Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 16
I!i DA(iBLAÐIÐ. MANUDACUR 27. SEFTEMBER 1976. Iþróftir íþrótti Sþróttir Sþróttir Kokkney-strákur og hóskólo- stúdent sökktu Manch. City! — Þetta er bezti innbyrðis- leikur Manchester-Iiðanna, sem ég hef séð, sagði kappinn frægi, Dennis Law, sem lengi var kóngur á Old Trafford hjá United, en lauk ferli sínum á Maine Road hjá City, eftir leik iiðanna á Maine Road á iaugar- dag. Það var gífurlegur hraði og frábær knattspyrna, sem hélt hinum 48.861 áhorfanda í spennu til leiksloka. Leikmenn Manch. City voru mikiu meira með knöttinn og sókn liðsins oft þung. Arangurinn var ekki að sama skapi — Manch. Utd. sigraði með tveggja marka mun (1-3) og Ieiftursóknir liðsins settu vörn City aiveg úr jafn- vægi. Kokkney-strákurinn Gordon Hill og háskólastúdent- inn Steve Coppell voru frá- bærir á köntunum hjá United og varnarmenn Citv réðu ekk- ert við hraða þeirra og leikni. Þó byrjaði Manch. City mjög vel í leiknum og eftir aðeins sjö mín. lá knötturinn í marki Alex Stepney hjá United. Dennis Tueart skoraði eftir undir- búning Brian Kidd — Kidd, sem í 5—6 ár var einn af aðal- mönnum United. Já, útlitið var ekki gott hjá United, því auk marksins varð enski landsliðs- miðherjinn, Stuart Pearson, að yfirgefa leikvöllinn rétt á eftir vegna meiðsla. Irski strákurinn og landsliðsmaðurinn, Dave McCreery, kom í hans stað. Þrátt fyrir mótlætið gáfust ungu strákarnir hjá United ekki upp. Börðust af miklum krafti og á 15. mín. splundruðu þeir Hill og Coppell vörn City. Coppell jafnaði með frábæru skoti. Tíu mín. síðar var Hill aftur á ferðinni niður kantinn — lék á varnarmenn og lagði knöttinn á McCreery, sem skoraði. 1-2 fyrir United. Allt var á suðupunkti á vellinum — frábær knattspyrna, spenna og auðvitað líka mistök á þessum 93. derby-leik liðanna. City sótti og sótti — en Alex Stepney var ekki á því að fúasig fleiri mörk. Varði þrívegis hreint snilldar- lega frá Kidd og Joe Royle. Þeir áttu mjög góðan leik í liði City. Um miðjan síðari hálfleikinn eða á 69. mín. skoraði United 3ja mark sitt í leiknum og úrslit voru ráðin. Það var Hill, sem enn var á ferðinni. Sendi síðan á Gerry Daly, sem lítið þurfti að hafa fyrir þvi að skora. Sigur- inn var í höfn og áhangendur United áttu kvöldið á pöppum Manchester-borgar. Manch. City tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu, — einnig Leicester, Wolves og Stockport í 4. deild, svo öll ensku liðin hafa tapað leikjum, þó aðeins sjö umferðum sé lokiö. Spenna verður greinilega mikil í vetur — ekki sízt i 1. deildinni, þar sem aðeins tveggja stiga munur er á níu efstu liðunum. En lítum á úrslitin áður en lengra er haldið. 1. deild Aston Villa — Leicester 2-0 Cocéntiy — Birnungiiam 2-1 Derby — WBA 2-2 Everton — Bristol C 2-0 Ipswich — Arsenal 3-1 Manch.Cit.v Mane. Utd. 1-3 Middlesbro — Leeds 1-0 Newcastle — Liverpool 1-0 QFR — Stoae Cit.v 2-0 Tottenham — Norwich 1-1 West Ham — Sunderland 1-1 2. deild Blackpool — Chelsea 0-1 Bristol R. — Notts. C. 5-1 Burnley — Hull City 0-0 Fulham — Hereford 4-1 Nottm. For. — Carlisle 5-1 Oldham — Orient 0-0 Plymouth — Bolton 1-1 Sheff. Utd. — Blackburn 1-1 Wolves — Luton 1-2 Á föstudag: Cardiff — Millvall 0-0 Charlton — Southampton 6-2 Þrátt fyrir tapið í Newcastle halda meistarar Liverpool enn efsta sætinu i 1. deild. New- castle-iiðið lék mjög vel — sótti stíft, en Liverpool minnti ekki á meistaralið. Vörnin ekki sannfærandi og greinilegt, að liðið saknar Phil Thompson mjög. Þessi enski landsliðsmið- vörður hefur ekki getað leikið að undanförnu vegna meiðsla, sem hann hlaut í deildabikarn- um í West Bromwich. Poul Cannell skoraði eina mark leiksins á 41. mín. með skalla eftirhornspyrnu. Ray Clemence sýndi markvörzlu