Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 1
2. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST 1976 — 192. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMIL27022
ÁnA KSLENDINGAR SKILDIR
EFTIR Á FLUGVELLIÁ SPÁNI
Átta íslendingar sitja nú úti
á Spáni peningalausir og án
farangurs síns. Flugvél Arnar-
flugs, í leiguflugi fyrir Sunnu,
skildi þá eftir á flugvellinum í
þessi atburður eftir skringi-
legan skollaleik við afgreiðslu
flugvélarinnar tii brottfarar.
Farþegar allir voru komnir á
réttum tíma og farangur í
vélina. Stóð fólkið í u.þ.b. 30
mín. við útgönguhlið, unz því
var hleypt að vélinni. Er þeir
fyrstu komu I vélina var þeim
snúið þar vió og sagt að 40 mín.
seinkun yrði á brottför. Fólkið
settist hvar sem það gat milli
flugstöðvar og vélar en örfáir
fóru aftur inn í flugstöðina.
Er um 20 mín. voru liðnar af
hinni tilkynntu 40 mín.
seinkun, tók fólk að leita inn í
vélina aftur. Voru nú höfð ein-
kennilega snör handtök við
vélina og starfsmenn gerðu sig
Ifklega til að taka landganginn.
Fjórir komust upp hann fyrir
náð og miskunn, en þá voru 8
farþegar eftir, meðal þeirra
piltur, sem hlaupið hafði úr
vélinni til að sækja kunningja
sinn inn I flugstöðina. Þar hafði
fildrei verið tilkynnt um
endanlega brottför.
í hópi hinna átta, sem eftir
voru skildir, eru fullorðin hjón
og varð konunni afar mikið um
atburðinn er hún sá á eftir flug-
vélinni.
Starfsmenn á vellinum munu
vinna með „hægagangi" vegna
kaupkrafna sinna. Mun það
e.t.v. eiga einhvern þátt í
atburðinum. -EMM/ASt.
Dr. Kiesling,
þýzki afbrotafrœðingurinn:
Fer utan með gðgn
til rannsóknar
úr Geirfinns- og
Miklubrautarmólinu
Dr. Kiesling, annar þýzki
rannsóknarmaðurinn sem hér
hefurverið til aðstoðar rann-
sóknarlögreglunni, fer utan til
Þýzkalands í dag. Er talið víst,
að hann hafi meðferðis verk-
efni til efnafræðilegrar úr-
vinnslu í bækistöðvum sinum í
Wiesbaden, meðal annars úr
morðmálinu á Miklúbraut.
Dr. Kiesling er lífefna-
fræðingur með sérþekkingu I
afbrota- og lögreglumálum.
Hafði hann fengið gögn úr
Geirfinnsmálinu áður en hann
kom hingað til lands fyrir
rúmri viku. Hefur hann unnið
með tæknideild rannsóknarlög-
reglunnar síðan. Gerði hann sér
dagamun 1 gær og skrapp til
Kulusuk á Grænlandi, en fer
utan I dag sem fyrr segir.
Er þess að vænta að hann
komi hingað aftur til starfa en
ekki er kunnugt hvenær það
muni verða. — JBP —
Allt tiltœkt starfslið
vinnur í morðmólinu:
Gœzluvarð-
haldsfanginn
sóst ganga í
ótt að húsinu
Allt tiltækt starfslið rann-
sóknarlögreglunnar í Reykja-
vik vinnur að rannsókn
morðsins á Lovisu Kristjáns-
dóttur á Miklubraut 26 á
fimmtudaginn. Enn hefur
ekkert það komið fram er
bendir til lausnar málsins, um-
fram það sem áður hefur verið
skýrt frá i DB.
Maðurinn, sem situr í gæzlu-
varðhaldi vegna málsins,
heldur statt og stöðugt fram
sakleysi sínu. Vitni hafa borið,
að þau hafi séð hann á gangi í
áttina að húsinu, þar sem
morðið var framið, á
ákveðnum tíma þennan dag.
Annar maður, sem handtek-
inn var í fyrrakvöld, var látinn
laus um hádegisbilið í gær,
eftir að hann hafði gert fulla
grein fyrir ferðum sinum og
athöfnum daginn sem morðið
var framió.
Margir hafa verið yfir-
heyrðir vegna málsins og er
lögð mikil áherzla á að málið
upplýsist sem fyrst, að sögn
Gísla Guðmundssonar rann-
sóknarlögreglumanns.
— ÖV
VEGAMALASTJORA
BOÐIÐ í BÍLTÚR
— Vegurinn frú Holtavörðuheiði til
Reykjavíkur talinn óökufœr
„Ég vil bjóða vegamála-
stjóra og blaðamanni Dag-
blaðsins í bíltúr norður að
Holtavörðuheiði,“ sagði sár-
reiður Akureyringur, sem kom
til bæjarins í fyrrakvöld.
„Ökuferðin þarf ekki að verða
lengri en upp að Hvítá, því þá
yrðu farþegar búnir að fá nóg
af holunum og farartækió
kannski endanlega ónýtt, ef
ekið væri með eðlilegum
hraða.“
Akureyringurinn kvað aðal-
þjóðveg landsins í þessa átt
með öllu óökufæran á áður-
nefndum kafla. Á honum er
varla kafla að finna án holu, og
vilji menn ekki stórskemma
ökutæki sín, verða þeir rétt að
lúsast áfram sem á fjallvegi
•væri.
Akureyringurinn kvaðst
hafa haft bílpróf i 30 ár og óft
eiga leið á nnlli en nú hefði
alveg keyrt um þverbak.
Kvaðst hann hafa farið um
öræfin fyrir stuttu og ökuferð
þar verið leikur á við þetta.
„Er ekki til veghefill sunnan
heiðar," sagði Akureyringur-
inn, sem átti engin orð yfir
sofandahátt Vegagerðarinnar.
— ASt.
Hœstaréttarlögmaðurinn
gerir grein
fyrir sinni hlið:
Okurstarfsemi
verzlunar-
manns ó
Akranesi og
„leigubíl-
stióra" í
Reykjavík
— sjó bls. 8
íslenzkir
popparar
fluttir út?
— sjó bls. 9
•
Dagurinn sem
sólin skein
í Reykjavik
— sjó bls. 8-9
íslenzkar
hofgœrur
í Ameríku
- sjó bréf fró henni
Ameriku eftir Þóri
S. Gröndal bls. 10-11