Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 10
10 IJACBLAÐIÐ. MANUDACUR 27. SEPTEMBKR 1976. mmi/uia frjálst. nháð dagblað Útj'efandi Daubladið hf. Framkva:mdastjóri: Sveinn R. Kyjólfsson. Ritst ióri: Jónas Kristjánsson. Fréttast iori: Jón Biruir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heluason. Aóstoðarfrétta- stjórr Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Revkdal. Handrit Así»rímur Pálsson. Blaöamenn Anna Bjarnason. As»eir Tómasson. Berulind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Frna V. Ineólfsdóttir. (lissur Siuurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanná Birgis- dottir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósm.vndir: Arni I’áll jonannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sveinn Þormóðsson. (Ijaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifinííarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftarn.jald 1000 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Siðumúla 12. siini SJJ22. auulýsingar. áskriftirog afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setniny un umhrot: Dayblaðið hf. oa Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-o« plötuaerð: Hilmirhf.. Síðumúlá 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Geðþóttaráðuneytið Bragi Jósepssoner hámenntaður maóur, doktor í uppeldisfræðum. Hann hefur góða starfsreynslu, bæói hér á landi og í Banda- ríkjunum, þar sem hann starfaði um tíma. Og samkvæmt skriflegri yfirlýsingu samstarfsmanna hans í menntamálaráðuneytinu er hann þar að auki hinn þægilegasti í umgengni á vinnustað. Ekkert mælir þess vegnagegn'því að íslenzka skólakerfiö fái notið starfskrafta Braga. Við höfum ekki allt of mikið af slíkum mönnum. En í augum Vilhjálms Hjálmarssonar menntamála- ráöherra og Birgis Thorlaciusar ráðu- neytisstjóra eru sjálfstæðar skoðanir Braga það sem mikilvægast er að halda frá skóla- kerfinu. Bragi var að geðþótta ráðuneytisstjórans rekinn úr starfi við menntamálaráðuneytið. Bragi höfðaði fyrir vikið mál gegn ráðuneytinu, sem það tapaði síðan með miklum tilkostnaði. Sú aðgerð ein hefði átt að leiða til afsagnar þess, sem ábyrgur var fyrir brottrekstri Braga. Eftir brottreksturinn sótti Bragi um tólf stöður í fræðslukerfinu, en var alls staðar hafnað. Vilhjálmur Hjálmarsson heldur því fram í Tímanum, að „engum heilvita manni detti í hug, að embættismaður í Reykjavík stjórni gerðum skólanefndarmanna úti um allt land“. Það sé sem sagt ekki Vilhjálmi og Birgi að kenna, að Braga var hafnað. Skólanefndir og fræðsluráð um allt land eiga allt sitt undir menntamálaráðuneytinu, einkum ráðuneytisstjóranum. Líti hann með velvilja á eitthvað mál, er því borgið. En vei þeim sjónar- miðum, sem hann er á móti. Sem dæmi má taka fræðsluráð Reykjanes- umdæmis. í því voru margir þeirrar skoðunar, aö Bragi væri hæfastur til að verða fræðslu- stjóri þar í umdæmi, en hins vegar gæti það skaöað samstarf umdæmisins við ráðuneytið, ef Bragi yrði fyrir valinu. Hið sama virðist vera uppi á teningnum hjá skólastjóra fjölbrautaskólans í Breiðholti og fræðslustjöranum í Reykjavík, þegar þeir taka annan mann fram yfir Braga sem aðstoðar- skólastjóra skólans. Þeir eru í rauninni engir umsagnaraðilar, enda starfsmenn, sem heyra undir sjálft menntamálaráðuneytið. Hinn rétti umsagnaraðili um, hvern ráöa skuli, er hins vegar fræðlusráð Reykjavíkur, sem nær einróma hafði kjark til að mæla með Braga Jósepssyni. Þessa umsögn hunzaði menntamálaráðherra.Heift þeirra félaga út af töpuðum