Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 15
I)A(’.BLAiMf). MIÐVIKUDACUH 22. SEPTEMBER 1976. 15 Nú kýla menn vömbino og teyga guðaveigar með Októberhátíðin í Munchen stendur sem hœst Oktoberfest nefnist hátíð nokkur sem haldin er árlega í Miinchen á Theresíuengi. í ár hófst hátíðin laugardaginn 18. september og líður síðan við glaum og gleði til sunnudagsins 3. október, sem er jafnframt kosningadagur í Vestur- Þýzkalandi þar sem kjósa á til sambandsþingsins í Bonn. Oktoberfest er hátíð bjórsins eins og jólin eru hátíð ljóssins. Enda lágu Bæjarar og aðrir gestir Októberhátíðarinnar í fyrra ekki á liði sínu, heldur létu 4.455.700 lítra hinna gulu guðaveiga renna niður um kverkar sér. Auk bjórs neyta menn allskyns matar meðan á hátíðinni stendur og fengu 502.755 kjúklingar að greiða með lífi sínu fyrir matarlygt hátíðargesta. Þrjátíu og átta heilum uxum og 892.060 pylsum munaði hátíðargestina heldur ekki mikið um að sporðrenna. Er allt útlit fyrir að á hátíðinni í ár verði magnið af bjór og mat sem neytt verður sízt minna en í fyrra. Yfir hátíðarsvæðinu, There- sienwiese, gnæfir risa- styttan Bavaría, steypt í kopar úr bræddum tyrkneskum kanónum. Bavaría er kven- ímynd Bæern og hefur bæverska ljónið sitjandi við fætur sér. Styttan af Bavaríu er fyrsta risastytta sinnar tegundar á nýöld, reist á árunum 1843 til 1850. Seinna komu til aðrar styttur, svo sem frelsisstytta Bandaríkjamanna og hermannsminnismerkið í Teutenborgarskógi, reist til minningar um sigur Germana yfir Rómverjum. Um langt skeið, áður en Batvaría var reist, hafði konunga víða um lönd dreymt um að koma sér upp risastyttu i líkingu við þær sem þekktust í fornöld, t.d. styttuna af Kólossos, sem stóð yfir innsiglingunni í höfnina á Rhódos og vísaði sjófarendum leiðina. Svo sem að líkum lætur er ekki hlaupið að því að koma upp styttum sem þessum og ekki hefur það verið auðveldara á fyrri hluta síðustu aldar. Enda tók gerð styttunnar og uppsetning um sjö ár eftir nokkurra ára undirbúning og skipulagsvinnu. í þá daga var í Miinchen fullkomnasta málm- steypa sem þekktist. Olli það miklu um það að Lúðvík fyrsti konungur af Bæern (f. 1786 d. 1868) tók ákvörðun um að reisa risastyttu í tengslum við Frægðarhöllina, sem hann hugðist reisa til að koma þar fyrir brjóstmyndum frægra Bæjara. Er Lúðvík fyrst efndi til samkeppni um Frægðarhöllina, sem stendur á bak við styttuna af Bavaríu, kom fram sú hugmynd frá Leó von Klenze (f. 1784 d. 1864) húsmeistara konungsins að reisa einnig styttu fyrir framan súlnagöngin sem mynda Frægðarhöllina. Var hinn ungi myndhöggvari Lúðvík Swant- haler (f. 1802 d. 1848) fenginn til að móta styttuna af Bavaríu. Hafði Swanthaler á námsárum sínum m.a. leitað til Rómar og verið þar nemandi Alberts Thorvaldsens. Bavaria með bæverska ljónið við fætur sér og Frægðarhöllina á bak við. Þetta er fyrsta risastyttan sinnar tegundar á nýöld. Stendur Bavaría með ljónið við fætur sér á tæplega níu metra háum stöpli og sjálf er styttan tæpir nítján metrar á hæð. Unnt er að fara inn í styttuna og út úr höfði hennar er hið bærilegasta útsýni yfir Miinchenarborg. -BH S0LZHENITZYN Alexander Solzhenitzyn, sem sagt er að ógnað sé stöðugt með hótunarbréfum, hefur nú flutt aðsetur sitt frá Zíirich í Sviss til Bandaríkjanna, þar sem hann keypti hús fyrir sig og fjöl- skylduna, eiginkonu og fjögur börn. Solzhenitzyn, sem