Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER 1976. AD DRAGA LANDSLAGIÐ TIL eða bara það upp ó nýtt ) Einhvern tíma áóur hef ég minnst á þaö hvað menn fara frjálslega meö örnefni og land- fræðiheiti, og láta sér I raun- inni fátt um það finnast, hvað staðirnir í raun og veru heita. Kannski er þetta af praktískum ástæðum sums staðar, eins og hjá þeim sem hafa búið á því virðulega bæjarnafni Tittlinga- staðir. Svo er sagt, að einn þeirra að minnsta kosti hafi ávallt kynnt sig frá Smáfugla- stöðum. Mér er líka sagt, að skammt utan við Akureyri sé staður sem lengi hét Tyllingur, og dró nafn af því að honum var tyllt utan í bratta hlíð. Auðvitað gátu menn þar um slóðir ekki kállað þennan stað annað en Tittling, en svo sem kunnugt er þykir það með spaugilegri fuglaheitum og pempíur fara hjá sér og mimtra þegar þær heyra þessa sérkennilegu fugla nefnda. Enda fór svo að einum eiganda staðarins var nóg boðið með viðtökur nafnsins hjá al- menningi, svo hann nefndi staðinn upp og kallaði Hlíðar- enda. Um þær mundir var þar rekin einhvers konar ræktunar- stöð, þar sem margt kvenna vann við gróðurrækt, ■ og var ekið að og frá vinnu. Þá orti eitt góðskáldið nyrðra, sem ég hef nú gleymt hvert var, en þau eru mörg sem vitað er og öll góð: Akureyrar vífum vænum verður margt að bitlingi, er þeim ekur upp úr bænum Ólafur á — Hlíðarenda. Svona spaug með nöfn er ljómandi gott og vel fallið til þess að gera mönnum léttara í geði og drepa tímann, en hitt er aftur á móti gamanlaust, þegar menn taka sig til og belgja út brjóst sitt af viti og speki og fara svo með ýmsa hluti vit- laust. Svo fór spekingi þeim sem nú á veturnóttum skrifar um það vangaveltur f Tím- ann, hvert maður ætli I sumar. Um síðustu helgi lýsti hann leiðinni úr Hvalfirði suður Kjós og Kjalarnes um Mosfellssveit til Reykjavíkur. Hvorki var reyndar lýsingin löng né ítarleg, en þó tókst honum að fara með tvennt þar vitlaust, sem ég veit um, hvað þá þeir sem gjörkunnugir eru. Ekki yrði ég hissa þótt þeir hefðu fundið fleiri villur. Þessi góði maður, sem reyndar — lík- lega af tómri hógværð — lét ekki nafns síns getið, talaði um Móskarðsfjöll í Esju, raunar bara í myndatexta. Ekki man ég eftir að hafa um þau heyrt, en Móskarðshnúkarnir blasa við, mér heiman að frá mér, þegar á annað borð sér til Esju. Hann talar líka um heimili fyrir van- gefna, sem komið hafi verið upp í Hliðartúnshverfi í Mos-' fellssveit. Kannski ætti maður að líta sér nær, en hafandi verið viðloða í Hlíðartúnshverfi frá 1964 til þessa dags veit ég ekki um neitt yfirlýst vangef- innaheimili hér í hverfinu á þeim tima. Aftur á móti er Skálatún, hæli fyrir vangefna, hér handan vegarins, og má vera að höfundurinn hafi haft það í huga, þótt nákvæmnin næði ekki til enda. Hins vegar á hann og eins aðstandendur hjólaralls KFUMs um síðustu helgi þakkir skilið fyrir að Háaloftið 8 nefna Ulfarsfellið sfnu rétta nafni í staðinn fyrir að kalla það Hamrahlíð. Hitt er svo ann- að mál aó ör- eða ár-nefnið Korpa er ekki til, heldur hefur árkrílið hlotið þau raunalegu örlög að heita þremur nöfnum: Korpúlfsstaðaá fyrir Korpúlfsstaðalandi, Lambhagaá fyrir Lambhagalandi og Ulfarsá fyrir Úlfarsfellslandi, og er kannski ekki mikið við því að segja þótt nú á tímum hraða og' æsingar þyki henta að draga heiti hennar öll saman I eitt stutt og fremur liðugt I munni. Enda er það ekkert einsdæmi að nöfn breytist þannig og af- bakist. Hér f nágrenninu er lít- ill lækur sem heitir að fornu Grátorfslækur. Að ég best veit heitir hann nú I daglegu tali Grádogg. Norður I Þingeyjar- sýslu er vatn sem heitir Kálf- borgarárvatn. Kunnugir menn norður þar segja mér að réttur framburður á þvi heiti sé Kál- bógrávatn. Né heldur er það fátítt að örnefni týnist. Eða hve margir vita hvert hið gamla nafn er á þeim stað þar sem nú standa Alfheimar annars vegar en Skeiðarvogur hins vegar og svæðið þar á milli? Þar hétu Þjófaskörð og þótti ekki góður staður að vera einn á ferli í myrkri. Eða svo aftur sé vitnað í Hlíðartún í Mosfellssveit — hve margir ætli viti, að þar hét Sauðholtsmýri, og að holtið upp af heitir Sauðholt? Og þannig mætti lengi telja. Eitt hastarlegasta dæmið um tildrátt í landslagi var þó að finna í Vísi fyrir fimm eða sex árum, þegar talað var um Kolla- fjarðará í Mosfellssveit., Það var álíka eins og talað hefði' verið um Hellisgerðí í Laugar- ‘dal. Það yrði ekki setið í mörgum stólum á Alþingi ef við hefðum það eins og Bretar. Misnotkun ó f rimiðo með jórnbraut kostaði hann þingmannssœtið Siggi flug skrifar: Mikið er nú rætt og ritað um' ýmiss konar fjármálahneyksli, og ýmislegt tlnt til gamalt og nýtt. „Það er lítið sem hunds- tungan finnur ekki,“ segir máltækið, og stund’um finnst mér sem krakkar séu að kýtast um það sln á milli hver eigi sterkari PABBA. „Pabbi minn getur lúskrað á pabba þlnum“ o.s.frv. Það er svo sem ekkert nýtt að upp komist um alls konar mis- notkun á almannafé og að til- teknir menn misnoti aðstöðu sina, þetta tíðkaðist fyrir tæp- lega 50 árum. Forstjóri eins ríkisfyrirtækis var fundinn sekur um að hafa látið skrifa leigubílanotkun sína hjá stofnuninni. „Bíll með tómar flöskur inn í Nýborg“ hét túrinn. Þetta má finna í dagblöðum þess tíma, og svo langt var gengið að fjölda- fundur var haldinn um málið og þessum embættismanni ráð- lagt að taka sér sinn eigin penna í hönd og segja starfinu lausu. Um svipað leyti og þetta blla- mál var á döfinni hafði Fram- sóknarflokkurinn hreinan meirihluta á Alþingi og þótti stundum stjórna ýmsu að eigin geðþótta og án tillits til þess hvort rétt var eða rangt I með- vitund fólksins. Varðskipin okkar voru látin sækja ýmsa flokksmenn Framsóknar inn á firði og flytja þá á milli hafna. Bílanotkun ríkisins var gagn- rýnd, en um það leyti eignaðist ríkisstjórnin sinn fyrsta bfh Þeir urðu margir er yfir lauk. Um peningamisferli gat naumast verið að ræða, á borð við þaó sem nú á sér stað, einfaldlega af því að engir pen- ingar voru tíl i jjá daga. í þessi 50 ár eða svo hefur mikið vatn runnið til sjávar, og sumt af þvi ekki sem tærast, og nú er það orðið anzi gruggugt. Almenningsálitið vantar al- gerlega hér á landi, á það minnti mig eftirfarandi saga um brezka