málarekstri virðist því ekki eiga sér nein takmörk. Staðreyndin er sú, að Birgir Thorlacius er einræðisherra íslenzkra fræðslumála og hyggst vera þaó áfram. Þeim mun meiri einræöisherrar sem menn eru, þeim mun meiri kröfur veröur að gera til þess, að þeir standi og falli með gerðum sínum. Þess v^gna krafðist Dagblaðið um daginn ekki aðeins þess, að Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráóherra viki úr starfi vegna þessa andstyggilega máis, heldur að Birgir Thorlacius geröi það einnig. Dagblaóið vill endurtaka, aó menntamálaráðuneytiö getur ekki verið neitt einkafyrirtæki hatursfullra manna, sem sóa fjármunum og starfskröftum að eigin geðþótta. Er f ramtíð Ródeski f riðsamlega tryggð? Ian Smith, forsætisráöhera Ródesíu, sem loks hefur látið undan kröfum unt að meirihlutastjórn blökkumanna taki við í landinu, hefur í þess- ari viku viðræður um hvernig eigi að fá fulltrúum sex milljón blakkra íbúa landsins völdin í hendur. Heimiidarmenn innan ródesísku stjórnarinnar í Salis- bury skýrðu frá því um helgina að Smith myndi einbeita sér að þvi að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun sent Kissinger lagði fyrir hann í síðustu viku fyrir hönd Banda- rikjanna og Bretlands, um að innan tveggja ára, verði blökkumannastjórn tekin við. Þessir heimildarmenn sögðu að Smith myndi eiga viðræður við ónafngreinda blökku- mannaleiðtoga um hvernig beri að setja á laggirnar þjóðarráð eða ríkisstjórn. Hver á að stöðva skœruhernaðinn? t þessu ráði eiga að sitja jafn ntargir hvítir og blakkir menn. Ráðinu er ætlað að semja nýja stjórnarskrá, skipa í bráða birgoaríkisstjórn og undirbúa almennar þingkosningar. Tveim mikilvægum spurningum hefur ekki verið svarað: Hver úr hópi blökku- mannaleiðtoganna mun eiga sæti í þjóðarráðinu? Hver mun fyrirskipa stöðvun skæru- hernaðarins á hendur Ródesíu? Bitur og djúpstæður klofningur- er nú innan Afríkanska þjóðarráðsins. (ANC) og fylgir einn hópurinn Joshua Nkomo, annar Abel Muzorewa biskup, og sá þriðji séra Ndabaningi Sithole. Auk þess hefur skæruhernaðurinn að undan- förnu aðallega verið rekinn undir stjórn enn eins hópsins undir forystu Roberts Mugabe og notið leiðsagnar og stuðnings stjórnvalda í Mózam- bík, þaðan sem hernaðurinn er rekinn. Stjórnir í Mózambík var að engu spurð á meðan dr. Kissinger var í Afríku í síðustu viku og svaraði með því að gera lítið úr friðarumleitunum hans. Hlutverk „fram- varðarsveitarinnar“ Dr., Kissinger hefur sagt að f Ylrœktarver eða Fyrir nokkrum árum ræddi Gunnar Bjarnason fyrrv. hrossaræktarráðunautur um nauðsyn þess að endur- skipuleggja landbúnaðinn og koma þar á svokallaðri skynvæðingu. Vildi hann aðeins hafa fá en stór bú í landinu t.d. kúabú með um 500 kýr. Þannig mætti spara mikinn vinnukraft og gera framleiðsluna ódýrari. Þessi kenning Gunnars olli talsverðu fjaðrafoki um itíma, en nú mun hún vera flestum gleymd. Það merkilega hefur hins vegar gerzt nú, að svipuð hugmynd hefur komið fram varðandi eina búgreinina, þ.e. garðvrkjuna. „Ylræktarver á fleiri en einunt stað er hugsanlegur möguleiki, ef vel tekst til með það fyrsta, sem flest bendir til að geti orðið“, segir Tírninn 16. sept. sl. Ræddi Timinn við Björn Sigurbjörnsson, forstöðumann Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins, sem sagði ma.: „Ef ekki verða miklar breytingar á þeim upplýsing- um, er við þegar höfum, þá lízt mér mjög vel á að koma á fót einu 36.000 fermetra ylræktar- veri til reynslu til að byrja með. Ef allt gengur að óskum, tel ég vel koma til greina að setja upp fleiri slík ver, en Hol- lendingarnir eru tilbúnir að taka við framleiðslu tveggja og koma henni á markað nú þegar. Þeir hafa einnig látið í ljós þá skoðun, að stækkunarmöguleik- ar séu miklir og mætti tífalda umfang ylræktarversins — eða V r -veranna, þannig að áætlaðar gjaldeyristekjur yrðu ekki aðeins 200 milljónir á ári, heldur tveir milljarðar.