Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976. 17 Veðrið B Suðaustan kaldi meö köflum og I dálítil súld í fyrstu, en stinningskaldi I og rigning með kvöldinu. Hiti 8-10 ^stig. Kristþór Alexandersson forstjóri lézt 8. sept. 1976. Hann var fæddur í Ólafsvik á Snæfellsnesi 2. júlí 1904. Foreldrar hans voru Ásdís Þórðardóttir og Alexander Valentínusson smiður. Fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur þegar börnin voru uppkomin. Kristþór stundaði nám í Verzlunarskóla íslands en nam sióan málaraiðn hjá Öswaldi Knudsen. Hann stofnsetti ásamt eftirlifandi mági sínum, Þorsteini Hannessyni, Raflampagerðina. Fyrri kona Kristþórs var Svein- björg Kristjánsdóttir, snæfellsk að ætt. Hún dó eftir stutta sambúð ásamt fyrsta barni þeirra nýfæddu. Síðari kona hans um sextán ára skeið, var Ólöf Jóns- dóttir rithöfundur, ættuð úr Strandasýslu. Á heimili þeirra ólust upp börnin tvö, Björgvin Óskarsson, sonur Ölafar af fyrra hjónabandi, sem nú er læknir í Svíþjóð, og Sveinbjörg, einka- dóttir þeirra. Maður hennar er Gray Verdon frá Nýja-Sjálandi, og eru þau búsett í Köln í Þýzka- landi. Þar starfa þau bæði sem balletdansarar við Ríkisóperuna. Sveinbjörg hefur tekið sér lista- mannsnafnið Alexanders. Sonur þeirra er Símon Björgvin. Magnús Skaftfjeld Halldórsson lézt 7. ágúst 1976. Hann fæddist að Brúsastöðum í Þingvallasveit 23. maí 1893. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Einarsson hreppstjóri, síðast bóndi að Kára- stöðum í Þingvallasveit, og Jóhanna Magnúsdóttir. Þegar Magnús var 10 ára fluttist hann að Kárastöðum og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf fram að tvítugu. Á unglingsárunum gekk hann í Flensborgarskólann og lauk þaðan prófi 1911. Á þessum árum var bifreiðaöld að ganga í garð á Islandi og skömmu eftir tvítugt sneri Magnús sér að bif- reiðaakstri. Hann tók bifreiða- stjórapróf árið 1915 og fékk ökuskírteini nr. 4. Bifreiðaakstur varð hann ævistarf. Um 1925 stofnaði hann leigubílastöð og rak hana um 30 ára skeið, fyrst undir nafninu Bifreiðastöð Magnúsar Skaftfjelds, en síðar undir nafn- inu Bæjarbílastöðin. Magnús kvæntist eftirlifandi konu sinni, Steinunni Kristjánsdóttur, málara í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn, Halldór deildarstjóra hjá Olíufélaginu Skeljungi h.f., kona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir, Sigríði, menntaskólakennara, maður hennar er Hörður Ágústsson list- málari og Magnús, prófessor við Háskóla Islands, kona hans er Helga Vilhjálmsson. Guðrún Jónasdóttir, Kársnes- braut 18 Kópavogi, andaðist á Landspítalanum 15. sept. Elín Melsted, Freyjugötu 42, -andaðist á Landspítalanum 14. sept. Friðrik Steinsson fyrrv. skipstjóri, Hagamel 45, lézt í Borgarsjúkrahúsinu 15. sept. Geir Jónsson frá Bjargi lézt í sjúkrahúsi Akraness 14. sept. Gunnvör Magnúsdóttir, Stigahlið 36, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstud. 17. sept. kl. 3 e.h. Asgeir Magnússon framkvæmda- stjóri, Hrauntúni, Garðabæ, sem andaðist 10. sept. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunn 17. sept. kl. 13.30. Sigríður Guðmundsdóttir, Norð- urbrún 1, andaðist 14. sept. Margrét Aðalsteinsdóttir verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju laugard. 18. sept kl. 14.00 Jarðarför Jónu Sigurðardóttur, Ásmundarstööum, Ásahreppi,' sem lézt af slysförum 12. sept. fer fram frá Kálfaholtskirkju föstud. 