Dagblaðið - 05.08.1976, Side 10

Dagblaðið - 05.08.1976, Side 10
10 DAdBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUK 5. ÁGÚST 1976 BIAÐIB frjálst, úháð dagblað Ul.m*fanili Dajíblaöiö hl'. Framkvæimlastjói i: Svcinn H. Kyjólfsson. Hitstjóri: .lónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Biruir Pótnrsson. Hitstjórnarfulltrúi: llaukur Heliiason. Aóstoóarfrótta- stjóri: Atli Steinarsson. íjnóttir: Ilallur Símonarson. Ilönnun: .Jóhannes He.vkdal. Handrit Ás.m imur Pálsson. Blaóamenn: Anna Bjarnason. Ás«eir Tómasson. Berylind Asíieiisdóttir. Bray.i Siuurósson, Krna V. Inuólfsdóttir. C.issur SÍKurósson. Ilallur Hallsson. Hel«i l’éturssön. Jóhanna Birgis- dóttir, Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýósdóttir. Olaftir Jónssoii. Ómar Valdimarsson. Ljósmvndir: Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleif.sson. Björíivin Pálsson. lUienar Th. S'*,,"*á<jso»' (Ijaldkeri: Práinn Þorleifsson. Dreifinííarstjóri: Már K.M. Halldórsson. Áskriftarjíjald 1000 kr. á mánuói innanlands. 1 lausasölu 50 kr. eintakió. Hitstjórn Síóumúla 12. sími 83322. auj'lýsinj'ar. áskriftirojí afííreiósla Þverholti 2. sími 27022. Setnine öji umhrot: Dajthlaóió hf. ojí Steindórsprent hf.. Ármula 5. Mynda-oí» plötuyerð: Hilmirhf.. Síóumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Of valdamiklir Stjórnmálaflokkarnir á íslandi eru valdameiri en flokkar í öðrum lýðræðisríkjum. Þeir fara ekki aðeins meó löggjafar- og fram- kvæmdavaldið, heldur eru þeir einnig valdamiklir á öðrum mikil- vægustu sviðum þjóðlífsins. Pólitískar embættaveitingar í dómstólakerfinu, sem tíðkazt hafa um áratuga skeið, valda því, að stjórnmálaflokkar hafa hér á landi óeðlileg áhrif á gang dómsmála. Atburðir síðastliðins vetrar benda til þess, að margir telji sig geta farið sínu fram í pólitísku skjóli. Pólitískar skipanir í stjórnir og ráð banka og sjóða hafa einnig tíðkazt um áratuga skeið, samhliða gífurlegri miðstýringu fjármagns þjóðarinnar. Þetta veldur því, að stjórnmála- fiokkarnir einoka fjármagnið og misbeita því mjög gróflega á pólitískan hátt. Pólitískar fyrirgreiðslur í menningarmálum eru einnig gömul hefð hér á landi. Þær hafa haldið uppi gervimennsku í menningarmálum og haldið niðri þeim listamönnum, sem ekki hafa viljað binda sig á pólitískan klakk. Stjórnmálaflokkarnir hafa einnig ráðið yfir öllum helztu fjölmiðlum landsins um áratuga skeið. Þeir hafa skipað stjórnir útvarps og sjónvarps og gefið út dagblöðin beint og óbeint. Sum dagblöðin flagga því að vísu, að þau séu ekki gefin út af stjórnmálaflokkum. Reynslan sýnir þó, að lítill munur er á beinni og óbeinni stjórn. Morgunblaðið og Vísir fylgja til dæmis Sjálfstæðisflokknum kerfisbundið að málum, þótt flokkurinn eigi ekki beina aðild að blöðun- um. Clark Olofsson, þrítugur kvennaflagari og einn þeirra afbrotamanna á Norðurlöndum sem lögreglan hefur leitað hvað mest að, varð að slíta sig úr faðmi 17 ára ástmeyjar sinnar, er lögreglan hringdi dyrabjöll- unni að ríkmannlegu húsi sl. laugardagsmorgun. Hann klæddi sig í flýti, yfir- gaf stúlkuna i herberginu og stökk út um glugga á annarri hæð hússins. Hann hafnaði í garðinum og beindi þar hlað- inni skammbyssu að tveimur lögregluþjónum. Hann gat þannig haldið þeim í skefjum og hvarf inn í gegnum runna. Á flóttanum missti hann skammbyssuna og nokkrum mínútum síðar var hann hand- tekinn, óvopnaður og með um 12 þúsund sænskar krónur I vasanum. Hinum sögulega flótta Clarks úr