Dagblaðið - 09.08.1976, Page 16
16
IMdBLAÐIf). — MANUDAGUK 9. ACUST 1976
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
„Vissulesa-r alltaf gaman að
sigra í íslandsmótinu. En þrátt
fyrir sigur gct ég ekki sagt að ég
sé ánægður með spilamennsku
mina í þessu íslandsmóti í golfi.
Að vísu hefur veðrið verið af-
leitt," sagði Björgvin Þorsteins-
son GA, sem á laugardag varði
íslandsmeistaratitil sinn í golfi
f jórða árið í röð.
Björgvin Þorsteinsson háði
harða keppni við Hagnar Ólafsson
GR um titilinn. Þegar að síðasta
degi kom hafði Björgvin 6 högga
forystu. Veður var afleitt —
suðaustan kaldi og rigning, sem
vissulega setti sín mörk á spila-
mennsku keppenda.
Þegar á 8. holu fékk Björgvin
víti og eftir 12 holur hafði
Ragnari tekizt að minnka muninn
í aðeins eitt högg. En íslands-
meistarinn sýndi hvers hann er
megnugur — náði að auka mun-
inn í 2 högg. Þegar á 13. holu og
eftir það virtist fátt geta komið I
veg fyrir sigur Björgvins. Þegar
að 18. holu kom hélt hann forystu
enn í tveimur höggum og Ragnari
tókst ekki að minnka muninn þá
frekar en áður — Björgvin Þor-
steinsson varð því íslandsmeistari
í golfi fjórða árið í röð.
Björgvin Þorsteinsson GA lék
72 holurnar .á 300 höggum —
fyrstu 18 lék hann á 74, þá 76, svo
71. Þegar að fjórða degi kom
hafði Björgvin, eins og áður sagði,
sex högga forystu, en honum
tókst ekki vel upp — fór síðustu
umferðina á 79 höggum.
Ragnar Ólafsson lék á 302 högg-
um — 73, 79, 75, 75. Þriðji varð
Sigurður Thorarensen á 306 —
78, 78, 73, 77.
Þessir þrír höfðu umtalsverða
yfirburði yfir aðra keppendur því
næstu menn léku á 318 höggum.
Það voru þeir Sigurður Pétursson
og Óskar Sæmundsson báðir í GR.
Kappklæddir kappar í rigningunni á Grafarholtsvelii á laugardag. Ragnar Ólafsson óskar Björgvini
Þorsteinssyni til hamingju meðsigurinn. DB-mynd Bjarnieifur.
Kjartan L. Pálsson íþrótta-
fréttaritari Vísis sigraði í 1. flokki
eftir harða baráttu við Knút
Björnsson GK. Kjartan lék á 366
höggum — Knútur á 367 höggum,
svo naumara gat það tæpast verið.
íslandsmeistari I kvennaflokki
varð Kristín Pálsdóttir GK. Hún
lék á 352 höggum og í öðru sæti
varð Jakobína Guðlaugsdóttir GV
á 360 höggum.
íslandsmeistari I 1. flokki
kvenna varð Ágústa Dúa Jóns-
dóttir GR á 404 höggum.
íslandsmeistari í 2. flokki karla
varð Georg Hannah GS eftir
bráðabanavið Sigurð Guðmunds-
son. Báðir léku þeir á 366 höggum
og þar varð Georg hlutskarpari.
Sama gilti um 3.—4. sætið —
þar varð Einar Guðlaugsson G
Lux. I þriðja sæti eftir bráðabana
við Garðar Halldórsson en báðir
léku þeir á 367 höggum.
BJÖRGVIN MEISTARI
EJÓRÐA ÁRIDÍ RÖDi
— í (slandsmótinu í golfi. Björgvin hef ur því orðið íslandsmeistari
5 sinnum — jaf noft og Magnús Guðmundsson GA
USA — Sovét — Þó hafnaði
Stones í síðasta sœti!
— Sovétmenn sigruðu með yfirburðum í landskeppni þjóðanna með 211-157.
