Dagblaðið - 09.08.1976, Qupperneq 12
12
IMCBLAtMÐ. — MANI!l)Ai;i:ii 9. ACUST 197H
10% afsláttur þessa viku
CIÍHD /ED Lau9ave9í49
dlVvDMR Sími22755
r
LJOS í GEYSILEGU ÚRVALI
Við erum búnir að fylla búðina af Ijósum sem eru í
senn faileg og ódýr. Lítið inn og sjóið, þið verðið ek’ i
fyrir vonbrigðum með úrvalið og takið eftir verðinu.
KR.7650
KR.6465
Raftœkjaverzlun
Kópavogs h/f
Hamraborg 9, Kópav. — Sími 43480
Skrifstofustarf
Laust er til umsóknar starf á skrif-
stofu okkar. Kunnátta í vélritun og
meóferð reiknivéla nauðsynleg. Um-
sóknareyðublöó afhent í skrifstofu
stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er
til 12. ágúst.
Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar
Raf
Kóp
Xaviera f er
aftur d flakk
„Eg hef aldrei séð eftir því
sem ég hef gert í lífinu. Ég er
samt ánægð að vera hætt hór-
lifnaði. Ég er mjög ánægð með
lífið og myndi leggja út á söng-
brautina ef ég væri viss um að
geta búið í Kanada til fram-
búðar,“ sagði Xaviera
Hollander í viðtali í marz sl.
Þetta varð aldrei nema ósk
hennar, þvi 15. marz fékk hún
tilkynningu frá kanadískum
stjórnvöldum þess efnis að hún
yrði að yfirgefa landið og það
ekki seinna en 8. apríl.
Aðeins fáum vikum áður
hafði Xaviera sagt að heitasta
ósk hennar væri að hafa leyfi
til þess að ferðast hvert á land
sem væri, vera heimsborgari í
stað þess að vera á sífelldum
flótta.
Landvistarleyfi hennar í
Kanada hefur hangið á veikum
þræði síðan hún settist þar að
1973. Xaviera, sem er ákaflega
bjartsýn, hefur reynt alla laga-
lega króka til þess að fá áfram-
haldandi landvistarleyfi þar.
Síóasta ráð hcnnar var að höfða
til yfirvalda um að veita henni
landvistarleyfi af „mannúðar-
ástæðum", en nú er sú von
einnig brostin.
Þetta var í rauninni síðasti
liðurinn í atburðarásinni sem
hófst með uppljóstrunum
Knapp-nefndarinnar um spill-
ingu lögregluyfirvalda i New
York borg 1972. Það ár kom út
fyrsta bóí Xavieru, The Happy
Hooker (bókin var gefin út í
íslenzkri þýðingu og bar nafnið
Til i tuskið). Bókin fj'allaði á
opinskáan hátt um feril hennar
sem skækju og síðar sem hóru-
húshaldara. Hún segir einnig
frá því hvernig þetta var mögu-
legt vegna þess að gjörspillt
lögregluyfirvöldin þáðu mútur.
Nú talar hún um sjálfa sig
sem höfund bókarinnar og ekki
lengur sem aðalpersónu. Hún
sagði skilið við slíkt líferni eftir
yfirheyrslur Knapp-
nefndarinnar. Henni var neitað
um dvalarleyfi í Bandaríkjun-
um og yfirgaf landið sjálfvilj-
ug. I heilt ár ferðaðist hún um
Evrópu og loks var henni veitt
ferðamannaáritun til Kanada.
Þótt einkennilegt megi
virðast kann Xaviera ekki við
sig í Evrópu. Hún talar sjö
tungumál, er fædd í Indónesíu
af hollenzk-frönsku foreldri og
ólst upp í Hollandi þar sem
faðir hennar var vel metinn
læknir. Vera má að henni hafi
mislíkað sú staðreynd að í
Evrópu þekkti enginn, eða í það
minnsta fáir, nokkuð til
hennar. Hún var orðin vpn
frægðinni í Bandaríkjunum,
fyrst þegar bók hennar komst á
metsölulistann og síðar við yfir-
heyrslurnar og bannfæringarn-
ar.
Hvernig má það vera að
stúlka sem vann til verðlauna
sem „bezti einkaritari
Hollands“ árið 1964 geti endað
sem ein af frægustu skækjum
Ameríku? Helzt lítur út fyrir að
það hafi verið fyrir hreina
slysni. í uppeldinu var hún vön
slitnaði upp úr trúlofuninni og
tók hún þá upp á nýjan leik sitt
fyrra frjálsa kynferðislíf.
Vinur hennar benti henni á
að hún gæti unnið sér inn
Frjálsleg frásögn hennar í bókinni færði henni frægð og hún var
eftirsóttur gestur í samtalsþáttum sjónvarpsins.
að kynferðismál væru rædd
opinskátt — það er kannski
ástæðan fyrir því að hún virðist
aldrei hafa getað lagt nokkrar
hömlur á sig kynferðislega.
Xaviera var trúlofuð banda-
rískum kaupsýslumanni þegar
hún kom fyrst til New York og
byrjaði að vinna sem einkarit-
ari hjá erl. sendiráði. Það
þrisvar sinnum meira á einni
viku.en hún fékk í laun sem
einkaritari, við það ,,starf“ sem
hún virtist hafa mesta ánægju
af. Henni fannst þetta tilvalið
og hóf störf ... hafði þetta þó
sem aukavinnu til að byrja
með.
Fyrstu viðskiptavinir hennar
voru menn sem hún hafði hitt í
HEFURIKKI ENN MISST TRÚNA
Á HINNI „EINU SÖNNU"
Borðar lauk til að viðhalda óskertri kynhvöt
Frá Teheran í íran hafa bor-
izt fréttir af 88 ára gömluin
karli sem heitir Yahya Ali
Akbar Beg Noori. Hann hefur
gengið í það heilaga hvorki
meira né minna en 167 sinnum
en segist enn ekki hafa misst
trúna á að „finna þá einu
réttu“. Það verður að kallast
mikil þolinmæði.
Eftir fáeina daga hyggst
hann kvænast á nýjan leik og
verður það 168. hjónaband
hans.
Hann segist þakka laukáti að
kynhvöt hans er enn óskert
þrátt fyrir háan aldur. Karlinn
segist snæða úm eitt kg af
hráum lauk á degi hverjum.
Nýlega sagði hann í blaóavið-
tali að honum þættu þeir vera
sorglega fáir ungu mennirnir
sem kynnu lagið á kvenfólkinu
nú til dags. Hann sagðist fá
jáyrði stúlku eftir tíu minútna
viðkynningu.
Þá vitið þið það, ungu menn!