Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1976. Fleiri blöð en Dag- blaðið frjáls og óháð Það eru fleiri blöð en Dag- blaðið sem geta talið sig frjáls og óháð og státað af því að þiggja ekki styrki frá hinu opinbera. Suðurnesjatíðindi t Keflavík er hálfsmánaðar- lega gefið út fréttablað, Suður- nesjatíðindi. Blaðið hlýtur enga styrki og stendur algjörlega undir sjálfu sér. Suðurnesjatíð- indi voru stofnuð árið 1969 og hafa verið gefin út vikulega síðan. Nú fyrir skömmu yfir- tóku nýir eigendur bláðið og breyttu fyrirkomulaginu á þann veg að nú kemur blaðið út hálfsmánaðarlega. ,,Það er alveg á mörkunum að þetta beri sig hjá okkur,“ sagði ritstjórinn, T' Steingrimur Lillíendahl. '*„En útgáfutíman- Prentsinið.jan Isrún hf. á Isafirði, sein sér uin prentun á Vestfirzka fréttablaðinu, er að skipta yfir í offset-prentun. Heilinn og setning- arvélin eru komin til landsins og eru nú i prófun. Hér situr Sigurður Jónsson. prentari frá tsafirði, við heilann. DB-mvnd Arni Páll um var breytt til reynslu til að sjá hvort það gerði reksturinn ekki auðveldari. Enn er engin reynsla kominn á þetta fyrirkomulag ehda hafa bara komið út tvö blöð síðan breytingin átti sér stað. Aðspurður um hvernig honum litist á framtíðarhorfur sagði Steingrímur: „Það þýðir ekki annað en að vera bjart- sýnn, en það mætti að sjálf- sögðu vera meira um auglýs- endur.“ Vesfirzka fréttablaðið Á Isafirði er gefið út blað á þessum sama grundvelli. Utgef- andi og ábyrgðarmaður þess er Árni Sigurðsson. Fréttablaðið er á svipuðum aldri og Dag blaðið en fyrsta blaðið kom út 3. nóvember 1975. Arni vinnur hjá Prentstof- unni ísrún hf. og byrjaði á blaðaúgáfunni til þess að gera sér grein fyrir þvi hvernig vinna átti Isafjarðarblöðin er prent- smiðjan skiptir yfir í offset- prentun. „Reksturinn gengur nokkuð vel,“ sagði Arni, ,en ef ég ætti að reikna alia mina vinnu á fullu verði, en ég skrifa tölu- vert sjálfur og tek myndir, þá er ég hræddur um að tímakaupið yrði ekki ýkjá hátt. En ég hef mikla ánægju af þessu og það er fyrir mestu. Fyrirtæki hér hafa tekið vel í að auglýsa í blaðinu og þau auglýsa ekki síður hjá mér en öðrum blöðum sem gefin eru út hér á Isafirði. A Isafirði, Bolungarvík og Súðavík er blaðið selt í lausa- sölu en til annarra staða á Vest- fjörðum er það póstsent. Ég hef mikinn áhuga á að fá umboðs- nienn í þorpum og kaupstöðum á Vestfjörðum þannig að hægt væri að selja blaðið í götusölu. Ég var heppinn að fá gott fólk þegar ég byrjaði útgáfu- starfsemina. Ég fékk til liðs við mig þrjá stráka, tveir þeirra voru í menntaskólanum. Þeir hjálpuðu mér að yfirstíga byrj- unarörðugleikana. Eg er ákveðinn að halda út- gáfunni áfram því blaðið hefur fengið þær viðtökur að ég tel það eigi fyllilega rétt á sér.“ Umbrot A Akranesi kemur út mán- aðarlega blað sem Umbrot nefnist. Það hlýtur enga styrki og byggir tekjur sínar einungis á auglýsingum og sölu blaðsins. Fjórir menn standa að útgáf- unni og vinna blaðið í samein- ingu. Enginn sérstakur er titl- aður ritstjóri. „Þetta stendur allt í járn- um,“ sagði Indriði Valdimars- son, einn af fjórmenningunum, „og það er spurning hvað þetta getur gengið lengi. Það hefur reynzt erfitt að fá auglýsingar en salan hefur aftur á móti gengið vel. Bæjarbúar hafa tekið vel í þetta. Það eru ákveðin fyrirtæki sem auglýsa hjá okkur reglulega. Það eru fyrst og fremst þau sem hafa gert okkur kleift að halda út- gáfunni áfram svona lengi en fyrsta blaðið kom út í nóvem- ber ’74. Þetta er eina frétta- blaðið sem kemur út reglulega á staðnum, pólitísku blöðin eru gefin út