Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 17
DAC'iBLAÐIÐ. MANUDACiUR 27. SEPTEMBER 1976. 17 Klokkar vid allra lia'l i. Morfíunlimar — dafítímar — kvöldtimar (íufa — Ijós — kaffi — nudd. Innritun ok upplvsinftar i sinia 83295 alla virka daf>a kl. 13—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Stórtap Standard var það ovœntasta Liege 23. sept. 1976 Þriðja umferðin leikin 22. september. Svo ég byrji nú á aðalleik miðvikudagskvöldsins. Þar áttust við Brusselliðin BWDM og Anderleeht á Edmond Matches heimavelii Molenbeek. Segja má að þessi „derby“ leikur hafi verið leikinn í seinni hálfleik, því í þeim fyrri fengu hinir þrjátíu þúsund áhorfendur litið sem ekkert að sjá af góðri knattspyrnu, þar sem hvorugt liðið þorði að taka af skarið og sækja. Þetta leik- skipulag hafði í för með sér miójuþóf og þröngt spil. Þannig leið fyrri hálfleikur án þess, að liðin sköpuðu sér raun- verulegt marktækifæri. t byrjun seinni hálfleiks fór að færast þungi í sóknarlotur Anderlecht og áttu bæði Ressel og Rensenbrink upplögð tæki- færi til að ná forustunni, en De Bree, markvörður RWDM, bjargaði í bæði skiptin. Þé hafði hann enga möguleika á að verja þrumuskot Ludo Coek, belgíska landsliðsmannsins af um tuttugu og fimm metra færi, sem hafnaði efst í mark- horninu „stórkostlegt mark“. Þetta skeði á sextugustu og sjöttu mínútu og eftir markið lagði Anderlecht megin áherzlu á að verjast og lengi leit út fyrir að liðinu tækist að hverfa á brott með bæði stigin. Það var ekki fyrr en á 89. mínútu að dæmd var auka- spyrna á Anderlecht rétt fyrir utan vítateig. Johan Boskamp sendi knöttinn í skemmtilegum boga yfir varnarveggin og í net- inu stöðvaðist boltinn við gífur- legan fögnuð leikmanna og áhangenda RWDM. Jafnteflið sanngjörn úrslit. Þá er komið að óvæntustu úrslitum þriðju umferðarinnar er AS Ostende gerði sér lítið fyrir og burstaði Standard með fimm mörkum gegn einu. Undirritaður gat ekki leikið þennan leik vegna meiðsla, sem ég hlaut í leiknum við FC Liege helgina áður. AS Ostende varð að leika án aðalmanns liðsins Cartus, sem einnig var meiddur. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik var staðan orðin 2-1 leikmönnum Jaak de Wit í vil. En öll þessi mörk voru skoruð eftir varnarmistök beggja liða. Á tuttugustu mín- útu fékk Gorez upplagt tæki- færi til að jafna metin — skot hans á leið inn í markið, er bakvörður Ostende sló boltann frá með hendinni. „Víta- spyrna" já, nei, dómarinn Mjourquin hefur sennilega verið að horfa á eftir flugvél- inni, sem flaug svo lágt yfir, að hann gleymdi hreinlega að fylgjast með þvi, sem var að i gerast á vellinum. Leikurinn hélt áfram við gífurleganj hlátur leikmanna Ostende. Á 40. min. léku Simoen-De Max og Peelt skemmtilega í ■ gegnum. vörn Standard og sá síðarnefndi rak endahnútinn á ( verkið. 