Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBEK 1976. Jóni Kr. Olsen úr Keflovík svarað — Sigurpáll Einarsson skipstjóri svarar fyrir sig SÍRurpálI Einars«5on hringdi vegna spurninga sem Jón Kr. Ölsen setti fram í Dag- blaðinu 18. sept. Varðandi spurningu nr. 1 og 2 er þessu til að svara: Eigi Sjómannasam- band tslands að geta áorkað einhverju til hagsbóta fyrir sjó- menn þarf það að hafa stuðning og traust frá sjómönnum. Til þess að svo megi vera þarf að velja til forystu í Sjómanna- sambandi tslands menn úr röðum sjómanna, sem sjómenn treysta eða aðra trausta menn. Þar á ég við einhverja þá menn sem hafa af lífi og sál helgað sig málefnum sjómanna og eru I nánum tengslum við þá, þótt þeir séu ekki lengur sjómenn’, eins og Jón Kr. Ólsen í Vél- stjórafélagi Keflavíkur og fleiri og fleiri sem víða er að finna í sjómannafélögunum. Aðalat- riðið er að þeir menn, sem sjó- menn bera traust til og eiga eftir að sitja sjómannasam- bandsþing sameinist og styðji einn úr sínum röðum til for- mennsku í sambandinu. Svar við spurningu 3. Ég hef ekki atkvæðatölur til viðmið- unar frá einstökum sjómanna- félögum en það var áberandi skoðun hjá mörgum sjómönn- um að þeir færu ekki að taka þátt I þeim skrípaleik að greiða aftur atkvæði um svo til sömu samninga og þeir höfðu fellt í febrúar í vetur. Það var þess vegna að sam- starfsnefnd sjómanna notaði af- ganginn úr sjóði sínum í aug- lýsingar og hvatti sjómenn tii að taka afstöðu til samninganna og nota atkvæðisréttinn. Kann- ski hafa sjómenn litið á þá aug- lýsingu sem skrípaleik. Og ég hef ekki trú á að þeir menn úr samninganefnd Sjómannasam- bandsins, sem komu á fund hjá samstarfsnefnd sjómanna á Hótel Sögu í vetur séu þeirrar skoðunar að áhugaleysi hafi valdið lélegri þátttöku í at- kvæðagreiðslu um kjarasamn- ingana. Á þann fund komu 400 manns þrátt fyrir óveður, ófærð og bensínskort. Jón Kr. Ólsen og aðrir sem vinna af heilum hug í þágu sjómanna eiga virðingu skilið fyrir að reyna í vetur sem leið að halda uppi andliti sjómannasamtak- anna og mæla með samningum sem þið sættuð ykkur ekki við. Þið eigið virðingu skilið fyrir að mæla með vilja meirihlutans í samninganefnd i staðinn fyrir að kljúfa samtök sjómanna á erfiðum tímum. En mikið ósköp vorkenndi ég ykkur þegar þið komuð með svo til sömu samn- ingaog báruðundiratkvæðinú í sumar þegar andlitið var dottið af sjómannasamtökunum. Spurningu 4 tel ég mig svara nægilega vel með öðrum spurn- ingum: 1. Telur Jón Kr. Olsen eftir reynslu sína í samninganefnd Sjómannasambandsins heppi- legt fyrirkomulag að F.F.S.Í. (Farmanna og fiskimannasam- band Islands) og Sjómannasam- band íslands sitji á samninga- fundum hvort i sínu herbergi og samþykki eða hafni á víxl einstaka liðum samninganna án samráðs hvort við annað? 2. Telur Jón heppilegt að dýr- mætir dagar I vinnudeilum séu notaðir í innbyrðis deilur um kröfugerð eins og gerðist í vetur milli F.F.S.I. og Sjómannasambands Islands? 