Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 28
Enn er Grjótjötunn/Perla ónothœft skip:
Víðgerðin í Holkmdi
„handvömm og vinnusvik"
— segir stjórnarformaður útgerðarfyrirtœkisins
Þaö á ekki af sanddæluskip-
inu Perlu — eða Grjótjötni,
eins og skipið hét áður eins og
frægt er, að ganga. Fyrir um
það bil mánuði síðan kom það
aftur til landsins frá Hollandi,
þar sem gerðar höfðu verið á
því miklar endurbætur fyrir
milljónatugi.
„Við höfum varla komizt frá
bryggju stðan,“ sagði Halldór
Jónsson, formaður stjórnar
hlutafélagsins Námunnar, sem
nú rekur skipið og á það, í
samtali við fréttamann DB í
gær. „Þetta hafa verið stanz-
lausar bilanir og í rauninni má
segja að skipið hafi verið langt-
um verra en nokkurn tíma
áður, eftir að það kom frá
Hollandi. Allt er þetta fyrir
óskiljanlega handvömm og
vinnusvik hollenzka fyrirtækis-
ins, sem annaðist viðgerðirnar
og endurbæturnar, IHC Smit
Engineering. Útreikningar
þeirra og hönnun, sem við
treystum á í blindni, hafá í
mörgu ekki staðizt. Við eigum
töluvert vantalað við þá á næst-
unni.“
Að sögn Halldórs hefur töfin
og bilanirnar nú kostað millj-
ónir bæði í beinum útgjöldum
og tekjutapi. „Okkur var til
dæmis sagt að sjálf dæluvélin
væri nýuppgerð og ætti að duga
í sex ár. Eftir sex tíma hafði
hún brætt úr sér. Svo brotnaði
landleiðslan og síðan hefur eitt
rekið annað.“
Halldór Jónsson sagði við-
gerð nú um það bil að ljúka og
stæðu vonir til að hægt væri að
hefja vinnu með skipinu af full-
um krafti nú um helgina.
— OV.
Unnið að viðgerðum á Perlu inni í Sundahöfn í gærdag. Nú á að
fara að reyna að dæla.
(DB-mynd Árni Páll)
Margt að sjó fyrir útlendinga íVestmannaeyjum
Mjög mikið hefur verið um
heimsóknir erlendra ferða-
manna til Vestmannaeyja í
sumar. Stórir hópar hafa
komið með flugvélum Flug-
félags Islands á hverjum degi,
— meira að segja svo stórir, að
Vestmannaeyingar sjálfir hafa
oft átt í vandræðum með að
fá flugfar, þegar þeir hafa
þurft á að halda.
Þá hefur einnig verið mikið
um, að útlendingar hafi fengið
far með litlum flugvélum til að
skreppa í smá útsýnisferðir.
Flugstöðin og Flugleiga Sverris
Þóroddssonar hafa verið hvað
atkvæðamestar með stuttar út-
sýnisferðir.
Einn af flugmönnum Sverris,
Vilhjálmur Vilhjálmsson, sagði
Dagblaðinu í gær, að oft og iðu-
lega væru farnar þrjár ferðir á
dag, ef veður leyfði, og
stundum fjórar. — Það sem út-
lendingum þykir mest til koma
í Vestmannaeyjum er að sjálf-
sögðu eldstöðvarnar og gufu-
strókarnir sem rlsa frá þeim.
Þá vekja húsin, sem grófust
undir hrauninu alltaf mikla at-
hygli. ÁT/DB-mynd: Arni Páll
FÉÐ SÆKIR í DAUÐA
TEIGINN
Það er drengilegt, en
jafnframt sjálfsagt að tilkynna
lögreglu um það ef þú verður
fyrir því óhappi aö aka á lamb
eða kir.d. Hversu gagngert
menn gera það, veit enginn.
Ökumaður tilkynnii Arbæjar-
Iögreglunni í nótt um að hann
hefði orðið valdur að dauða
lambs I Lækjarbotnum. Kindur
við vegina eru plága og víðast
virðist fátt vera gert til þess að
stugga þeim frá vegarköntun-
um. Tilkynni menn um dauða
lambs á vegum fær bóndinn
lambið bætt miðað við meðal-
verð lambs við haustslátrun.
Sumum — jafnvel lögreglu-
mönnum finnst bóndinn því
bezt settur væru öll hans lömb
ekin niður snemma vors. Þá
væru allar áhvggjur úti.
