Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 10
10 MMBuaa fijálst, úháð dagblað Útfiefancli Dagblaðiðhf. Framkvæmdastjðri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjðri: Jðnas Kristjánsson. 'Fréttastjðri: Jðn Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjðri: Mli Steinarsson. Iþrðttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jðhannes Re.vkdal. Handrit AsKrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tðmasson. BeiKlind Ásgeirsdðttir. Bra«i Sigurðsson, Erna V. InKólfsdðttir. Gissur Sif*urðsson. Hallur Hallsson. Heigi Pétursson. Jðhanna Birgis-% dðttir, Katrln Pálsdðttir. Kristín Lýðsdóttir, ólafur Jðnsson. Ómar Valdimarsson. Ljðsmyndir: Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sveinn Þormððsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjðri: Már E.M. Halldðrsson. Askriftarnjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 00 kr. eintakið. Ritstjðrn Síðumúla 12. simi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning o« umbrot: Da«blaðiðhf. og Steindðrsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf.. Síðumúla 12. Prentun: Arvakurhf.. Skeifunni 19. Fallið pund Ríkisstjórn brezka Verka- mannaflokksins er að gefast upp í baráttunni við efnahagsvandann. Sterlingspundið hrapar. Gengi þess gagnvart dollara hefur fallið um næstum helming á nokkrum árum. Vaxtahækkun mun varla duga. Á sama tíma er metatvinnuleysi og fer vaxandi. Stjórn Verkamannaflokksins hefur ekki starfhæfan meirihluta á þingi. íhaldsflokknum er spáð sigri í kosningum, sem gætu orðið bráðlega. Callaghan forsætisráðherra er greini- lega mun minni karl en fyrirrennari hans, Wilson, var. Verkamannaflokkurinn er illa klofinn. Hver höndin er uppi á móti annarri í helztu málum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fálm- kenndar og veikar. Fyrsta svarið við hrapi pundsins var að slá lán erlendis. Þar sem ríkissjóður var að verða gjaldþrota, greip ríkis- stjórnin til þess ráðs að draga stórlega úr ríkisútgjöldum, en það mæltist mjög illa fyrir meðal óbreyttra flokksmanna. Víða risu sveitarfélög upp gegn niðurskurðinum og tor- velduðu hann. Andstæðingar niöurskurðarins unnu nokkurn sigur á nýafstöðnu þingi flokks- ins. Alþýðu manna þótti að sjálfsögðu illt, að stefnt skyldi að samdrætti velferðarríkisins. Hún hafði ekki búizt við því af stjórn Verka- mannaflokksins, en ríkisstjórnin sá ekki önnur ráð. Það er kaldhæðnislegt, að ríkisstjórnir jafnaöarmanna í Danmörku og á Bretlandi beita sér nú fyrir skerðingu ríkisbáknsins. Þetta er afleiðing kreppunnar, sem lék þessi tvö ríki einkar grátt. Á flokksþingi Verkamannaflokksins var greinileg skipting. Annars vegar voru talsmenn ríkisstjórnarinnar, sem höfðu mestan áhuga á að halda efnahagsmálunum á floti. Hins vegar var mjög öflugur og hávær hópur vinstri manna, sem krafðist umbóta á öllum sviðum. Vandamálin hafa hrannazt upp. Atvinnuleysi langt yfir milljón manna er þung raun þeim, sem við það stríða. Þó hefur forysta Verka- mannaflokksins og raunar verkalýðsfélaganna einnig reynt að gera sem minnst úr þeim vanda. Bretland stríðir nú orðið við mikið kynþáttavandamál. Fjöldi fátækra, þeldökkra manna hefur streymt til Bretlands á vinnu- markað, þar sem ekki var nóg handa þeim, sem fyrir voru. Mikil verðbólga hefur mjög skert kjör lífeyrisþega, svo að margir þeirra hafa ekki mannsæmandi lífskjör. Þetta og margt fleira var mjög umdeilt á þingi VerkamannafloKksins. Vinstri armurinn sótti á, en hinn hægri, ríkisstjórnin, sagði sem svo, að víst væru þetta mikil vandamál, en hið opinbera hefði ekki efni á að bæta úr þeim. Stjórn Verkamannaflokksins er ekki fær um að ráða við efnahagsvandann. Bretland þarf mun sterkari ríkisstjórn, eigi það að takast. • DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKT0BER 1976. Er sérfræðingar Japana fóru að skoða vélina urðu þeir heldur betur hissa: Hún er ryðguð! EFTIR MIKLA SK0ÐUN Á MIG-25: HUN