3-1 og þannig var staðan í hálfleik. í byrjun síðari hálfleiks braut Michei Renquin gróflega i á Peelt og nú dæmdi dómarinn' réttilega vítaspyrnu, 4-1. Á 70. min. lét Labarbe' Smioen hirða af sér boltann og j ,,hat-trick“ Simoen varð stað- reynd 5-1. Mark Standard | skoraði Ridel. t Liege fékk FC sebrana frá Charleroi í heimsókn. Menn ( voru varla búnir að koma sér almennilega fyrir, er knöttur- ( inn lá í marki Charleroi. Að markinu var mjögj skemmtilega unnið og skoraði Hollendingurinn Bonsink það j eftir fyrirgjöf Lakner. Sóknar- leikur var látinn liggja í fyrir- rúmi og tækifæri á báða bóga því mörg. Vestur-Þjóðverjinn Gebauer 1 jafnaði fyrir Charleroi á fertug-, ustu og níundu mínútu. Eftir þetta skiptust liðin á að . sækja og sigurinn gat lent hjá I hvoru liðinu sem var. Leik- menn FC Liege voru þó heppn-1 Firmakeppni Golfklúbbs Reykjavikur: Óttar vann fyrir Bókav. Sigfúsar E. Þritugustu og annarri Firma- keppni Golfklúbbs Reykjavíkur lauk á íaugardaginn var með verðlaunaafhendingu í klúbbhúsi GR. í keppninni, sem staðið hefur í inánuð, tóku þátt 175 fyrirtæki. Framan af var Ieikin holukeppni en síðasta daginn þ.e. iaugardaginn áttust 10 beztu k. vlfingar GR við í höggieik um 10 efstu sætin. Urslit urðu þannig: l. Bókaverzlun, Sigfúsar Ey- mundssonar, keppandi Öttar Yngvason á 75 höggum. 2. Eimskip hf., keppandi Ragnar Ólafsson á 76 höggum. 3. G. Einarsson og Co , keppandi Hannes Eyvindsson á 76 höggum. Þeir Ragnar og Hannes urðu að leika bráðabana um 2. og 3. sætið sem lauk með sigri Ragnars á 4. holu. 4. Tryggingamiðstöðin, keppandi Geir Svansson á 77 höggum. 5. Kassagerð Reykjavíkur, keppandi Viðar Þorsteinsson á 78 höggum. 6. Olíufélagiö hl', keppandi Einar Guðnason á 79 höggum. 7. Sláturfélag Suðurlands, kepp- andi Sigurður Hafsteinsson á 80 höggum. 9. Stétl li!.. kcppuiidi Eiiikui' Þ. Jónsson á 81 höggi. 8. Pfaff, keppandi Sigurður Pétúrsson á 80 höggum. ari og unnu leikinn með marki frá Lakner 2-1 á áttugustu og fimmtu mínútu. Charleroi átti skilið betra og hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. FC Brugge sótti Lierse heim og tókst að halda jöfnu 0-0. tvisvar sinnum áttu leikmenn Lierse stangarskot, en Brugge slapp með skrekkinn í þetta skipti. Lokaren og Antwerpen geru sér lítið fyrir og unnu bæði útileiki sína. Lokeren vann Wargem 0-2 með mörkum Mt^nens á 55. mínútu og Verheyden á 79. mínútu og Antwerpen sigraði Winterslag 1-2. Devil skoraði strax á sjöttu mínútu fyrir Winterslag en Kodad jafnaði á 37. mínútu. Júgóslavinn Olarovic skoraði sigurmark Antwerpen á 60. mínútu. Kveðja Asgeir Sigurvinsson 10. Reykjavíkur Apótek, kepp- andi Ólafur Skúlason á 86 höggum. Verðlaunaafhendingin var sama kvöld og voru viðstaddir hana fulltrúar hinna ýmsu fyrir- tækja, sem keppmna styrktu ásamt kylfingum úr GR. KNATTSPYRNAN í BELGÍU Sigurvinsson NYK0MIÐ! Teg. 700 Litur: Dökkbrúnt leður Stærðir Nr: 36—41 Verð kr. 3285,- Tcg. 701 Lilur: Rauðbrúnl leður Stærðir: Nr. 36—41 Verð kr. 3285,- Póstsendum Skóverzlun Þorðar Peturssonar Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Formaður kappleikjanefndar GR afhendir Dllari Yngvasvni fyrslu verðlatinin sein eru farandbikar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.