Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1976.
Erlendar
fréttir
ÖMAR ^HEpS'f
VALDtMARSSON PETURSSON
8
REUTER
8
Líbanon:
Óttast
örþrífa-
?
SOVÉZKUR KAFBÁTUR OG BANDARÍSK FREIGÁTA
[tVoru þau hlaðin
kjarnorkusprengjum ?
Sovézkur kjarnorkuknúinn
kafbátur, sem kann að hafa
kjarnorkuvopn innanborðs,
lenti í árekstri við bandarfska
freigátu á Miðjarðarhafinu á
laugardag, að sögn talsmanns
landvarnaráðuneytisins banda-
ríska.
Skemmdir urðu óverulegar á
skipunum og einu meiðslin
hlaut einn af áhöfn freigát-
unnar, er hann féll og hand-
leggsbrotnaði við áreksturinn.
Að sögn talsmanns Pentagon
var kafbáturinn af gerðinni
Echo 2, einn 27 slikra báta sem
borið geta átta SSN-eldflaugar,
er skjóta má allt að 250 mílna
vegalengd.
Freigátan Voge, sem er með
247 manna áhöfn, var á siglingu
um sex mílur frá annarri
freigátu úr sjötta flotanum á
Miðjarðarhafi undan ströndum
Grikklands er áreksturinn
varð. Segir ennfremur i frétt-
um að kafbáturinn, sem er
5.600 tonn að stærð, hafi komið
upp á yfirborðið eftir á-
reksturinn og þá hafi sézt
einhverjar smávægilegar
skemmdir á stjórnturni hans.
Árekstrar af þessu tagi eru afar
sjaldgæfir og er rannsókn i full-
um gangi.
Nýr fundur Kissingers og Vorsters:
Guadeloupe:
Brennisteinsfjall
fór að gjósá í gœr
ráð Sýr-
lendinga
— Sarkis til
fundar við
þá í dag
Kjörinn forseti Líbanon,
Elias Sarkis, mun halda til
fundar við sýrlenzka ráða-
menn í dag, þar sem hann mun
eiga við þá alvarlegar við-
ræður, áður en hann tekur við
embætti 23. september n.k.
Búizt er við, að spennan í
Libanon kunni að aukast
næstu þrjár vikurnar og menn
óttast nú, að Sýrlendingar
kunni að grípa til örþrifaráða
til þess að binda enda á
styrjöldina þar í landi. For-
maður sérstakrar sendinefnd-
ar Arababandalagsins hefur
undanfarið rætt ýmsar laga-
legar leiðir til þess að binda
enda á styrjöldina við alla
aðila, sem viðriðnir eru málið,
en þær viðræður hafa ekki
vakið mikla bjartsýni.
Fóstureyð-
ingum fjölgar
í Danmörku
Fóstureyðingum hefur farið
mjög fjölgandi í Danmörku
síðan þær voru gefnar frjálsar
þar fyrir þremur árum, að því
er kemur fram i nýlegri
skýrslu dönsku hagstofunnar.
I fyrra fjölgaði fóstur-
eyðingunum um þrjú þúsund í
Danmörku frá árinu áður, og
frá 1973-74 fjölgaði
fóstureyðingum um ca átta
þúsund.
Aukningin er mest meðal
ungra kvenna og hún er meiri
í þéttbýli en dreifbýli.
Edlfjallið Soufriere (Brenni-
steinsfjall) sem er á frönsku
eynni Guadelopue í Karíbahati
fór að gjósa seint í gærkvöld.
Nokkrir vísindamenn meiddust
þegar gosið hófst, þar sem þeir
voru að störfum í hlíðum þess.
Bandaríska jarðfræðistofnunin
í Washington veitti þær
upplýsingar eftir tveimur starfs-
mönnum sínum á eynni, að gosið
væri mikið. Hraunstraumurinn
liggur niður eftir hlíðum þess og
öskugusurnar ganga tugi metra í
loft upp.
Gosið var þó engan veginn jafn
kröftugt og búizt hafði verið við.
Vísindamenn höfðu áður látið í
ljós þá skoðun, að fjallið gæti
sprungið í loft upp með krafti,
sem væri sambærilegur við
„nokkrar“ kjarnorkusprengjur,
eða allt að 30 megatonna krafti.
Búizt er við að harðar samn-
ingaviðræður muni eiga sér stað
milli Henry Kissingers utanrlkis
ráðherra Bandaríkjanna og John
Vorsters forsætisráðherra Suður-
Afríku, um framtíð þess lands og
Ródesíu, er þeir hittast um næstu
helgi.
Talið er að jákvæð viðbrögð
gagnvart samningsdrögum
Kissingers um lausn málanna, er
hann lagði fram á síðasta fundi
þeirra, hafi orðið til þess að
öðrum fundi var komið í kring.
Fundarstaður þeirra hefur nú
verið ákveðinn í Ziirich en þeir
hittust síðast í smáþorpi í
Bavaríu.
Þótt ekki sé vitað hvað þeim fór
á milli á þeim fundum, er talið að
þeir hafi aðallega rætt möguleik-
ann á nýrri lausn í deilunni um
Ródesíu og möguleika á því, að
Suðvestur-Afríka hljóti sjálf-
stæði.
„Kissinger-áætlunin“ er talin
fela í sér alþjóðlega tryggingu
hvítum mönnum undir stjórn
blakkra í Ródesíu til handa,
aætur fyrir þá hvíta menn sem
ákveða að flytja úr landi og al-
hliða efnahagsaðstoð fyrir heims-
hlutann.
Þá er búizt við að Kissinger
krefjist svars við því hversu
mikinn möguleika Suður-
Afríkumenn hafi til þess að koma
í kring nýjum friðarviðræðum
milli hinna stríðandi sveita 1
Ródesíu, sem nú hafa borizt á
banaspjótum í alllanga hríð
I dag mun öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna ræða málefni Suð-
vestur-Afríku, en það hefur áður
krafizt þess að Suður-
Afríkumenn verði á brott úr land-
inu og að þar verði komið á sjálf-
stæði undir verndarvæng samtak-
anna til að byrja með.
Frá því að síðasti fundur ráða-
mannanna tveggja var haldinn
hafa 11 þjóðarbrot lýst yfir þeim
ásetningi sínum að lýsa yfir sjálf-
stæði fyrir árið 1979.
Eftir alla þurrkana:
Hann rígnir
íLondon
Eins og öllum er kunnugt
hafa verið miklir þurrkar í
Bretlandi að undanförnu og er:
talið að efnahagur landsins
verði lengi að komast í samt lag
eftir þau miklu spjöll sem þeir
hafa valdið á ökrum og I verk-
smiðjum, þar sem mikið vatn
þarf til framleiðslu. Um
helgina tók að rigna víða umi
landið og í London gerði
úrhellisrigningu. Hafa vonir
manna þvi aukizt um, að
vandræðunum sé að ljúka.
Rotta beit
sofandi konur
Tvær konur, sem búa í þorp-
inu Husum í Danmörku, urðu
fyrir árás rottu þar sem þær
sváfu i rúmum sínum. Voru
þær báðar fluttar á slysavarð-
stofu til meðferðar.
Lögregla og sjúkrabíll voru
kölluð á staðinn og drápu
lögreglumennirnir rottuna
með kúbeini.
Konurnar vor;u báðar
sofandi í rúntum sínum er rott-
an skreið inn til þeirra og beit
þær báðar illa í fingurna.
verk
a
sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa.
I S/rppféfagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðian Dugguvogi
Símar 33433og 33414