RYÐGAR! Þegar sovézkur flugmaður lenti MiG-25 orrustuþotu sinni í Japan fyrir þrem vikum gátu vestrænir hernaðarsérfræðing- ar í f.vrsta sinn barið augum það sent talið var eitt mesta hernaðarleyndarmál okkar tíma. Niðurstöður rannsóknar sér- fræðinganna á flugvélinni, sem NATO gaf nafnið Foxbat. fóru að berast unt í siðustu viku og svo virðist sem menn hafi orðið fyrir vonbrigðunt. a.m.k. var hald sérfræóinganna að vélin væri mun fullkomnari að allri gerð. Japönsku sérfræðing-. arnir. sem fóru vandlega yfir vélina áður en fleiri sér- fræðingar bættust í hópinn, voru t.d. mjög hissa á að sjá, að alls staðar á vélinni var að finna litla ryðbletti. Það virtist augljóst. að MiG-vélin er ekki gerð úr hinni léttu málm- blöndu. titanium. sem vélar Bandarikjantanna af svipaðri gerð eru framleiddar úr. En úr hvaða efni þá? Japanirnir drógu upp segulstál og hátt ,.þunk"hljóð staðfesti grun- semdir þeirra: vélin er gerð úr venjulegu gamaldags stáli. En þetta var rétt aðeins b.vrjunin. Er sérfræðingar Bandaríkjamanna i flugvéla- smíði tóku vélina í sundur og fluttu hana til herstöðvar í ná- grenni Tokyo þar sem hún var vendilega skoðuð, komust þeir aó raun um að hún var mun óheflaðri en menn höfðu búizt við Til þess að vega upp á móti því hve vélin er þung vegna stálsins nota Sovétmenn í hana tvær stórar vélar er súpa elds- ne.vti og takmarka því mjög flugþol hennar. Samkvæmt heimildum frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafði hraði þotunnar verið gef- inn upp sem 2.100 mílur á klst. en við prófun stöðvaðist flug- hraðamælir hennar við 1.960 mílur og síðustu tölurnar birt- ust á skerminum í rauðum lit sem gaf hættumörk til k.vnna. ,,F-15 — þotan okkar er mun betri hvað varðar flugþol og stjórnun," sagði einn banda- risku vísindamannanna. Hönn- un og vinna við MiG er slæm. Illa hafði verið g'engið frá öll- um samskeytum. Svo virtist sem erfitt gæti verið að hemja vélina i krappri be.vgju og á hámarkshraða töldu menn lík- logt að eldflaugar hennar gætu einfaldlega rifnað af. í flug- stjórnarklefanum er ekki skot- sæti til þess að auðvelda flug- manninum að kasta sér út í fallhlíf. Mikill hluti rafeindabúnaðar flugvélarinnar var gantall eða ekki nægilega fullkominn. Enginn „beint-niður" radar er í vélinni en hann er talinn nauð- s.vnlegur í flugvélar af þessari gerð sem fljúga hátt. til þess að koma auga á sprengjuflugvélar óvinarins í lágflugi. Radarinn, sem fyrir er í þotunni, er meira að segja talinn óáreiðanlegur vegna hins mikla hita er vélin gefur frá sér á hámarkshraða. „Þetta er rafeindatækni sjötta áratugarins, — lampar í stað transistora," sagði einn sérfræðinga Bandarikjanna ennfremur. „Við getum ekki 0337 talið þotuna dæmi um háþróuð tæknivísindi." En enda þótt þotan standist ekki kröfur Bandaríkjamanna er hér ekki um að ræða neinn húðarklár. „Sætið er kannski ekki klætt silki en það hefur ekki áhrif á notagildi vélar- innar," sagði einn hernaðarsér- fræðingurinn. „MiG-25 vinnur verk sitt vel fvrir miklu minni fjárhæðir en það myndi kosta Bandaríkjamenn að smíða slíka vél.“ Og einn sér- fræðingur í Japan tók undir þetta: „Við héldum að þetta væri mjög góð vél og það lítur út fyrir að svo sé,“ sagði hann. „Vera kann að við getum gert grín að henni vegna þess hversu klunnaleg hún er og af því að hún er ryðguð, Stað- reyndin er hins vegar sú að hún getur flogið hærra, hraðar og með meiri vopnabúnað en nokkur önnur flugvél í heimin- um." En vélin gaf þó nokkra inn- sýn í það sem er að gerast á tæknisviðinu i Sovétríkjunum. Þar er vitað að vopnasmiðjur fá til sín alla beztu visindamenn- ina og alla þá peninga sem ráða- menn þar vilja fá. Samt má segja með nokkurri vissu að vélin stendur langt að baki þeim tækniundrum sem Vesturveldin styðjast við á þessu sviði. MiG-25, oin loyndardómsfyllsla fiugvél Sovétmanna flutt til skoð- unar á horstöö við Tokyo.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.