Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 15
DACBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1976. 15 Siguröur Björnsson, nítján ára, sem byrjaði sem lærlingur í söðlasmíði hjá Þorvaldi Guð- jónssyni í vor. „Eg hef verið töluvert i hest- um og á sjálfur þrjá. Ég var eitthvað um tiu ára, þegar ég eignaðist þann fyrsta," sagði Sigurður. Hann virtist orðinn alvanur hnakkasmíðinni og sagðist /era farinn að geta gert flest verkin sem þyrfti til að smíða hnakk. Sigurður var yngsti þátttak- andinn í póstferðinni sem farin var norður á Vindheimamela þjóðhátíðarárið. „Það var mjög gaman að taka þátt í þeirri ferð. Hún tók ell- efu daga og var einungis flutt- ur ábyrgðarpóstur sem var með sérstökum póststimpli." — Hittirðu einhverja sem mundu eftir gömlu landpóstun- um? „Jú, þeir elztu, sem maður hitti, mundu vel eftir þeim og höfðu margar skemmtilegar sögur af þeim að segja.“ Þegar við spurðum hvort hnakkar væru til á lager kom í ljós að þeir hafa hingað til verið smíðaðir eftir pöntunum, en Björn Sigurðsson, sem er eig- andi verkstæðisins, sagði að ætlunin væri að um áramót v@?ri hægt að fá hnakka af lag- er, að minnsta kosti með mjög stuttum afgreiðslufresti. Hnakkur kostar í dag um 60 þúsund kr. og beizli frá 7—10 þúsund. Þegar við vorum á leiðinni út rákum við augun í kistur miklar og eitthvað sem við vissum ekki hvað var. „Þetta eru póstkoffortin sem notuð voru í póstferðinni miklu og klifsöðlarnir,“ sagði Björn Sigurðsson en hann átti sæti í þriggja manna nefnd, sem skipuð var til þess að koma póstferðinni á laggirnar, og er nú formaður hestamanna- félagsins Gusts. „Það var Indriði G. Þor- steinsson sem átti upphaflega hugmyndina að þessari póst- ferð og leitaði póststjórnin til stjórnar Landssambands hesta- manna um aðstoð við fram- kvæmdina. Nú hef ég fengið þessi koff- ort í umboðsölu, dettur svona í hug að einhverjum þætti gam- DB-myndir Þormóðsson Sveinn Sigurður Björnsson var yngsti þátttakandinn í póstferðinni miklu sem farin var þjóðhátíðarárið 1974. Hann er þarna annar í röðinni. Póstkoffortin og klifsöðlarnir eru nú til söiu á verkstæðinu i Kópavogi. an að eiga þau til minningar. Koffortin voru smíðuð fyrir póstferðina, það er að segja járnin voru notuð af gömlum koffortum sem voru að öðru leyti orðin ónýt. Það eru 32 koffort eftir af þeim sem notuð voru í ferðinni. Klifsöðlarnir eru einnig til sölu. Margir vilja gjarnán eiga slíka söðla til þess að geta bundið farangur upp á trússhesta. Koffortin kosta 20 þúsund með söluskatti og sömu- leiðis klifsöðlarnir. Það er ekki viðlit að smíða slíka söðla fyrir það verð nú til dags.“ Við gátum ekki stillt okkur ■ um að spyrja Björn, sem er kunnur hestamaður, hvort hann hefði ekki verið stoltur af frammistöðu íslenzka hestsins í Ameríkuförinni. „Jú, svo sannarlega. Þeir eru ákaflega þolgóðir ef farið er rólega af stað. Við munum eftir skólapiltunum á Bessastöðum i gamla daga. Þeir tóku hestana sína beint úr haganum á vorin og riðu þeim norður og austur. Þeir hafa ábyggilega ekki farið neinn hægagang frekar en ungir menn gera í dag,“ sagði Hann sagðist sjálfur vera ný- kominn úr sex daga Fjallabaks- ferð. „Við fórum hægt og sigandi af stað og hestarnir voru aldrei betri en þegar ferðinni var lokið. Þeir hefðu getað haldið áfram í það óendanlega,“ sagði Björn Sigurðsson. — A.Bj. Þau hjónin Björn Sigurðsson og Kristín Bögeskov eru miklir áhugamenn um hesta og vita ekkert betra en að sýsla um hesta og þeysa um hálendið á tryggasta þjóninum. Björn. f u I s í / / áyf ■■.■„ ái uUL~~ UisiUU ... .. ~ í'ÚuLás: m / /z ✓ SÖLUBÖRN SÖLUKEPPNI! = Frá og með 36. tbl. E hefst E sölukeppni VIKUNNAR E og stendur tvo mánuði. E •% Þorvaldur Guðjónsson siiðlasmiður á finimtiu ára starfsafmæli i september mestkomandi. Þetta er sveinshréfið hans sem gefið er út af Þorsteini Þorsteinssyni sýslumanni Dalamanna. NOVUS-VASATÖLVUR 5 1 VERÐLAUN. Novus eru mjög ^ fullkomnar vasatölvur, með V 8 tölustöfum, prósentu, kvaðratrót og minni. Söluböm, hringið strax og tryggið ykkur föst söluhverfi. Síminn er 35320. = iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.