Dagblaðið - 09.08.1976, Page 15
I)A(;Hl,Af)lt). — MANUDACURH. ACUST 1976
15
Hnar Ounnarsson. Steinar Jóhannsson og Einar Olafsson frá Keflavík.
karnir and-
út og suður
sigur gegn ÍBK 3-1. Léku Keflvíkinga grútt —
irnir voru með eitt verst leikandi lið 1. deildar
Að venju voru áhorfendur fáir I fer fram með hverjum leik.
í Kópavogsdalnum og synd að Leikinn dæmdi Valur
ekki skuli fleiri sækja leiki liðsins Benediktsso'n.
en raun ber vitni — Breiðablik I h halls.
Þór kaf sigldi
Völsung 7-0!
Þórsarar gjörsamlega Kaf-
sigldu slaka Völsunga í barátt-
unni um efstu sætin í 2. deild hér
fyrir norðan á föstudagskvöldið.
Þegar yfir lauk höfðu heima-
menn sent knöttinn alls sjö
sinnum í mark Völsunga. Slikir
voru yfirburðir Þórsara að líkja
má leiknum við leik kattarins að
músinni.
Völsungar sem léku gegn
hægum vindi í fyrri hálfleik
sköpuðu sér ekki eitt einasta
marktækifæri í hálfleiknum og
áttu aðeins eitt skot að marki Þórs
sem eitthvert vit var í, en það
varði Samúel mjög auðveldlega.
Fyrsta markið kom strax á 3.
mín. Markaskorarinn' mikli hjá
Þór, Jón Lárusson var þar að
verki, skaut góðu skoti rakleiðis í
mark Völsunga. Og enn lá stanz-
laust á aðkomuliðinu og á 6. mín.
kom annað markið. Það gerði
Árni Gunnarsson með skalla eftir
að hafa fengið góða stungu inn
fyrir vörn Völsunga. Eina hættu-
lega sóknin sem Húsvíkingar áttu
í hálfl. kom á 15. mín., en ekki
tókst þeiin að nýta hana. Á 23.
min. skoruðu Þórsarar sitt þriðja
mark og aftur var það Jón Lárus-
son sem gerði markið. Aðalsteinn
Sigurgeirsson tók aukaspyrnu og
lyfti vel inn í vitateiginn þar sem
markvörður Völsunga kom
æðandi út á alröngum tíma og
hann sló boltann beint fyrir fætur
Jóns og eftirleikurinn var honum
auðveldur. Aðeins einni mín.
síðar skoraði svo Jón sitt þriðja
mark og jafnframt fjórða mark
síns félags.
Sævar gaf vel fyrir eftir að
Þórsarar höfðu leikið vörn Völs-
unga grátt og þar kom Jón
aðvífandi og skallaði af öryggi
fram hjá slökum markverði
þeirra Völsunga.
Og enn hélt stórsókn Þórs
áfram og ekki leið á löngu þar til
þeir skoruðu sitt fimmta mark.
Magnús Jónatansson skoraði á 30.
mín. með skalla eftir mjög gott
horn Árna Gunnarssonar. Einni
mín. síðar gerðu þeir svo sitt
sjötta mark og nú var það
Sigurður Lárusson að verki. Hann
„prjónaði" sig í gegnum vörn
Húsvíkinga og skoraði með
þrumuskoti. Fimm min. fyrir
leikslok fékk Sigurður svo að sjá
gula spjaldið, sitt annað nú á
stuttum tíma.
Síðari hálfleikur var ekki
svipaður þeim fyrri að því leyti,
að heimamenn slökuðu mikið á og
var oft um frekar þófkennda
knattspyrnu að ræða. En af og til
komu skemmtilegar sóknir og
áttu Þórsarar þær flestar.
Strax á 4. mín. síðari hálfleiks
gerði Einar Sveinbjörnsson sjö-
unda mark Þórs og var alveg stór-
furðulegt hvernig það bar að.
markvörður Völsunga virtist
vera búinn að handsama knött-
inn, en Einar fylgdi vel á eftir. En
viti menn, hann missti knöttinn
til Einars á undarlegan hátt og
eftirleikurinn varð Einari auð-
veldur.
Einn leikmaður Völsunga fékk
að sjá gula spjaldið, var það Páll
Ríkharðsson. Með smá heppni
hefðu Þórsarar getað skorað enn
fleiri mörk, en það er jú ágætt að
vinna með sjö marka mun. Lið
Þórs var mjög gott að þessu sinni
og eiga flestallir lof skilið fyrir
frammistöðu sína. Beztu menn
voru Gunnar, Oddur og Jón
Lárusson en annars var liðið mjög
jafnt.
Samúel stóð einnig fyrir sínu
þótt hann hefði lítið sem ekkert
að gera. Aðeins einum manni er
hægt að hrósa í liði Völsunga. Þaö
er Guðmundur Jónsson en hann
var eins og klettur í vörninni.
