Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976.. 7 Erlendar fréttir ÓMAR VALDIMARSSON REUTER Lét lífið á járnbrautar- stöð íLondon — þar sem œstir fótboltaáhugamenn tuskuðust Átján ára gamall unglingur lét lífið á járnbrautarstöð í London í gærkvöld, er honum var fleygt út úr kyrrstæðri lest og hann skall niður á járn- brautarteina við hliðina. Atvikið átti sér þannig stað að áhengendur knattspyrnulið- anna West Ham United og Millvall börðust í lestinni og I hita bardagans var piltinum fleygt út. Lögreglan í London sagði að unglingurinn hafi látizt sam- stundis er hann skall á teinun- um. Kissinger i Afríku: BfÐfÐ SVARS SMITHS — Nyerere bjartsýnn að vanda Frá fundi fimm Afríkuleiðtoga í Dar Es Salaam. Frá vinstri eru Kaunda forseti Sambíu, Neto forseti Angola, Nyerere forseti Tanzaníu, Khama forseti Namibíu og Machel forseti Mosambik. Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur í dag þriggja daga bið til að sjá hvort tillögur hans um friðsam- lega lausn mála í Ródesíu falli í góðan jarðveg hjá Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, og stjórn hans. Kissinger kom til Kinshasa í Zambíu í gær frá Dar Es Salaam í Tanzaníu, þar sem hann átti fund með Julius Nyerere, forseta. Efiir fundinn sagði Tanzaníuförseti, að hann teldi að Smith og ráðherrar hans myndu fallast á tillögur Kissingers, sem byggðar eru á brezkum hugmyndum um meirihlutastjórn blökkumanna i Ródesíu innan tveggja ára. Nyerere forseti varaði þó við því, að Smith væri enn til alls líklegur og svo kynni að fara, að hann féllist ekki á tillögurnar og skilmála þeirra. Samstarfsmenn Kissingers voru ekki eins bjartsýnir og á- kveönir og Tanzanluforseti. Fréttamönnum var gert ljóst, að ef Smith hafnaði tillög.unum, þá væru tilraunir Bandáríkja- stjórnar til einskis. Bandarísku embættis- mennirnir sögðu einnig að það væri ekki alls kostar rétt hjá Nyerere forseta þegar hann segði að Smith kynni að fallast á tillögur sem ættu rætur sínar að rekja til James Callaghans, forsætisráðherra Breta, úr utanríkisráðherratíð hans. Bandaríkjamennirnir hafa rert einhverjar smávægilegar breyt- ingar á tillögum Callaghans og vilja þvi eigna sér þær. Nyerere forseti Tanzaniu er greinilega bjartsýnastur þeirra Afríkuleiðtoga, sem Kissinger hefur rætt við. Hreinskilni hans er sögð fara nokkuð í taugarnar á banda- ríska utanríkisráðherranum, sem telur sig ekki hafa tryggingu fyrir því að t.d. Neto Angolaforseti og Machel forseti Mózambík muni fallast á þessar sáttatillögur frekar en aðrir; þeir muni jafnvel helzt vilja hefja stórfelldan hernað á hendur Smith og stjórn hans, enda hafi ródesíski forsætis- ráðherrann fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til samningaviðræðna. Ríkisstjórn Ródesíu kom saman til þriggja klst. langs fundar í gær til að ræða tillögur Kissingers og mun halda annan fund í dag. • Þannig litur það út, landið, sem Eiias Sarkis tekur við á morgun. Sarkis sver forseta- eið sinn á morgun Kjörinn forseti Líbanon, Elias Sarkis, sver embættiseið sinn á morgun í borg, sem Sýrlendingar hafa tryggileg'" á valdi sínu. Það þykir benda til þess að vinstri- menn í landinu, sem flestir eru múhameðstrúar, muni ekki láta sjá sig við athöfnina. Kamel Al-Assad, forseti libanska þingsins, tilkynnti 1 gær að Sarkis myndi taka við embætti i borginni Shtoura í Bekaadaln- um um 40 km vestur af Beirút. Bardagar hafa aukizt undan- farna daga á aðalvígstöðvunum fjórum — Í-Beirút, fjöllunum austur- og suðaustur af borginni og I hafnarborginni Tripoli í norðurhluta landsins. Shtoura er í um fimmtán km fjarlægð frá næstu víglínu. Á fundi. vinstriflokkanna I Beirút var því lýst yfir, að embættistökuathöfnin væri stjórnarskrárbrot. Kamal Junblatt, leiðtogi sameinuðu vinstriaflanna í landinu sem stjórna vesturhluta Beirút og syðri hluta strandlengjunnar, sagði: „Staðurinn er á herteknu svæði og þangað get ég ekki farið.“ Sýrlenzki herinn, sem fyrr á þessu ári hóf íhlutun í borgara- stríðinu í Líbanon, ræður um 600 hundraðshlutum líbansks lands- svæðis. Hægrimenn koma saman til fundar í dag til að ræða fyrir- hugaða embættistöku I Shtoura. Leiðtogi eins stærsta stjórnmála- flokks hægri manns, Frjálslynda þjóðarflokksins, Camille Chamoun, sem jafnframt er vara- forsætisráðherra, hefur sagt að samkvæmt stjórnarskránni verði embættistaka forsetans að fara fram i Beirút. Byltingartilraun að hvetja til verkfalla Öryggissveitir stjórnarinnar i Eþíópíu hafa fengið skýr fyrirmæli um að meðhöndla skuli hvern þann sem reyni að hvetja til verkfalla meðal verkamanna í landinu sem argasta valdaræningja. í til- kynningu ríkisstjórnarinnar, þar sem hart var deilt á hinn ólöglega byltingarflokk eþíópísku þjóðarinnar, sagði að hér eftir yrði tekið „ákveðnum og föstum tökum á hverjum þeim, sem hefði byltingaráform í huga.“ Allir einstaklingar eða hópar sem hvetja til vinnustöðvunar um stuttan eða langan tíma, eiga því nú á hættu að verða skotnir án dóms og laga, ef þeir verða staðnir að verki við að- gerðir sínar. — Heimildir í höfuðborginni, Addis Ababa, hermdu að yfir hundrað manns hefðu verið teknir fastir og væru enn í haldi síðan ofsóknir stjórnvalda yfir byltingarflokki eþíópisku þjóðarinnar hófust í þessum mánuði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.