breytingar kæmu í kjölfar
hennar, svo morkið sem fjölmiðla-
kerfi okkar var og hefur að veru-
legu leyti verið. Þær breytingar
sem þó hafa orðið vegna þessa
hafa.að mati undirritaðs, orðið til
góðs. En þetta stríð er þó varla
nema rétt hafið.
Nú fyrir skömmu ritaði Magrius
Bjarnfreðsson, sá glöggi sjón-
varpsmaður, kjallaragrein um
þetta efni í þetta blað og kenndi
þar raunar ýmissa grasa. Vert er
samt að leggja nokkuð út af grein
Magnúsar, einnig vegna þess að
þar fer maður sem mikla reynslu
hefur í þessari starfsgrein.
Það klökka er nú samt að í
annars ágætri grein gerir Magnús
Bjarnfreðsson sig sekan um nokk-
urn hugtakarugling sem kannske
er vert að vekja athygli á. Ekki
fyrst og fremst hans vegna,
heldur miklu fremur vegna hins,
að allt of margir hafa látið villa
sér nokkra sýn í þessúm efnum.
Og það kannske vegna þess að
heilt dagblað, Tíminn — sem að
vísu er sennilega þröngsýnasta og
leiðinlegasta dagblað á norður-
hveli jarðar og þótt víðar væri
leitað — hafði löngu áður gert
slík sjónarmið að sínum, og með
dólgslegri hætti en Magnús gerir.
Hér er átt við þetta: Þegar
fjallað er um blaðamennsku
vakna auðvitað fjölmargar grund-
vallarspurningar. Það vakna
spurningar um almennt ástand
blaðamanna, skoðanir þeirra á
stjórnmálum og öðrum efnum,
hæfni þeirra til að láta slíkt ekki
villa sér sýn um of, menntun
þeirra fengna á skólabekk eða
annars staðar, almenna innsýn
inn í þjóðlífið. Það vakna
spurningar um þau völd sem að
baki fjölmiðlum liggja, flokks-
viild, peningavöld, enn annars
Kjallarinn
Vilmundur Gylfason
konar vold. Og eðlileg spurning.
sem æ oftar hefur skotið upp koíl-
inum, er einfaldlega: Hvað er
sæmileg blaðamennska, og hvað
er sorpblaðamennska? Hér er
fullkomlega eðlilega spurt. Og
þess vegna minnist ég á Magnús
Bjarnfreðsson, að hann leiðir
gersamlega hjá sér að reyna að
gera sér grein fyrir hvar þessi
mörk liggja. Þessa spurningu
langar mig að ræða nokkru nánar.
Það er ljóst að víða í Vestur-
Evrópu og-Norður-Ameriku hefur
á síðustu árum eða áratugum,
vegna aukinnar fjölmiðlatækni,
orðið vart svokallaðs blaðadauða.
Þetta hefur einnig náð hingað til
lands. Og blöð, jafnvel blöð með
virðulega sögu, hafa í kannske
eðlilegri örvæntingu lagt út á
vafasamar brautir. (Sögulega er
þetta vandamál auðvitað eldra en
hinn nútímalegi blaðadauði, þetta
er að vissu marki vandamál jafn-
gamalt blaðaútgáfu í Bandaríkj-
unum Norður-Ameríku). En í
nútímanum hafa þessar vafasömu
aðferðir stundum orðið þær að
fara í vaxandi mæli að birta
myndir af berum stelpum, og enn
fremur að velta sér upp úr
ýmsum skuggahliðum mannlifs-
ins. Það eru sagoar sögur og
birtar myndir af ógæfufólki,
mannllfinu, þegar niðurlæging
þess gerist mest. Og víða erlendis
hefur þessi þróun orðið enn
skuggalegri, glæfrakonur láta
taka við sig viðtöl, sem þeim efa-
lltið er borgað stórfé fyrir, og
síðan lýsa þær nákvæmlega kyn-
llfshegðan forseta og annarra, og
auðvitað er alveg eins líklegt að
eitthvað, I sumum tilfellum allt,
sé uppspuni frá rótum. Slíkt
getur auðvitað fljótt orðið and-
styggileg sorpblaðamennska.*
Samt geta verið fleiri hliðar á
slíkum málum. Þegar síðasta
kvennafarssaga öldungadeildar-
þingmanns komst I hámæli I
Washington, og vafasöm blöð
veltu sér upp úr sögum ljóshærðu
gleðikonunnar, þá tóku betri blöð
þetta mál upp af öðrum ástæðum:
Öldungadeildarþingmanninum
var auðvitað frjálst að gera hvað
hann vildi á «krifborðinu sínu eða
annars staðar, en honum átti
ekki að vera frjálst að borga gleði-
konum af peningum skattgreið-
enda.
En svo vikið sé aftur heim til
íslands, þá er það einmitt
varðandi þennan greinarmun á
einkalífi og opinberu llfi sem
hugsun þröngsýnna og gamaldags
manna hefur frosið. Þeir gera
ekki — og vilja kannske ekki gera
— greinarmun á ritsóðaskap, þar
sem annars vegar er verið að
velta sér upþ úr einkalífi manna
ellegar þá fjalla á glannalegan
hátt um dapurleika mannlífsins
eða flytja ósannar eða upplognar
dylgjur um náungann, og hins
vegar á allmennri samfélagsum-
fjöllun, þar sem verið er að fjalla
um, með dæmum vitaskuld, og
veita aðhald. allt frá bruðli með
almennafé upp i stórkostlega og
ótrúlega spillingu. Gagnrýni. þar
sem verið er að fjalla um lögreglu
eða bankakerfi og svo framvegis.
Allt kalla þeir sorp. öllu moða
þeir saman. En hér er auðvitað
ekki ha'gt að alhæfa, hér verður
að vega og meta sérhverja gagn-
rýni. hvert einstakt atriði. Og þó