Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 10
lu DACíBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDACUR .31. AGUST 1976. msBUBa frjálst, nháð dagblað l.'tat-fanili Dacblaúiú hf. Framkviennlast.jón Svcinn H. Hy.jólfsson. Ritstjöri: Jónas Kristjánsson. Fróttasijóri: Jöri Hiruir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holyason. Artstoðarfrétta- st.jóri: Atli Stcinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hónnun: Jóhannes Rcykdal. Handrit As^rímur Pálsson. Blaðamcnn: Anna Bjarnason. Ás«oir Tómasson. Bcrulinti Ásyciisdóttir. Brajíi Sigurósson. Krna V. Int»ólfsclóttir. (lissur Siííurðsson. Hallur Hallsson. Hcljii Pótursson. Jóhanna Biríiis- döttir. Katrín Pálsdóttir. Kristin Lýðsdóttir. Olafur Jónssou. Omar Valdimarsson. Ljósmvndir Árni Páll Jóhannsson. Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björgvin Pálsson. Haynar Th. Sigurðsson C.jaldkcri: Þrámn Þorlcifsson. Drcifinnarstjóri: MárE.M. Halldórsson. Asknftarujald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 91) kr. cintakið. Hitsljörn Siðumúla 12. sími H3J22. au«lýsin«ar. áskriftir o« afurciðsla Þvcrholti 2. simi 27022. Sctnint* óii umhrot: Dachlaðið hf. o« Stcindórsprcnt hf.. Ármúla 5. Mynda-ojj plötuiícrð: Hilinir hf.. Síðumula 12. Prcntun: Árvakurhf.. Skcifunni 19. íslemka spiHingin Glöggur maður sagði fyrir skömmu, að nú væri eins og rétt- lætisgyðjan á íslandi hefði opn- að annað augað. Satt er það, að talsvert af svikamálum er í rann- sókn og von til, að lögum verði komió yfir allmarga, sem hafa ver- ið virkir þátttakendur í spilling- unni íslenzku. En spilling verður hvergi nærri kæfð með þessu. Hún er rótgróin í samfélaginu. Hinn almenni borgari, sem allt frá barnæsku hefur alizt upp við sögur um gróðamyndun fjölmargra manna í skjóli spillingarinnar, hefur átt á hættu að verða samdauna spillingunni. ,,Þetta kalla menn á íslandi fjár- málasnilld,“ er oft viðkvæðið, þegar minnzt er á að einhver hafi hagnazt með því að brjóta hinar opinberu leikreglur samfélagsins. Mönnum hættir til að taka þá stefnu að bíða sjálfir færis, ef þeim skyldi takast að krækja sér í einhvern bita, þótt ekki væri með fullkomJega heiðar- legum hætti. „Þjóðfélagiö er spillt, og ég kemst ekki áfram nema ég verði spilltur sjálfur.“ Þannig hefur margur maðurinn brugðizt við. Hverjar eru orsakir íslenzku spilling- innar? Ein er sú, hversu frumstætt þjóðfélag okkar er í rauninni. Við erum nýrík, nýkomin úr fátækt bænda- og sjómannasamfélags. Við erum ekki komin af stigi samfélags frumfram- leiðslunnar. Hún skiptir enn meginmáli í efna- hag okkar. Okkur er á margan hátt ekki ólíkt farið og Afríkuþjóðum, sem við þó gagnrýnum óvægió. Þjóðfélagið hefur ekki fengið tækifæri til að þróast. Eins og oft er um þá nýríku helzt okkur ekki vel á verðmætunum. íslenzka þjóðin hefur lent í krumlum skefja- lauss flokkavalds. Flokksforingjar úthluta dúsum til gæóinga sinna, svo að vart þykir tiltökumál. Það er yfirleitt ekki talið meiri- háttar hneyksli, þótt hæfur umsækjandi um stöóu verði að víkja fyrir öðrum lítt hæfari, af því að sá síðari stendur flokksforingjanum, sem stöðunni úthlutar, nær. Svo vanir eru íslendingar stjórnmálaspillingunni, að varla þykir tiltökumál, þó að menn sitji fyrir um styrki og lán vegna pólitískrar aðstöðu. Þessi pólitíska spilling er þéim mun háskalegri, sem þjóöin er fámenn. Hún gegnsýrir kerfið hátt og lágt. Þetta er hverjum manni svo ljóst, að ekki þarf að fjölyrða um. Allir þekkja fjölmörg dæmi um skýlausa pólitíska spillingu. Það er nánast sama, á hvaða svið litið er. Efnahagslífið rennir einnig stoðum undir spillt samfélag. Samspil flokkavalds og verð- bólgu skapar því gróðrarstíu. Verðbólgan veldur því, að menn geta orðið auðugir nánast á einni nóttu með því einu að eiga aðgang að lánsfé. Þetta gerir stjórnmálaforingjunum og erind- rekum þeirra hægt um vik. Þeir geta viðhaldió hjörð fylgismanna og tryggt valdastöóu sína í flokki sínum meö því að úthluta úr meira eða minna opinberum sjóöum. Flokksforingjarnir hafa af nógu aö taka. Von er, að mönnum hafi fundizt, að réttlætis- gvðjan hefði lokað báðum augum. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Hvaðerhvað og hver er hvers í Líbanon? IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIII Líbanskir þingmenn leita skjóls fyrir kúlnahríðinni. í Líbanon berjast allir við alla. Fjöldi hópa bardagamanna stendur þar andspænis hver öðrum. Vinur í dag er óvinur á morgun. Fjöldi aðila í borgarastyrjöld- inni í Líbanon gerir málið þar einstaklega flókið. Hópar, sem berjast hlið við hlið, kunna að eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta á aðeins örfáum af- mörkuðum sviðum. A öðrum sviðum eru hagsmunirnir sam- eiginlegir óvininum. En hver er óvinurinn? Hverjir eru bandamenn í þessu blóðuga og ógeðslega stríði? „Hœgra“ megin Hægra megin eru þrjár meginfylkingar. Falangistarnir, Kataib, eru stjórnmálaflokkur sem meira og meira er að verða að hernaðarsambandi. Leiðtogi flokksins er marónítinn Pierre Gemayel. Falangistar teljast kristnir menn. Flestir eru marónítar. Kataib hefur eigin her og eigin lögreglu. Leiðtogar flokksins eru af yfirstétt og flokkurinn mjög íhaldssamur. I dag ráða falangistarnir lögum og lofum á þeim svæðum sem hægri ntenn eru sagðir ráða. Hver skýtur hvern? Pappírar og plögg frá opinber- um yfirvöldum eru ekki tekin gild fyrr en stimpill Kataib hefur fengizt á þau. Annar hægriflokkur er Frjálslyndi þjóðarflokkurinn, PNL. Leiðtogi hans er Camille Chamoun, fyrrum forseti lands- ins. Flokkurinn telur sig krist- inn flokk. PNL hefur ekki her og liðs- menn hans berjast því gjarnan með falangistahernum. Líbanski herinn er tvískiptur og berst hvor hópurinn sín megin, sá stærri með hægri- mönnum. Þegar borgarastyrjöldin hófst klofnaði herinn. Yfirfor- ingjarnir voru flestir kristnir og fengu meirihluta óbreyttra hermanna með sér. Sú er ástæðan fyrir því að með hægri- mönnum berjast margir múhameðstrúarmenn. Þessi hægrisinnaði hluti hersins berst með falangista- hernum en báðir hafa sínar sjálfstæðu herstjórnir. „Vinstra“ megin Vinstra megin berst það sem eftir er af fyrrverandi her ríkis- ins ásamt vinstrimönnum Kamals Jumblatts. Jumblatt er bæði hernaðarlegur og stjórn- málalegur leiðtogi. Hann er for- maður Framfarasinnaða sósíal- istaflokksins og leiðtogi hers libön.sku þjóða rhreyfingar- innar. Jumblatt er af sýrlenzk- um drúsurum kominn en það er kynblendingsflokkur sem hefur búið í Líbanon í mörg hundruð ár. Vinslrisinnaður her .lumblatis telur sig af múhameðstrú. Stuðningsmenn vinstriafl- anna eru margir hverjir svo- kallaðir shit- múhameðstrúarmenn eða lág- stétt múhameðstrúarmanna. Sunni-múhameðstrúarmenn eru fyrrum milli- og yfirstétt. Leiðtogi þeirra er Saeb Salam, fyrrum forsætisráð- herra. Þótt hann sé múhameðs- trúarmaður er hann mikill og einarður andstæðingur Jum- blatts. Að undanförnu hefur hann beint kröftum sínum að þvi að sigrast á falangistunum. Stéttabarótta í raunveruleikanum er myndin enn flóknari en hún virðist af framansögðu. Yfir- stéttarmúhameðstrúarmenn berjast með yfirstéttarmönnum úr hópi kristinna. Lágstéttar- menn úr báðum hópum berjast saman vinstra megin. En oft veltur það á búsetu manna með hverjum þeir berjast. Hernaðarleiðtogarnir afhenda fólki vopn og skipa því að skjóta. Borgarastyrjöldin er þvi meira stéttabarátta en trúar- bragðastríð. Og ofan á allt saman bætist baráttan á milli Palestínumanna og hægri afl- anna í landinu. Hermenn Palestínumann- anna berjast með vinstrimönn- um Jumblatts. En þar er einnig klofningur á ferðum. Róttæka skæruliðahreyfing- in PFLP, Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu, skiptist í tvennt. Leiðtogi annars hópsins er George Habash, Ahmad Jibril hershöfðingi hins. Vinstra megin við þennan hóp er Lýðræðislega alþýðufylking- in til frelsunar Palestínu, PDFLP, undir stjórn Nayif Hawatima. Innan Frelsisfylkingar Palestínu, PLO, er einnig klofn- ingur. Þegar George Habash lýsti því yfir fyrir nokkrum vikum að hafinn væri fullur skæruhernaður gegn Sýrlend- ingum hafnaði Yasser Arafat, leiðtogi PLO, samvinnu við klofningsbrot Habash. En sam- starfsmenn Arafats eru margir fylgjandi því að barizt verði af meiri krafti í Líbanon en gert hefur verið til þessa. Öngþveiti Þar sem svo margir berjast i sama stríði er útilokað að komast hjá algjöru öngþveiti. Óvinirnir eru fleiri en tölu verður á komið — og auk þess aldrei vist að morgni hver er helzti óvinurinn. Trúarbragða- hagsmunir lenda á ská við stéttahagsmuni. Og enginn hefur hugm.vnd um hvernig íbúum Líbanon tekst að leysa þessi fjölmörgu og flóknu vand amál.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.