Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 8
DACiBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976. s Nógir veðréttir verða lausir — verr gengur að fó lónin Þótt veðurguðirnir hafi Ieikið blítt við Norðlendinga í sumar virðast þeir hafa haft hinn mesta ímugust á Sunn- lendingum. Það hefur þó ekki aftrað húsbyggjendum hér frá því að mæta galvaskir við hið eilífa „hobbí" þjóðarinnar að byggja yfir sig. Við lögðum leið okkar upp í Breiðholt og röbbuðum við nokkra, sem eru orðnir fimir að að nota hamar og sög, hafi þeir ekki kunnað þá list áður. Þeir lögregluþjónarnir Einar Bjarnason og Sverrii Guð- mundsson eru að byggja sitt einbýlishúsið hvor eftir sömu teikningu. Má vart á milli sjá hvor hefur betur enda miða báðir við að vera búnir að gera fokhelt fyrir októberlok. Að öðrum kosti fá þeir ekki hús- næðismálalán, sem þeir reikna fastlega með. Spara milljónir með þvi að vinna sjálfur. „Það má heita aö ég hafi eingöngu unnið þetta sjálfur, utan þriggja dagsverka sem mér voru gefin. Þrjátíu þúsund kr. hef ég borgað í vinnulaun fyrir utan rafmagnsvinnu," sagði Einar. Þeir félagarnir byrjuðu á byggingunum í maí i vor. Einar og Sverrir fóru geyst af stað og unnu 15-16 tíma á dag. Verkið vannst þó ekki eins vel og þeir bjuggust við með þessum langa vinnutíma, svo að þeir styttu hann til muna. Öllum frístundum er varið í þetta og vitanlega sumarleyfis- timanum líka. Þegar . þeir félagar tala um að þeir hafi aðallega unnið þetta sjalfir telja þeir með að konur þeirra hafi lagt hönd á plóginn, enda Kári Guðbrandsson hjá Fasteignamiðstöðinni naglhreinsar og finnst bankakerfið lokað þegar til lána til húsbvggjenda kemur. maður og kona eitt. Börnin gerðu líka sitt, en Einar á sjö börn og Sverrir fjögur. „Ég gæti trúað að við höfum sparað talsvert á þriðju milljón með þessu,“ sagði Einar en Sverrir varð kíminn á svip og sagðist aldrei vera sammála neinum töium. Hann tók hraustlega í nefið og bauð okkur líka. Við spurðum um lánamálin. Einar sagði að sér hefði gengið þokkalega við að fá vixla og fá þeim framlengt. Það gekk hins vcgar ekki eins vel hjá honum fyrir nokkrum árum, þegar hann byggði þá. Þá gekk svo illa að fá lán að hann sá sér ekki annað fært en selja. Fyrst vorður að komast i ráð- herrastólinn — þá eru engin vandræði með lán. „Eg hef kannað möguleika á víxillánum," sagði Sverrir. Hann gat að vísu fengiö 150 þús. kr. til þriggja mánaða. „En þeir voru harðir á greiðslu." Sverrir er með vaxtaaukalán og þar fyrir utan var fjölskyldan búin að koma sér upp sparilántökurétti, áður en byrjaö var á byggingunni. Sverrir sagði að engin vand- ræði væru hjá sér, væri hann ráðherra. Við yrðum bara að kjósa hann sem slíkan fyrst. Næst varð á vegi okkar hinn landsfrægi leikfimi- og skíða- maður með fleiru, Valdimar Örnólfsson. Synirnir þrír voru að naglhreinsa og Valdimar að athuga sinn gang við bygginguna. Húsið er búið að vera í byggingu í 1 'A ár og vonast Valdimar til þess að geta gert það fokhelt fyrir veturinn. Hann á fastlega von á húsnæðismálaláni. Flestar hans frístundir hafa farið í hús- bygginguna. Valdimar sagði að þeir sem selt hefðu sér efni hefðu. verið sérstaklega þægilegir í sambandi við Iána- viðskipti. Hann væri nú búinn að selja íbúð sína til þess að ná endum saman í peningamálum. Hana hafði hann keypt fyrir um 13 árum tilbúna undir tréverk. Valdimar sagðist ekki hafa viljað standa í neinum byggingarframkvæmdum meðan börnin voru lítil, meðal annars vegna þess að það hefði slæm áhrif á þau að skipta um skóla. Menn í ábyrgðarstöðu eiga aé hafa kost á góðum lánum. Viðvíkjandi meiri lánum og