3. Telur Jón eða einhver annar það ástand heppilegt í barátt- unni fyrir bættum kjörum sjó- manna, sem margsinnis hefur komið upp á undanförnum árum, að hásetar, vélstjórar og yfirmenn séu í verkföllum eða með lausa samninga hverjir I sfnu lagi? Það sé verkfall í einni verstöð en róið í annarri og að farmenn og útgerðar- menn innan F.F.S.I. séu að semja um skiptaprósentu fyrir fiskimenn? Spurning 5: Þar gætir nokkurs misskilnings hjá Jóni Kr. Það er ekki mín skoðun að einhver sérstök pólitísk stjórn geti haldið Sjómannasamband- inu saman. Þar mega einfald- lega engin pólitísk öfl ráða. Nú þegar samtök sjómanna njóta ekki trausts þeirra verður að gera allt til að efla mátt samtak- anna. Þar mega engin spillandi öfl eins og pólitík koma nálægt stjórn, því það myndi óneitan- lega bitna á kjörum sjómanna. Vildi ég nú enn spyrja þig, Jón Kr. ólsen: Telur þú að Sjómannasambandið klofni ekki ef þannig æxlast til að nýr formaður verði kosinn vegna þess stjórnmálaflokks sem hann fylgir og vitað er að sjómenn bera ekki traust til þess manns? 6. spurning: Jón Kr. Ölsen veit eins vel og ég hvaða póli- tísku öfl eru að vinna ákveðnum mönnum fylgi í for- ystuliði samtakanna, og flestir sjómenn vita að pólitisku flokk- arnir vilja allir eiga þann mann sem kemur til með að stjórna samtökunum. En það eru færri sem gera sér grein fyrir því, að sú hætta er fyrir hendi að póli- tíkusarnir komi því þannig fyrir, að þið stillið upp manni búsettum í einhverjum lands- hluta fjarri Reykjavík til að tryggja honum fylgi utan af landi. Síðan kæmi að því að vegna búsetu formannsins, fjarri höfuðstöðvum samtak- anna í Reykjavík, yrði ráðinn pólitískur framkvæmdastjóri og pólitíkin stjórnaði síðan samtökunum f gegnum hann. Fordæmi er til úr öðrum sam- tökum. SIGURPÁLL EINARSSON BEÐINN UM AÐ SVARA — spurningar fró Jóni Kr. Ólsen úr Keflavik Jón Kr. Olsen i Kelavik sendi bladlnu eftirfarandi: „Ég vil koma á framfæri nokkrum spurningum til Sigur- páls Einarssonar skipstjóra úr Grindavik. Tilefnið er ummæli hans i DB þann 14. september sl. 1. Hverjir eru „þeir,‘ sem sjómenn sjálfir treysta? 2. Hverjir eru „þeir" eóa „öðrum traustum mönnum"? 3. Var þátttaka sjómanna i siðustu atkvæðagreiðslu um bátakjarasamningana minni nú en verið hefur I atkvæða- greiðslu um kjarasamninga sjómanna t.d. siðustu 10-15 árin eða þa yfir lengra timabil? 4. Hvaða rök færir þú fyrir þvi að sjómönnum yrði betur ágengt f kjaramálum meó samruna allra sjómanna í ein heildarsamtök? 5. Hvernig á sú pólitiska stjórn Sjómannasambandsins að vera sem taka á við stjórn svo sam- tökin klofni ekki? 5. Hvaða pólitisku öfl eru að vinna ákveðnum mönnum „fylgi" „sem sjómenn gætu ekki sætt sig við sem lei'ðtoga"? Deyr fé, deyja frœndur, gleymast guðfeður... REYKJAVÍK, f framhaldi bréfs vors frá vegna greiCslufalls á tékka aC fjárhæC kr. útgefnum úr reikn. nr. viC , en ábektum af yCur, tilkynnist yCur hér meC, aC ofangreindur útgefandi hefur veriC kærCur til sakadóms vegna meints hegningarlagabrots. Útgefandi hefir ekki fengizt til aC greiCa tékkann, og gerum vér því þá kröfu til yCar, aC þér innleysiC ofangreindan tékka eigi siCar en 10 dögum eftir dagsetn- ingu bréfs þessa. VirCingarfyllst, SEÐLABANKI ÍSLANDS Ein tegund þeirra fjölmörgu hótunarbréfa sem Seðlabankinn sendir borgurunum. Hér er tilkynnt að útgefandi ávísunar hafi verið kærður til Sakadóms. Það virðast geðþóttaákvarðanir sem ráða þvi hverju