*' Þarna er vissulega stórmál á ferðinni, en þá rísa líka upp ýmsar spurningar, sem þarf að svara áður en lengra er haldið. Hve mikið kemur ylræktar- verið til með að greiða fyrir heitt vatn eða rafmagn? Tveir staðir eru einkum nefndir í sambandi við yl- ræktarverið, Hveragerði og Re.vkjavík. Er þá rétt að minna á svohljóðandi frétt, sent birtist í Vísi 9. júlí 1975: „Samanborið við hinn al- menna hitaveitugreiðanda borga gróðhúsin nú 75% lægra gjald fyrir vatnið, eða um 10 krónur fyrir tonnið. Hinn al- menni hitaveitunotandi greiðir Hversdagsleikinn — hjá þeim sem ekki fœddust fyrir þó nokkru Ég og elsku kallinn minn vöktuni meira og minna i nótt. Af hverju? Jú, sonurinn var að taka tennur og dóttirin vildi fá pelann sinn miklu oftar heldur en stendur í bókinni Um með- ferð ungbarna. Auðvitað ríkir jafnrétti á heimilinu óg því tók rninn ekta- maki að sjálfsögðu að sér annað barnið á meðan eg sinnti hinu. Klukkan rétt fvrir sjö er svo fótaferðatími á heimilinu. Bónd- inn hitaði kaffi, gleypti i sig brauðsneið. tók með sér nestið sitt og hentist út til þess að ná í strætó. Eg tók til við að vekja og klæða börnin. Tennurnar voru hættar að angra soninn og nú þurfti að vekja dótturina, sem hafði loks hætt öllu mjólkurþambi. Elzta dóttirin átti að fara i skólann kl. átta, en ég átti að vera komin í vinnu kl. níu. Upphófst nú heldur betur handagangúr i öskjunni. Eg hljóp niður í vaskahús. en þar hékk gallinn af fjiigurra ára syninum.sem sofið hafði eins og steinn um nóttina. Ilann var hálfblautur, en bleiurnar krakk anna voru þó þurrar. Síðan var grautnum troðið ofan í rnann- skapinn, svo við lá að öllum svelgdist á. Loks komst ég út úr dyrun- um. Það yngsta var í vagni, það næsta sitjandi ofan á og það þriðja hélt í. Eg er svo heppin að dagmamman, sem passar fyrir okkur, á heima rétt hjá og þangað fór ég í lemjandi jign- ingunni. Ég talaði nokkur orð við hana og síðan hófst kapp- hlaupið við strætó. Verð að fá mér snarhrokkið permanent Þegar ég loks kom í vinnuna var vart á ntér þurr þráður og ég sá að ég yrði að fá mér smáhrókkið permanent. Þá þyrfti ég að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af þeirri hlið útlitsins — ekki var á bætandi. Eg vinn- á skrifstofu (sent betur fer) þvi að vinnutíminn þar er aðeins til kl. fimm. Með mer vinna tveir aðrir. Forstjórinn, sem lengst af situr í forstjóraherberginu, og ung stelpa, sem svarar í símann. Ég vinn að mestu við að vélrita alls konar skjöl. Við höfum auðvitað kaffitíma og þá kemur forstjórinn stundum út úr einkaherberginu, brosir breitt og segir nokkur falleg orð við okkur starfsstúlkurnar. Ekki koma margir á skrifstofuna, nema nokkrir sem eiga brýnt erindi við forstjórann. Auðvitað svörum við kurt- eislega spurningum eins og hvenær hann sé við, ef hann er ekki til staðar.og hvort hann sé frekar við á einum tíma en öðrunt. Veit allt um skjöl forstjórans og og símastúlkuna Ég veit svo sem nærri allt unt símastúlkuna. Hvort hún hafi farið á ball í gær. hvort hún sé skotin i Árna, Bjarna eða Pétri og spurningum um hvern hún ætli helzt að krækja sér i sem

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.