—ASt
Ljótur leikur við ungan dreng:
BORGAÐ FYRIR BLAÐIÐ
MEÐ FÖLSKUM100-KALLI
'Haglega gerð eftirlíking af
100 krónu seðli var meðal ann-
arra peninga, sem blaðsölu-
drengur Dagblaðsins dró upp
úr vasa sínum, þegar lokið var
dagsins önn eitt kvöldið nú
fyrir skömmu. Drengurinn
gerði lögreglunni viðvart um
þennan prett. Var honum vel
tekiö og fékk góðar ábendingar
um að gæta sín gegn slíkum
viðskiptavinum, sem þeim, er
hafði verzlað við hann með
þessum falsaða seðli.
Eftirlíkingin er gerð i ljósrit-
unarvél, sem nentur mynd á
næstum hvernig pappír sem er.
Er hún því nákvæm og vantar
ekkert annað en hárréttan lit-
blæ til þess að vera óþekkjan-
leg frá. gildum seðli. Er því
ungum dreng vorkunn að hafa
tekið við þessari greiðslu. sem
góðri og gildri í þeirri öru sölu,
sem sölubörn Dagblaðsins eiga
að fagna hjá borgarbúum.
Astæða er þó til að fara við
þessum ljóta leik. Sem betur
fer heyrist ekki um mikil brögð
að þessu, og víst er, að ekki
þýðir að reyna hann við Dag-
blaðskrakkfia á næstunni.
BS
frjálst, úháð dagblað
FÖSTTIDAGUR 30. JÚLÍ 1976
Stólu
peninga-
kassanum
Þjófurinn, sem brauzt inn í
biðskýlið við Bústaðaveg, hafði
öllu meira upp úr krafsinu, en
í fyrstu var talið. Hann gerði
sér lítið fyrir og fór með pen-
ingakassann á brott.
Eigandi biðskýlisins hafði
ætlað að tæma hann kvöldið
fyrir innbrotið. Af þvi hafði
hins vegar ekki orðið.
I kassanum var eingöngu
skiptimynt. Það er alkunna að
eftir tilkomu 50 króna pen-
ingsins geta fleiri þúsund
verið í slíkum kössum. Eigand-
inn var ekki viss á því hversu
mikið hefði verið af smápen-
ingum i peningakassanum.
— BA
Enginn ógnar
Larsen enn
Pað er gott nesti sem Bent
Larsen hefur í sínum pakka eftir
13 umferðir á millisvæðamótinu í
skák í Bienne í Sviss. Hálfur
annar vinningur í forskot, sem
hann hefur áunnið Sér þýðir
nánast nú að hann er öruggur í
áskorendamótið. Fáum skák-
mönnum hefur tekizt jafnvel upp
á stórmótum eins og Bent Lársen
nú. Hann er langt frá því að vera
dauður úr öllum æðum eins og
ýmsir héldu.
I gær unnust 3 skákir í Bienne.
Sosonko vann Diaz, Tal vann
Byrne og Lombard tapaði fyrir
Rogoff.
Jafntefli gerðu Castro og
Hiibner, Smyslov og Petrosjan,
Geller og Larsen, Liberzon og
Smejkal.
Biðskákir urðu hjá Czom og
Matanovic, Portisch og Gulko,
Andersen og Sanguneti.
Að 13 umferðum loknum er
Larsen efstur með 9'/5 Hilbner og
Smyslov hafa 8, Portisch 7'A og'
biðskák, Byrne og Tal 7V4 vinning.
Næstir þar á eftir koma Smejkal
og Sosonko með 7 vinninga.
—ASt.
Iðrumst ó
morgun
Mikii drykkja og ölvun
varð í Reykjavík í nótt og
hafði lögreglan ymislegt
amstur af. Færði hún hálfan
þriðja tug manna i fanga-
geymslur og biðu þeir
lausnar í morgun gegn við-
eigandi lausnargjaldi eða
skýringum. Aðalvarð-
stjórinn taldi að ölvun hefði
verið óvenju mikil i gær-
kvöld og í nótt.
—ASt
Innbrot ún
sýnílegs
órangurs
Söluturninn hjá bókabúð
Almenna bókafélagsins í
Austurstræti fékk ekki frið í
nótt. Rctt fyrir klukkan 2
tilkynnti vaktmaður í
Pósthúsinu um innbrot i
söluturninn. Ekki tókst að
hafa hendur í hári þjófsins,
en inikið var ruglað til í
varningi og hirzlum á
stuttum tima.
—ASt.