var gerður útlægur í Sovétríkjunum árið 1974, hefur undanfarin ár haldið marga fyrirlestra í Bandaríkjunum, en flutti að- setur sitt þangað í ágúst síðast- liðnum. „Solzhenitzyn hafði á tilfinningunni að sovézkir njósnarar frá KGB héldu uppi njósnum um hann í Ziirich," segir Tages Anzeiger-dagblaðið í Zúrich, sem fyrst varð til að skýra frá flutningum hans. Vinur rithöfundarins, Nicholas Pervushin, sem kennir við McGill háskólann í Montreal, staðfesti fréttina en vildi ekki gefa upplýsingar um hvar Solz- henitzyn byggi. „Það er hans að ákveða hvenær hann vill gefa það upp,“ segir Pervushin „Hann hefur sínar ástæður til að halda því leyndu.“ Jafnframt , hefur inn- flytjendaeftirlitið í Bandaríkj- unum staðfest að Solzhenitzyn og fjölskylda hans hafi fengið innflytjendaleyfi í Bandaríkj- unum til varanlegrar dvalar. Hér á landi þekkja flestir laga- smiðinn fræga Burt Bacharach sem m.a. gerði lagið „Regndropar falla“ og var vinsælt hér á árunum 1969-70. Hann kvæntist leikkonunni Angie Dickinson árið 1965 og í mörg ár voru þau eitthvert glæsilegasta parið í skemmtanaiðnaðinum. Nú er frægð hans tekin að dvína í heimalandi hans og reynd- ar um 1 víða veröld, nema kannski hér á landi, en stjarna hennar hefur aftur á móti risið mjög. Hún hefur hlotið mikla frægð fyrir aðalhlutverkið í sjónvarpsþætti er nefnist Lög- reglukonan. Þá bregður svo við að hjóna- bandið splundrast. Angie og Burt eru skilin að skiptum; hann hefur líklega ekki þolað að sól frægðasinnar skini um of á eiginkonuna. Það er kannski kaldhæðni örlaganna en það var einmitt Burt sem benti Angie á að taka að sér þetta hlutverk, sem nú hefur orðið til þess að splundra hjónabandi þeirra. Lögregluþættirnir fjalla um hörkulögguna Pepper Anderson sem er foringi að tign og lendir í margs konar ævintýrum. Einnig er lögð áherzla á kvenlegan yndis- þokka Angie, sem er hreint ekki svo litill. Bacharachshjónin áttu eina tíu ára dóttur, Nikki að nafni. Eiginmaðurinn þoldi ekki velgengni frúarinnar Svona litur Pcppcr Andcrson út i átökum sínum við glæpamcnnina. Það hcvrðist líklcgahljóð úr horni frá kvcnfclögum hcr á landi cf íslcnzka sjónvarpið bæri gæfu til þcss að la þætti þcssa til sýningar. Angic Dickinson cr fjörutíu og fjögurra ára gömul. er nú sogður búa í Bandaríkjunum Hafa opinberir embættismenn í smábænum Cavendish í Vermont sagt að náinn vinur Solzhenitzyns, Alexander Vino- gradov, hafi keypt 50 ekrur lands og hús þar í bæ siðast- liðið haust. Quentin Phelan, bæjarstjórinn þar, segir: „Við höfum aldrei séð hann (Solz- henitzyn) hér í nágrenninu en heyrt orðróm um að hann búi þarna." Hjónin Burt Bacharach og Angie Dickinson voru lengi eitthvert glæsilegasta parið í skemmtana- heiminum vestra. Alexander Solzhenitzyn mun nú ásamt fjölskyldu sinni búa í smábænum Cavcndish i Vermont. Margvíslegur getur arfurinn verið Það er eitt og annað sem börn geta tekið í arf frá foreldrum sínum. Yngsta dóttir Frank Sinatra, Tina, hefur fengið allskyns erfiðleika í arf frá föður sínum, m.a. rótleysi og óhamingjusamt hjónaband. Hún hefur reynt fyrir sér sem söngkona, síðan sem leik- kona og loks sem heima- vinnandi húsmóðir. Hún var gift sjónvarpskvikmyndafram- leiðandanum Wes Farrell en nú er hjónabandinu lokið. Tina sem er tuttugu og átta ára gömul gafst upp á öllu saman og eiginmanninum líka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.