hvort hann gæti jafnvel fengið stórlán eins og utan- ríkisráðherra sagði hann að sér fyndist spurningin ekki viðeigandi. Sér fyndist að menn sem væru í ábyrgðarstöðu ættu að eiga kost á góðum lánum. Kári Guðbrandsson, fast- eignasali frá Fasteignamið- stöðinni, var einn í sínu húsi við að naglhreinsa. Það sem hann hefur gert í sínu húsi ásamt tveim börnum sínum og konu er . aðallega handlang, rifrildi og naglhreinsun. „Það má segja að þetta hafi verið mitt tómstundagaman í sumar,“ sagði hann. Kári stefnir að því að gera húsið fokhelt fyrir haustið en hann byrjaði á því snemma í vor. Það gengur illa með lána- viðskiptin hjá honum en hann á raðhús sem hann á eftir að selja. „Bankakerfið er gjörsam- lega lokað," sagði Kári og sagðist verða með nóga veðrétti lausa þegar húsið yrði tilbúið „Eg myndi þiggja þó ekki væri nema tvær milljónir kr. á hag- stæðum kjörum,“ sagði hann og bætti við að hann væri því miður ekki í sömu aðstöðu og ráðherra með að fá lán. -EVI. Yaldimar Örnólfsson hefur verið önnum kafinn ásamt konu sinni og þrem sonum við að naglhreinsa og fleira vegna húsb.vggingarinnar. Við sjáum hér Valdimar ásamt sonunum Örnólfi, Kristjáni og Jónasi. Þeir keppast við að gera húsin fokheld fyrir októberlok þeir Einar Bjarnason og Sverrir Guðmundsson. DB-m.vndir Arni Páll. Húsbyggjendur og lónamálin: — Jarðskjálfti á Kröflusvœðinu: Sá stœrstí síðan í febrúar Mœldist 3,3 stig á Richter Menn vöknuðu upp við vondan draum á Kröflusvæðinu í fyrrinótt, iarðskjálftakipp, og sagði Leifur Hannesson, fram- kvæmdastjóri verktakans Mið- fells við Kröflu, sem var vak- andi að þessi kippur hefði verið svipaður að styrkleika og kippirnir sem hefðu verið á svæðinu á hálftíma- til klukku- tima fresti i febrúar. Einnig viiknuðu menn í Reykjahliðar- hverfi og einn og einn maður vaknaði á Húsavík. — Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur sagði að þetta væri nú engin stökkbreyting frá því sem verið hefði, þó að þetta væri stæsti kippurinn. sem mælzt hefði síðan í febrúar, eða 3,3 stig á Richter. Alltaf iiðru hverju kæmu jarðskjálfta- kippir sem mældust um 3 stig. Ilann taldi að jarðskjálftinn hefði átt upptök sin í sunnan- verðu Hlíðarfjalli. Skjálftatiðni vex áfram á Kriiflusvæðinu. EVI/JBP Slátrið verður selt í verzlunum líka Hvert slátur kostar 850 kr. í ár „Jú, hér er mikið um að vera. Hingað kemur fólk úr sveitunum í kring og húsmæður í Borgarnesi vinna mikið hér,“ sagði Guðrún Andrésdóttir í sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga i gær. Slátrun verður svipuð þar og i fyrra, eða 84 þús. fjár. Á Sel- fossi fengunt við að vita að slátrun yrði líka svipuð þar og i fyrra, eða um 42 þús. fjár. og á Sauðárkróki verur talan einnig svipuð og í fvrra, um 65 þús. fjár. Slálur með sviðnum og söguðum haus, hreinsuðum vömbum og 1 kg. af mör kostar I ár 850 kr„ en kostaði í fyrra 700 kr. Vigfús Tómasson hjá Slátur- félagi Suðurlands sagði að þeir stefndu nú að þvi að selja 5 slátur í einni pakkningu og bjóst hann við að hvert slátur kostaði þá um 100 kr. meira. Slátursala byrjar sennilega á fimmtudag. og ætlunin er að selja í Sláturfélagsbúðunum. „Við erum heldur óhressir yfir því hvað slátursala hefur dregizt saman," sagði Vigfús og bætti við að þegar hann hefði fyrst verið við slátursöluna hefðu 60-70 þús. slátur selst á Stór-Reykjavikursvæðinu en aðeins um 40 þús. undanfarin ár. A þessum tíma hefði fólks- fjöldinn allt að tífaldazt. Vigfús sagði að i öskjunni utan um slátrið væri að finna upplýsingar um sláturgerð. suðutima, blöndun og annað. -EVI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.