17. sept. kl. 2 e.h. Hjálprœðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Un«t fólk talar o« synsur. Samkomustjóri Helena Leifsdóttir. Nýtt líf UníílinKasamkoma í Sjálfstæóishúsinu Hafnarfiröi í kvöld kl. 20.30. Unnt fólk talar og synsur. Beðið fyrir sjúkum. Líflegur söneur. Allir velkomnir. Ferðafélag íslands Föstudagur 17. sept. kl. 20 I^andmannalaugar — Jökulgil — Dómadalur — Valagjá. Fararstjóri. Sigurður B. Jóhann- esson. Laugardagur 18. sept.kl. 08 Þórsmörk. haustlitaferð. Farmiðasala og nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafólag Islands. Útivistarferðir Föstudagur 17.9. kl. 20. Snæfellsnes. ('iist á Lýsuhóli. sundlaug. skoðunarferðir. herja- tínsla. afmælisferð. Fararstjóri Finar Þ. (luð- johnsen og Jón I. Bjarnason. Farseðlar á skrifstofunni Líekjargötu 6. sími 14006. Fundír ÍR Knattspyrnudeild Fundur verður haldinn i Breiðholtsskóla kl. 8 i kvöld fimmtudaginn 16. september. Rætt um vetrarstarfið.Foreldrar barna sérstaklega beðnir að mæta. Stjórnin TBK Aðalfundur Tafl- og bridgeklúbbsins verður haldinn mánudaginn 20. september í Domus Mediea kl. 20. Auk venjulegra aðalfundar- starfa — lagabreytingar. Færeyski rithöfundurinn HEÐIN BRÚ heldur fyrirlestur: Det nationale arbejde pá Fœröerne í Norræna húsinu í kvöld, 16. sept. kl. 20.30. Verið velkomin Norrœna húsið Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Þökur lagðar í Herjólfsdal: SJÁLFBOÐALIÐAR KLÁRUÐU FYRSTA ÁFANGA Á KLUKKUSTUND Það var mikið um að vera í Herjólfsdal í Eyjum um helgina þegar sjálfboðaliðar tóku þar til heiulimu \ið aó leggja þökur á veikustu grassvæði, í von um að þar verði hægt að halda alvöru þjóðhátíð næsta sumar. Reyndar kom minna af þökum um helgina en til stóð og tók það sjálfboðaliðana ekki nema klukkustund að leggja þær þökur sem til voru. Til þess að unnt verði að ljúka verkinu um næstu helgi þurfa daglega að berast um 30 bretti af þökum til Eyja fram að helgi. Þá stendur til að ljúka verkinu. DB- mynd: R. Sigurjóns./G.S. Kvenfélag Háteigssóknar Fótsnvrting aiaraðra ur bvrjuð aftur. Upp- lýsingar vcitir (luðbjörg Eiriarsdóttir á mið- vikudögum kl. 10—12 f.h. í síma 14491. Hellirinn í Hafnarfirði byrgður af fjórbœndum? „Fróðir menn hér i Firðinum telja að hellirinn hafi verið byrgður til að varna því að sauðfé færi sér að voða,“ sagði rannsóknarmaður í Hafnarfirði er hann var inntur eftir því hvort eitthvað væri farið að skýrast með uppruna hellisins. Lögreglumaðurinn sagði að hellismunnar eins og sá sem DB menn skoðuðu gætu hugsanlega hafa verið byrgðir til þess að sauðfé félli ekki niður i gjótur. Og gæti sú skýring átt við um fleiri hella sem væru þarna. í dag er lítið um sauðfé á þessu svæði, en eitthvað kann að hafa verið meira um slíkt hér áður fyrr. -BA.- I DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ Til sölu i Vegna brottflutnings úr landi er til sölu svefnherbergissett, Ballerup hrærivél,' antik ruggu- stóll, ljósakróna og fleiri ljós og gufugleypir. Uppl. í síma 14278 frá kl. 5—8 e.h. Tvíbreiður svefnsófi til sölu ásamt.nýlegu vöfflujárni. Uppl. í sima 83368 eftir kl. 18. Hringstigi til sölu. Þrep ca 70 cm, massifur viður, fuli iofthæð. Uppl. í síma 18882. 2 innihurðir í karmi til sölu, 2x80 Uppl. í síma 50552 eftir kl. 18. Til sölu froskmannsbúningur af fullkominni gerð. Uppl. í síma 81469. Til sölu hvítt skatthol, sem nýtt, stuttir og síðir kjólar, kápa og dragt nr. 42, ennfremur málverkaeftirprentanir og fleira. Uppl. í síma 10174. Túnþökur til sölu. Upplýsingar í síma 41896. I Óskast keypt i Rafsuðutransari óskast, 250—300A, vantar einnig dísil- vélar 4 og 6 cyl. Uppl í síma 83705. Kjötsög, hakkavcl, kjöthengi, búðarhillur, körfur o.fl. þ.h. óskast keypt, einnig notuð eldhúsinnrétting. Uppl. í síma 32016 i hádegi og á kvöidin ísvél í góðu lagi óskast til kaups. Uppl. í síma 92- 2372. Antikmunir. Rýmingarsala verður dagana 14,- 30. sept. 10-15% afsl. á öllum hús- gögnuni verzlunarinnar. Antik- munir, Týsgötu 3, sími 12286. Brúðuvöggur á hjolagrind, margar stærðir, hjólhestakörfur og margar stærðir af bréfa- körfum, þvottakörfum og hand- körfum. Þá eru ávallt til barna- vöggur með eða án hjólagrinda. kla'ddar eða óklæddar. Blindra- iðn, Ingólfsstr. 16, sími 12165. H

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.