í heimsklassa hjá Liverpool og tókst að koma í veg fyrir, að mörk Newcastle yröu fleiri Middlesbro hefur 10 stig eins og Liverpool. Sigraði Leeds á heimavelli á laugardag með marki Alan Willie á 56. mln. Það nægði — Leeds tókst ekki að skora og Middlesbro vann sinn fjórða heimasigur í fjórum leikjum. Heldur var þessi leikur Yorks- hireliðanna daufur, en áhorf- endur voru margir, ekki síður en í Newcastle. Þar voru þeir 33.204 og létu rigninguna lítið á sig fá, enda sýndi Newcastle stórleik. Skozki landsliðs- maðurinn, Gordon McQueen, lék sinn fyrsta leik með Leeds í 10 mánuði. Löng fjarvera vegna meiðsla. Fjórar breytingar voru gerðar á Ipswich-liðinu og það hreif. Liðið lék Arsenal sundur Fjórir landsliðskappar. Gerry Daly, Irlandi, annar frá vinstri skoraði 3ja mark Manch. Utd. á laugardag. Fyrir aftan hann er annar landsliðsmaður hjá United, Sammy McIIroy, sem ef að líkum lætur leikur hér á landi næsta sumar í HM leik Isiands og Norður-írlands. Nr. 5 er 'Roy McFarland, sem skoraði bæði mörk Derb.v á laugardag, og David Nish til hægri. Hann tók hornspyrn- urnar og McFarland skoraði. Báðir hafa leikið í enska landsliðinu. var fjórum mín. fyrir leikslok, sem fyrirliði Coventry, Terry Yorath (áður Leeds), tryggði liði sínu sigur með þrumufleyg af 25 m færi, sem Dave Latch- ford réð ekki við. Alan Green Lundúnum vann QPR öruggan sigur gegn Stoke. Stan Bowles skoraði glæsilega á 8. mín. Lék á Bloor, Pejic og Sammels áður en hann renndi knettinum framhjá Peter Shilton í mark Fyrsti tapleikur Mcnch. City, sem sótti miklu meira í derby-leiknum við Manch. Utd. — en tapaði samt 1-3. Liverpool féll í Newcastle! og saman — það svo, að Lundúnaliðið varð algjörlega að einbeita sér að vörninni. Jimnty Rimmer hafði mikið að gera — og gat ekki endalaust bjargað marki Arsenal i hinni þungu sókn Ipswich. A 39. ntín. skoraði Roger Osborne, sem lék sinn fyrsta leik í haust, fyrsta mark Ipswich með „fljúgandi skalla“ eftir fyrirgjöf Mick Mills, fyrirliða Ipswich . og landsliðsmanns. Eric Gates kom Ipswich í 2-0 í byrjun s.h., en svo kom smá spenna um tíma, þegar Alan Ilunter sendi knött- inn i eigið mark. 2-1 — en möguleikar Arsenal til að ná stigi urðu að engu. Þegar Kevin Beattie skoraði 3ja mark Ipswich úr vítaspyrnu. Aston Villa átti ekki í erfið- leikum með jafntefliskónga Leicester. Sigraði 2-0 með víti Graydon í f.h. og marki Andy Gray í þeim siðari. Atunda deildantark Skotans unga í haust. Þar með tapaði Leicester í fyrsta sinn — og fékk um leið á sig fyrstu mörkin á útivelli. Alex Cropley, sem AV keypti frá Arsenal í síðustu viku, lék sem framvöröur hjá Villa. Stórgóður leikur var i Mið- löndunum milli Coventry og Birmingham. Coventry sigraði í leik, þar sem hvorugt liðið átti raunverulega tap skilið. Það skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mín., en á 31. mín. jafnaði Ken Burns fyrir Birmingham. Markvarzla í leiknum var frá- bær. West Bromwich Albion virtist stefna í góðan sigur í Derby. Ray Treacy, sem hóf feril sinn með WBA, en iék síðan með Charlton, Swindon og var keyptur aftur til WBA sl. vor frá Preston, skoraði tvi- vegis fyrir WBA. Bæði mörkin með skalla á 8. mín. og 60. mín. og Graham Moseley hafði komið í veg fyrir fleiri mörk með frábærri markvörzlu. En á 64. mín. tókst Roy McFarland að skora fyrir Derby eftir horn- spyrnu David Nish. Eftir það varð varnarleikur WBA í molum. Gífurleg taugaspenna hrjáði leikmenn. A 82. mín. skoraði McFarland aftur eftir hornspyrnu Nish og WBA missti því miður 2ja marka for- skot alveg eins og í fyrstu um- ferðinni 1 Leeds. Tveir nýir leikmenn, sem Sunderland fékk frá Manch. Uid. í vikunni, Alan Foggon (áður Middlesbro) og Jimmy Holton. léku með liðinu gegn West Ham. Sunderland náði