Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 12
12 DACBLAÐIÐ. — ÞRIÐ.JUDACUR 31. ÁUÚST 1976., þróttir þróttir Iþróttir Iþróttir Anderlecht skellti Bayern Munchen Anderlecht sigraði Bavern Munchen stórt í síðari leik liðanna i keppni Evrópumeistara meistaraliða gegn Evrópumeistur- um bikarhafa. Já, stórt var það, 4-1, og Anderlecht vann því samanlagt 5-3. Hinn hollenzki leikmaður Anderiecht, Robbie Rensenbrink skoraði um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu síðar urðu Sepp Maier á slæm mistök þegar hann missti sendingu fyrir mark Bayern fyrir fætur Van der Elst sem skoraði. Robbie Rensenbrink var aftur á ferðinni á 60. mínútu þegar hann splundraði vörn Bayern með frábærri scndingu á landa sinn Arie Haan, sem skoraði. Við markið virtist sem taugar leikmanna Bayern brystu því Gerd Muller reifst við fyrirliða sinn, Franz Beckenbauer, og slæmdi síðan fætinum á eftir einum leikmanna Anderlecht. Hann var bókaður en skoraði skömmu síðar 3-1. En það dugði lítið — sjö mínútum fyrir leikslok kórónaði Rensenbrink frábæran leik með fjórða marki Anderlecht og öðru sínu Lokastaðan í 1. deild Lokastaða þessi: 1. deildar 1976 varð Valur 16 10 5 1 45-14 25 Fram 16 10 4 2 30-16 24 Akranes 16 8 5 3 27.-19 21 Víkingur 16 8 2 6 22-21 18 Breiðablik 16 8 2 6 21-22 18 Keflavík 16 6 3 7 22-23 15 KR 16 3 5 8 20-23 11 FH 16 2 4 10 11-31 8 Þróttur 16 1 2 13 10-39 4 Þróttur verður að leika við Þór frá Akureyri um 10. sætið í 1. dcild að ári. I kvöld fer fram leikur Vals og Breiðabliks í undanúrsitum Bikarkcppni KSI kl. 18.30. Gúmmihúðaðir leðurfótboltar Verð aðeins kr. 3.750. Markmanns- hanzkar Verð kr. 1.310.- Quick og Stylo Fótboltaskór Hagstœtt verð miBHöír IttíYPBSTB | 1 rr * ' h P! ' 90 FH stöðvar eina af sóknarlotum KR. Gunnar Bjarnason og Janus Guðlaugsson gnæfa yfir ieikmenn KR. Logi Olafsson fylgist með álengdar og svo er um Ólaf Ólafsson miðvörð KR. DB-mynd Bjarnleifur. Laust víð fjötra botn- sœtis sigraði FH loks — FH vann sinn annan sigur í 1. deild ó sumrinu er liðið sigraði KR 1-0 HALLUR HALLSSON ágæta leiki en þess á milli leikið eins og 2. deildarlið. Alla sann- færingu hefur vantað í liðið. Hið sama var uppi á teningnum í gær- kvöld. KR byrjaði Ieikinn af krafti en fljótlega fjaraði sá kraftur út — liðið lék án allrar sannfæringar og eftir að FH hafði skorað mark sitt í siðari hálfleik, þá var aldrei vafi að KR myndi tapa leiknum þó iiðið hefði verið meira með knöttinn. Það hins vegar er ekki nóg — sækja þarf að marki andstæðing- anna og mörk þarf að skora. Ekki vantaði að leikmenn KR hlypu nóg en aldrei ógnuðu þeir marki andstæðinga sinna. Beztu tækifæri síðari hálfleiks féllu FH í skaut og liðið hefði að minnsta kosti átt að bæta við marki úr einhverri af skyndisókn- um sínum. Það tókst hins vegar ekki — en mark Helga Ragnars- sonar dugði í tvö stig. Mark FH kom á 44. mínútu fyrri hálfleiks. Ein af sóknarlot- um KR var kæfð og Ásgeir Arin- bjarnarson fékk knöttinn við mið- línu. Hann lék að marki KR — gaf síðan út til Leifs Helgasonar þar sem hann var á vinstri vængnum. Leifur, sem lék sinn langbezta leik í sumar, enda ekki nöldrandi, gaf góða sendingu fyrir mark KR og þar var Helgi Ragnarsson einn og óvaldaður. Hann skaut við- stöðulausu skoti og í netmöskvum KR hafnaði knötturinn, 1-0 FH í vil. Þetta eina mark dugði — barátta FH sá um það. Flestar sóknarlotur KR í síðari hálfleik strönduðu á Janusi Guðlaugssyni sem var sem klettur í vörn FH. Leifur Heigason ógnaði stöðugt með hraða sínum. Siðast en ekki sízt — Ómar Karlsson sýndi öryggi í marki FH, þó ef til vill hafi ekki reynt mikið á hann, en hann gerði það vel sem hann þurfti að gera. Enginn skar sig úr liði KR nema ef til vill helzt Stefán örn Sigurðsson en hann fjaraði út með liðinu í síðari hálfleik. Synd er að KR skuli ekki ná meiru út úr liði sínu er raun hefur borið vitni. Áreiðanlega á það að vera hægt. Liðið leikur ágætlega úti á vellinum en er að markinu kom var sem enginn hefði getu til að skora — að minnsta kosti var svo í síðari hálfleik þegar liðið var marki undir. Ef til vill er þar ein af skýringum á getuleysi KR — liðinu virðist fyrirmunað að vinna leik verði það undir. Leikinn dæmdi Óli Ólsen. h.halls. Þegar óttanum um fall í 2. deild var loks létt af leikmönnum FH náðu þeir að sýna sinn bezta leik í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar og sigruðu KR 1-0 í síðasta leik isiands- mótsins. Þar með vann FH sinn annan sigur í 1. deild i ár — KR tapaði sínum 8. leik. FH náði að sýna sinn bezta leik í sumar en sorglegt er að það skuli einmitt vera þegar mótið er afstaðið. Ef liðið hefði sýnt sömu baráttu og sigurvilja í öðrum leikjum sínum og það gerði í gærkvöld er ekkert vafamál að FH hefði aldrei þurft að óttast fall. Það fer ekkert á milli mála að liðið hefur leikið langt undir getu I allt sumar. Óánægja hefur verið meðal leikmanna, hvort það er vegna þjálfarans Ian Ure eða ein- hvers annars læt ég ósagt. En KR, hvað um KR? Já, KR hefur verið algjör ráðgáta í allt sumar. Liðið hefur dottið niður á Lolli í Val ásamt fyrirliðanum Inga Birni Albcrtssyni nampar bikarnum. Verðlaunaafhending fór fram að loknum leik FH og KR. Sigurvegurunum í 1. deild kvenna voru einnig afhent verðlaun en FH bar þar sigur úr býtum. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.