Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 19
IMGBLAÐIÐ. MÁNUDACUR 27. SEPTEMBER 1976. Hún sé jafnvel þaó gömul aö hún geti ekki átt börn en það sem hann þráir er að eignast börn og gott heimili. Þau gifta sig þó en eigin- maðurinn er ákaflega rudda legur og óheflaður í framkomu við nýju konuna sína. Hún á því í mikilli baráttu við að fá einhverju breytt á heimilinu. Zandy er liinn mesti sóði og henni gengur illa að kenna honum mannasiði. Það atriði myndarinnac sem undirstrikar mest ruddaskap hans,.er þegar þau eru að búa sig í veizlu sem þeim hefur verið boðið í í sveitinni. Hanna hefur klætt sig í sln bezlu spariföt og lagað á sér hárið með því að hita nagla og nota sem hárliðunar- járn. Þegar hún hefur lokið við að búa sig í veizluna og kemur glöð út til eiginmannsins, rýkur hann upp og skömmu síðar situr hún í lörfunum á hesti sínum á leið til samkomunnar. Þessi mynd er um baráttu tveggja einstaklinga um rétt sinn og sérstaklega er það eiginntaðurinn sem ekki vill hopa. Hann vekur oft kátínu með áhorfendum svo barna- legur semhann er. Þeir sem höfðu gaman af þáttum sjónvarpsins um Vesturfarana ættu að leggja leið sína í Austurbæjarbíó. Þeir verða ekki fvrir vonbrigðum. KP. KATRÍN PÁLSDÓTTIIJff H Kvik H myndir J 19 ■v svo að það gerir myndina lang- dregna. En sterkasta hlið Emanuelle II er hispursleysið ásamt frábærri kvikmyndun. Allt er svo blátt áfrarn — allt er svo eðlilegt. Þannig á það líka að vera. Fólk á alls ekki að hlaupa í felur með tilfinningar sínar, hvort heldur eru á kynferðis- lega sviðinu eða öðru. Vertu sjálfum þér samkvæmur. Kvikmyndun er góð — frábær. Hugsið ykkur, lesendur góðir. í einni senunni er Emanuelle að hátta sig — hún er falleg ung kona sem hrifur alla karlmenn. En þrátt fyrir það dregur Emanuelle ekki aðalathyglina að sér. Nei, heldur umhverfið. Það er hjónarúm og náttborð og Emanuelle situr á stól. Einfalt —svo einfalt. Tónlistin I Emanuelle er mjög góð — mun betri en í fyrri kvikmyndinni og fellur ákaflega vel að efninu. En er þetta þá bara allt saman eitt lof. Má ekkert athugavert finna? Sennilega er einn veikasti þáttur m.vndarinnar að leikurinn er ekki nógu góður, ekki nógu sterkur. Einnig á myndin jafnvel til að vera of langdregin. Samfarasenur um of langdregnar. Það er jú einu sinni svo að öllu má ofgera, jafnvel kynlífinu. En mér finnst kvikmvndin Emanuelle II eiga erindi til okkar vesturlandabúa. Þar á ég einmitt við hversu hispurslaus myndin er. Allt er svo eðlilegt — svo sjálfsagt. Og er það þá tilviljun að einmitt til þess að gera slíka kvikmynd, þurfa vesturlandabúar að hverfa í heim Austurlanda fjær? Nei, það er ekki tilviljun. Það er einmitt þörf lexía. -h. halls. Vinskapurinn varð að eldheitri ást A meðan prinsar eru ókvæntir í föðurgarði (eða móður) eru jafnan uppi miklar bollaleggingar unt kvonfang þeirra. Bretar hafa mikið velt vöngum yfir ráðahag Charles prins og helzt komizt að þeirri niðurstöðu að hann rnyndi ganga að eiga Davinu Sheffield. Stúlkan er svo sem ljómandi snotur, og vel ættuð í ofanálag, svo það væri ekki úr vegi fyrir hann að athuga þann ráðahag. Charles prins er mjög skyldu- rækinn. Hann gerir ævinlega skyldu sína fyrst, — og svo kemur ánægjan á eftir. Nú fer að líða að því að prinsinn ljúki þjónustu sinni í sjóhernum en það gerist fyrir áramót. Þá liggur fyrir hinum 27 ára garnla ríkisarfa að skipu- legga hátíðahöld í sambandi við tuttugu og fimrn ára þjóð- höfðingjaferib móður sinnar. Þegar prinsinn hefur aftur þurrt land undir fótum getur hann einnig sinnt ýmsum af einkamálum sinum, eins og t.d. að hitta hina glæsilegu. Davinu Sheffield. Þegar hann hefur verið i leyfum undanfarið hefur hann notað tímann til þess að hitta meyna. 1 júní- mánuði í sumar bauð hann Davinu til hádegisverðar í Windsor kastala með drottningunni móðursinni. Síðar í sumar fóru þau saman niður að ströndinni á af- skekktum stað i Devon og nutu baðstrandarlífsins. Charles hefur þekkt Davinu í nokkur ár. Það var Anna systir hans sem kynnti þau hvort fvrir öðru í ágúst 1974 en þá var Davma skotin í öðrum. Hún var leynilega trúlofuð James Beard, þrjátíu og tveggja ára gömlum verkfræðingi. Það tókst góður vinskapur milli Charles og Davinu og þegar hún hafði sagt skilið við James varð þessi vinátta að innilegri ást, að því er sagt er. Davina, sent er tuttugu og fimm ára gömul, býr með systir sinni Lauru á fjölskylduóðali þeirra systra. Móðir þeirra. sem var ekkja var myrt í húsinu fyrir fimm mánuðum. en þær systurnar hafa hugsað sér að búa þar i framtíðinni. Laura er Er Davina Sheffield tilvonandi drottning Breta? Systurnar Davina og Laura. eru setztar að i húsinu þar sem móðir þeirra var myrl fyrir fimm mánuðum. tuttugu og sex ára og gift kaupsýslumanni að nafni George Pilkington. Ættaróðal þeirra systra er á kyrrlátum stað í Oxfordshire Það er ekki ónýtt fyrir elsk- endur, sem gjarnan vilja hittast án þess að allra augu beinist að þeim. að hafa slíkan stað til þess að hittast á og er talið að Charles hugsi sér gott til glóðarinnar. Davina rak um skeið verzlun með systur sinni á Kings Road í Chelsea og hún var um tíma starfsstúlka á munaðar- leysingjahæli í Saigon. Tókst henni að komast þaðan á brott aðeins fáunt dögunt áður en Vietcong tók stjörnina í Saigon i sínar hendur. Þá var einnig kominn tími til þess að endurnýja kunnings- skapinn við Charles prins. Þýtt og endursagt A.Bj. Charles Bretaprins losnar úr herþjónustu í vetur en hann er orðinn tuttugu og sjö ára gamall. ljósáperunni? Ef ekki, þá höfum viö efnis til raflagna, einnig mikið úrval af Ijósaperum dyrabjöllur og raftæki. í flestum stærðum og styrkleika. ”Rafvörur” hefur úrval Rafvirkjar á staðnum. IIAFVÖRUR Laugarnesvegur 52 Sími 86411 LAUGARNESVEGL

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.