Tíundi sigur Sovétmanna, Bandaríkin hafa aðeins sigroð þrisvar
Bandaríkin og Sovétríkin háðu
landskeppni í frjálsum íþróttum
og for keppnin fram i Maryland.
Bandaríkjunum. Eins og svo oft
áður báru Sovétmenn sigur úr
býtum — samanlagt. Sigruðu með
211 stigum gegn 157. Hins vegar
báru bandarísku karlarnir sigur-
orð af þeim sovézku 115-107.
Sovézku konurnar cinokuðu
kvennagreinarnar alveg —
sigruðu 104-42.
Tvö heimsmet voru sett —
Ludmila Bragnina, hin 33 ára
hlaupastjarna, setti glæsilegt
heimsmet í 3000 metra hlaupi —
hljöp vegalengdina á 8:27.12 og
bætti heimsmet Gretu Waitz frá
Noregi verulega — en það
var 8:45.4. Að vísu er þessi véga-
lengd sjaldan hlaupin en árangur
Ludmilu athyglisverður. Landi
hennar, Raisa Katyukova, hljóp
einnig vel undir gamla heimsmet-
inu, 8:41.77.
Sovézku stúlkurnar settu
einnig heimsmet í 4x400 metra
boðhlaupi. Þær hlupu á 3:29.06 —
bættu heimsmet v-þýzku stúlkn-
annu ff-á 1975 um tæpa sekúndu.
Bandaríska sveitin hljóp á
3:33.76.
Til marks um yfirburði sovézku
stúlknonnu ei að ekki einasta sigr-
uðu l>ær í öllum greinum —
heldur höfnuðu þær i 1. og 2. sæti
I öllum greinum utan einni. Það
var í langstökkinu, að silfurhaf-
inn frá Montreal, Kathy
McMillan, hafnaði i öðru sæti er
hún stökk 6.42 en sigurvegari
varð Lidyia Alfeeva, sem stökk
6.46. Aðeins fjórir keppendur
tóku þátt í hverri grein.
Þrátt fyrir tvö heimsmet
sovézku stúlknanna stal þó heims-
methafinn í hástökki, Dwight
Stones, rétt einu sinni senunni.
Ekki fyrir að sigra — nei, þvert á
móti — hann hafnaði í fjórða og
síðasta sæti i hástökkinu og það
skömmu eftir að hann hafði bætt
heimsmet sitt — sem nú er 2.32.
Já, Dwight Stones tókst mjög
illa upp í hástökkinu, meira að
segja verr en á Ólympíuleik-
unum. Stones stökk aðeins 2.18 í
hástiikkinu — sigurvegarar urðu
Sovétmennirnir Sergey Saniuko
og Sergey Budalov, sem báðir
stukku 2.21.
Árangur í þessari 13. lands-
keppni þjóðanna var annars mjög
slakur. Mac Wilkinrs sigraði i
kringlukasti — kastaði 66.20
metra. Edwin Moses sigraði í 400
metra grindahlaupi á 48.55 sek-
úndum, ágætur tími.
Gullhafinn frá Montreal i lang-
stökki, Arnie Robinson, sigraði í
langstökkinu, stökk aðeins 7.80 —
langt frá sínu bezta.
Anthony Hall sigraði í spjót-
kastinu — kastaði 81.74, annar
varð hinn frægi Jan Lusis, sem nú
má muna sinn fífil fegri. Lusis
kastaði 81.46.
Aleksander Barysnikov sigraði
i kúluvarpinu er hafin varpaði
kúlunni 21.15. Annar varð Georgs
Woods —20.52.
Þelta var 10. sigur Sovélmanna
i þrettán landskeppnum —
Bandarikjamenn liafa aðeins sigr-
að þnsvar. Þar immar að sjáll'-
sögðu mest um yfirburði sovezku
stúiknanna.
