Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 3
1)A(5BI,AÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 22. SF.PTEMBER 1976. Æskulýðsróð ekki rétti aðilinn að halda skemmtanir dagsins Viltu fá aðra — fyrir unglinga, segir lesandi og vill lóta iþróttafélög, kirkjuna og templara halda slíkar skemmtanir Erlendur Sigurþórsson hringdi: „Lokun Tónabæjar hefur undanfarið verið talsvert til umræðu eins og eðlilegt hlýtur að teljast. Það má öllum vera ljóst að þarna er á ferðinni vandamál, sem finna verður lausn á. Komið hefur fram, að unglingar, tiltölulega fáir, eyði- leggja fyrir fjöldanum, setja svartan stimpil á fjöldann. Flestir unglingarnir skemmta sér án áfengis og'án allra skríls- láta. Eftirfarandi spurning hefur því vaknað: Hvar fá ungling- arnir áfengið, sem þeir neyta? Það er alveg ljóst að tiltölulega fáir unglingar fá áfengi keypt í útsölum ÁTVR. Það er alls ekki einhlít skýring á þessu stóra vandamáli. Vafalítið fá unglingar einhverja til að kaupa fyrir sig áfengi. Því miður eru alltaf til einstakl- ingar, sem leika slíkan leik. En skyldu margir unglingar- ekki fá áfengi þar sem sízt skyldi? Einmitt heima hjá sér? Smeykur er ég um að svo sé. Ég á ekki við að foreldrar gefi börnum sínum áfengi, heldur taka unglingarnir áfengið ófrjálsri hendi. Foreldrar skilja ef til vill áfengisflöskur eftir í ólæstum skápum þar sem ungl- Allt með friði og spekt við Tónabæ. Unglingar bíða í röð eftir að komast inn. ingarnir ná til þess. Ef þetta er lóðið og eins og ég sagði áðan og er ég smeykur um að svo sé, þá vil ég eindregið hvetja alla for- eldra til að geyma áfengi í læstum hirzlum. En einmitt lokun Tónabæjar leiðir einnig hugann að því hverjir eiga að halda skemmt- anir fyrir unglinga. Eg held að Æskulýðsráð sé ekki rétti aðil- inn. Heldur miklu fremur þjóð- kirkjan, íþróttafélögin og góð- templarar. Reykjavíkurborg væri miklu nær að beinæ fé sínu til þessara aðila og styrkja þá í því að halda uppi skemmt- unum fyrir unglinga. Æsku- lýðsráð er þegar orðið allt of mikið bákn og þungt í vöfum, snjóbolti er sífellt vefur utan á. sig. Nei, það er ekki rétti aðilinn til að halda skemmtan- ir, heldur áðurnefndir aðilar, sem einnig gætu styrkt enn frekar tengsl sín við ungmenn- in í landinu. Þar er verðugur vettvangur fyrir þessa aðila til að beitia kEöftum sínum á, enn frekar en gert hefur verið.“ Staðreyndir eru öllum hollar — fólk ó að sjó óður en það dœmir, segir ÁÞS um grein lesanda er fjallaði um kvikmyndina er Austurbœjarbió sýnir A.Þ.S. skrifar: í Dagblaðinu fimmtudaginn 16. september sl. birtist i „Raddir lesenda" grein undir nafninu „Ást og dauði — slika Flogizt á í fangelsinu í kvik- mvndinni „Ást og dauði í kvennafangelsinu". mynd á að banna hér“. Mig langar til að svara þeim er hringdi til Dagblaðsins og kvartaði undan þessari mynd. ,,E.E.“ sagðist hafa lesið kvikmyndadóminn í Dag- blaðinu um myndina „Ást og dauði í kvennafangelsi“. Því miður hef ég ekki lesið kvik- myndadóminn, en enginn getur dæmt svona mynd, nema að hafa séð hana með eigin augum enda eru dómarnir í blöðunum mismunandi. Á einum stað segir ,,E.E.“' „Mér blöskrar að svona mynd skuli komast fram fyrir ís- lenzka áhorfendur." Erum við íslendingar n’okkuð verri en aðrir? Því ættum við ekki að geta horft á svona mynd eins og annað fólk? Mér er spurn. Svo segir ,,E.E.“ „Hugsið þið ykkur hvaða áhrif svona lagað hefur á unglinga." Ég álít að svona lagað hafi mjög góð upp- eldis- og siðferðisleg áhrif á unglinga. Það sýnir þeim stað- reyndir. Blákaldar staðreyndir. Það sýnir þeim hvernig farið var með fólkið í fangelsunum í Suður-Evrópu þar sem „mafí- an“ er allsráðandi. Allir hafa gott af staðreyndum. Nei, svona myndir á að sýna í kvikmynda- húsum hérlendis. Þá talar ,,E.E.“ um klám. Ekkert er hollara fyrir unglinga en smá-klám. Það er því ekkert athugavert við þessa mynd og ég skora á ,,E.E.