Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 1
9 TVENN ÍSLENZK HJÓN í ALVARLEGU SLYSIYTRA Tvenn íslenzk hjón á ferða- lani i Þý/.kalandi lentu í alvar- let>u umferðaróhappi í fyrra- dat!. Voru þau í eif>in bíl að koma frá sumardvalarstað i þýzkalandi on voru á leið til Luxembornar. Um 200 kíió- metra frá landamterum Luxem- borpar sprakk al'turhjólbarði á ... ■ ■ .... ' bilnum. Við það valt hann á hraðbrautinni nokkrar veltur. Konurnar báðar féllu út úr bílnum er hann skoppaði eftir brautinni otí meiddust þær báðar mikið. Mennirnir sem sátu i framsætum sluppu lílt meiddir. Það var Emil Sigurðsson, starfsmáður hjá Cargolux, sem ók. Með honum var kona hans, Jórunn Ingvarsdóttir, og hjónin Guðjón Ólafsson útgerðar- maður og fr.vstihúseigandi í Keflavík og kona hans Heiða Árnadóttir. Jórunn fóll fyrst út úr bílnum. Hún skarst illa í andliti og hlaut höfuðhögg. Heiða rifbeinsbrotnaði og hlaut fleiri slæm högg. Var hún fyrst talin í lífshættu, en nú talin úr lífs- hættu, þó hún liggi enn i gjör- gæzludeild. Emil og Guðjóni tókst að s'-.orða sig í fram- sætunum. Billinn valt og rann eftir hraðbrautinni 120 metra eftir að Jórunn féll út auk þess, sem hann hafði áður farið. Fjórmenningarnir voru fluttir í þyrlu af slysstað í þýzkt sjúkrahús. Þau eru nú öll á batavegi. emm/ASt. úháð dagblað 2. ARG. — FIMMTUDAGUR 5. AGÚST 1976 — 170. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AúGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SIMI 27022, SKEMMDILONDUNARTÆKIN TALINN ÖLVAÐUR VIÐ STÝRIÐ Heitt vatn úr holunni við Kröflu Um helgina fór að koma vatn úr holunni, sem nú er verið að fóðra viö Kröflu. Reyndust þetta vera um 30 sekúndulítrar og gefur góðar vonir, en áður var þessi hola gersamlega þurr. ,,Hola þrjú leit lika vel út til að byrja með, en síðan reyndist hún ónothæf. Við skulum vona að þessa sé ekki slík hola," sagði Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur, sem unniö hefur að rannsóknum á Kröflusvæðinu. Páll sagði að landið væri stöð- ugt að bólgna út og þá mest fyrir norðan stöðvarhúsið. Þá væri skjálftavirknin stöðugt að aukast. „Við vitum ekki hvort það verður gos, en ef þetta heldur svona áfram má búast við að gos verði,“ sagði Páll. —BA— — loðnulöndun ó Sigluf irði tefst fyrir bragðið Sovézku fimleikamennirnir hafa nú sýnt tvívegis í Laugar- dalshöllinni, í bæði skiptin fyrir fullu húsi áhorfenda. Það þarf vart að taka fram að hrifning áhorfenda hefur verið geysimikil, enda er hér á ferðinni bezta fimleikalið, sem til er í heiminum í dag, frábært á alla lund. Annað kvöld sýnir sovézka fimleikafólkið í síðasta sinn í Laugardalshöll. Aðgöngumiðar, ef einhverjir verða eftir, verða seldir í Höllinni frá klukkan 18 í dag. Myndin er tekin í gærdag, þegar sovézka fimleikafólkið var að halda til æfinga I Laugardalshöll. Þar fékk það í hendur Dagblað dagsins með fjölda mynda frá sýningunni kvöldið áður. „Það leikur grunur á að skipstjórinn á loðnubátnum, sem keyrði á löndunartækin í gær, hafi verið ölvaður,“ sagði starfsmaður hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði í samtali við DB í morgun. Löndunartækin skemmdust töluvert. Unnið hefur verið að viðgerð tækjanna síðan í gær og er ekki búizt við að henni ljúki fyrr en seinnipartinn í dag. Eitt skip hefur beðið löndunar þennan tíma. Reykjaborg, og sjáanlegt er að hún fær ekki afgreiðslu fyrr en í kvöld. Þetta hefur því valdið töluverðu tjóni og væntanlega verður gerð skaðabótakrafa á hendur skipstjóranum. Skipstjórinn sem var að leggja frá bryggju þegar áreksturinn varð, var sóttur úm borð í skip sitt og færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Að henni lokinni hélt hann út á loðnumiðin á ný, en næst- ráðandi um borð var í brúnni, þegar skipið lagði úr höfn. —KP— Stjórnarformaður í Landeígenda- félagi Laxár og Mývatns: Áður vildu þeir dalnum, en nú er þeim hins vegar annt um lífríki hans — Baksíða f....... * 54. vopna- hléið í borgara- styrjöldinni í Líbanon Sjá erl. fréttir bls.6—7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.