fangelsinu í Norrköping var lokið eftir rúman hálfan mánuð. Olofsson bjó í rúma viku með tveim konum og samfanga, sem flúði með honum, í þessu rík- mannlega húsi í Halmstad í Suður-Sviþjóð. Samfanginn var hinn margdæmdi banka- ræningi Jan Nilson. Konurnar voru móðir Jans og 17 ára gömul hálfsystir hans. Ein af mörgum Ástarævintýri Clarks með hinni 17 ára gömlu stúlku er eitt fjöldamargra slíkra. í þau skipti, sem hann hefur flúið úr fangelsi hefur hann alltaf verið með stúlkum. Hann er hávax- inn, lítur vel út og er eftirsótt- ur. Stúlkurnar hafa alltaf verið meira en viljugar til þess að umgangast hann. Það er senni- lega ástæðan fyrir þvi, að stúlkan, sem hann var trúlof- aður, María Wallin félagsráð- gjafi, yfirgaf hann, er þau voru búin að koma sér fyrir í Vestur- Þýzkalandi, þegar hann strauk síðast. Án þess að gefa upp nokkra ástæðu, yfirgaf María hann og fór aftur heim til Svíþjóðar. Hún gaf aðeins þá skýringu, ,,að okkur vantaði peninga." Þetta var um það bil einum mánuði eftir að Clark hafði rænt um 197 þúsund dönskum krónum (ca 5,7 milljónir ísl. kr.) i Verzlunarbankanum á Strandgötunni í Kaupmanna- höfn. Nokkrum mánuðum síðar varð Ijóst, að hann bjó með ein- hverri konu í Belgíu. Hann fór síðar til baka til Svíþjóðar án þess að vitað sé, að hann hafi haft samband við Maríu. Kvennabósinn Clark Olofsson handtekinn í faðmi 17 óra óstmeyjar sinnar Hann framdi vopnað rán í Gautaborg og rændi meira en einni milljón sænskra kr. (ca 40 milljónir ísl.) faldi milljón- ina og var handtekinn nokkrum klukkustundum síðar. Þá átti hann eftir að afplána fjögurra ára fangelsi. Fyrir ránið fékk hann fjögurra ára fangelsisdóm til viðbótar og sat í fangelsinu í Nörrköping. 18. júlí sl. var stórum vörubíl ekið í gegnum þrjú hlið inn að innsta garðinum 1 fangelsinu. Á eftir vörubílnum ók Mustang- bill. Auk Clarks stukku þrír menn inn í bílinn og óku á brott í miklum flýti. Ástæðan til þess, að Clark var handtekinn var áköf löngun klefafélaga hans til þess að stíga 1 vænginn við unga stúlku, sem bjó á tjaldstæði þar í ná- grenninu. Sl. föstudagskvöld fór Jan Nilson á bar í Halmstad. Þar sátu v-þýzku ferðamennirnir Cornelia Langner og hjónin Angelica og Heiner Kölzer frá Hannover. Þau spurðu Jan hvar næsta diskótek væri, svo hægt væri að fá sér snúning. Fundu skammbyssu „Hver nennir að dansa? Ég á eina flösku af sterku og við Hér eru vestur-þýzku ferðamennirnir, sem komu sænsku lögregl- unni á sporið.-Cornelía Langner, ásamt hjónunum Angelica og Heiner Kölzner. Mikið skarð var rofið í einokun stjórnmála- flokka á fjölmiðlun, þegar Dagblaðið tók til starfa fyrir tæpu ári. í stofnskrá þess eru sérstök ákvæði til að hindra ítök stjórnmála- flokka og þrýstihópa í efni blaðsins. Starfs- menn blaðsins ráða sjálfir yfir verulegum hluta af hlutafé þess. Og aðrir stærstu hluthafarnir eru valdir með tilliti til þess, aó þar komi fram margvíslegar stjórnmálaskoðanir. Reynslan sýnir líka, að Dagblaðið hefur orðið vettvangur stjórnmálaumræðu á breiðum grundvelli, auk þess sem blaðið hefur náð að upplýsa margvísleg mál, sem stjórnmála- flokkunum hefði ella tekizt að láta fjölmiðla sína þegja um. Tilvist Dagblaðsins hefur líka haft góð áhrif á suma aðra fjölmiðla. Þeir hafa opnað skrif sín meira en áður til þess aö líta ekki alveg eins út og steingervingar í samanburði við Dagblaðið. Aðrir eru enn sömu þrautleióinlegu sorp- tunnurnar, til að mynda Tíminn, sem enn virðist skrifaður fyrir sauðfé, og