„Þetta var grófur og mikill sí-
brotaleikur," sagði fyrirliði Völs
unga Gísli Haraldss., og var þá að
tala um lið Þórs, að þeir hefðu
verið grófir. Undirritaður er al-
gjörlega á annarri skoðun.
Hvorugt liðið og sízt Þórsarar
voru grófir en taka verður tillit til
þess að nokkrir leikmenn Þórs
eru þungir og spila fast þótt þeir
séu ekki óþarflega grófir. Þess má
geta að i lið Völsunga vantaði þá
Helga Helgason og Hrein Elliða-
son.
Dómari i leik þessum var sá
hinn sami sem dæmdi leik KA og
Reynis daginn eftir, Hreiðar
Jónsson og dæmdihann ekki vel.
Áhorfendur voru um 700, og
virtust skemmta sér vel enda
mikið af mörkum og flest þeirra
mjög falleg. StA.
Vona að ég fói frí til að
leika í HM-leikjum íslands!
— segir Jóhannes Eðvaldsson, en á laugardag sigroði Celtic eitt
frœgasta lið heims, Penoral Uruguay, með 3-0 í Glasgow
Þetta var mjög góður leikur hjá
okkur í Celtic og ég er á því, að lið
okkar verði mun sterkara á þvi
keppnistimabili, sem nú er að
hefjast, en var á því síðasta, sagði
Jóhannes Eðvaldsson, þcgar Dag-
blaðið ræddi við hann í gær. Á
laugardag lék Celtic við eitt fræg-
asta knattspyrnulið heims,
Penoral, sem er meistari í Uru-
guay, og sigraði með þremur
mörkum gegn engu á leikvelli
sinum i Glasgow. Geysilegur
fiignuður var meðal fimmtiu þús-
und áhorfenda með leik Celtic-
liðsins — og þar var Jóbannes í
hópi albcztu leikmanna sam-
kvæmt frásögnum skozku blað-
anna.
Við fengum miklu fleiri og
betri tækifæri í leiknum en
Penoral. Það lið spilar allt aðra
knattspyrnu; leikmenn nettir og
samleikur stuttur og hnitmiðaður.
En framherjar liðsins komust
lítið áleiðis gegn sterkri viirn
okkar, sagði Jóhannes. Staðan í
hálfleik var 1-0 — Pat McClusky
skoraöi úr vítaspyrnu eftir að
John Doyle hafði verið felldur
innan vítateigs. í síðari hálfleikn-
um skoruðu Kenn.v Dalglish og
Bobb.v Lenpoxcg var mark Lennox
stór.'-læ.siiegt. Spyriiti kiietlinuin
viðstööulaust i mark eftir að hann
hafði verið skallaður til hans.
Það voru allir ákaflega ánægðir
með leik Celtic. Ronnie Glavin er
að verða stórgóður leikmaður, og
John Doyle, sem keyptur var frá
Ayr sl. vor, er nú virkilega að
finna sig í liðinu. Miðherjastaðan
er nú hans, því Dixie Deans var
scldur til Luton fyrir 26 þúsund
pund. Þá lék Tommy Burns
cinnig með miklum tilþrifum,
sagði Jóhannes ennfremur.
Jock Stcin heldur nú alveg um
stjörnvölinn á ný hjá Celtic — sá
maður sem gerði félagið að
stórveldi i sko/.kri og evrópskri
knattsp.vrnu. Hann stjórnar æf-
ingum sem öðru og nýr þjálfari er
kominn til okkar, Dave McPar-
land, sem var hjá Queens Park —
er hættur hjá Morton.
Það verður gifurleg barátta um
sætin i Celtic-liðinu og margir um
bitann. Til dæmis erum við fjórir
um miðvarðastöðurnar — auk
mín Roddie MacDonald,
McClusky og Roy Aitken, sagði
Jóhannes — en hann erfyrstileik-
maður hjá félaginu í stöðuna nú.
Það verður mikið fjör hér á
þriðjudaginn. Þá leika Celtic og
Rangers til úrslita í Glasgow-
bikarnum og leikurinn er nú að
þoka öðrum umræðuefnum úr
vegi hér í Glasgow. Þar verður
hart barizt. Rangers hefur haft
undirtökin í leikjunum við Celtic
síðustu tvö leiktímabilin — og
sigur i þessum leik á þriðjudag
gæti haft mikið að segja fyrir
okkur. sagði Jóhannes ennfrem-
ur.
Hvernig verður með þig í sam-
bandi við HM-leiki íslands?
— Það er erfitt að svara því á
þessu stigi málsins. Celtic leikur
við Rangers laugardaginn 4. sept-
ember og ég gæti komizt heim
strax eftir leikinn á laugardag. En
á miðvikudag á eftir leikur Celtic
í deildabikarnum og það fer
mikið eftir því gegn hvaða liði við
leikum þá hvort ég fæ frí þá til að
leika við Hollendinga 8. septem-
ber. Sigur Celtic gegn Rangers í
deildinni 4. september gæti auð-
veldað þessi mál öll hjá mér.