“ að fara í Austurbæjarbíó og horfa á myndina með eigin augum og sannfærast um að þessi mynd er í alla staði holl fyrir unglinga. Raddir lesenda KATRÍN PÁLSDÓTTIR Nóm er lika vinna — megn óánœgja með stundaskrá í Gagnfrœðaskóla Akraness Guðni Ilalldórsson skrifar: „í Gagnfræðaskóla Akraness hefur verið sett upp stundaskrá fyrir skólaárið 1976—77. Þar er flestum bekkjardeildum ætlað að sitja í skólanum frá kl. 8 að morgni til kl. 16 e.h„ án þess að fá hádegisverðarhlé, fyrir utan einn eða tvo daga vikunnar. Kennarar aftur á móti fá tryggðan matartíma alla daga vikunnar. Hefur þetta fyrir- komulag vakið megna óánægju meðal foreldra og nemenda og óskir um breytingar, sem settar hafa verið fram, hafa ekki fengið hljómgrunn hjá ráða- mönnum skólans. Augljóst er að stundaskrá er einhliða sett saman með það í huga að tryggja kennurum um- samda vinnuviku í skólanum með daglegu matarhléi, ásamt tíma til að leysa heimaverkefn- in. Nemendur verða hins vegar að vera í skóla 40 tíma fimm daga vikunnar og allt að níu tíma á dag, án þess að fá matar- hlé. Þegar heim er komið, eiga þeir eftir að leysa heimaverk- efnin. AÍlir sjá að þetta þarfnast lagfæringar enda er ekkert samræmi í þessu. Faðir eins drengsins hafði þetta um málið að segja: „Með þessu eru skólarnir að skapa vandamál sem margir tala um og á almennu máli er kennt við unglinga. Þess vegna skora ég á skólayfirvöld að leysa þetta vandamál nú þegar minnug þess að nám er líka vinna." DB hafði samband við Gylfa Svavarsson, skólastjóra Gagn- fræðaskólans á Akranesi. Hann sagði að mikið væri um val- greinar hjá nemendur í 9. bekk. Væri því erfitt að koma öllum þessum fjölmörgu greinum fyrir i venjulegum vinnutima nemenda og kennara. Þetta kæmi einnig niður á öðrum bekkjardeildum. Gylfi sagði að nemendur hefðu tvisvar sinnum 20 mínútur á þessu tímabili, sem þeir væru í skólanum, til þess að ne.vta matar. Væru þeir hvattir til að hafa með sér nesti. Það kemur varla fyrir að nemendur verði af hádegismat alla vikuna, svo þetta er þá dag og dag, sent svo'na stendur á. .. piðrt'íí hni—a —■ m 1 1 i,L ÞríB|udagur MlSvikudagur- Flmmtudagur ■tó'. ■’ . -s'. . .. Stserðfrfcði lDlkXirai. * • ’ . ■ ..s HV'tnr . SttrrðTrrcOi. .* Loikfirai lestur Matroiðsla ••^1045 Lá.ndafr-cOl Handavi'nna ^nelca - Hatreiðela ^Stnerö ♦‘rtvði :4<u:n.2o Danr.lca Handavinna Danrka Matreiösla . J?nek*t :jwi® Lestur rDA:iska Sa^a • ■ Matrniðsla M4I fr-TSt • - ,To-ujo Hidcgi:::::: lö'istinfrtcfli • Sund Jandafræöi • Há k r jr'i; 1,10—13,50 Stærfifr-'nOi 7ðliofræöi StTrðfrTði NáttúrufrTði, . ' IJS^-14,35 Málfrfsði ^ðlisfrœði Máttýrufræði • ■/.v'' 1 • I/<V15.20 Enska Tlnðka )av’ska . *’-v ^..: i.35-16,05 Leikf i oii • .'4 h +i"* L2Q-17.00 t ", . i 'ft5—\7AS • " V V *■; ** , ■ '. • \ . •■•' •* j". ' . Símor: Sk6lati|6rí, 1672 — Konnarailofa, 1972 — HúivörSur, 2376 * H y • ’ . ■ •*>* útvarpsstöð? Gunnar Helgason iðnskólanemi: Já, endilega. Mér finnst alveg sjálfsagt að við fáum aðra íslenzka stöð fyrst Keflavlkurút- varpið fær að starfa óáreitt. Baltasar listmálari: Já, og það fyrir löngu. Ég er á móti einokun á öllum sviðum og ég vil fá aðra sjónvarpsstöð líka. Ég er viss um að allir vilja fá fleiri „Jóna Múla og Eiða“. Hrönn Sturlaugsdóttir, atvinnu- laus: Já, alveg endilega. Útvarp mundi batna mikið ef samkeppni væri. Það er ómögulegt að leyfa svona einkarétt á því að útvarpa. Ólafur Oddsson félagsmála- kennari: Já, alveg tvímæla- laust.Samkeppni er nauðsynleg og Ríkisútvarpið er svo rotið. Pétur Pétursson þulur: Já, því ekki það. það er bezt að Silli og Valdi taki að sér útvarpsrekstur. Þeir hafa byggt hvert húsið af öðru meðan Ríkisútvarpið býr við þröngan kost í leiguhúsnæði. Hafsteinn Sigurðsson hrl.: Já. Frjáls samkeppni er ætíð til bóta. Ríkisstjörnin hefur þegar gefið leyfi til reksturs annarrar stöðvar hér á landi með afskiptaleysi sínu af Keflavíkurútvarpinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.