óreglulega, svo þetta er talsverð þjónusta fyrir bæjar- búa. En það er spurning hvað hægt er að haida útgáfunni svona áfram án styrkja.” Hugmyndir uppi um stofnun fréttablaðs í Borgarnesi „Það er meiningin að reyna að gefa út blað hér í Vestur- landskjördæmi með haustinu, en ekki er útséð að af því verði,“ sagði Sveinn Hálfdánar- son. Sveinn er einn af upphafs- mönnum þessarar hugmyndar og hefur fengið nokkra aðra í lið með sér. „Ég tel að þörfin fyrir óháð fréttablað sé mikil hér og slíkt blað geti orðið góður tengiliður milli staða í kjördæminu. Ætlunin er að menn úr öllum flokkum standi að útgáfunni og í blaðinu komi fram öll sjónar- mið. Grundvöllurinn fyrir því að þetta takist, er að blaðið komi út reglulega og stefnt er að því að það komi út mánaðar- lega. Okkur finnst að pólitísku blöðin hafi komið út mjög óreglulega og helzt aðeins fyrir kosningar og fréttagildið þá verið aukaatriði.” —KL Hjálp, hjálp — þjófur, þjófur Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstœður um rúma sex milljarða það sem af er árinu Það er ekki öllum sem tekst að elta uppi innbrotsþjófa og það með sögulegum hætti. Það tókst samt í vesturbænum í vik- unni. Við skulum gefa Sigriði Hagalín leikkonu orðið: „Ég hrökk upp með and- fælum snemma að morgni við mikið brothljóð og hentist vitanlega fram úr rúminu og út í gluggaen sá ekki nokkurn mann. Eg var samt ekki ánægð og hugðist athuga þetta nánar þegar maðurinn minn (Guðmundur Pálsson leikari) kom fram. Hann hélt bara að þetta væri einhver kvenna- taugaveiklun hjá mér en þegar ég sagðist ætla að fara niður og athuga málið kom karlmennsk- an upp i honum og hann bauðst til að fara. Mig fór að lengja eftir honum svo ég fór á eftir honum niður í verzlun sem er á neðstu hæðinni. Sé ég þá hvar maður- inn minn er á harða hlaupum. stingur sér út um dyrnar, þar sem brotin hafði verið rúða, og þar með var hann horfinn. Hann sagði mér seinna að hann hefði áður verið búinn að vekja kaupmanninn sem smeygði sér í brækur. Þeir komu að þjófi inni á skrifstofunni með fullt fangið af sigarettum. Hann sleppti sígarettunum, hentist út um gluggann og kaupmaðurinn á eftir. Vitanlega hringdi ég í lög- regluna, en það gerðu fleiri. Var henni sagt að tveir kyn- legir náungar væru á hlaupum í vesturbænum, annar berfættur og ber að ofan, hinn á stuttum innislopp, berfættur veifandi inniskónum, æpandi hjálp, hjólp, þjófur, þjófur! Lögreglan kom þegar á vett- vang. þjófurinn náðist og maðurinn minn og kaupmaður- inn náðu sér fljótlega eftir hluuijin. Síðun er mikið hvislað i götunni unt þennan sérstæða eltingaleik." EVI Utflutningur á áli og álmelmi nemur nú liðlega 1/6 af öllum okkar útflutningi fyrstu átta mán- uði ársins. Á1 hefur verið flutt út í ár fyrir á áttunda milljarð en á sama tíma í fyrra fyrir um 2‘/a milljarð. Hafa ber i huga að meðalgengi erlends gjaldeyris í ágúst 1975 er talið um 12,8% hærra en í ágúst- mánuði i fyrra. Það breytir þvi hins vegar ekki að álútflutningur hefur aukizt gífurlega á þessu ári enda lá álverið með töluverðar birgðir allt síðasta ár. tslenzka álfélagið er jafnframt stærsti innflutriingsaðiiinn. Inn- flutningur þess nant liðlega 41/, milljarði fyrstu átta mánuði þessa árs. Hann var þó enn meiri á þessum tlma i fvrra t'ii útflutn- ingur þess félags var þá í lág- marki. Skipainnflutningur nemur liðlega 1200 milljónum það sem af er þessu ári. A sama tíma í fyrra var mun meira um skipainnflutn- ing og fóru þá um 3600 milljónir í innflutning skipa. Innflutningur fra janúar til ágústloka í ár nernur liðlega 51 milljarði en útflutningur