Sigur á Rangers skiptir svo miklu,
að þeir myndu þá áreiðanlega
gefa mér frí í báða leikina í gleði
sinni. Það er þvi enn allt á huldu I
sambandi við þátttöku mína i HM-
leikjum Islands 5. og 8. september
— en ég vona hið bezta og hef
mikinn áhuga á að leika með ís-
lenzka landsliðinu gegn Belgum
•og Hollendingum, sagði Jóhannes
að lokum.
' ■
feuBias
flflflfl
■ • .-....
Allt loft
úrKA
Á laugardaginn léku KÁ og
Reynir hér fyrir norðan.
Leiknum Iauk með marklausu
jafntefli, 0-0. Leikurinn var mjög
iélegur og hefur annað eins ekki
sézt hér á Akureyri í sumar.
Sárasjaldan sáust leikmenn
gera tilraun til samspils og var
heldur reynt að einleika um völl-
inn sem aldrei bar árangur. KA
lék undan sunnangolunni í fyrri
hálfleik en sköpuðu sér ekki eitt
einasta marktækifæri og voru
Reynismenn sízt lakari en liðs-
menn KA og kom það flestum á
óvart. KA-menn áttu þó fleiri
hættuleg skot að marki en Reynir.
Mikið var um að boltanum væri
bara hreinlega spyrnt út af og
einkenndist leikurinn af ein-
tómum kýlingum. Það var ekki
fyrr en seint í síðari hálfleik sem
einhver tækifæri komu og þau
voru flest Reynismanna. Þá höfðu
þeir sótt meira en KA. Þeir áttu
nokkur hættuleg langskot,
einkum Gunnar Valvesson og Al-
bert Gunnlaugsson. KA-menn
áttu eitt hættulegt tækifæri þegar
Gunnar Blöndal skaut þrumu-
skoti í þverslá, en hann var að
öllum líkindum rangstæður.
Já, KA-menn voru sannarlega
heppnir, því leikmenn Reynis
voru mun nær sigri en þeir og þá
sérstaklega undir lokin. Þessi
leikur var með eindæmum leiðin-
legur fyrir hina 380 áhorfendur
sem sáu leikinn. Létu sumir það í
ljós með því að fara áður en leikn-
um lauk.
Slakur dómari þessa leiks var
Hreiðar Jónsson. Línuverðir voru
þeir Arnar Einarsson og Rafn
Hjaltalín.
StA.
Anderlecht
sigraði
Evrópúmeistarar bikarhafa í
knattspyrnu — Anderlecht frá
Belgíu sigruðu fyrrum Evrópu-
meistarana Ájax frá Hollandi 3-1
í úrslitaleik knattspyrnumóts,
þar sem f jögur lið tóku þátt.
En þau voru auk Ánderlecht og
Ajax, Leeds frá Englandi og
Borussia Mönchengladbach frá V-
Þýzkalandi. Nú eins og sagði léku
Anderlecht og Ajax til úrslita og
þótti leikurinn vel leikinn — sér-
staklega af hálfu Anderlecht.
Nýjasti leikmaður Anderlecht —
Englendingurinn Duncan
McKenzie gat ekki leikið með
vegna meiðsla.
Hollendingurinn Robbie
Rensenbrink skoraði fyrsta mark
leiksins þegar í upphafi úr viti en
þá hafði honum verið brugðið
innan vítateigs.
Fyrrum Ajaxieikmaðurinn,
Arie Haan bætti við öðru marki
fyrir Anderlecht á 65. mínútu.
Johan Zuidema minnkaði mun-
inn í 1-2 þegar hann skoraði á 70.
minútu fyrir Ajax.
Aðeins þremur mínútum síðar
guiltryggði Van der Elst sigur
Anderiecht þegar hann skoraði
eftir sendingu Rensenbrink.
Leeds United og Mönchenglad-
bach léku um þriðja sætið og
tókst Þjóðverjunum að tryggja
sér það — en ekki fyrr en að
iokinni vítaspyrnukeppni. Eddie
Gray skoraði þegar á fyrstu mín-
útu fyrir Leeds en Þjóðverjarnir
svöruðu með tveimur mörkum frá
Heiderich og Wimmer, fyrir hálf-
leik.
Á 63. mínútu jafnaði Gray, en
aðeins mínútu síðar tóku Þjóð-
verjarnir forystu aftur og aftur
var að verki Heiderich.
Leeds sótti mjög í lokin og
Tony Currie átti meðal annars
skot í stöng — en loks á síðustu
mínútunni tókst Leeds að jafna
— Alan Clarke.
Þá var vítaspyrnukeppni og
f.vrir Þjóðverjana skoruðu Witt-
kamp, Vogts, og Kulik úr þeirri
þriðju. Aðeins Curry tókst að
svara fyrir Leeds.
/