Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 12
_ _ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976. liimniH— Suðurnesjameistarar Reynis. Fremri röð taiið frá vinstri: Arnar Karisson, Pétur Sveinsson, Pétur Brynjarsson, Þórður Marelsson, Omar Ölafsson, Jón Örvar Árason, Guðjón Ölafsson, Reynir Öskarsson, Jón Ölafsson, Sigurður Jóhannsson. Aftari röð: Eggert Jóhannsson, þjálfari, Skúli Jóhannsson, Gústaf Öiafsson, Ari Arason, Sveinn Þorkelsson, Júlíus Jónsson, Öinar Björnsson, Jón Guðmann Pétursson og Magnús Kristins- son Reynir Suður- nesjameistari í karlaf lokki — Víðir í kvennaflokki Reynispiltarnir ætla svo sannarlega ekki að gera það enda- sleppt í sumar. Eftir að hafa sigrað í 3. deiidinni og þar með öðlast sæti í 2. gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu Suðurnesjamótið í knattspyrnu, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, og hlutu með þeim sigri sæmdarheitið „Besta knatt- spyrnulið á Suðurnesjum 1976“. Reyndar eiga þeir einn leik eftir, við UMFK, en hann skiptir ekki máli. Sandgerðingar hafa ekki tapað stigi, en næsta lið UMFK hefur þegar tapað þremur. Auk Reynis tóku þátt í meistara- flokki, UMF Grindavíkur, Víðir, UMFN og bæði Keflavíkurliðin, KFK og UMFK, en þau tefldu ekki fram þeim mönnum, sem léku með 1. deildar liði ÍBK. Eigi að síður er sigur Reynis mjög athyglisverður og liðið skipa mjög ungir leikmenn. Leikir mótsins voru oft skemmti- legir og hart barizt eins og títt er um þegar nágrannar reyna með sér á vettvangi íþróttanna. Þótt hálf tylft leikmanna hafi samtals verið látin víkja af velli á mótinu þegar víga- móðurinn keyrði um þverbak að áliti dómara, sat góð knattspyrna oftast í fyrirrúmi. En knattspyrnan á mikil ítök í fleiri Suðurnesjamönnum en þeim sem karlkvns éru. Konur tóku í fyrsta sinn þátt í mótinu, lið frá Víði, Grindavik og KFK. Viðis- stúlkurnar báru sigur ur býtum meó nokkrum yfirburðum og færðu félagi sínu eina bikarinn úr keppninni. en þær hafa sýnt mik- mn anuga og æu vei, enda stóou þær sig allvel í kvennaflokki Islandsmótsins í sumar. Ungmennafélag Keflavíkur vai sigursælt í yngri flokkunum og strákarnir færðu félagi sínu þrjá bikara, í 4. 5. og 6. flokki. UMFK ætti þvi ekki að örvænta i fram- , tíðinni. Grindvíkingar kræktu sér í einn bikar, í 3. flokki, en þar eru margir efnispiltar á ferðinni. KFK-ingar voru víða í úrslitum, en tókst ekki að vinna neinn flokk. Samt er ekki loku fyrir það skotið. Urslita- leikurinn í 2. aldursflokki er eftir á milli KFKog Reynis. Meistaraflokkur UMFN kom nokkuð á óvart og átti góðar líkur á sigri þar til þeir töpuðu fyrir Reyni, 2:1, eftir að hafa haft forustu í leiknum allt undir lokin. Njarðvíkingar eru að reyna að hefja knattspyrnuna til vegs í bænum að nýju með því að sýna yngri flokkunum einhverja rækt og það ætti að vera auðvelt þar sem allar aðstæður eru fyrir hendi, bæði íbróttahús oe vellir. emm. Suðurnosjameistarar Víðis i kvennaflokki 1976. Aftari röð frá v. Elsa Pálsdóttir, Kristjana Vilhelinsd., Unnur Knútsdóttir, Auður Vilhelms- dóttir, Kristvina Magnúsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Kristín Eyjólfsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Þurí Jónasdóttir, Júlíus Baldvins- son þjáifari. Fremri röð: Eyrún Finnbogadóttir, Halldóra Jóna Sigurðar- dóttir, Ilrönn Edvinsdóttir, Bryndís Knútsdóttir og Ingihjörg Eyjólfs- dóttir. Þróttur gekk á I þegar Fram gafsl — Þróttur sigraði Fram 24-17 og skoraði 6 síðustu möi — þar af 4 ó síðustu mínútunni Þróttur vann óvæntan en sann- gjarnan sigur á ákaflega ósam- stiiltu liði Fram í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik í gær- kvöld 24—17. Munurinn 7 mörk en tölurnar gefa alls ekki rétta mynd af gangi ieiksins. Leikur- inn var alian tímann mjög jafn en leikmenn Fram virtust ekki þola mótlætið og brotnuðu niður, bein- línis gáfustu upp. Þróttur gekk á lagið og á síðustu mínútunni — já, einni mínútu — skoruðu leik- menn Þróttar 4 mörk gegn engu. Fram á langt í að vera með heilsteypt lið ennþá — það dylst engum. Þar með er ekki sagt að lið Fram verði slakt í vetur. Síður en svo engum dylst að margt býr í liðinu og ef að líkum lætur verður lið Fram í toppbaráttunni. Þróttur kom hins vegar skemmtilega á óvart án