sinni, hvaða aðila bankinn kærir fyrir Sakadómi og engin fastmótuð regla þar um. Jafnframt er framseljandi krafinn um að innleysa tékkann. Hvenær skyldi unnt að krefja hina raunverulegu gúmmitékkara um skuldaskil frammi fyrir dómstól- um? Gamall gúmmíkarl úr vestur- bænum skrifar: I framhaldi af ræfilslegum hugrenningum mínum, sem Dagblaðið hefur birt að undan- förnu, langar mig enn, gamlan gúmmíkarlinn, að leggja nokk- ur orð í þann belg: Þar sem fátt eitt nýtt hefur gerzt i ávísanamálinu svokall- aða, utan Morgunblaðsviðtals- ins við Don Haralz, sem er sér kapituli i fjölmiðlasögunni út af fyrir sig þá langar mig að bregða aðeins skriðbyttunni á valda kafla úr gúmmisögu þjóðarinnar og heilsa lítillega upp á tvo guðfeður, sem enga eiga sér líka. Sjálf höfuðborgin eða maður austan af fjörðum Mörgum er sjálfsagt í fersku minni áratugs gamalt útvarps- erindi látins forstjóra Þjóð- bankans. Tilefnið var innistæðuleysi ávísana. Banka- stjórinn sálugi sagði það m.a. vera samdóma álit stjórnenda bankans að ekki bæri að semja við þá sem stunduðu sjálfsaf- greiðslu á fjármunum hans. Þetta þótti vitaskuld eðlileg af- staða til breyskra viðskipta- vina. Það kom því óneitanlega spánskt fyrir sjónir þegar stjórn bankans breytti mögl- unarlaust í langtimalán nærri sjöhundruð milljóna króna yfir- drætti Reykjavíkurborgar um- fram lánsheimild. Hvar var nú sjálfstökureglan góða? Hafði hana dagaðuppi sem nátttröll í grárri morgunskímunni? Eða þótlie.t.v. ekki við hæfi að beita henni við sjálfa Reykjavíkurmaddömuna, þótt kerlingu yrði hált á skírlífis- svelli ávísanaviðskipta? Alla- vega minnist undirritaður ekki málaferla á hendur prókúru- hafa borgarsjóðs, né að stjórn- endur höfuðborgarinnar hafi verið fluttir austur fyrir fjall að afplána makleg málagjöld. Guðfeður hyggja á landvinninga Þá er ekki langt um liðið síðan Alþýðusamtökin máttu horfa upp á hrun bankans síns. Stjórnendum hans varð nefni- lega líka fótaskortur á níð- þröngri braut dyggðugra tékka- viðskipta. Eðlilega hlutu þeir sinn reisupassa og sjálft banka- ráðið fylgdi í kjölfarið. En Alþýðubankanum hf. var ekki lokað sem öðrum þrotabúum. Seðlabankastjórar íklæddust jólasveinaskrúða. Þeir þrömm- uðu upp Laugaveginn með fulla poka af bankaseðlum. Flór fjármálasnillinga alþýð- unnar var mokaður með rúm- um hundrað milljónum kr. af almannafé. Á bankamáli heitir slíkt að styrkja lausafjár- stöðu viðskiptabanka. Á ís- lenzku máli heitir það að stinga viðkomandi bankastofnun í vas- ann. Guðfeðurnir fögnuðu auknum landvinningum. Áhrifavald Don Nordale festi varanlegar rætur við Laugaveg- inn. Víkingar sigli sinn sjó Þegar bú Air Viking hf. var skömmu seinna tekið til skipta- meðferðar hljómuðu engar jóla- bjöllur. Enginn maður minntist á styrkingu lausafjárstöðu félagsins. Hluthafar fyrirtækis- ins fengu ekki einu sinni kerti og spil. Um gildi þessara tveggja hlutafélaga má vitaskuld deila. Allt að einu er staðreyndin sú, að tugir stofnana veita sömu þjónustu og Alþýðubankinn hf., þar af fjölmargar við sömu götu. Þá hefur og Don Haralz sjálfur lýst yfir í margfrægu Moggaviðtali að gjarnan megi fækka bönkum, væntanlega þó með tilliti til að hans eigin banki