Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Útvarp 23 Sjónvarp Útvarp kl. 20,30: Að loknum míðdegisblundi EILÍFIÞRÍHYRNINGUR Gísli Halldórsson leikstýrir leikritinu sem flutt verður i útvarpinu í kvöld. Leikrit vikunnar verður að þessu sinni Að loknum mið- degisblundi eftir rithöfundinn Marguerite Duras. Leikritið verður á dagskrá útvarpsins kl. 20.30 í kvöld. Ásthildur Egilson þýddi leikritið, leikstjóri er Gísli Halldórsson. Með hlutverk fara Ragnheiður Steindórs- dóttir, Þorsteinn ö. Stephensen og Helga Bachmann. Marguerite Duras fæddist í Indó-Kína árið 1914. Hún nam lögfræði og stærðfræði i Parísarborg en gerðist að námi loknu blaðamaður. Eftir hana hafa komið út margar skáld- sögur. Hún tekur ákveðin við- fangsefni fyrir og fléttar þau með raunsæju og sálfræðilegu ívafi, stíll hennar þykir minna bæði á Steinbeck og Heming- way. Fyrsta leikrit hennar var sýnt árið 1956 en síðan hefur hún skrifað allmörg leikrit. Hún hlaut heimsfrægð fyrir handrit sitt að kvikmyndinni „Hiroshima, mon amour“. Monsieur Andesmas býr með ungri dóttur sinni, Valérie að nafni. Dag einn þarf hann að bíða eftir arkitektinum sínum. Dóttir hans hafði farið á úti- dansleik í þorpinu. Hann fær óvænt eiginkonu arkitektsins í heimsókn og er hún komin til að segja honum að dóttir hans og arkitektinn hafi fellt hugi saman. Andesmas gamli á bágt með að skilja þetta, og jafnvel eftir að konan er búin að sann- færa hann um að þetta sé satt vill hann ekki viðurkenna að dóttir hans geti hrifizt af öðrum en sér. — KL Ragnheiður Steindórsdóttir fer með hlutverk Valérie. Konu arkitektsins leikur Helga Bachmann. Þorsteinn ö. Stephensen ielkur Andesmas gamia. nilST Ljósu punktarnir í rigningunni Guðmundur Jónsson verður með tónlistarþátt sinn Á sumar- kvöldi í útvarpinu í kvöld kl. 22.40. Nú mun hann kynna tón- list um regn og snjó. Hægt er að sjá marga ljósa punkta í rigningu og snjó þótt Sunnlendingar trúi því kannski ekki eftir óþurrkana sem verið hafa í sumar. Mörg gullfalleg lög hafa verið samin og sungin um þessi náttúrufyrirbrigði. Guðmundur nefndi nokkur lög sem hann mun leika í þættin- um í kvöld. Fyrst skal telja lag Sibelíusar, Demanturinn á marssnjónum. Raindrops keep falling on my head, lag Bachar- achs, verður leikið. Allt á kafi í snjó, sem gagnfræðaskólastúlk- urnar á Selfossi syngja, Regn- dropaprelúdían eftir Chopin og Garðar í rigningu eftir Debussy, svo það verður bæði íslenzk og útlenzk snjókoma og rigning sem mun lyfta út- varpshlustendum upp í kvöld. I næstu viku mun Guðmund- ur taka fyrir tónlist um kvenna- nöfn og ekki verður það allt ástaróður. —KL Nú er vetur framundan. Þessi faliega mynd minnir okkur á að veturinn getur líka átt sínar góðu hliðar. Guðmundur Jónsson mun k.vnna útvarpshlustendum tónlist um rigningu og snjó í kvöld. DB-mynd Ragnar Th, Fimmtudagur 16. september 7.00 Morgunútvarp. VeðurfreMnir kl. 7.00. 8.15 ofi 10.10. Fróttir kl. 7.30. 8.15 (ok torustUKr. daítbl.). 9.00 ok 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Sitíurður Gunnars- son heldur áfram söííu sinni: ..Frændi se«ir frá" (14). Tilkynniníiar ki. 9.30. lætt löí* milli atriða. Viö sjóinn kl. 10.25: Iníiólfur Stefánsson rærtir enn við Gurtmund Halldór Guðmundsson sjómann. Tónleikar. Morguntónloikar kl.11.00: Claudio Arrau leikur pianó- sónötu I D-dúr op. 10 nr. 3 eftir Beet- hoven / Italski kvartettinn leikur strení'jakvartett I A-dúr op. 41 nr. 3 eftir Srhumann 12.00 Dafískráin. Tónleikar. Tilkynn- in«ar. • 12.25 Verturfregnir og fróttir. Tilkynn- insar. Á frívaktinni. Manírót Gurtmundsdóttir kynnir óskalön sjömanna. 14.30 Miödegissagan: „Grænn varstu. dalur" eftir Richard Llewellyn. Olafur Jóh. Siyurrtsson íslenzkarti Oskar Halldórsson les (5). Í5.00 Miödegistónleikar. RIAS- Sinföníuhljómsveitin í Berlín leikur „Serirami". forleik eftir Kossini, Ferenc F'ricsay stjórnar. Ferenc Tar- jáni og Ferenc-kammersveitin leika Hornkonsert í D-dúr eftir Liszt; Frigyes stjórnar. Fílharmoníusveit Berlínar leikur Sinfóníu I Es-dúr (K543) eftir Mozart; Wilhelm Furt- wángler stjórnar. 16.00 Fróttir. Tilkynnmgar. (16.15 Verturfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli bamatíminn. Finnborg Scheving hefur umsjón mert höndum. 17.00 Tónleikar. 17.30 Seyðfirzkir hernamsþættir eftir Hjalmar Vilhjalmsson. Geir Christensen les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Verturfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tjíkynningar: 19.35 Nasasjón. Arni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson ræða við Birgi Sigurðsson rithöfund. 20.10 Gestir í útvarpssal. Aage Kvalbein og Harald Bratlie leika, saman á selló og píanó. a. Sellósónata í G-dúr eftir Sammartini b. Sellósónata I d-moll eftir Debussv. 20.30 Leikrit: „Aö loknum miödegis- blundi" eftir Marguerite Duras. Þýðandi: Asthildur Egilson. Leik- stjóri: Gfsli Halldórsson. Persónur og leikendur: Stúlkan ....Ragnheiður Steindórsdóttir Monsieur Andesmas ................... Þorsteinn ö. Stephensen Konan ..............Helga Bachmann 21.35 „Úrklippur", smásaga eftir Bjöm Bjarman. Höfundurles. 22.00 Fróttir. '§ 22.15 Verturfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Siguröar Ingjaldssonar frá Balaskaröi. Indrirti G. Þorsteinsson rithöfundur les (10). 22.40 Á sumarkvöldi. Guðmundur Jóns- son kynnir tónlist um regn og snjó. 23.35 Fróttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.