síns bezta manns frá í fyrra — Friðriks Friðrikssonar. Leikmenn Þróttar gáfu aldrei þumlung eftir i gærkvöld og liðið virkaði sterkt í heildina. Hins vegar er Friðrik illa fjarri góðu gamni. Hann er nú á sjúkrahúsi og verður sennilega ekki með að minnsta kosti framan af íslands- mótinu. Nú, Fram hafði yfir í leikhléi 12—11 og þegar 7 mínútur voru eftir af ieik var staðan 17—18 fyrir Þrótt. Fram hafði farið illa með tækifæri sín og misst þrjú víti. En leikmenn Fram héldu ekki haus þær sjö mínútur sem voru eftir og gerðu hver mistökin öðrum stærri. Þróttur gekk á lagið og skoraði 6 síðustu mörk leiksins — þar af 4 á síðustu mínútunni. Konráð Jónsson var markhæstur Þróttara með 9 mörk. Halldór Bragson skoraði 6 og Bjarni Jónsson 4. Pálmi Pálma- son skoraði 7 mörk fyrir Fram. Síðari leikurinn i gærkvöld var pumn ÍÞRÓTTA- TÖSKUR Sportvöruverzlun Ingólfs Óskorssonar Hólagarði Breiðholti Sími 75020 Klapparstig 44 Simi 11783 á milli 2. deildarliða KR og Fylkis Öllum á óvart stóðu leikmenn Fylkis í KR. Þetta virtist ekki sízt koma leikmönnum Árbæjar- liðsins á óvart — þeir virtust hálf- feimnir við hina léikreyndu leik- menn KR sem þó gerðu sig seka um siæmar skyssur. Staðan í leik- hléi var 7-7. KR náði hins vegar góðu forskoti í byrjun síðari hálf- leiks — komst í 13-8 og eftir það voru úrslit leiksins ráðin. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er — dómarar leiksins þeir Haukur Hallsson og Jón Hermannsson voru KR ákaf- lega hliðhollir. Ekki að það hafi verið ætlun þeirra. En einhvern veginn er það þannig með mann- skepnuna að henni er gjarnt að halda með þeim sterka. Og þeir félagar báru allt of mikla Skinner vann silfurhafann S-Afríkubúinn Jonty Skinner sigraði siifurhafann frá Montreal Jack Babashoff örugglega á sund- pióti i Frakklandi i gær. Skinner fékk tímann 50.1 í 100 m skrið- sundi og var hálfri sekúndu á undan Babashoff. Skinnar fékk ekki að taka þátt í Olympíuleikunum vegna stefnu S-Afríku í kynþáttamálum. Skömmu eftir Olympíuleikanna og eftir að Jim Montgomery hafði fyrstur manna synt undir 50 sekúndum — gerði Skinner sér litið fyrir og bætti met Mont- gomerys verulega. Skinner er nú álitinn bezti sundmaður heims enda heimsmetið hans. Skotinn Gray < andi í sókn A, Lundúnaiiðið Charlton, sem á stærstan völi iiðanna í heimsborg- inni frægu, The Valley, fékk sína beztu aðsókn í 14 ár, þegar West Ham kom i heimsókn i deilda- bikarnum, 32.898 — eða áhorf- endafjöldi eins og á veldistímum félagsins fyrir og eftir síðari heimsstyrjöidina. Charlton var m.a. í öðru sæti i 1. deiid 1937. En ekki tókst leikmönnum Charlton að gleðja áhorfendur sína með Enn sigrar Halmía! Halmía frá Halmstad heldur áfram sigurgöngu sinni í 2. deild suður i Svíþjóð. A laugardag sigraði liðið Trollhattan með 4-0 á heimavelli með mörkum Karl- Erik Stridt, sem skoraði þrívegis, og Tord Samuelsson. Aðeins fjórum umferðum er ólokið og Halmía hefur nær örugglega tryggt sér áframhaidandi sæti i deildinni. Liðið hefur nú 19 stig — en var með 11 stig og næstneðst, þegar Matthias Hallgrímsson byrjaði að leika með iiðinu. í þeim fimm leikjum, sem Matti hefur ieikið, hefur Halmía hlotið átta stig. Unnið fjóra leiki — tapað einum. Eitt lið úr deildinni kemst upp í Allsvenskan — og það sæti hefur lið Gautaborgar tryggt sér. Þrjú neðstu liðin falla niður í 3. deild. Staðan er nú þannig: Göteborg 22 18 3 1 58-21 39 Ilelsingborg 21 11 6 4 31-19 28 Hasselholm 21 10 5 6 33-23 25 Jönköping 21 10 5 6 39-35 25 Norrbv 22 8 8 6 31-22 24 IFK Malinö 22 10 4 8 30-28 24 Grimsas 22 7 6 9 34-35 20 Halmía 22 7 5 10 38-33 19 GAIS 22 8 3 11 28-30 19 Karlskoga 21 8 2 11 15-36 18 RAA 22 6 5 11 23-30 17 Motala 22 5 6 11 23-39 16 Trollhattan 22 4 7 11 23-39 15 Eminaboda 22 3 9 10 18-36 15 sigri á hálfgerðu varaliði West Ham úr Austur-Lundúnum. Alan Taylor, sá hættulegi miðherji í vítateignum, skoraði eina mark ieiksins sjö min. fyrir ieikslok fyrir West Ham eftir að Charlton hafði að mestu ráðið gangi leiks- ins. Sjö leikir voru háðir í deilda- bikarnum og urðu úrslit þessi: Aston Villa—Norwich 2-1 l^^=l pumn ÆFINGASKÓR NÝKOMNIR Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholtí Simi 75020 Klapparstíg 44 Sími 11783

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.