Dagblaðið - 09.08.1976, Síða 2

Dagblaðið - 09.08.1976, Síða 2
2 IMCBLAtm). — MANUIMCUK 9 AfU'ST 1976 V ÞÁ RAKST ÉG Á VEGG - MÚR ÞAGNARINNAR! segir einstœð móðir er var neitað um íbúð hjá verkamannabústöðum á meðan aðrir er betur máttu sín f engu íbúðir Einstæd móðir skrifar: Ég er einstæð móðir með eitt barn á framfæri og bý hjá heilsutæpum foreldrum mín- um. íbúðin er lítil og ófullnægj- andi í flesta staði, enda var þetta fyrirkomulag aðeins hugsað til skamms tíma. En þar sem ég er aðeins venjulegur borgari þessa lands og hef enga spotta til að kippa i á „réttum stöðum“, þá er allt útlit fyrir að ég verði að hírast hér sem ég er komin um ófyrirsjáanlega framtíð. Fyrir nokkru síðan fékk ég loforð um úthlutun á íbúð í verkamannabústöðunum í Breiðholti. íbúðir þessar fást á mjög góðu verði með hag- stæðum greiðsluskilmálum. og eru sérstaklega hugsaðar fyrir tekjulítið barnafólk. Eftir því sem ég bezt fæ séð þá uppfylli ég þau skilyrði sem sett eru: Eg er í verkamannafélagi, þarfnast íbúðar mjög brýnt og get fjár- hagslega staðið í skilum. Það kom því eins og köld gusa í andlitið á mér er mér var tjáð af einum nefndarmanna úthlutunarnefndarinnar að því miður kæmi ég ekki til greina að þessu sinni. Mér var hugsað til alls þess fjölda fólks sem var aðkreppt- ara en ég sjálf og sætti mig því við orðinn hlut, — en þá fór ég að heyra og fá staðfest undar- leg tíðindi. Bitlingaliðiö. sem jafnan situr um allt sem matur er i á þessu landi, er líka farið að kroppa í litlu bilana. Þeir er fengu ibúðir voru ekki af lakara taginu. Velmeg- andi syni velmegaridi manns — ég nefni engin niifn — var út- hlutað 3ja herberg.ja íbúð. Þau Ekki eru allir á eitt sáttir með anna í Seljahverfinu. hjónin eiga eitt barn og bæði vinna úti, hvorugt í verkalýðs- félagi — bæði hjá ríkisfyrir- tækjum. Strákpatti — 17 ára, barnlaus og ókvæntur, fékk íbúð úthlutað. Eg álasa engum þó hann dragi mál mitt í efa — þetta er of svívirðilegt til að vera satt. Við þessu verður að sporna og þar mega blöðin ekki liggja á liði sínu. Eg reyndi að fá leiðréttingu uthlutun verkamannabústað- mála minna en þar var komið að vegg — múr þagnarinnar. Það hefur kostað mig mikla sjálfsafneitun að safna nægi- legum peningum fyrir útborg- un í íbúð því ég reiknaði fast- lega með að fá íbúð úthlutað — lái mér hver sem vill og sjálf- sagt fuðra peningarnir upp 1 óðaverðbólgu nútímans. En þungbærast finnst mér að horfa fram á alls ófullnægjandi aðstöðu til uppeldis barns míns og til að koma því til þroska. Raddir lesenda Gang- brautir — forða slysum L.í. hringdi: Árlega er því lofað af yfir- völdum að leggja göngustíga milli Haðalands og Hellulands eins og þegar er búið að gera vestan Hörgslands. Ekkert gerist samt. Nú hagar því þann- ig til að börn á leið í Fossvogs- skóla ganga mjög mikið eftir Haðalandinu. Aðeins öðrum megin er gangstétt og á veturna kemur skafarinn og ýtir öllum snjónum upp á gangstéttina. Þarna er nokkuð snjóþungt og snjórinn lengi að bráðna. Þetta skapar vitanlega hættuástand fyrir þessa ungu borgara okkar. Auk þess er holt undir sum húsin í Haðalandinu, þar sem Er ánœgð með hljáðvarpið Guðrún Júlíusdóttir skrifar: Mig langar með þessum línum til þess að biðja blað yðar að birta þakklæti mitt hljóð- varpinu og Hannesi Gissurar- sym fynr htð merka erinai hans um Popper. Verst hve margir hafa farið á mis við það. llannes (iissurarson flutti gott erindi uni l’opper í útvarpiö, segir Giiðrún .lúliusdóttir. V \

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.