Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 24
rtmI“asiMur Rigningarnar hafa kostað hundruð milljóna „Þetta er mörg hundruð milljóna tjón,“ sagði fram- kvæmdastjóri bjargráðasjóðs, Magnús E. Guðjónsson, í viðtali við Dagblaðið. „En bjargráða- sjóður er tómur.“ Rigningarnar hafa valdið þungum búsifjum sunnanlands og vestan, svo að nemur mörg hundruð milljðnum, jafnvel þótt veðrið yrði bændum hlið- hollt héðan í frá. Magnús sagði að mikið af heyi væri ýmist úr sér sprottið eða hrakið og spillt. Ekki yrði endanlega séð, hversu mikið bændur mundu fara fram á að fá úr bjarg- ráðasjóði fyrr en i fyrsta lagi eftir miðjan september. . En mikið væri um fyrirspurnir. Magnús sagði að nú yrði að grípa til aðgerða til að auka fé sjóðsins, bæði efla hann og fá lánsfé. Sjóðurinn hefði greitt mikið vegna búfjársjúkdóma, sem hefðu verið geysimiklir víða um land, sérstaklega lambalát í sauðfé. Dæmi væru um að einstakir bændur hefðu orðið fyrir milljónatjóni þess vegna. Sjóðurinn bætti líka tjón af völdum náttúruafla, sem viðlagatrygging næði ekki til. Úr honum hefðu á þessu ári verið greiddar um 100 milljónir. Nú yrði að útvega sjóðnum fé eins og gert var á harðæris- árunum um 1970. -HH. Höfuðborgarbúar urðu flest- ir hálf dofnir i framan af undr- un er sólin tók að skína snemma í gærmorgun og hélt uppteknum hætti allt fram á kvöld. Fólk flykktist út á götur og hálfgerður letiblær varð á öllu mannlífinu. Hver bekkur var setinn og er þorna tók á Austurvelli lagðist fólk í grasið og fékk sér hádegisblund. Sveinn Þormóðsson tók þessa letilegu mynd þar i gær, en á bls. 8-9 er greint frá er Dag- blaðsmenn fóru á stúfana I stóra ljósinu i gær. Srjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGýST 1976. Friðrik efstur ó Reykjavikur- skókmótinu teflir við Antoshin i kvöld Staðan í Reykjavíkurskákmót- inu er nú þessi eftir biðskákir, sem tefldar voru í gær: 1. Fríðrik: 4 vinnircgar 2. Timman: 3 Vz vinningur og biðskák 3. -5. Ingi R., Najdorf, Tukmakov: 31/i vinningur 6.-7. Guðmundur, Antoshin: 2Va vinningur og biðskók 8-9. Haukur, Helgi: 2Vt vinningur 10.-11. Keene, Matera: 2 vinningar 12.-13. Vukcevich, Westerínen: 1 Vi vinningur 14. Margeir: 1 vinningur og biðskók. 15. -16. Gunnar, Bjöm: Va vinningur og biðskók Eins og fram kemur hér að ofan, tókst ekki að ljúka öllum biðskákum í gær. 6. umferð mótsins verður tefld í kvöld. Eigast þá m.a. við þeir Friðrik og Antoshin, Najdorf og Matera, Tukmakov og Keene, Ingi R. og Margeir, Haukur og Timman. -BS. Sakaði bróður sinn um 80 þús. kr. stuid Maður sem var vel undir áhrifum áfengis kom í Miðborgar- stöð lögreglunnar í gærdag og tilkynnti að hann hefði lent í slagsmálum við bróður sinn. Afleiðingar slagsmálanna hefðu orðið þær að bróðir hans hefði stolið veski hans með um 80—90 þúsund krónum í. Við nánari athugun kom í ljós að nokkuð var umliðið frá því átökin milli bræðranna höfðu átt sér stað, svo hugsanlegt er að veskið hafi glatazt með öðru móti en veskið mun enn vanta. -ASt. „Vinnustöðvun það eina sem dugar" - segir Jón Sigurðsson, formaður SÍ, eftir að samningarnir voru felldir i annað sinn — Ég er sannfærður um það að frekari árangur næst ekki og lít- illa úrbóta er að vænta, nema að gripið verði til gamla úrslitakosts- ins, vinnustöðvunar, sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómanna- sambands íslands, í samtali við DB í morgun, en sjómannasamn- ingarnir hafa nú verið felldir í annað sinn. Mjög dræm þátttaka var í at- kvæðagreiðslunni að þessu sinni, aðeins 262 tóku þátt og voru samningarnir felldir með 142 at- kvæðum gegn 120. Engin félög sátu hjá. Jón kvað þetta að sjálfsögðu bera vott um hálfgert áhugaleysi hjá sjómönnum, af hverju sem það stafaði, þvi mun fleiri hefðu getað greitt atkvæði. í