Dagblaðið - 09.08.1976, Side 14
DACBLAÐIÐ. — MANUDAGUR 9. AGUST 1976
Staðan í
1. deild
Úrslit leikja í 13. umferd:
Víkingur — KR 1-2
FH — Fram 1-2
Akranes — Valur 1-3
Breiðablik — Kefiavík 3-1
Staðan í 1. deild er nú:
Valur
Fram
Breiðablik
Akranes
Víkingur
KR
Keflavík
FH
Þróttur
13 8 4 1 37-12 20
13 7 3 2 20-15 19
12 6 2 4 16-14 14
12 5 4 3 16-16 14
12 6 1 5 16-16 13
13 3 5 5 19-18 11
13 5 1 7 18-20 11
12 1 4 7 8-20 6
12 1 2 9 9-26 4
Eitt met en
dauft mót!
— íslandsmet í 4x100 metra boðhlaupi
kvenna á sviplitlu meistaramóti
íslands í f rjálsum
Markhæstu leikmenn 1. deildar:
Ingi Björn Albertsson, Val, 11
Guðmundur Þorbjörnsson, Val,
10
Hermann Gunnarsson, Val, 10
Kristinn Jörundsson, Fram, 7
Jóhann Torfason, KR, 6
Teitur Þórðarson, í A, 6
Hinrik Þórhalisson, UBK, 6
Sigþór Ómarsson, ÍA, 5.
Enn tap Hauka
Haukar eru nú að komast í
alvarlega fallhættu en í undan-
förnum leikjum hafa þeir mátt
þola hvern ósigurinn á fætur
öðrum. Engin breyting varð á
þegar liðið mætti Armanni í 2.
deild íslandsmótsins í Hafnar-
firði — 0-1 ósigur Hauka.
Síðan Haukar fengu nýjan
þjálfara frá Skotlandi hefur þeim
ekki tekizt að sigra í leik og
sannarlega voru þeir óheppnir í
gærkvöld því að Armann var
lengst af í vörn og til að kóróna
mistök Hauka misnotuðu Hafn-
firðingar vítaspyrnu.
Látlaus sókn Hauka
var að marki Armanns í fyrri
hálfleik — svo þung að
Armenningar áttu aðeins tvö
upphlaup sem hægt var að tala
um. Og þeir skoruðu úr öðru
þeirra er Þráinn Ásmundsson
nýtti sér varnarmistök Hauka.
Þrátt fyrir þunga sókn Hauka
tókst ekki að nýta tækifærin — og
enn máttu Hafnfirðingar sætta
sig við tap. Virðist sem heilla-
disirnar hafi alveg yfirgefið
Hafnfirðingana — auðveldustu
tækifæri nýtast ekki.
Tvö jafntefli
Víðis í Fœreyjum
Meistaraflokkur Víðis, sem er á
keppnisferðaiagi i Færeyjum,
hefur leikið tvo leikið við gest-
gjafa sína Tvoröyrar Boltfelag.
Fyrri leikurinn var við B-lið TB
á föstudag og lauk honum með
jafntefli 2:2. Víðir náði tveggja
marka forskoti, með mörkum
Jóns Ögmundssonar og Ingi-
mundar Guðmundssonar, en slíkt
forskot virðist illa nægja Víði, því
TB-ingum tókst að jafna áður en
leiknum lauk og voru þar að verki
þeir Michael Johansen og Atli
Hanson.
Seinni leiknum sem spilaður
var í gærkvöldi, lauk með jafn-
tefli, 0-0 en þá áttu Víðispiltarnir
við a-lið TB. Var mikið fjör í
leiknum og góð færi á báða bóga,
sem nýttust ekki. Ýmist bjargað á
línu, eða skotin hittu ekki
markið. Þess má geta að Kjartan
Sigtryggsson, fyrrum markvöröur
iBK, þjálfar TB-Iiðið, sem er i
öðru sæti i Færeyjakeppninni,
aðeins einu stigi á eftir IIB, en
liðin munu leika seinni leikinn á
Tvoröyri 22. agúst nk:, en hann
getur ráðið úrslitum um hver
hlýtur meistaratitilinn.
Víðismenn róma mjiig allar
mótlökur á Tvoriiyri, en þeir
munu leika seinasta leikinn á
þriöjudag, sennilega við Vágs
Boltfí'lag. emm
i
Sviplítið meistaramót íslands i
frjálsum íþróttum var haldið á
Laugardalsleikvanginum um
helgina. Til liðs við frjáls-
íþróttamenn okkar komu fjórir
sovézkir frjálsiþróttamenn. V.
