Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 28
EFTIRLÝSTIMADURINN GAF SIG FRAM Í GÆR — vildi geta fylgzt með V ..Voruð þið að leita að mér?“ spurði Franklín Kristinn Steiner þegar hann gekk inn í skrifstofu fikniefnalögreglunn- ar kl. 17.30 í gær. Franklín er maður sá sem lýst hefur verið eftir undanfarna daga í útvarpi og sjðnvarpi í sambandi við rannsðkn á fíkniefnamáli sem fjöldi manna hefur verið yfirheyrður í. Ciaf hann sig frani við fíkniefnalögregluna í lögreglustöðinni við Hverfis- götu í gær, sem fyrr greinir. Nauðsynlegt hefur verið talið að unnt væri að yfirheyra liann . Hefur hans verið leitað allmikið og lýst eftir honum. Er talið víst að hann hafi falið sig hjá kunningjum í 10 daga eða frá því hasshundurinn fann eitthvert magn fíkniefna í húsinu nr. 8 við Suðurgötu í Reykjavík. Franklín býr í þessu húsi en ekki þó í íbúðinni þar sem hassið fannst. Franklín kvaðst hafa talið víst að grunur félli á sig þegar þrir menn voru handteknir út af þessu máli. Hefði hann i heilsufari móður sinnar fyrstu ætlað að gefa sig fram strax og hann frétti af því að lögreglan væri að spyrja um sig. Sérstök ástæða leiddi til þess að honum snerist hugur og fór síðan huldu höfði. Móðir Franklíns gekk um þetta leyti undir aðgerð sem ætla mátti að yrði mjög afdrifa- rík fyrir heilsu hennar og líf. Kvaðst Franklín umfram allt hafa viljað gota fylgzt með héilsufari móður sinnar næstu dagana ofti»- aðgrrðina og þar til séð vrði hvernig henni heilsaðist. Hefði sér þó snúizt hugur og ætlað að gefa sig fram. Þegar hann varð þess var, hvernig eftir honum var lýst, einkum þar sem hann taldi sig ekki geta gefið neinar upp- lýsingar, sem að haldi kæmu í áðurnefndu máli, hætti hann þó við þá fyrirætlun. Fikniefnalögrglan hefur talið víst að Franklín hafi falið sig hjá kunningjum. en ekki er vitað hvar. Aðalatriðið er að hann hefur nú gefið sig fram af frjálsum og fúsum vilja. -B.S. 800 tunnur sildar saltaðar á Höfn á laugardag Það rættist úr reknetasíld- veiðunum á laugardaginn en eins og blaðið skýrði frá fyrir helgi gengu veiðarnar heldur skrykkjótt í vikunni og komu jafnvel margir bátar að í senn galtómir. Á laugardag bárust um þús- und tunnur síldar til Hafnar í Hornafirði og voru um 800 tunnur saltaðar. Frí var í gær en í gærkvöldi héldu bátarnir út og voru væntanlegir ir>n í morgun, en ekki hafði frétzt af afla þeirra er blaðið grennsl- aðist fyrir. — G.S. Votnsflóð ó Vifilsgötu Snemma í morgun sprakk vatnsrör á efri hæð í húsi einu við Vífilsgötu. Húsráðandi var ekki heima en fljótlega hafðist upp á honum og aðstoðaði lög- reglan við að loka fyrir vatnið. Töluverðar skemmdir urðu af vatnsrennsli í íbúðinni. —A.Bj. BANASLYS f BRIMLENDINGU Tvítugur námsmaður frá Vest- mannaeyjum drukknaði er hann og félagi hans ætluðu að reyna brimlendingu á gúmbát eftir vélarbilun. Lentu þeir í miklu brimi í svonefndri Brimurð við Stórhöfða. Öðrum tókst að halda sér f bátinn meðan hann rak gegnum brimgarðinn og þannig komast á land. Myndin er af gúm- bátnum í fjörunni f Brimurð og brimaldan í baksýn. — Dagblaðs' mynd. Sjá nánár bls. 9. A slysstað við Reykjalund. —DB-mynd Sv. Þ. Banoslys við mal- bikunarframkvœmdir Sviplegt banaslys varð rétt eftir klukkan ellefu á laugar- dagsmorgun er unnið var að malbikun á svæði framan við vinnuheimilið að Reykjalundi. Steinberg Þórarinsson verk- stjðri, Teigagerði 8 Reykjavík varð þar undir stórri vörubif- reið fullhlaðinni malbiki. Beið Steinberg þegar bana. Á svæðinu við Reykjalund var malbikunarvél, þjöppunar- vél