þingmanninn, sem auk þess að vera sönn, sýnir okkur hvernig menn sem vand- ir eru að virðingu sinni haga sér, eða öllu heldur verða að haga sér vegna almennings- álitsins þar í landi. Brezkir þingmenn fá ókeypis farmiða með járnbraut frá heimili sínu til þess að sækja þing, allt eftir ákveðnum reglum þar áðlútandi. Eitt sinn lét þingmaður nokkur konu sína ferðast á þessum frímiða í stað þess að nota hann sjálfur. Hann þurfti einhverra hluta vegna ekki að ferðast í það skiptið. Hér var að sjálfsögðu ekkert tekið frá rfk- inu, þvi einu mátti gilda hver notaði frlmiðann. Þetta samrýmdist ekki rétt- lætishugmyndum Breta, og þessi þingmaður varð að segja af sé þingmennsku undir eins. Eg veit ekki hvað hefði verið gert við þennan mann ef um hefði verið að ræða grænar baunir, bensínslatta, húsakaup og lánafyrirgreiðslu, en dauða- refsing var afnumin fyrir mörg- um árum í Bretlandi eins og kunnugt er. Mérdatt þetta (svona) í hug. Óskarí formannssœtíð Vlagnús Sigurðsson, Kópavogi skrifar: „Þegar ég leit yfir bakslðu DB í gær 6. okt. rakst ég á klausu undir fyrirsögninni „Tvö formannsefni komin fram“. Þegar ég hafði lesið klausuna þreif ég til blaðs og penna, sem ég er þó ekki vanur að gera. í þetta sinn varð ekki hjá því komizt. Sú gleðilega frétt eða fregn um það að hr. Öskar Vigfússon fyrrverandi sjómaður og núverandi for- maður Sjómannafélags Hafnar- fjarðar skuli gefa kost á sér sem formannsefni Sjómanna- sambands íslands, gaf mér þennan skyndilega innblástur. Eg held að ég megi fullyrða fyrir hönd fjölmargra sjó- manna ef ekki allra, að ef nokk- ur maður í sjómannastéttinni er sjálfkjörinn sem formaður Sjómannasambandsins þá er það enginn annar en Öskar Vigfússon að Karli Steinari Guðnasyni ólöstuðum, því að pólitík og klíkuskapur fer ekki lengur saman hjá Sjómanna- sambandi íslands. Eg vil svo að lokum því að ég er sjálfur krati biðja eða skora á þann ágætis dreng og kennara, Karl Steinar Guðna- son, að gefa ekki kost á sér gegn Óskari Vigfússyni. I for- mannssætinu á enginn annar heima en Óskar,. Vigfússon. Með þakklæti fyrir vel unnin störf óska ég honum gæfu og gengis sem for- manni Sjömannasambands Islands." Þorsteinn Ólafsson kennari: ATHUGASEMD Þorsteinn Ólafsson kennari skrifar: „Ég varð fyrir vonbrigðum með að sjá aðra fyrirsögn á grein minni 1 Dagblaðinu þann 5. okt. sl. heldur en ég hafði sett. Ég kallaði greinina: „íslenskir stjórnmálamenn og stjórnmálaflökkar," en þegar greinin kom 1 blaðinu hét hún: „Talsmaður margra flokka kerfis". Þessari breytingu kann ég illa. Einni setningu I greininni var einnig breytt. I handriti mínu stendur: „Ef ég á að vera eins hreinskilinn og mér er unnt, þá verð ég ,að segja það, að mér hefur fundist stjórn- málamenn ekkert frábrugðnir venjulegu fólki." I blaðinu stendur: „Ef ég á að vera eins hreinskilinn og mér er unnt, þá verð ég að segja það, að ég taldi stjórnmála- mennekkert frábrugðna venju- legu fólki.“ Þetta skiptir e.t.v. ekki miklu máli, en mér finnst vera á þessu dálítill blæbrigða- munur.“ Þorsteinn Öiafsson. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.