í stig. Billy Jennings skoraði fyrir WH á 52. mín. en Joe Bolton tókst að jafna fyrir Sunderland. Vestar í Stoke. Fyrsta mark Bowles í deildakeppninni í haust. Á 79. mín. gulltryggði Don Givens svo sigur QPR. 1 norðurhluta heimsborgarinnar voru aðeins um 22 þúsund áhorfendur á leikvelli Tottenham, White Hart Lane, þegar Norwich kom í heimsókn. Það er af sem áður var hjá liðinu fræga, Totten- ham. Á sama degi fyrir 20 árum voru þar 58.960 áhorfendur, þegar Tottenham sigraði Luton 5-0. Leikur Tottenham og Norwich var afar slakur. Tott- enham náði forustu á 30. mín. þegar knötturinn fór af John Ryan (nýlega keyptur til Norwich frá Luton) eftir spyrnu hins 18 ára Glen Hoddle. Norwich jafnaði, þeggr Keith Osgood sendi knöttinn í eigið rnark eftir spyrnu Phil Boyer — en sá leikmaður fékk góð tækifæri í leiknum og hefði átt að tryggja Norwich sigur. Undir lokin meiddist hann svo og var færður út á kantinn. Everton átti í litlum erfiðleik- um með Bristol City á Goodison park. Martin Dobson og Bob Latchford skoruðu mörk Everton í siðari hálfleik. t 2. deild er Chelsea nú efst eftir góðan sigur í Blackpool. Þar voru 20 þúsund áhorfendur og Bob Hatton (áður Birming- ham) hættulegur fyrir heinta- liðið framan af. En honum tókst ekki að skora og á 16. mín. skoraði Steve Finneston fyrir Chelsea. Sjötta mark hans í sex leikjum — og það nægði til sigurs. Úlfarnir töpuðu sínum fyrsta leik — og það á heima- velli. Það tap átti aldrei að eiga sér stað. Ulfarnir fengu mörg góð tækifæri til að skora áður en Jimmy Husband sendi knöttinn í mark þeirra á 30. mín. Ken Hibbitt jafnaði fyrir Úlfana fljótt eftir hléið — og aftur „óðu“ Ulfarnir í tækifærum. En í mark Luton vildi knötturinn ekki og Dixie Deans (áður Celtic) skoraði sigurmark Luton. Tæplega 19 þúsund sáu Ieik Fulham og Hereford, nýliðanna í 2. deild. Litla Hereford-liðið átti þar enga möguleika gegn Rodney Marsh, George Best, Bobby Moore og Co. Fyrirliði Fulham, Alan Slough, skoraði fljótlega og John Evanson kom liðinu í 2-0. Sjálfsmark Eric Howe breytti stöðunni í 2-1 og þannig stóð í leikhléinu. í síðari hálfleik skoraði Rodney Marsh tvívegis. Komst í ham, þegar hann frétti í hléinu, að bróðir hans Graham Marsh (búsettur í Ástralíu) var að sigra með yfirburðum í Benson og Hedges golfmótinu mikla. Graham Marsh er einn af frægustu atvinnumönnum Ástralíu I golfinu. Eftir umferðina á laugardag er Brighton efst í 3ju deild með 11 stig, Shrewsbury, Swindon og Reading hafa 10 stig. Þrátt fyrir tapið í 4. deild er Stockport þar enn í efsta sæti. Hefur 11 stig. Bournemouth, Cambridge og Aldershot hafa 10 stig. Staöan í efstu deildunum er þannig: 1. deild Liverpool 7 5 0 2 11-6 10 Middlesbro 7 4 2 1 5-3 10 Man. Utd. 7 3 3 1 13-8 9 Man. City 7 3 3 1 9-6 9 Aston V. 7 4 0 3 15-8 8 Everton 7 3 2 2 12-7 8 Arsenal 7 3 2 2 11-8 8 Newcastle 7 2 4 1 9-7 8 QPR 7 3 2 2 9-10 8 Bristol C. 7 2 3 2 8-7 7 WBA 7 2 3 2 8-7 7 Coventry 7 3 1 3 10-10 7 Ipswich 7 3 1 3 12-12 7 Stoke 7 2 3 2 5-8 7 Birmingh. 7 2 2 3 7-8 6 Leicester 7 0 6 1 5-7 6 Tottenham 7 2 2 3 6-10 6 Leeds 7 1 3 3 8-10 5 Derby 7 0 5 2 6-9 5 West Ham 7 1 3 3 4-10 5 Sunderland 7 0 4 3 5-11 4 Norwich 7 1 2 4 3-9 4 2. deild Chelsea 7 5 1 1 10-8 11 Wolves 7 3 3 1 14-5 9 Bolton 7 4 1 2 14-8 9 Fulham 7 3 3 1 11-7 9 Oldham 7 3 3 1 9-9 9 Blackpool 7 4 0 3 12-8 8 Nottm. For. 7 2 4 1 15-12 8 Millvall 7 3 2 2 11-8 8 Bristol R. 7 3 2 2 9-7 8 Charlton 7 3 2 2 14-13 8 Hull 7 2 3 2 10-9 7 Sheff. Utd. 7 1 5 1 9-8 7 Luton 7 3 1 3 11-12 7 Notts. Co. 7 3 1 3 10-12 7 Hereford 7 2 2 2 12-13 6 Burnley 7 2 2 3 7-8 6 Plymouth 7 1 3 3 12-13 5 Cardiff 7 2 1 4 9-12 5 Orient 7 i 2 4 5-9 4 Blackburn 7 i 2 4 5-11 4 South'ton 7 0 3 4 5-16 3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.