viðbótinni við samningana frá í marz, var gert ráð fyrir smávegis hækkun á skiptaprósentunni, en Jón kvað mun meira þurfa að koma til, ef kjör sjómanna ættu að teljast sanngjörn. Útgerðar- menn hafa greitt laun samkvæmt samningunum frá í marz, en þeir voru felldir sem kunnugt er í mörgum félögum. Eftir talninguna Iýstu útgerðar- menn því yfir, að þeir mundu ekki taka þátt í frekari samninga- viðræðum og halda sig við gömlu samningana. Jón sagði það vera augljóst mál að útgerðarmenn myndu mæta á fund sem boðaður væri af samninganefnd, en vitað væri fyrir fram að enginn viðbót fengist með slíkum aðferðum. Vinnustöðvun væri það eina sem gilti í þessum efnum. — Við sem stöndúm í forsvari fyrir sjómannafélögin, munum koma saman til ráðstefnu bráð- Jega, en ég er ekki bjartsýnn á að nein úrlausn fáist i þessum mál- um á næstunni, sagði Jón að lokum. JB Deilan um gatnagerðargjöld við Strandgötu ó Eskifirði: VERDUR SELT OFAN AF ÖLLUM ÍBÚUNUM? — Lögfrœðingur bœjarins hefur sent út bréf þess efnis „Bæjarsjóður er nú farinn að dreifa hótunarbréfum meðal íbúanna hér við Strandgötu þess efnis, að ef íbúarnir sætti sig ekki við að greiða vexti af afborgunum vegna álagðra gatnagerðargjalda aftur í tím- ann, muni lögfræðingur bæjar- ins gripa til róttækra inn- heimtuaðgerða svo sem að selja ofan af fólkinu," sagði Herdís Hermóðsdóttir á Eskifirði í við- tali við DB i gær. Eins og blaðið hefur skýrt frá, eru íbúar við Strandgöt- una óánægðir með að þurfa að greiða gatnagerðargjöld langt aftur í tímann, en á sameigin- legum fundi samþykktu þeir þó að gera svo jafnvel þótt gatan teljist að verulegu leyti þjóð- braut. Hins vegar vildu íbúarnir ekki una því að greiða vexti af afborgunum, en þeim er gefinn kostur á að greiða gjöldin á fimm næstu árum. Það hefur áður komið fram í viðtali við Herdísi aó íbúarnir munu standa saman sem einn maður, ef til róttækra inn- heimtuaðgerða komi, en nú virðast þær á næsta leiti. — G.S. Biskup vísiterar norðanlands Biskup íslands hyggst nú leggja í mikla yfirreið um Húnavatnsprófastsdæmi og Snæfellsness- og Dalaprófasts- dæmi, en þar mun hann vísi- tera dagana 2.—12. september. Fyrsti áfangastaður verður að Stað í Hrútafirði þar sem vísiterað verður fimmtudaginn 2. september.Síðan verður farið sem leið liggur um Prests- bakka, Óspakseyri og áfram og vestan suður á bóginn en ferðinni lýkur að Stóra-Vatnshorni sunnudaginn 12. september. Þann dag verður einnig vísiter- að að Hjarðarholti. Biskup mun halda guðsþjón- ustur alls staðar nema í Snóks- dal, og einnig mun hann halda fundi með sóknarnefndum og safnaðarfólki á hinum ýmsum kirkjustöðum. — JB Laxúrvirkjunarstjórn um ríkissjóð: SKULDAROKKUR TUGIMILUÓNA — hefur aldrei greitt fyrir aukinn eignarhluta í Laxúrvirkjun „Við teljum að ríkið eigi óuppgerð 20 prósent af nafn- verði Laxárvirkjunar nr. 1, frá þeim tíma er lög um eignaaukn- ingu ríkisins í Laxárvirkjun úr 15% upp í 35% tóku gildi upp úr 1950, og teljum við það eiga um leið óuppgerða vexti og verðbætur á þá upphæð,“ sagði Knútur Otterstedt, fram- kvæmdastjóri Laxárvirkjunar, i viðtali viö DB í gær. Sagðist hann ekki geta að svo stöddu nefnt neina tölu nema hvað hún væri sjálfsagt upp á tugi milljóna. Lögin tóku gildi á tilsettum tíma, en greiðslur hafa aldrei borizt. Sagði Knútur að óafskrifuð stæði Laxárvirkjun 1 í eitthvað um 500 milljónum króna, en af- skrifuð í 55 milljónum. Að sögn hans hafa farið fram viðræður meðal eignaraðila og fyrir liggja álitsgerðir til- kvaddra manna. Álit tilkvaddra aðila Laxárvirkjunarstjórnar telja, að ríkinu beri ótvírætt að greiða fyrir eignaaukninguna, enda kveði lögin greinilega á um það, en fulltrúar ríkisins draga það hins vegar í efa. G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.