Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 9
D ACBLAÐIÐ. FIMMTUDAtUJR 23. SEPTEMRER 1976. Guðrún Asmundsdóttir og Guðmundur Pálsson. fallandi fróðleik um Ferenc Molnár finnst mér að upplýsi af hverju Leikfélag Reykjavíkur vekur hann nú upp að nýju til leiks í Iðnó. í leikskránni segir eitthvað á þá leið um þætti þessa tvo að í þeint sé háð og ádeila Molnárs „beinske.vttari en almennt gerist í verkum hans“. Mikið fjarskalega hljóta hin mein- lausustu þeirra þá að vera óptarkvís! En sé það tilgangur Leikfélagsins að taka með þess- ari sýningu upp „háð og ádeilu“, t.a.m. á stéttir banka- stjóra og fjárplógsmanna í fínu gervi hinna betri borgara, — ja, þá hefur í þetta sinn verið tekinn heldur betur skakkur póll í hæðina. Ef það leikfélags- fólk í alvöru langar til að gera á sviðinu gabb og háð að mis- brúkun bankavalds eða annars opinbers trúnaðar, eða hvers konar hugsanlegri fjármála- spillingu, sýnist manni að miklu brýnni yrkis- og sýningarefni seu nærtæk hvar- vetna í kringum okkur. Hvernig er það: er leikfélagið í Iðnó aldeilis einangrað frá sínu nánasta umhverfi í gamla mið- bænum? Hvað mun þá þegar kernur i „nýja miðbæinn"? En kannski einangrunin rofni og upp verði tekin vérulegri við- fangsefni þegar hefst hið fyrir- hugaða „islenska leikár" í til- efni af 80 ára afmæli félagsins í vetur. Annars er nú ekki vert að gera of mikið úr hugsanlegri tilætlun Leikfélagsins með þessari sýningu. t upphafi var hún fyrirhuguð sem „vorgam- an“ í Iðnó í lok leikárs í fyrra, en komst þá ekki að fyrir öðrum brýnni og alvöruþrungn- ari viðangsefnum, svo sem eins og Skjaldhömrum og Sauma- stofunni, sem nú eiga að ganga samsíða Stórlöxum fram á haustið. Ætli annað eða meir hafi vakað fyrir mönnum en fara með gáskafullt en græsku- laust gaman til að létta kannski sér og öðrum lund? En einnig frá þessu sjónarmiði sýnist við- fangsefnið skrýtilega valið. Til að gamansemin í hinum veiga- litlu leikþáttum nýtist þarf á að halda útfærðum leikstíl og leikni í meðförunum sem ekki var til að dreifa til neinnar hlítar í sýningu leikfélagsins, sviðsetningu Jóns Hjartar- sonar. Margvísleg önnur við- fangsefni væru hins vegar sjálfsagt hugsanleg fyrir leik- félagsfólk til að leika sér að farsaleik af því tagi sem einatt lánast því allvel í sýningunni. Fyrri þáttur í sýningnni, Einkalíf, gengur út á eins konar ,,afhjúpun“ gerspilltrar borgarastéttar: bankastjórinn fíni og hans völdu vinir missa fyrir slysni af sér grímuna svo að þorparaskapurinn blasir við. En afhjúpunin var bara „í plati“ og hin borgaralega grlma fellur auðveldlega á sinn stað á ný. Seinni þátturinn víkur skyldu dæmi lítillega við: þar er sýnt hvernig stórhöfðingi og burgeis er búinn til úr engu efni í skjóli borgaralegs pen- ingavalds. Þessi þáttur er eins og ívið efnismeiri. i'ökíon oe lipur farsi sem gefurleikendun- um tækifæri að koma fram I margskonar skringilegu gervi, bregða upp skjótum svipmynd- um alls konar skringifólks. Það skrýtna er að þrátt fyrir sína hjólliðugu atburðarás, og þó þejr séu stuttir, verða báðir þættirnir allt að því lang- dregnir í sýningu, frásagnar- efni þeirra er svo ansi rýrt og endurtekningar áberandi. Það sem hugsanlega gæti gert þættina sýningarverða væri leikstíll og persónugerð sem í fyrsta lagi væri skopleg I sjálfu sér, frjó leiksköpun, en höfðaði í öðru lagi út fyrir leikhúsið, til borgaraskaparins í bænum með eymd sinni og ávirðingum. Þvi fer nú svo fjarri að slíka,r skírskotanir fyrirfinnist í sýningu Leik- félagsins. Það sem þar vekur gaman er farsaleikur einstakra leikenda í hlutverkum sínum — sem þeim fer að vísu mörgum vel og kátlega úr hendi. Það er vel hægt að hlæja að þeim. En margt má líka gera annað sér til gamans. OLAFUR JÓNSSON Leiklist iearth Ishoe JARÐARSKORNIR SKÓRNIR MEÐ MÍNUSHÆLUNUM SKOR FYRIR ALLA FÆTUR ./'•...............iMM m* ■■■ Bp >»- V Fáanlegir Litur: Brúnt leður Stœrðir: Nr. 36-40. Kr. 8040.- Stœrðir: Nr. 41-47. Kr. 8475.- '/2 numerum Kalso skormr eru ekki eingöngu góðir fyrir fœturna, heldur allan ííkamann POSTSENDUM Kirkjustrœti 8 v/Austurvðll sími 14181 Skóverzlun Þóroar Péturssonar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.