striplinga- glápara. Yfirráð stjórnmálaflokkanna yfir fjölmiðlun á íslandi verða samt ekki endanlega brotin á bak aftur, nema Dagblaðió haldi áfram að eflast á kostnaó hinnar pólitísku f jölmiðlunar. Stjórnmálaflokkarnir og samtryggingarkerfi þeirra hafa næg völd, þótt þeir einskorði sig við löggjöf og ríkisstjórn. Ef þjóðin getur knúið þá til að lina heljartök þeirra á dómsmálum, fjármálum og menningarmálum, getur þar orðið hliðstæður bati og er að veróa um þessar mundir í f jölmióluninni. RETTARRIKI RANNSÓKN 0G MÁLA Hér á árunum varð íslenskur námsmaður suður í álfu fyrir óvæntri og heldur óskemmti- legri reynslu. Maður þessi, sem fyrir löngu er orðinn kunnur fyrir frammistöðu í sinni grein, var staddur úti á landsbyggð í námslandi sínu við verklega þjálfun ásamt fleira fólki úr skólanum sem hann sótti. Vill þá svo til að honum verður á förnum vegi gengið fram á lík, og þurfti ekki grannt að skoða til að sjá að sá sem þar lá hafði látið lífið af manna völdum. tslendingurinn taldi sjálf- sagða skyldu sína að leita uppi yfirvöld á staðnum og skýra þeim frá að fórnarlamb morðingja lægi úti á víðavangi í umdæmi þeirra. Þetta er eitt af þeim löndurn, þar sem lög- gæslumenn eiga mikið undir sér og ganga sífellt vopnaðir skammbyssu til sanninda- merkis um vald sitt. Verðir laganna létu íslend- inginn bið skjótasta vísa sér á líkiö sem hann hafði fundið, en i stað þess að taka af honum einfalda skýrslu og kveðja hann síðan með þökkum fyrir að gegna borgaralegri skyldu. stungu þeir honum umsvifa- laust í svartholið, sem reyndist á þessum stað allt annað en vistlegt. Var þessi grandalausi námsmaður síðan látinn sæta ströngum yfirheyrslum, þar sem rannsóknardómarinn hélt því blákalt fram að hann og enginn annar hefði ráðið bana þeim dauða, sem hann hafði vísað lögreglunni á af íslenskri greiðasemi og án þess að ugga hið minnsta að þetta gæti orðið til að steypa sjálfum honum í vandræði. Fórust lögregluforingjan- urn svo orð, að nóg illt hefði fanginn aðhafst með því að koma alla leið utan of íslandi og taka upp á því að drepa mann af þeirri þjóð sem hann gisti, þótt hann bætti ekki gráu ofan á svart með því að standa uppi í hárinu á yfirvöldum og hindra störf þeirra með því að þverskallast við að játa um- svifalaust augljósa sök sína. íslendingurinn gerði sér nú Ijóst. hvernig rnáliðí var vaxið frá sjónarmiði yfirvaldsins. Fyrir því vakti að forðast óþarfa u nsvif og fyrirhöfn við rannsókn mála. Úr því það þurfti endilega að fá upp í hendurnar mvrtan mann. vildi það sér til hægri verka koma morðinu á útlending þann sem einn manna var á þessu stigi málsins ótvírætt tengdur líkinu, hafði sjálfur komið þeirn tengslum á með því að ónáða lögregluna með tilkynn- ingu um voveiflegt dauðsfall. Ekki skal hér fullyrt hversu lengi íslendingurinn hefði mátt dúsa í varðhaldi í óhrjálegri dýflissu, né hversu hart hefði verið að honum gengið með yfirheyrslum og sakargiftum, hefði ekki samstarfsfólk hans úr skólanum sem þarna var statt ásamt honum komið til bjargar. Vaf þó ekki fyrir- hafnarlaust fyrir vini hins nauóstadda íslendings að fá lög- regluna til að sleppa svona ákjósanlegum sakborningi. Mér hefur oft komið þessi saga í hug undanfarna mánuði, þegar hæst hafa gengið deilurnar sem háðar eru út af því að treglega gengur að komast til botns í málum sem þannig eru vaxin að við rannsókn þeirra þykir rétt að gera ráð fyrir að þar séu á

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.