Knelevskaya, en hún keppti í
kringlu og kúluvarpi. V.
Podoliaka keppti í 800 metra
hlaupinu. Stangarstökkvarinn V.
Boliko keppti í stangarstökki og
A. Fedophline keppti í 5000 m
hlaupi.
Veður um helgina til frjáls-
íþróttakeppni var ákaflega slæmt,
hvasst og rigning. Enda varð og
árangurinn í samræmi við að-
stæðurnar. Þó leit eitt íslandsmet
dagsins ljós en það var met
kvennasv. IR í 4x100 metra
boðhlaupi. Sveitin hljóp á 48.9 —
en gamla metið átti Ármann en
það var 50,2 Landssveit hefur
hlaupið á beztum tíma eða 48.0
Vilmundur Vilhjálmsson var
drjúgur í mótinu — hann varð
fjórfaldur meistari. Vilmundur
sigraöi i 100 metra spretthlaupi á
11.4 en sterkur mótvindur var á
meðan hlaupið fór fram. Annar í
100 metra hlaupinu varð Magnús
Jónasson á 11,5 og þriðji Björn
Blöndal, hljóp á 11.7.
Vilmundur sigraði einnig í 200
metra hlaupinu á 22.1 og í 400
metra hlaupinu á 50.6 en annar
þar var FH-ingurinn Gunnar Þ.
Sigurðsson á 51.6.
Fjórða titil sinn vann
Vilmundur í 4x400 metra
boðhlaupinu, en þar var hann í
sigursveit KR — sem hljóp á
3.31.5. Raunar hefði Vilmundur
unnið sinn fimmta titil í 4x100
metra boðhlaupinu ef Valbjörn
Þorláksson hefði ekki gleymt
keflinu þegar hann hljóp af stað
en Valbjörn uppgötvaði mistökin
eftir um 60 metra.
Að vonum sigruðu Sovét-
mennirnir í öllum þeim greinum
er þeir tóku þátt í og setti
Knelevskaya valíarmet í kringlu-
kastinu — kastaði 56.92. Eins
jafnaði hún vallarmetið í kúlu-
varpi en það var 15.71, sett 1973
af Mary Peters.
Podoliaka sigraði í 800 metra
hlaupinu á 1.54.4 — vel frá sínum
bezta tíma. Ágúst Ásgeirsson varð
annar á 1.54.8
Boiko sigraði í stangarstökkinu
— stökk 4.80 en þar setti ungur
piltur úr HSK, Eggert Guðmunds-
son, nýtt drengjamet er hann
stökk 3,70.
Thelma ' Björnsdóttir úr
Kópavogi setti tvö met — bæði í
stúikn iflokki undir 12 ára.
Thelma hljóp 1500 metra hlaup á
5.21.3 og 800 metrana 2.31.3.
Ingunn Einarsdóttir sigraði
örugglega í 100 metra hlaupi
kvenna á 12.6 sekúndum. Hreinn
Halldórsson sigraði örugglega í
kúluvarpinu, varpaði kúlunni
19.20. í kringlukastinu sigraði
Erlendur Valdimarsson, kastaði
tæpa 60 metra — eða 59.35.
Sandgerði í úrsfit
Sandgerði, sem þegar hafði
tryggt sér sæti í úrslitakeppni 3.
deildar, lék í gærkvöld síðasta
leik sinn í riðlinum — þá gegn
Njarðvíkingum.
Jafntefli varð 1-1 og fyrir Sand-
gerðinga skoraði Magnús
Kristjánsson, en Viðar Oddgeirs-
son fyrir Njarðvíkinga. Sandgerði
hafði eins og áður sagði tryggt
sér sæti í úrslitakeppninni — þar
sem Leiknir úr-BreiðhoIti tapaði
tveimur síðustu leikjum sínum í
riðlinum.
-emm.
Ung hlaupaslúlka. Thelma Björnsdóttir úr Kópavogi. Thelma setti
tvo stúlknamet undir 12 ára aldri — í 800 og 1500 metra hlaupum. Hér
afhendir Jóhann Jóhannesson, sem allir íþróttaunnendur kannast vió
af vollinum, Thelmu verólaunapening. UB-mynd Bjarnleifur.
Keflvíkingar hreinsa frá — algeng sjón í Ieiknum gegn Breiðablik.
Hinrik Þórhallsson fylgist meó.