Norðmenn
Norðmenn urðu Norðurlanda-
meistarar í knattspyrnu drengja
14-16 ára. Þeir sigruðu Svía i
úrslitaleik en til þurfti víta-
spyrnukeppni því staðan eftir
venjulegan leiktima var 0-0 og
einnig framlengingu. Vítaspyrnu-
keppnin var einkar spennandi —
bæði lið skoruðu úr fjórum fyrstu
spyrnum sínum. Síðan brást Svia
bogalistin og þá einnig
Norðmanni — það var loks í
sjöundu spyrnu að úrsiit fengust
Svíinn lét verja frá sér — en
Norðmaðurinn skoraði af öryggi.
Því fór 6-5 Norðmönnum í vil.
Island hafnaði i sjötta sæti eftir
ósigur gegn V-Þjóðverjum 1-4.
Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið
fremur jafn liðin skiptust á að
sækja, skoruðu V-Þjóðverjar
fjögur f.vrstu mörk leiksins.
Ensk-skozka
bikarkeppnin
afstað!
Hin árlega keppni enskra og
skozkra liða hófst um helgina
og er liðunum skipt i riðla.
Þarna konia saman lið úr
skozku deildunum og eins
ensku deildunum en yfirleitt
taka hin sterkari lið þjóðanna
ekki þátt.
(Jrslit urðu:
Ayr — Clydebank 0-0
Blackburn — Burnley 1-1
Bolton — Blackpool 0-0
Bristoi City — WBA 1-0
Chelsea — Fulham 0-0
Dundee United — Aberdeen
1-0
Middlesbro — Hull 2-0
Motherwell—Kilmarnoek 1-1
Norwich — Orient 0-0
Raith Rovers — Tartick 1-2
Sheff. Utd. — Newcastle 0-1
☆
Gorski hœttir
með pólska
landsliðið
Kazimierz Gorski, hinn 55
ára gamii þjálfari hefur sagt
að bráðlega muni hann láta af
störfum sem þjálfari pólska
landsliðsins — tími væri til að
menn með nýjar hugmyndir
tækju við.
Gorski hefur gert Pólland að
stórveldi í knattspyrnuheimin-
um í dag. Hann leiddi Pólland
til sigurs á Ólympíuleikunum
í Múnchen ’72. Því var síðan
fylgt eftir með því að siá Eng-
land út úr undankeppni
heimsmeistarakeppninnar ’74.
Ekki létu Pólverjar þar við
sitja — heldur hlutu þeir
bronsið á sjálfri heims-
meistarakeppninni. Loks varð
Póiiand að sætta sig við silfur
á Ólympíueikunum í Montreal
á dögunum — engu að síður
glæsilegur árangur og Póliand
á eitt bezta landslið Evrópu í
dag.
☆
Turishcheva
hœttir
Ludmila Turishcheva — hin
dáða fimieikastjarna Sovét-
ríkjanna — hefur ákveðið að
draga sig í hlé 24 ára að aldri
og helga sig þjálfun ungra og
upprennandi fimieikastjarna í
Sovétríkjunum.
Turishcheva hiaut ein gull-
verðlaun á Ólympíulcikunum
í Montreal og tvenn silfurverð-
laun. Hún féll þá af stalli
sínum sem fremsta fimleika-
kona heims — Nadia Coman-
eci og Nelli Kim tóku við.
meistarar!
ísland missti meðal annars víti og
fór illa með tækifæri sín í
leiknum. Arnór Guðjohnsen úr
Víking skoraði eina mark Islands
skömmu fyrir leikslok.
Danska liðið sem margir höfðu
spáð fyrsta sætinu á mótinu —
varð að sætta sig við þriðja sætið.
Danirnir kepptu við Finna suður i
Keflavík í hávaðaroki og báru
sigur úr býtum, 3-2. Sanngjörn
úrslit en Finnarnir áttu einnig
góða kafla, þó ekki stæðu þeir
Dönum snúning.
Skemmtilegastur Dananna var
fyrirliðinn Tommy Andersen og
hann skoraði fyrsta markið úr víti
snemma í leiknum. Eins skoraði
Andersen þriðja mark Dana. Per
Bertelsen skoraði í millitíðinni og
komust Danir í 3-0 áður en Finnar
náðu aðeins að rétta sinn hlut í
3-2.