liðlega 45 milljörðum. Samanburðurinn var þó hagstæðari í fvrrá en þá munaði 16H milljarði hvað inn- flutningur var meiri en útflutn- ingur. í ágústmánuði var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður unt á fjórða milljarð króna sem er liðlega helmingur af því sem vöruskiptajöfnuðurinn er óhag- stæður fyrsti 8 mánuði ársins. — B.V ... Sláturgerð hefur sennilega verið í heiðri höfð á islandi frá landnámstíð. Fyrir nokkrum árum dró mjög úr því að fólk tæki slátur en nú hefur það aftur aukizt og fjöldinn allur af kornungum húsmæðrum lætur sig ekki muna um að taka slátur til þess að eiga I frystikistunni. Nú verður hægt að kaupa 5 slátur í „neytendapakkningu" í verzlunum Sláturfélagsins og er það til mikils hagræðis fyrir alia. Hægt er að frysta slátrið bæði hálfsoðið og hrátt. Það fer miklu minna fyrir þvf ef það er fryst hrátt. Það á að fara í frostið um leið og það er tilbúið í vambarkeppunum, ef það er fryst hrátt til þess að blóðið renni sem minnst úr því. Búa skal um slátrið í plastpokum og pappaöskjum til hlífðar. Þegar matreiða á fryst slátur eru keppirnir látnir frosnir í pott- inn. Einnig má frysta blóð, mör og vambir hvert i sfnu lagi og gera slátrið þegar hentar. Þá er blóðinu hellt f áldósir eða plast- flát. En athugið að blóðið þenst út við frystingu þannig að ekki má fylla ílátin. Reiknað er með að geymslu- þol blóðmörs og lifrarpylsu við -=-18°C sé 6 mánuðir. Hér á eftir eru upp- skriftir af blóðmör og lifrar- pylsu. Þær eru úr Hússtjórnar- bókinni og birtar með leyfi höf- unda. Blóðmör 1 lftri blóð 2 dl vatn 1á msk. salt 300 g hafragrjón 400—500 g rúgmjöl um 500 g mör vambir. Hreinsið vambirnar. Dýfið þeim í heitt vatn og skafið burt öll óhreinindi bæði að utan og innan. Skolið þær vel og látið þær liggja í köldu vatni. Snfðið 4—6 keppi úr hverri vömb og saumið með frekar grófu bómullargarni. Skiljið eftir vænt op og leggið keppina í kalt vátn. Takið eitlana úr mörnum og brytjið hann. Síið blóðið og blandið salti og vatni í það. Hrærið hafragrjónunum út í og síðan rúgmjölinu. Hrærið vel í með hendinni eða trésleif. Hrærið sfðan mörnum saman við. Takið keppina úr vatninu og strjúkið vætuna af. Fyllið keppina rúmlega til hálfs með blóðhrærunni. Saumið fyrir og pikkið keppina. Látið keppina í sjóðandi vatn ('A msk. salt í hvern lftra vatns). Látið einungis fáeina keppi út í vatnið f einu svo að suðan komi fljótt upp. Pikkið keppina með nál um leið og þeim skýtur upp. Snúið keppunum við á meðan þeir sjóða. Hafið rúmt f pottinum og gætið þess að suðan sé hæg og jöfn. Suðutlmi er 2—3 klst. Látið slátrið kólna í soðinu þar til allir keppirnir eru sokknir. Fleytið soðið og færið slátrið upp á bretti eða bakka svo að renni vel af því. Tilbreytni: Berið heitan blóðmör fram með soðnum gulrófum eða gul- rófustöppu. Kælið blóðmörinn í köldu vatni eigi að geyma hann. Berið fram kaldar blóðmörs- sneiðar með hafragraut eða hrísgrjónavellingi. Steikið kaldar blóðmörs sneiðar í sláturfloti, tólg eða smjörlíki á pönnu. Geymið blóð- mör i sýru á köldum og raka- lausum stað. Hægt er að sjóða slátur f selló- fan. Vefjið sellófaninu þétt utan um blóðhræruna og bindið fyrir endana. Það mun vera danskur siður að láta rúsínur í blóðmörinn og borða síðan heitt slátur með bræddu smjöri og kanel og sykri. Þeim sem vanir eru að borða heitt slátur á þennan hátt finnst þetta ekkert einkenni- legt, en trúlegt er að einhverjir reki upp stór augu. Þá er einnig mjög gott að borða kaldan rúsínublóðmör með rabarbara- sultu. -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.