Nú leika Bli
stœðingana
— Breiðablik komið í þriðja sœti 1. deildar efli
af sem áður var fyrir nokkrum árum þegar Blik
Breiðablik heldur áfram að
þokast upp stigatöflu 1. deildar
— liðið er nú komið í þriðja sæti,
hefur hlotið 14 stig í 12 leikjum. I
gær sigraði Breiðablik ákaflega
slaka Keflvíkinga í Kópavoginum
3-1. Raunar hefði sá sigur getað
orðið mun stærri. Öll knattspyrna
sem sást í leiknum kom frá
Blikunum, oft á tíðum skemmti-
legt sainspil, sem yljaði
áhorfendum í suðaustan
nepjunni. Raunar var mesta
furða hvað Blikarnir náðu að
sýna skemmtilegt spil ef tekið er
mið af aðstæðum.
Já, ekki verður annað sagt en
Blikarnir hafi tekið stórstígum
framförum frá fyrstu leikjum
liðsins í tslandsmótinu. Er nú svo
komið að Breiðablik er orðið eitt
bezt leikandi lið í 1. deild —
knötturinn er látinn hafa fyrir
erfiðinu og leikmenn liðsins öðl-
ast meira sjálfstraust með
hverjum leiknum sem líður. 1
síðustu fimm leikjum sínum hafa
Blikarnir hlotið 9 stig — sannar-
lega er framtíðin björt.
Breiddin i liðinu eykst með
hverjum leiknum, þó enn séu þrír
leikmenn sem bera af — þeir
Hinrik Þórhallsson, ákaflega
leikinn og útsjónarsamur mið-
herji, Gísli Sigurðsson tengiliður
er ávallt er livaða liði skeinu-
hættur, og miðvörður liðsins,
Einar Þórhallsson. Aðrir leik-
menn vaxa með hverjum leik og í
gær komu þeir Þór Hreiðarsson
og Vignir Baldursson
skemmtilega frá leiknum, en sem
heild lék liðið skínandi vel. Helzti
ljóður hjá liðinu í dag virðist
markvarzlan — Ólafur Hákonar-
son sýndi alls ekki það öryggi,
sem til þarf liði í toppbaráttu. —
Úlafur var raunar heppinn að fá
ekki á sig fleiri en eitt mark, eftir
misheppnuð úthlaup.
Nú. en snúum okkur að
leiknum. Keflvíkingar léku
undan strekkingsvindi í fyrri
hálfleik og allt spil er sást í hálf-
leiknum var Blikanna. Þó
sköpuðu Keflvíkingar sér tvö
ágæt tækifæri — bæði í kringum
bakvörð sinn, Gunnar Jónsson.
En Keflvíkingar höfðu hvorki
getu né kraft til að færa vindinn
sér i nyt — langspörk út og suður.
Staðan í hálfleik var því 0-0 —
en þegar á 2. mín. skoraði Þór
Hreiðarsson, eftir að Blikarnir
höfðu galopnað vörn ÍBK með
skemmtilegu spili. Hinrik Þór-
hallsson fékk sendingu fram á
miðju vallarins — sendi
skemmtilega sendingu til Gísla og
hann var ekkert að tvínóna við
hlutina, renndi knettinum í eyðu
og Þór Hreiðarsson var einn á
auðum sjó — skoraði örugglega
framhjá Þorsteini Ölafssyni. Á 22.
mínútu bætti Hinrik sjálfur við
marki — eftir að vörn IBK
opnaðist hrikalega — Hinrik
brauzt upp háegri kantinn og gott
skot hans af 15 metra færi réð
Þorsteinn ekki við, 2-0.
Þriðja mark sitt skoruðu
Blikarnir er þeir rétt einu sinni
opnuðu vörn tBK. Þorsteinn
Ólafsson átti slæmt útkast —
Guðni Kjartansson náði ekki til
knattarins. Knötturinn barst inn
fyrir vörn ÍBK — Hreiðar Breið-
fjörð einn á auðum sjó og enn
mátti Þorstreinn Ólafsson hirða
knöttinn úr neti sínu.
Frekar bjuggust menn við að
Blikarnir bættu við sínu fjórða
marki en að ÍBK kæmist á blað.
En þó — Einar Gunnarsson
skallaði knöttinn yfir Ólaf
Hákonarson markvörð eftir að
minnsti maðurinn á vellinum,
Guðjón Guðjónsson hafði skallað
knöttinn fyrir mark Breiðabliks.
Mark sitt skoruðu Keflavíkingar á
40. mínútu en þá var llka allt búið
— Blikarnir höfðu tekið stigin
tvö.