verði ekki aflagður. Air Viking hf. gegndi þó óneitanlega mikilvægu sam- keppnishlutverki. Undirritaður er alls ekki hér að álasa rikis- apparatinu fyrir að blása ekki hundrað milljón króna lífsanda í jarðneskar leifar flugfélags- ins. Þvert á móti. Forystumenn félaganna beggja hafa yfir- dregið gróflega umfram allar lánsheimildir. Hvorugt hluta- félagið verðskuldaði þvi hand- fylli af almannafé, frekar en Pétur og Páll á götunni, sem yfirdraga fimmþúsundkall á ávisanareikningi, rétt fyrir mánaðamót. Jólakötturinn er tvímælalaust réttlátt hlutskipti þeirra. Guðfeður allra alda Hér hefur lítillega verið minnzt á nokkra þúfutittlinga á akri innistæðulausrar tékkaút- gáfu. En hærra skal stefnt. Það er með óstyrkri hendi vanmátt- ugs lærisveins sem undir- ritaður skrifar nöfn þeirra Jóhannesar Nordal og Matthíasar A. Mathiesen, guð- feðranna sem gert hafa mánaðamótayfirsjón mannsins á götunni að orkufrekri stór- iðju. Frá upphafi eigin fésýslu hafa landsfeður ástundað smá gúmmítékkun á allt lauslegt þegar harðnað hefur í ári. Með aukinni fyrirgreiðsluþörf at- kvæðaveiðara hafa þessar litlu yfirsjónir vaxið í hroilvekjandi vitahring. Glorsoltinn rikispúk- inn er mettaður með happ- drættislánum og spariskirtein- um. Vinnuþrek óborinna kyn- slóða er sett að veði þegar tryggingar þrýtur. Erlendis er jafnan íklæðzt beiningalörfum hvar sem klingir í 30 silfurdöl- um Júdasar. Samtrygging flokkanna krefst daglegra blóð- fórna. Gapastokkar hannaðir fyrir almenning Samkvæmt starfsreglum Seðlabanka íslands eru inni- stæðulausar ávísanir inn- heimtar með séystöku 10% gjaldi viðskiptaráðuneytisins auk hæstu dráttarvaxta, 24% ársvaxta. Dragist fullnaðarupp- gjör, að mati bankans, þá er viðkomandi stefnt fyrir dómþing, bankareikningnum lokað og útgefandinn kærður til refsingar fyrir sakadómi. Þetta virðist fljótt á litið sanngjarn gapastokkur fyrir brotlega og vel til þess fallinn að stemma stigu við misnotkun þess trausts, sem Pétri og Páli af götunni er sýnt með afhend- ingu tékkheftis þeim til handa. Undirritaður hefur a.m.k. ekki hitt neinn þann mann sem ekki er fyllilega sammála þessum röggsömu vinnubrögðum. Deyr fé, deyja frœndur, gleymast guðfeður... En undirritaður hefur heldur aldrei heyrt að hinum raunverulegu gúmmíkörlum þessa lands hafi verið stefnt fyrir dómstóla með sama hugar- fari og Pétur og Páll af götunni er krafinn svara fyrir fimmþús- undkall mánaðamótanna. Ekki hefur í eyru undirritaðs verið minnzt á af röggsemi að svipta með aðstoð dómstóla þessa skriftarglöðu útgefendur prókúrunni sem þeir hafa svo herfilega misnotað. Það verður sennilega löng bið á því að þeir standi frammi fyrir umboðs- dómurum, við hlið Péturs og Páls, sem eiga þeim sameigin- legt að hafa ekki heldur valdið tékkheftinu sem þeim var trúað fyrir. Islenzka gúmmímafían verður aldrei til saka sótt. né ábyrg gerð fyrir óreiðu sinni. Slíkt hindrar samtrygging stjórnmálaflokkanna. Það kemur í hlut Péturs og Páls að moka flórinn. Öfæddar kyn- slóðir munu standa frammi fvrir umboðsdómurum á skuldadegi. Guðfeðurnir verða þá löngu grafnir og gleymdir. Sú verður • ein huggun gegn harmi. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.