og vörubíllinn, sem kom færandi malbikið að niðurlagningarvélinni. Stein- berg mun hafa verið að segja stjórnanda þjöppunar- vélarinnar eitthvað til er vöru- bíllinn bakkaði að malbikunar- vélinni. Vörubifreiðin er stór og mjög há. og getur því verið erfitt að sja rétt aftur fyrir hana. Bifreiðin var mjög vel búin spegium, en var að konia úr vinkilbeygju er hún lenti á verkstjóranum. Mun það ástæðan til að Steinberg sásl ekki I speglum bifreiðarinnar. Steinberg heitinn var 47 ára gamall. -ASt. NÚ Á ENN AÐ REYNA AÐ NÁ UFANDI HÁHYRNINGI — franski dýrafrœðingurinn með mikinn viðbúnað á Höfn til að fyrirbyggja öll mistök Franski dýrafræiðingurinn, sem var á Höfn í Hornafirði í fyrrahaust og gerði ítrekaðar tilraunir til að veiða lifandi háhyrning, er kominn aftur til Hornafjarðar þrátt fyrir öll skakkaföllin i fyrra. Að sögn Jens Mikaelsens, wrkstjóra í frystihúsinu, virðist Frakkinn ekki ætla að láta nein mistök á borð við mis- tökin i Vestmannaeyjahöfn í fyrra koma fyrir nú og hefur hann að undanförnu unnið að því að girða af svæði við Alögarey, þar sem háhyrningur á að vera i öruggri geymslu náist hann lifandi. Jens var ekki kunnugt um hvaða báti hann yrði nú með en eins og kunnugt er fór Frakkinn með reknetabátum i fyrra, þar sem þeir komast einna helzt í tæri við háhyrninga þegar þeir eru að éta úr reknetunum. Lítils háttar netatjón mun nú þegar hafa orðið af völdum háhyrninga og sagði Jens að sézt hafi til margra fyrir skömmu. — G.S. frjálst, nháð dagblað MANUDAGUR 27. SEPT. 1976 13 óra öku- maður olli bílslysi Sex ára gömul telpa á reiðhjóli varð fyrir bifreið á plani fyrir framan verzlun kaupfélagsins í Mósfellssveit. Telpan var flutt í slysadeild. Hún er ekki talin mikið slösuð en hugsanlega brotin. Það alvarlegasta við slysið var að ökumaður bif- reiðarinnar var aðeins 13 ára gamall. Félagi hans og jafn- aldri hafði í óleyfi tekið bíl- lykla móður sinnar, er var í heimsókn í húsi skammt frá siysstaðnum. Höfðu þeir félagar síðan ekið til skiptis á planinu er slysið varð. Mildi má kalla að ekki fór ver, en dæmið sýnir hve alvarlegt það er að hafa ekki góða gát á bíllyklum sínum. -ASt. Ung stúlka kœrði nauðgun Ung stúika í efra Breiðholti kærði til lögreglunnar að sér hefði verið nauðgað aðfaranótt sunnudagsins. Stúlkan benti á pilta í ákveðnum bíl, en þeir höfðu ekið henni heim þá um nóttina. Bíllinn með piltunum var á bak og burt er lögreglan kom. Rannsóknarlögreglan fékk þetta mál til meðferðar og mun rannsókn þess ólokið. —ASt. Umferðarslys á Tjörnesi: Slösuð kona flutt til Reykja- víkur Tuttugu og sjö ára gömul kona hlaut alvarleg meiðsl í umferðarslysi á Tjörnesi eftir hádegi á laugardag. Konan var flutt á heilsugæzlu- stöðina á Húsavík en síðan á Borgarspítalann í Reykjavík. Tildrög voru þau að er bif- reiðin, sem var amerísk af eldri gerð, var í þann veginn að fara niður brekku, Gerðis- brekku, sem er norðarlega á Tjörnesi, flaug hún út af veg- inum. Fallhæðin er um sex metrar. Aðkeyrsla að þessari brekku er dálítið erfið þar sem kröpp beygja er rétt áður en brekkan byrjar. í bifreiðinni voru sex manns og hlutu allir farþegarnir ein- hverjar skrámur og meiðsl. Bifreiðarstjórinn, sem er mágur konunnar sem flutt var til Reykjavikur, kvartaði úndan eymslum og máttleysi. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Finnssonar aðstoðar- læknis á Borgarspitala var konan alvarlega slösuð en hún var hryggbrotin. Er hún þó úr allri lífshættu. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.